Tíminn - 16.10.1977, Blaðsíða 40
Sunnudagur
16. október 1977.
-
1 *18-300 f BkWME > Harks og Spencer HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI
Auglýsingadeild Tímans. UNDIREATNAÐUR
Sýrð eik
er sígild
eign
HUA
TRÉSMIDJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 • SIMl: 86822
— segir Halldór í Víðigerði
Elln Sigurbardóttir á Lækjamóti snibur efniO. Verðmæti framleiðsl-
unnar er um ein milljón króna á hverja konu, sem þarna stundar vinnu.
bað er mjög eðlilegt að vilja
halda ullar og skinnaiðnaðinum
sem mest heima i sveitúnum,
sagði Sigurður. Hráefnin i þenn-
an iðnað koma öllúr sveitinni og
ekkert er eðlilegra en þessi hrá-
efni séu fullunnin i sveitinni.
Það var um 10
manns, sem var i fastri
vinnu hjá Halldóri Jó-
hannessyni i Viðigerði i
sumar og hafa umsvif
þar aukizt verulega frá
þvi hann setti á fót
verkstæði i Viðigerði
fyrir 17 árum siðan.
Fyrstu árin var þar
eingöngu verkstæði, en
árið 1971 var húsnæðið
stækkað og söluskáli
settur á fót. Siðar var
simstöð fyrir sveitina
einnig sett upp i hús-
næði Halldórs og er
hann stöðvarstjóri.
Hugmyndir er Halldór
enn með að auka rekst-
ur sinn i Viðigerði og
m.a. hugmyndir um að
koma á fót einhvers
konar iðnaði. Einnig á
hann um 100 m2 hús-
næði ónotað sem ætlun-
in var að nota
fyrir gistiherbergi. Þar
er áformað að setja
upp 6 tveggja til
þriggja manna her-
bergi. Nýlega heim-
sótti blaðamaður Hall-
dór og spurði fyrst,
hvort hagkæmt væri að
vera með slikan rekst-
ur út i miðri sveit.
— Þaö er mjög hagkvæmt,
sagði Haildór. bessi staður
liggur mjög vel. Hér er blómleg
sveit i kring og mikil vinna gið
Margar ályktanir hafa verið
geröar á fundum og þingum
undanfarin ár um að auka verði
atvinnuval i sveitum og sporna
með þvi við þeirri fólksfækkun,
sem þar hefur verið. M.a. var
ýtarlega ályktað um þetta á
fjórðungsþingi Norðlendinga
sem haldið var I Varmahliö I
Skagafirði I september sl.
1 nokkrum sveitum eru þegar
hafnar framkvæmdir i þá átt að
auka atvinnuvalið og stuðla með
þvi' að fólksfjölgun. Meðal
þeirra er Þorkelshólshreppur i
Vestur-Húnavatnssýslu. Þar
hafa nokkrir einstaklingar i
hreppnum tekiö höndum saman
viö sveitarsjóð og stofnaö hluta-
félag til reksturs saumastofu.
Þetta hlutafélag hlaut nafnið
Borg hf. og rekur saumastofu i
kjallaranum i Viðihlið.en það er
félagsheimili sveitarinnar.
Nýlega heimsótti blaðamaður
saumastofuna og ræddi við
saumakonurnar og fram-
kvæmdastjórann, Sigurð Lindal
á Lækjamóti. Siguröur sagði að
saumastofan hefði verið stofnuð
sl. vetur og hafið starfrækslu i
april. Siöan hefði verið stöðug
vinna að undanskildu þvi að
stofunni var lokað i gangnavik-
unni. Allar konurnar sem þarna
vinna eru Ur sveitinni og sumar
þeirra vinna tvo til þrjá daga i
viku en aðrar eru þar i stöðugri
vinnu. Sumar konurnar vinna
aðeins á veturna, enda meir að
geraheimaá búunumá sumrin.
