Tíminn - 16.10.1977, Blaðsíða 36

Tíminn - 16.10.1977, Blaðsíða 36
36 Sunnudagur 16. október 1977. Þorsteinn Guömundsson þenur Cordovoxinn sinn. Svona hljóöfæri kostar ekki undir 1800 þúsundum króna. „ Ég keypti mina fyrstu nikku fyrir fermingar- peningana mina og hef stundað þetta siðan”. Rætt við Þorstein Guðmundsson hljóm- sveitarstjóra. Margir kannast viö borstein Guðmundsson, enn fleiri við hljómsveit Þorsteins Guð- mundssonar og fáir munu þeir sem ekki kannast viö Steina spil. Þorsteinn á að baki langan tónlistarferil og þekkir þar tíma tvenna. Vetrarstarf hljómsveita er nú óðar að hefjast og þótti blaðamanni þvi tilvalið að spjalla við Þorstein um tón- listarferil hans og annað er upp kynni að koma meðan spjallað var.Þorsteinn er búsettur á Sel- fossi og þangað var farið og tekið til við að spjalla: Óskadraumurinn var að gerast hljóðfæra- leikari — Hvenær fékkst þú fyrst áhuga á tónlist? — Ég hef alltaf verið svona. Þetta var min fyrsta og siðasta hugsun. Ég notaði fermingar- peningana mina til að kaupa harmonikku, en hana hafði ég þráð Imörgár. Einhvern veginn var það svo að nikkan heillaði mig mest allra hljóðfæra. Þaö þarf auðvitað varla að taka fram, að i fyrstu fékk ég enga tilsögn. bó tókst mér býsna fljótt að ná valdi á hljóðfærinu og gat bráölega spilað þau lög sem ég kunni. Öskadraumur minn var að gerast hljóðfæraleikari og leika i danshljómsveit. Þaö var á skemmtun hjá ungmennafélag- inu Vöku sem ég lék fyrst fyrir dansi. Þá þótti gott að hafa eina nikku. Ég var áskrifandi að hljómlistarblaði þvi sem F.l.H. gaf út um þær mundir og hafði þaðan ýmsan fróðleik um hljóð- færaleikara, svo og myndir af ýmsum hljómsveitum og ein- staklingum. Svo varö sá merkisatburður i minu lifi aö Hafsteinn Þorvalds- son fluttist hingað i sveitina. Hann kom brátt viö sögu i félagslifinu hér i sveit, enda ungur maöur og fullur félags- anda. Ég kynntist Hafsteini fljótlega og var ekki lengi að komast að þvi aö hann átti nikku og hafði áhuga á tónlist. Þá var að duga eða drepast — Svo gerðist það einu sinni á annan dag jóla að Hafsteinn hringdi f mig og sagði að til sin hefði hringt Gunnar á Skeggja- stöðum i Hraungeröishreppi. Það stóð til að halda jóladans- leik i Þingborg. Ráðin hafði verið hljómsveit frá Selfossi, sem gat ekki mætt þegar til átti að taka. Hér var úr vöndu að ráða og þess vegna var Haf- steinn beðinn um að fá einhvern með áér og reyna að bjarga málunum. Svo fór aö lokum að við létum til leiðast þó viö hefð- um aldrei æft saman. Þegar við mættum á staöinn var sneisafullt af fólki og stóð yfir leiksýning. Þegar dansinn átti að hefjast vissu menn ekki annað en upphaflega hljóm- sveitin ætti að leika. Málið var skýrt viðstöddum og tjaldið dregið frá. Þar á sviðinu sátum við Hafsteinn hvor á sinum stólnum með nikkurnar. Við byrjuðum á Hreðavatnsvals- inum og gekk allt stórslysa- laust. Siðan lékum við til skiptis og þegar til kom reynd- ist okkur verst að stoppa, þvi þegar annar hætti byrjaði hinn. Af þessu urðum við frægir, eins og nærri má geta, og spiluðum upp frá þessu af og til á dans- leikjum. Við fórum að æfa sam- an og hugöumst stofna hljóm- sveit. Trommusettið fræga Ég fór aö dútla við að smiða trommusett en haföi litið fyrir mér, i þeim efnum nema myndir, myndir af hljómsveit- um i blaði F.l.H. Viö Hafsteinn fórum i Sláturhús Suöurlands og lukum þar viðsmiöi á trommu- settinu sem margir eflaust minnast er þar unnu, enda oft stiginn dans ef viö varö komiö. Þetta var stórmerkilegt trommusett. öðrum megin var skinn af sjálfdauðri rollu, þvi ekki var auðhlaupið að fá skinn i þá daga. Hinum megin var svo sjúkradúkur. Seinna seldum við settið fyrir góöan pening. Það var lengi notað fyrir norðan af hljómsveitum. Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar Upp úr þessu varð til mitt fyrsta trió, þvi Eysteinn bróðir Hafsteins bættist viö og barði húðirnar. Þetta trió lifði nokkurn tima, eða þar til ég fór að spila meö óskari Guðmunds- syni. Þá varð til nýtt trió en varð brátt sex manna hljóm- sveit og með þeirri hljómsveit starfaði ég allmörg ár, þar til hún hætti um skeið. Þá var það milli jóla og nýárs að nokkrir ungir menn komu til min og hugöust stofna hjóna- klúbb hér á Selfossi. Þeir vildu fá mig til að spila. Þ? hafði ég ekki spilað um nokkurt skeið en Kcypti mina fyrstu nikku fyrir fermingar- peningana og hef stundað þetta síðan Rætt við Þorstein Guðmundsson hlj ómsveitarstj óra Þorsteinn og hljómsveithans, sem nokkrar breytingar hafa orðiðá Itimans rás. lét þó til leiðastog fékk með mér tvo liðsmenn. Þetta var upp- hafið að hjónaklúbbi Selfoss og þvi sem i dag er kallaö hljóm- sveit Þorsteins Guðmunds- sonar. Þessirungu menn voru þó aö- eins með mér stuttan tima. Þá fekk ég með mér Kristinn Alexandersson á trommur og hefur hann verið i hljómsveit- inni siðan.