Tíminn - 16.10.1977, Blaðsíða 17
Sunnudagur 16. október 1977.
. 17
Vfldngar og Saxar i
London
Romverjarnir endurbyggöu
London og smám saman varö
bærinn mikilvægur verzlunar-
staöur. Þess má geta aö þeir
byggöu miir umhverfis hann og
enn þann dag i dag má sjá leifar
af múrnum hjá Tower Hill
neöanjaröarstööinni. Þegar
miirinn var og hét, var hann 7
metra hár og 2,5 metrar á
breidd og náöi utanum 1,3 fer-
kilómetra svæöi. Eftir daga
Rómverja komu Saxar, en um
áriö 800 fóru Danir aö herja á
landiö. Seint á þeirri öld náöu
þeir London og yfir borgarmilr-
ana fóru vikingarnir seinast
áriö 1017. Striösgæfan haföi snú-
iö baki viö vikingunum, og þaö
voru menn frá Normandi sem
áttu næsta leik. Höföingi þeirra
Vilhjálmur Bastaröur komst til
valda 1066 i frægri orustu og
geröi hann mikið til aö endur-
byggja og endurbæta borgina.
En það er ekki fyrr en einum
hundraö árum eftir kristintöku
á Islandi aö borgin fær sjálfs-
stjórn.
Gifurlegar breytingar uröu á
högum manna á miðöldum og þá
sérstaklega eftir að Hinrik 8-
sagöi skilið viö katólsku kirkj-
una. Þaö var i hans stjórnartið
aö leiklistarlif blómstraöi, og
þar sem Hinrik hafði ekki mikla
samúö meö katólsku kirkjunni
varö England griöastaöur fyrir
þá sem undu ekki yfirráöum
páfans á meginlandinu.
Flestir hafa heyrt um tvo at-
burði sem geröust i London á
siöari hluta sautjándu aldar. 1
fyrsta lagi sóttin, er gekk yfir
áriö 1665 og eldsvoöinn mikli
áriö 1666. Hvorki meira né
minna en 69.000 þúsund manns
létust af völdum sóttarinnar á
einu ári, og það var ekki fyrr
en eldurinn miklu kviknaði að út
breiöslu sóttarinnar tókst aö
hefta. En það var dýrt. Þann
annan september gaus upp
eldur hjá Lundúnabrúnni og
logaöi hann i fjóra daga. Þegar
siðustu neistarnir höföu veriö
slökktir, voru 13.200 hús ónýt,
auk þess sem 87 kirkjur brunnu
til kaldra kola. Til minningar
um brunann var reist súla I
Billingsgötu.
Þaö gefst ekki rúm tilað rekja
t.d. hvernig járnbrautaröldin
gjörbreyttilifífólks á átjándu og
nitjándu öld. En látum okkur
nægja aö segja aö járnbrautir
hafi verið undirstaöa efnahags
legrar velgengni i London sem
og annars staöar I Englandi.
Meö þeim skapaöist flutnings-
tæki sem gat flutt t.d. kol og
járn á tiltölulega ódýran hátt.
Þrjátiu þúsund manns
létu lifið i loftárásum
1 fyrri heimsstyrjöldinni gerðu
Þjóöverjar smávægilegar loft-
árásir á London. Hernaöarlega
séö höföu þær litla þýöingu, þ.e.
skemmdir uröu óverulegar. En
ibúarnir uröu skelfingu lostnir,
enginn haföi gert árás á ey-
landiö í hundruð ára. 1 seinni
heimsstyrjöldinni aftur á móti
er talið aö 29.890 manns hafi lát-
ið lífið vegna loftárása. Þá voru
margar sögufrægar byggingar
eyðilagðar. Eftir styrjöldina
voru mörg borgarhverfi endur-
skipulögö og skýjakljúfar skutu
upp kollinum t.d. i Miðbænum.
Á slöari áratugum hefur
London veriö kennd viö ýmis-
konar fyrirbæri. Þaðan kom
Karnabæjaræöiö og byltingar-
kenndar hugmyndir I sambandi
viö klæönaö fyrir ungu kynslóö-
ina áttu oft rætur sinar aö rekja
til London. En á siðari árum
hefur London ekki veriö eins
leiöandi og má ef til vill rekja
þaö til yfirstandandi efnahags-
öröugleika. Þeir hafa lika ef til
vill fætt af sér „ræfla-rokkar-
ana”, sem undirrituðum finnst
litil bæjarprýöi — og kallar þá
gjarnan úrkynjaða letingja.