En það er ekkert vandamál hjá
okkur. A sumrin koma margar
ungar stúlkur heim i sveitina og
þurfa á vinnu að halda sagði
Sigurður. Þessar stúlkur stunda
siöan skólanám á vetrum.
1 viðtali við saumakonurnar
kom fram að þær töldu mjög
gott að geta fengiö slika vinnu
heima i sveitinni. Sérstaklega
væri hagstætt ef unnt væri aö fá
þar vinnu tima og tima þegar
minnst væri að gera á heimilun-
um. En svo háttar einnig á fjöl-
mörgum heimilum i sveitinni aö
konurnar hafa aðstöðu til að
sækja fulla vinnu utan heimilins
engu siður en konur I þéttbýlinu.
1 samtali við fólkið á sauma-
stofunni kom glöggt i ljós, aö
það taldi mjög mikilvægt atriði
fyrir eldra fólk sem vildi hætta
búskap að eiga kost á að fá
vinnu, sem það gæti stundaö
heima i sinni sveit. Þetta fólk
vill i' flestum tilfellum helzt af
öllu dvelja áfram 1 sveitinni þótt
það treysti sér ekki til að reka
búskap.
t þvf sambandi sagði
Sigurður, að menn væru meö
hugmyndir um frekari iönaö i
sveitinni. T.d. mætti vel hugsa
sér aö hefja þar einhvers konar
skinnaiönaö. Vinna við slikt
gæti mjög vel hentaö eldri
bændum, sem vildu draga
saman seglin við búskapinn.
011 framleiðslan i saumastof-
unni Borg hf. hefur verið flutt
beintá erlenda markaði. Fram-
leiösluverðmætið er nálægt 8
milljónum króna eða ummilljón
á hverja konu, sem unniö hefur i
saumastofunni i sumar. Beinn
stofnkostnaður var um þrjár
milljónir króna og var þaö aöal-
lega i vélum og tækjum. Hús-
næði var fyrir hendi I kjallara
félagsheimilisins. Hluthafar I
fyrirtækinu eru um 30. Fram-
kvæmdastjóri og stjórnarfor-
maður er Sigurður Lindal á
Lækjamóti en verkstjóri i
saumastofunni er Jónina Hall-
gri'msdóttir i Birkihliö.
Halldór Jóhannesson viögerðar-
maður.
viðgerðir fyrir bændurna. Þá
er hér mikill feröamanna-
straumur framhjá á sumrin og
það skapar mikla vinnu.
Við höfum lika haft næg verk-
efni allar götur siðan þetta
verkstæði var sett á fót og auk-
ast þau stöðugt. Aðalvinnan er i
ýmis konar viöhaldi og viðgerð-
um á landbúnaöartækjum og
bifreiðum ferðamanna en einnig
er ég með umboð fyrir fjölmörg
fyrirtæki i Reykjavik og sé um
að herða nýja bila og dráttar-
vélar upp.
— Hver eru helstu vandamál-
in við rekstur þessa fyrirtækis?
— Okkar mesta vandamál er
aö við höfum ekki fengið þriggja
fasa rafmagn. Lang flest tæki
eru eingöngu framleidd fyrir
þriggja fasa rafmagn og ef hægt
er aö fá einfasa tæki eru þau
miklu dýrari en þau þriggja
fasa. Þessu þarf nauðsynlega aö
breyta og hlýtur aö koma á
næstu árum.
Frh. á bls. 39
Jónina Hallgrimsdóttir i Birkihlið verkstjóri á saumastofunni Borg við
saumavélina. Fyrir aftan hana saumar Elisabet Vigfúsdóttir 1 Valdar-
ási.
— átta konur eru þar í vinnu að staðaldri
Vélaverkstæði Halldórs Jóhannessonar fjærst á myndinni, söluskálinn nær. Næster fbúðarhús Halldórs.
Aukið atvinnuval í sveitinni:
Saumastofa
í Víðihlíð
Ekkert mælir
gegn þétt-
býliskjarna
Vaxandi umsvif í Víðidal