-eða um 11 ár, og Sig- fús Ólafsson sem lék á gitar og starfaöi meö okkur i tæp fjögur ár eða þar til hann fór utan til náms. Þá var úr vöndu að ráða. Trfóið var orðið mjög samæft og naut sivaxandi vinsælda. Þá var mér bent á Hauk nokkurn Ingibergs- son og sagt að hann hefði stundað hljóðfæraleik. Ég fekk hann til að koma austur fyrir Fjall, en þar vorum við að spila á dansleik. Haukur iék með okkur nokkur lög með þeim árangri að hann var ráöinn á stundinni. Þessi hópur hélzt all- mörg ár, eða þar til Haukur tók við starfi skólastjóra Sam- vinnuskólans á Bifröst. — Hefur þú nokkra hugmynd um hversu viða þú hefur spilað þessi ár? — Staðimir eru margir og ég er löngu hættur að hafa tölu á þeim. Hins vegar hef ég spilað i öllum landsfjórðungum. Við förum aldrei i hljómleikaferða- lög og höldum aldrei böllin sjálfir. Við höfum heldur ekki sérstakan umboðsmann, en önnumst þetta sjálfir. Menn snúa sér ýmist til félaga minna i hljómsveitinni eða til min. Hljómsveitin hefur alltaf haft næga atvinnu og félagsandi verið með afbrigðum góður. Undanfarin ár höfum við fariö austur á land vor og haust og leikið þar á dansleikjum, ann- £u-s er þetta tilviljanakennt. Og frá þvi má segja að við spil- uðum i Húnaveri Verzlunar- mannahelgina. Um drykkjusiði og aldursskiptingu á böll- um. — Er nokkur staður sem er sérlega ánægjulegt að sækja heim? — Þetta vill nú verða hvað öðru likt þegar árin liða. Þó finnst mér ákaflega gottað spila fyrir Austfirðinga. Aldursskipt- ing er meiri á dansleikjum fyrir sunnan en annars staðar. Ég held að ungir og eldri ættu að skemmta sér saman. Það veitir visst aðhald á báða bóga. Þá held ég lika að þeir sem fara sjaldnar á böll skemmti sér mun betur. Menn koma þá til með að skemmta sér, njóta kvöldsins mun betur en þeir sem fara á ball hverja helgi og hafa þetta sem hálfgerða at- vinnu helgi eftir helgi og kvöld eftir kvöld. Það er óþarfi að hvolfa þindarlaust i sig brennivini til að geta skemmtsér með fólki og misskilningur að þá fyrst verði menn samkvæmishæfir þegar þeir hafa hvolft sem mestu magni af vini I sig. Þá er alltaf munur á þvi, hvort menn koma með þeim ásetningi að skemmta sér eða hvort þeir vilja láta skemmta sér og hafa allt á hornum sér. Þetta er meiri vinna en margan grunar — Hefur þú hugleittað fjölga i hljómsveitinni? — Það hefur oft hvarflað að mér. En hljómsveitinni vegnar vel og þess vegna ekki bein ástæöa til að fjölga. Þaö er kostur að þrir menn skuli standa undir þessu. Auk þess fá- um við mikla vinnu einmitt vegna þess að við erum ekki fleiri t.d. á einkasamkvæmum, þorrablótum og árshátiðum. Þó má segja að þetta séu fjór- ir menn.i allt. Annaö hvort er maður orðinn svona gamall eða finn með sig að telja sig þurfa rótara. Hljómsveitin hefursum- sé haft rótara undanfarin fjögur ár. Tækineru orðindýr og flókin svo og mikil i vöfum. Radiusinn sem við förum hér i nágrenni Selfoss er t.d. um 50 kflómetrar og ég keyri hljómsveitina sjálf- ur. Þá er auðvelt að sjá hversu mikið álag það er að keyra t.d. norður á land og eiga þá eftir að bera inn öll tækin, koma þeim fyrir og stilla og spila svo I fimm klukkustundir, pakka saman og aka heim. Hljóðfærið mitt kostar liklega 1800 þúsund i dag. — A hvað meturþú hljóðfæra- kost hljómsveitarinnar? — Þessu er erfitt að svara. Margar hljómsveitir meta gæði sin eftir krónutölu og þyngd hljóöfæra. Þaö fer eftir ýmsu hversu mikið fé er lagt i hljóð- færakaupin. Það er þó nauðsyn að endurnýja öðru hverju til að fylgja markaðsnýjungum. Ef ég tek aðeins hljóðfærið sem ég leik á þá kostar það ekki undir 1800 þúsundum króna. Þetta hljóðfæri nefnist Cordovox og er mjög tæknilega útbúin harmónikka. Á hana er hlaðið ráfmagnsbassa, gitar og orgeli.An þess að ýkja nokkuð get ég fullyrt að þetta hljóðfæri getur gert sama og þrir menn sem skýrir m.a. hvers vegna ég hef ekki talið ástæðu til að fjölga mönnum. Ég keypti fyrsta Cordovox- hljóðfærið mitt fyrir um ellefu árum og borgaöi fyrir það um 80 þúsund krónur. Sfðan hef ég skipt tvisvar sinnum og þetta hljóðfæri hefég átt I tvö ár. Allt- af verður það fullkomnara og enginn veit hvar þetta endar. Þróunin gæti orðið eins manns

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.