Viltu fara á ball, bió
eða leikhús?
Fyrir leikhúsunnendur er
London hrein paradis og þó svo
aö Samvinnuferöir bjóöi upp á
fáa daga í borginni, má alltaf
finna tima til aö bregöa sér i
leikhús, þaö er aö segja ef við-
komandi er ekki komin meö
hælsærieftir pislargöngu á milli
verzlana. Og það er ekki
nauðsynlegtaö koma meö „kjól
og hvitt” frá Islandi, fólk getur
hæglegafariði „finni” leikhúsin
I gallabuxum og skyrtu. Eina
leikhúsið sem krefst þess af
áhorfendum aö þeir séu vel
klæddir, er Covent Garden, en
þá er lika hægt aö leigja sér
fatnaö. Flest leikhúsanna eru i
Soho, sem margir þekkja i sam-
bandi viö lauslátar konur og
sex-búðir. En ástæöulaust er aö
telja upp einhver leikhús. Þeir
sem hafa áhuga geta keypt sér
timaritiö Time Out, en þar er
getiö þess helzta sem er að ger-
ast á hverjum tima. Um tón-
listarviöburði gildirhið sama og
um leikhúsin. Þaö er alltaf eitt-
hvaö aö gerast I mússiklifinu:
allt frá poppi og uppi sigilda
tónlist. Og þá er það dansleikir.
1 allri borginni eru diskótek og á
hver og einn að geta fundiö eitt-
hvaö viö sitt hæfi. Nokkur
þeirra hleypa aðeins meölimum
innfyrir dyrnar en önnur selja
meölimakort við innganginn. 1
leit aö dansstöðum er aftur bent
á Time Out.
Enskur fótbolti á sér marga
aödáendur hér á landi og yfir
veturinn er hægt aö sjá marga
góöa leiki. Vertiöin er þegar
byrjuö og flestir fyrstu deildar-
leikimir eru á laugardögum.
Eftirtalin liö hafa aðsetur sitt I
eöa viö London: -Arsenal,
Chelsea, Crystal Palace, Ful-
ham, Queen’s Park Rangers,
Tottenham Hotspurs og West
Ham United. Af þessari upp-
talningu má sjá aö af nógu er aö
taka.
Eigum við að kaupa
þetta eða hitt— eða allt
saman?
Þaö er gaman aö fylgjast með
Islendingum i verzlunarferöum
erlendis. Og þaö var greinilega
takmark æði margra samferöa-
manna undirritaös i ferðinni aö
minnka lagera stórverzlana
Londonar aö miklum mun. Þaö
var ekki nema von, aö þegar
hópurinn fór frá Lutonflugvelli
til borgarinnar spuröi rútubil-
stjórinn, hvort ætlunin væri aö
kaupa hálft England og fara
meö þaö til íslands. Honum
fundust töskumar ári léttar,
sem og þær voru. Eitt sinn stóö
ég viö ávaxtasölustaö I Oxford
stræti og gengu tvær Islenzkar
' konur framhjá. önnur þeirra
var aö bera saman prisana i
Selfridges og Marks & Spencer.
Þvi miöur gengu þær of hratt til
þess aö ég heryöi hvor verzlunin
væri hagstæðari til innkaupa.
Þaö er vissulega þægilegt aö
verzla I búðum eins og nefndar
voru hér aö framan. Og vist er
þaö að úrvalið er gifurlegt. Það
er sama hvort verið er aö leita
eftirfatnaöieöa útileguáhöldum
fyrir verzlunarmannahelgina.
En margar þeirra verzlana sem
hafa aösetur sitt i kjarna
borgarinnar, eru rándýrar og
oft á tfðum er tiltölulega litill
verömismunur á þeim og t.d.
Kron eða Hagkaup. Fari fólk
hins vegar i úthverf in og gefi sér
nægan tíma, þá má yfirleitt
gera hagstæð innkaup skal þaö
alltaf haft I huga ö ekki má
koma heim meö varning sem
kostar meira en fjórtán þúsund
krónur á smásöluverði erlendis
frá. Þaö er þvi betra aö fara
skynsamlega meö þá hungurlús
sem gjaldeyrisbankarnir veita
hverjum og einum.
