Tíminn - 16.10.1977, Blaðsíða 23

Tíminn - 16.10.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 16. október 1977. 23 Dúmbó og Steini Út er komin ný hljómplata með hljómsveitinni Dumbó og Steini frá Akranesi. Er þetta fyrsta stóra plata þeirra félaga en reyndar hefur starfsemi hljómsveitarinnar legið alger- lega niðri nú i nokkur ár, eða þar til þeir komu saman i júli s.l. til þess aö hljóðrita þessa plötu i Hljóðrita i Hafnarfirði. 1 kjölfar útgáfu plötunnar hef- ur hljómsveitin siðan leikið á nokkrum skemmtunum. Lögin eru öll með islenzkum textum eftirýmsa höfunda mörg þeirra eru tekin af „prógrammi” hljómsveitarinnar meðan hún starfaði af fullum krafti eftir miðjan og undir lok siðasta ára- tugs, en önnur eru samin vegna plötugerðarinnar, þ.á.m. tvö eftir gitarleikarann Finnboga Gunnlaugsson. tJtgáfudagur plötunnar var 6. október og seldist fyrsta upplag hennar upp samdægurs, auk þess sem stærsti hluti annarrar sendingar var pantaður á öðr- um degi. Þetta eru tvimælalaust beztu móttökur sem nokkur is- lenzk plata hefur fengið i ár og litur út fyrir að vinsældir Dúmbó og Steina hafa sizt minnkað þó þeir hafi horfið af sjónarsviðinu i nokkur ár. Hljómsveitina Dúmbó og Steina skipa: Sigsteinn Hákon- arson — söngur, Finnbogi Gunnlaugsson — gitar, söngur, Jón Trausti Hervarsson — tenor sax,söngur,Reynir Gunnarsson — tenor alto, bariton-saxar og flautur, Asgeir J. Guðmundsson — pianó, rafpianó, Trausti Finnsson — orgel, bassagitar, Brynjar Sigurðsson — bassagit- ar, Ragnar Sigurjónsson — trommur, slagverk, en Ragnar stjórnaði jafnframt upptöku plötunnar. Útsetning strengja var I höndum Karls Sighvats- sonar. Útgefandi er Steinar h.f. Allar konur fylgjast Timinn er • peningar j j Auglýsicf : iTimanum i >»MMMM»MM»MMMM>»>> SÚSANNA LENOX giftingarhringinn, sem hún hafði alls ekki munað eftir hingaðtil, og þeytti honum frá sér. Fáum mínútum síðar þerraði hún augun og stóð upp. Komumenn voru að hverfa, þarsem hún hafði fyrstorðið þeirra vör. 11 Nú gat hún farið hvert sem hún vildi. Hún gekk þangað, sem hún hafði látið eggin. Það var þeim megin á gníp- unni, er sá niður að læknum. Hún lagðist á hnén til þess að taka þau upp, en í sama bili barst henni til eyrna söng- ur neðan úr dalnum. Hún leit f ram af og skyggndist nið- ur að læknum. Rétt í sömu andrá kom í augsýn maður með veiðistöng og poka um öxl. Hann var í gráröndóttum buxum og hafði brett skálmarnar upp að hnjám. Barða- stór stráhattur, er hann hafði á höfðinu, sat aftur á hnakka, og hárið var Ijóst og hörund hans bjart. Röddin var skær og þróttmikil, og sönginn, sem henni barst að eyrum, hafði hún aldrei heyrt fyrr. Það var ítalskur söngur. Hún hafði ekki gert sér nema litla grein f yrir út- liti mannsins, er hún áttaði sig og hörf aði sem skjótast úr augsýn. Hún lagðist niður í grasið og skreið f ram á brún- ina. En um leið og hún gægðist fram, varð honum litið beint til hennar. ,,0-hó!" hrópaði hann. „Er þetta Nellý?" Súsanna dró sig til baka. Blóðið dunaði fyrir eyrum hennar. Eftir andartaksþögn heyrðist hlátur að neðan. Hún beið góða stund, gægðist svo aftur f ram milli stórra grastoppa. Maðurinn var horf inn. Henni fannst ekki ráð- legt að reyna að komast niður, fyrr en hann væri kominn alllangt framhjá, svo að hún lá kyrr, þar sem hún var henni þótti líka notalegt að baða sig þarna í kvöldsólskin- inu og hlusta á söng fuglanna. Skyndilega heyrði hún mann segja einhvers staðar rétt fyrir aftan sig: „O-hó, Nellý. Ég er að koma". Hún spratt á fætur og leit við. í sömu svipan bólaði á stráhattinum í skorningi, þar sem greiðast var uppgöngu á stapann. Hún átti sér ekki undankomu auðið, og uppi var enginn felustaður. Nú klöngraðist maður upp á grún- ina og blés mikinn. „Þvílík f jallaferð í öðrum eins hita", hrópaði hann. „Hvar ertu?" í sama bili sá hann Súsönnu, ekki tuttugu skref f rá sér. Hún stóð þarna, eins og albúin til að verjast. Hann góndi á hana og tók ofan. Hárið var hrokkið og snöggklippt, og augu hans voru grá, eins og augu Súsönnu, en þó Ijósari. Hann var mjög bjartur i andliti og svipur hans gáf ulegur og hýrlegur. Þrátt fyrir hattinn, bláa baðmullarskyrtu og