Tíminn - 16.10.1977, Blaðsíða 37

Tíminn - 16.10.1977, Blaðsíða 37
Sunnudagur 16. október 1977. 37 hljómsv. sem þeir i útlandinu kalla one man band. Menn eru misjafnlega hrifnir af þessu hljóhfæri eins og gengur og ger- ist. En þegar ég spila á venju- legu ballinotaégekkinema litiö brot þeirra möguleika sem hljóðfærið býður upp á. Margt hefur breyzt frá þvi ég byrjaði. — Þú hefur fengizt við tón- listarkennslu. Sinnir þú henni enn? — Nei. Ég hef ekki kennt siðastliðin þrjú ár, en kenndi sex ár við tónlistarskólann og auðvitað á nikkuna. Aðalstarf mitt er þó ekki spilamennskan. Ég kenni handavinnu við gagn- fræðaskólann og hætti m.a. þess vegna að kenna i tónlistar- skólanum. Ég kenndiá timabili frá morgni til kvölds og helgarnar fóru i spila- mennskuna. Friin voru fá og jafnvel engin. — Þú hefur spilað i fjölda- mörg ár. Hvaða breytingar þykja þér mestar orðnar t.d. i sambandi við ballgesti? NU er mest áberandi að allir dansa gagnstætt þvi sem áður var. Menn fara á ball til að dansa. Aður fyrr áttu þeir i sálarstriði: Kann ég að dansa og þori ég út á gólfið? Þá var helst farið i hringdans og reynt að forða sér út i horn að honum loknu nema menn kynnu i raun og veru viðurkennd dansspor. Nú dansa allir sem geta á annað borð hreyft sig. Það er tæknilega auðveldara en áður var. Sé maðurinn ekki eins og trjádrumbur telst hann sam- kvæmishæfur á ballinu og ef i harðbakka slær þá láta menn sig hafa það að hoppa. Þetta hefði þótt óhæfa i gamla daga ef ég má nota þau orð. Þá var aðalatriðið að komast i takt við dömuna og halda rétt utan um hana. Sjarminn var mjög i þvi fólginn að tekið var eftir manni eftir þvi hvernig hann dansaði. Þess voru dæmi að dömur urðu ástfangnar ef herr- ann kunni að dansa eftir kúnstarinnar reglum. Nú getur daman verið i einu horninu og herrann i hinu og fæstir vita hver er að dansa við hvern. Nú má ekki hrófla við nótu eða útsetja á nýj- an leik. — Hvað finnst þér skemmti- legast að spila? — Við spilum alla tónlist jöfn- um höndum, gömlu dansana, poppið og allt þar á milli. Okkur þykir ánægjulegt að spila þá tónlist sem fólk hefur ánægju af og reynum stundum að útsetja sjálfir. En þá komum við að enn einni breytingunni sem orðin er frá þvi ég byrjaði að spila. Þá var mikið að tónlist væri sérstak- lega útsett og sú var tiðin að ekkert lag var leikið nema nótnasetningu væri nákvæmlega fylgt og sólóspil inn á milli. NU byggist allt á þviaðlögin séu sem allra likustþvi sem er á plötunni. Ef maður vill Utsetja lögin eða breyta þeim verður fólk ókvæða við og heldur að hljómsveitin kunni ekki lagið. Þetta finnst mér bera vott um stöðnun þó auðvitað sé þetta ekki algilt. — Að lokum, Þorsteinn: Þú ert ekkert að hugsa um að — Ekki i bili. Þessi seigla er i ættinni. Ég veit að einhvern tima hætti ég en óvist hvenær það veröur. A timabili spiluðum við fjögur kvöld I viku en höfum nú hægara um okkur og spilum tvö kvöld i viku. Með fullri vinnu verður þetta alltof mikið og fri- in fá. Þó hefur mér gefist timi öðru hvoru til að sinna minu áhugamáli laxveiðinni. Ég hef átt ótal margar ánægjustundir i baráttunni við blessaðan laxinn. Hér datt botninn úr samtal- inu. Hljóðfæraleikararnir voru orðnir óþolinmóðir, samtalið hafði teygst meira en von var á og kvöldæfingin var eftir. Við fylgdum eftir þeim félögum inn ibilskúrinn og enduðum kvöldið á hressilegrisyrpu hljómsveitar Þorsteins Guðmundssonar. HG.Bl staður hinna vandlátu Einn glæsilegastiAskemmtistadur Evrópu Sendum út veizluretti fyrir ferminga- og cocktail-veizlur Einnig bendum við á okkar glæsilegu húsakynni sem yður standa til boða til hvers konar mannfagnaðar Smurbrauðsdömur Björn Axelsson yf ir- matreiðslumaður Aðeins það bezta er nógu gott: Köld borð Cabarett Síldarréttir Heitir réttir Eftirréttir Brauðtertur Cocktailsnittur Kaffisnittur Sylvia Jóhannsdóttir lærð frá Gastronomisk Institut Köbenhavn MÍ ,rns,ancl f V e Si‘ ^^jHHK lærð frá 2-33-3302-33-35 KL.1-4 DAGLEGA Aarhuí"1'6 By járnbent steinsteypa í einingum Traustar sperrur og tréverk, og traustir menn til að reisa húsin. Ná- kvæm stöðlun framleiðslu okkar þýðir ekki, aó öll húsin verói eins, heldur þaö, að allir hlutar framleiöslunnar falla nákvæmlega inn í þá heild, sem þið veljið. Það eru margvíslegir mögu- leikar á fjölbreytni í útliti húsanna og innréttingum. Traust og fjölbreytileg einingahús. Við framleiðum bæði stór og smá hús, atvinnuhúsnæði, bílskúra og ein- býlishús eða raðhús. Einingabygg- ing sparar ómetanlegan tíma, fé og fyrirhöfn, bæói verktökum og atvinnu- mönnum í byggingariðnaði og öðr- um húsbyggjendum. HÚSASMIÐJAN HF Súðarvogi 3, Reykjavík. Sími 86365.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.