Tíminn - 16.10.1977, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.10.1977, Blaðsíða 1
/*"■ ....................... GISDNG MORGUNVERÐUR SÍMI 288 66 -/ i f Fyrir ^ vörubíia~ Sturfu- grindur Siurfu dæiur Sturtu- drif Borgarstarfsmenn velja eða hafna í annað sinn: SBílð Allsherj aratkvæðagreiðsla um nýju kjarasamningana AUsherjar atkvæöagreiösla um kjarasamninga þá, sem full- trúar borgarstarfsmanna og borgaryfirvöldin undirrituðu á fimmtudaginn, hófst klukkan tvö-i gær, og stendur hún i allan dag. Likur eru á afarmikilli þátttöku, og taliö er, aö úrslitin geti verið tvisýn. Þeir, sem meðmæltir eru þeirri gerð samninganna, er samninganefnd starfsfólksins varð á eitt sátt að ganga að, leggja kapp á, að verkfallinu ljúki sem fyrst, en hinir, sem andvigir eru samningunum sækja sitt ekki siður fast. Er harkalega barizt um hvert at- kvæði þess fólks, sem tvibent er i afstöðu eða hefur ekki myndað sér ákveðna skoðun um kosti og galla þeirra samninnga, sem i boði eru. Hér kemur einnig til, að for- ráðamenn Bandalags starfs- Þessi mynd er úr Miðbæjar- skólanum, þar sem borgar- starfsmenn ganga til at- kvæða um samningana nú um helgina. Laust fyrir há- degi i gær höföu 135 kosiö af 2194 sem á kjörskrá eru, og er þaö betri kjörsókn á sama tima samanborið viö þátt- tökuna i kosningunum um sáttatiUöguna fyrir hálfum mánuöi. í dag veröur kjör- staður opinn frá kl. 10 til 19. manna rikis og bæja lita það mjög óhýru auga, ef svo fjöl- mennt félag sem Starfsmanna- félag Reykjavikurborgar er, gerir sérsamninga.þar sem þeir telja aðstöðu sina veikjast við það. Af þessum ástæðum mun af þeirra hálfu lagt kapp á, að samningarnir nái ekki fram að ganga. Allt stuðlar þetta að þvi, að kapp og smölun við atkvæða- greiðsluna ber einna helzt svip af tvisýnustu alþingiskosning- um, þegar allir flokkar berjast um á hæl og hnakka. Atkvæðagreiðslunni mun ljúka i kvöld, en talningu verður vart lokið fyrr en einhvern tima á aðfaranótt mánudags, svo aö þorri fólks fær ekki vitneskju um, hvort verkfalli borgar- starfsfólks er lokið eða ekki fyrr en á morgun. Ung hjón hefja búskap — bls. 10-11-12 Fögur er Hlíðin Rætt við Oddgeir í Tungu — bls. 20-21 Fyrsta mál Poirots — bls. 26-27 170 ástarsögur og engin kona fífluð — bls. 14-15 SPRENGIS ANDS VEGUR FYRIR 260 MILLJ. — segir Halldór frá Rauðalæk JH — Reykjavik — Ég er sann- færður um, aöá stuttum tima og meö viðráðanlegum kostnaöi má gera bezta veg norður Sprengisand og niöur i Báröar- dal, sagöi Halldór Eyjólfsson frá Rauðalæk, sem er maður gagnkunnugur á öræfunum á miöháiendinu. Ég get svo aö segja lagt sannanirnar á borðiö. Halldór vitnaði til þess, að nýi vegurinn frá Galtalæk að Búr- fellsstöðinni hafi verið gerður á fimm vikum og kostaði, sem nam 1,3 milljónum króna á hvern lengdarkilómetra. — Þetta er upphleyptur veg- ur, sex metra breiður, og það er mjög svipað land til vegagerðar langleiðina yfir Sprengisand niður i Bárðardal. Efnið i veg- inn er alls staðar við vegarstæð- ið, og um jafnlendi að fara yfir- leitt. Það eru um tvö hundruð kilómetrar fra Haldi norður aö Mýri i Bárðardal, og ef takast mætti aö gera upphleyptan veg norður yfir, jafnódýran og veg- inn milli Galtalækjar og Búr- fellsstöðvarinnar, kostaði hann ekki nema um 260 milljónir króna með þvi verðlagi, sem nú er, sagði Halldór. Eitthvað þyrfti að gera af brúm, sem hleypti kostnaðinum upp, þó er nú komin brú á Mjóa- dalsá hjá Mýri i Bárðardal, en samt sem áður held ég, að unnt væriað gera upphleyptan akveg ekki þarf að vaxa mönnum svo norður yfir með tilkostnaði, sem mjög i augum. Gömul varöa á Sprengisandi — vegvisir þeim, sem þessa leiö fóru á hestum. — Ljósmynd: Páll Jónsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.