Markaðir eru tiltölulega
óþekkt fyrirbrigöi á Islandi.
Fýrir ibúa i London eru þeir
hins vegar daglegt brauö. A
þeim má oftá tiöum sjá hina og
þessa vöru sem vert er að át-
nuga nánar. Má i þessu sam-
bandi nefna Petticoat Lane og
Portobello Road. Allt milli him-
ins og jarðar má finna á
mörkuðunum, og visterað sumt
af þvi sem þar fæst er miöur vel
fehgið. Flestir markaðanna eru
opnir sex daga vikunnar og eru
laugardagar vinsælastir hjá
fólki. En farir þú á markaö þá
haltu vel um veskiö, þvi aö þaö
tekur æföan vasaþjóf ekki nema
sekúndubrot aö losa þig við
peninga vegabréf og þess hátt-
ar.
Aö lokum skal bent á tvo staöi
sem feröalangurinn ætti aö
heimsækja. 1 fyrsta lagi er þaö
stærsta bókaverzlunin i London,
Foyle. Þrátt fyrir þaö aö þú
ætlir þér ekki aö kaupa neitt, þá
er þaö vel þess virði aö koma i
bókaverzlun, sem hefur yfir
fjórar milljónir bóka á boðstól-
um. 1 öðru lagi er þaö dýra-
garðurinn I London. Þar eru
samankomin hundruö dýra allt
frá örsmáum fuglum upp I fíla
og Isbirni. Undirritaður er búinn
aö heimsækja dýragarðinn
nokkrum sinnum. en þaö er allt-
af eitthvað nýtt aö sjá.
Þunghlaðin flugvél —
og þreyttir ferðalangar
Hluti af hópnum var á hóteli
nálagt Queensway járnbrautar-
stööinni og var ekki annað aö
sjá en mannskapurinn yndi hag
sinum vel. Þeir atorkumestu
fóru gjarnan út snemma á
morgnana og komu seint heim á
kvöldin enþeir værukærari
sváfu frameftir og létu sér
nægja næsta nágrenni til að
skoöa. Þá má geta hótelbarsins
sem var opinn eins íengi og
nokkur entist til aö sitja þar.
Þaö væri ekki ónýtt ef islenzk
veitingahús tækju upp svipaö
fyrirkomulag.
En öll ævintýri eiga sér endi.
Siöla fimmtudags renndi stæöi-
leg langferöabifreiö aö hótelinu
og innan skamms voru allir
komnir um borö. Mátti heyra á
mæli sumra að þeir væru hálf-
fegnir aö komast heim, þrátt
fyrir tuttugu gráðu hitaog sól-
skin. Það var ekiö 1 snarhasti til
Lutonflugvallar og skammt frá
byggingunni stóö þota Arnar-
flugs, tilbúinn til aö ferja Höiö til
fósturjarðarinnar. Fararstjór-
inn, Sigurður Haraldsson, stóö I
ströngu viö að leiöbeina fólki
hvert þaö ættiaö fara enerallir
höföu runniö i gegnum rétthliö,
dæsti hann og brokkaöi beint á
barinn, enda var hans hlutverki
lokiö þarmeð.
Það var kalsarigning og ekta
sunnlenzkt veöur er farþegar
gengu frá boröi i Keflavik.
Undirritaður kann samferöar-
fóiki bestu þakkir fyrir sam-
fylgdina.
-áÞ
Vegna hagstæöra innkaupa og aukinnar hagræðingar
í framleiðslu, getum við nú
boðið þessi vinsælu sófasett
og sófaborð á
neðangreindu verði:
Sófasett með dralon áklæði kr. 225.000
Skammel meðdralonáklæði kr. 28.000
Sófaborð 70x140 cm frá kr. 55.000
Hornborð 70x70 frá kr. 40.000
Getum boðið úrval af öðrum áklæðum.
Hringið eða skrifið eftir áklæðapruf-
um.
Eigum einnig fjölmargar gerðir af
sófaborðum úr mismunandi viðar-
tegundum og með ýmsum gerðum af
plötum, svo sem: Eir, marmara,
keramik o.fl. o.fl.
Fæst einnig sem hornsófi á tilsvarandi
verði.
A A MBftCiÖftM
jj \ I jj J SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822
EÖ V Bð BS BÖ
^ ^ ^ tesg tesd tesj fagi tesi tegd
Lady sófasettið