buxurnar, sem hann hafði brett upp um sig, svo að skein á bera, sólbrennda fótleggina, var enginn afdala- bragur á honum. „Fyrirgefið", kaliaði hann ofurlítið glettnislega. „Ég hélt, að þetta væri Nellý frænka". „Nei", svaraði Súsanna og mildaðist heldur við kurteislega og f rjálsmannlega f ramkomu hans, „það er ekki hún". ,, Ég ætlaði ékki að gera neinn átroðning". Hann brosti glaðlega, og hvítar tennurnar komu í Ijós. „Ég sé það al- veg á svipnum á yður, að þetta er yðar ríki". „Ne-nei — nei, alls ekki", stamaði Súsanna. „Jú, það er ekki efamál", svarði hann. „Má ég hvíla mig hér stundarkorn? Ég hljóp hérna fyrir öxlina og flýtti mér eins og ég gat hingað upp". „Jú, það skuluð þér auðvitað gera", sagði Súsanna. Ungi maðurinn settist í grasið rétt þar sem henni hafði skotið upp og krosslagði langar býfurnar. Stúlkan stóð álengdar og horfði agndofa á hann. „Viljið þér ekki setjast líka?" spurði hann, er hann hafði virt hana fyrir sér litla stund. Súsanna hikaði við og færði sig svo í skuggann af litlu tré ekki langt f rá honum. Hann veif aði hatti sínum fyrir framan andlitið á sér. Skyrtuhálsmálið flakti frá hon- um. Neðan við sólbrenndan hálsinn var hörundið hvítt og fallegt. Nú var hún fundin, hugsaði hún, og þá eins hyggilegt af henni að vera vingjarnleg í viðmóti. „Það er fagurt veður í dag", sagði hún svo hátiðlega, að honum var meira en lítið skemmt. „Og ekki gott fiskiveður", sagði hann. „Ég veiddi ekki eina einustu bröndu. Eruð þér ókunnug hér?" Súsanna skipti litum og það brá fyrir ótta í augum hennar. „Já", tuldraði hún. „Ég — ég er á ferðalagi". Ungi maðurinn gat varla varizt brosi. Súsanna roðnaði aftur —ekki vegna þess að hún tæki eftir svipnum á hon- um, því að hún horfði alls ekki á hann, heldur vegna hræðslunnar sem hafði gripið hana. Sjálfri virtist henni svar sitt ankannalegt og hljóta að vekja grunsemdir. „Þér haf ið náttúrlega farið hingað upp til þess að njóta útsýnisins", sagði maðurinn. Hann skimaði í kringum sig. „Það er líka víðsýnt héðan. Þér eruð líklega ekki á leið niður í Lækjarbyggðina?" „Nei", svaraði Súsanna og herti upp hugann. Hún ætlaði að leiða talið að öðru. „Hvaða lag var það sem ég heyrði yður syngja áðar?" „Ó, heyrðuð þér mig syngja?" sagði hann hlæjandi. „Það var söngur hertogans úr ,, Rigoletto"." „Það er ópera — er þaðekki? Eins og Troubadur". „Já, ítölsk ópera eftir sama höfund". „Þetta er fallegt lag". Það var auðséð að hana langaði til þess að biðja hann að syngja það aftur. Hún kunni vel við sig í návist hans, hann var svo blátt áf ram og f rjáls- mannlegur. „Getið þér sungið?" spurði hann. „Nei, í rauninni ekki", svaraði hún. „Ég get sagt það sama. Ef þér viljið syngja fyrir mig, þá skal ég syngja fyrir yður". Súsanna leit f lóttalega í kringum sig. „Æ-nei — gerið þér það ekki", sagði hún snöggt. „Hvers vegna ekki?" spurði hann forvitinn. „Hér er ekki nokkur sál á ferli". „Nei veitég það. En — þér megiðekki gera það". „Jæja", sagði hann, þegar honum skildist að kvíði hennar stafaði ekki af því að hann hafði beðið hana að syngja. Þau sátu nú þegjandi um stund. Hún starði út í bláinn, en hann veifaði hattinum sínum og virti f yrir sér unglegt og fagurt andlit hennar. Hann var á að gizka tuttugu og f imm ára og skarpskyggn maður myndi hafa ályktað að hann hefði meira en meðalreynslu í ýmsum efnum, jafnvel af laglegum og f jöllyndum pilti á hans aldri að vera. Hann rauf hina löngu þögn. „Ég er blaðamaður frá Cincinnati. Ég vinn við „Frjálsa verzlun". Ég heiti Roderick Spenser. Clayton Spenser hérna í Lækjar- byggðinni er faðir minn" — hann benti í suðaustur — „þarna hinum megin við hæðina niðri við fljótið. Ég er hér í leyfi". Svo þagnaði hann og leit spyrjandi á hana. Hún vissi ekki hvernig hún átti að komást hjá því að segja honum einnig höf uðdrættina í lífi sínu. Það var svo sjálfsögð kurteisisskylda. Hún drúpti höfði neri saman höndunum í keltu sinni og vissi ekki sitt rjúkandi ráð, fremur en lítil telpa. Aftur varð löng þögn og aftur varð hann fyrri til þess að rjúfa hana. „Fyrirgefið, þó að ég haf i orð á því — þér eruð mjög ung".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.