Tíminn - 16.10.1977, Blaðsíða 30
30
u
us
- kemur beint frá lifrinni -
Ræflarokkiö hefur nú á þessu ári látið meir
til sin taka en nokkru sinni áður þó rekja megi
tildrög þess nokkuð langt aftur i timann. T.d.
er Lou Reed talinn guðfaðir þess og var upp á
sitt bezta á sjötta áratugnum. Tónlist þessi hef-
ur verið mjög umdeild og kannski fæstir feng-
ist til að kalla hana tónlist. Hinir eru þó til, sem
fullyrða að. tónlistarmennirnir eigi eftir að
hlaupa af sér hornin og gerast fágaðri spá-
menn framtiðarinnar. En allt um það, hér að
ofan er viðtal við einn helzta frumherja þessar-
ar tónlistar i Englandi i dag, Johnny Rotten.
Viðtalið birtist i norsku blaði og fullyrða má, að
i þvi gæti meiri hreinskilni og hlutlægni en
nokkurn tíma gæti orðið útkoman i viðtali
ensks poppblaðs við þennan hataða Englend-
ing.
Eitt rautt ljós og einn takki
t dag tilheyra stereohljóm-
tæki hiisbiinaði flestra manna.
A markaönum er aö finna ótal
merki og samkeppnin er gif-
urleg og fáir auglýsa meira i
dagblööum hér á landi en
einmitt hljómtækjaseljendur.
Þá eru tækin og einkum
magnararnir biínir ótal tökk-
um og hnöppum og ljósum. t
„bransanum" segja þeir
„hafiröu takka framyfir
keppinaut ertu gulltryggöur”.
En þá geröist undrið. Ein-
faldur stereomagnari með
einum takka og einu rauðu
ljósi er skyndilega útnefndur
„bezti magnari veraldar” af
óháöu bandarísku neytenda-
blaði, „Audio Critics”. Og
þessi magnari er ekki jap-
anskur, ekki ameriskur, hann
er norskur!
Þaö tók mörg ár að hanna
þennan magnara. Þrir Oslobú
ar fengu þá flugu f kollinn að
tæknilegir möguleikar sem
aðeins nýttust mælitækjum en
ekki mannlegum eyrum hefðu
enga þýöingu. Það voru eyr-
unsem skiptu máli, þau átti aö
gleðja. Af þessum þremur var
einn popptónlistarmaöur, einn
lærður Utvarpsverkfræðingur
og hinn þriðji einfaldlega
sjálfmenntaður. Þeim til að-
stoöar var norskur Utvarps-
maöur, hann var eyrun sem
heyrðu og mátu, og hann var
auk þess sérfræðingur i
stereotækni.
1 sumar stóðu þremenn-
ingarnir í stappi við banda-
riska auöhringi sem tryggja
vildu sér einkaleyfi á fram-
leiðslunni. en vegna greinar-
innar i „Audio Critics” snerist
þremenningunum hugur oig á
kváðu að standa sjálfir að
.framleiðslunni og það heima i
Noregi. Pantanir streyma til
þeirra og innan skamms hætt-
irþaö kannskiað skipta meira
' máli að hafa nógu marga
takka til að stilla vitlaust og
það sem eyrað heyrir verður
ofan á.
Nútimanum er ekki kunnugt
um hvaö þessi undramagnari
heitir, en kannski það komi
brátt i ljós og einhver fari að
auglýsa hann hér heima. Þá er
eins gott að hann standi undir
hólinu.
Þremenningarnir norsku sem hönnuðu nýjan, einfaldan og að
þvi er sagt er frábæran stereomagnara.
—---------------------------
popper eíTThvað sem ung-
lingur úr okkar umhverfi
hefur enga tilfinningu
fyrir lengur. Svo er því
líka spillt af gamlingjum
sem lifa við krásir og
hafa að sjálfsögðu enga
möguleika á að skynja við
hvað ungt fólk af verka-
mannastétt býr við í dag.
Fyrir þá var í eina tíð
þýðingarmest að öðlast
eins konar millistéttar-
frelsi, sem á sjötta ára-
tugnum fólst í að ganga
með blóm í hárinu. Við
upplifum vonleysið miklu
kröftuglegar.
— Þýðir þetta að aðeins
ungt fólk af enskri verka-
mannastétt skilji og hafi
tilfinningu fyrir ræfla-
rokki?
— Það held ég ekki. Ég
mundi telja að ungt fólk
úr öðrum þjóðfélagsstétt-
um finni einnig til ófrels-
isins og skilji þess vegna
hvað við erum að fara.
Hins vegar held ég að að-
eins fólk úr verkamanna-
hverfunum upplifi von-
leysið nógu kröftuglega
til þess að geta leikið
ræflarokk af þeirri til-
finningu sem sannfærir
áheyrendur um að þeir
meina það sem þeir eru
að fara með.
— Hvað með haka-
krossinn a skyrtunni
þinni. Er hann nauðsyn-
legur?
— Hvenær hefur nokk-
ur skipt sér af því hvað er
nauðsynlegt fyrir mig.
Það er * ekki nokkur
ástæða fyrir mig að láta
það vera að traðka á
gröfum þeirra. Auk þess
hef ur hakakrossinn enga
persónulega þýðingu fyr-
ir sjálfan mig.
Það er tónlistariðnað-
urinn sem er rotinn —
ekki ég, segir ræfilsrokk-
arinn (púnkrokkarinn)
Johnny Rotten. „Þessi
iðnaður vill stjórna öllum
tónlistarmönnum sem
hann einu sinni nær til, en
gagnvart okkur veit hann
ekki hvernig hann á að
bera sig að. Og við mun-
um sjá til þess að erfið-
leikarnir verði nægir.
Enginn okkar er upp-
næmur fyrir stjörnutil-
verunni. Þessvegna erum
við heldur ekki sárir út I
iðnaðinn. Þann dag sem
þetta breytizt, hættum
við".
Ræf lahljómsveitin
„Sex Pistols" var í sumar
á hl jómleikaferð um
meginland Evrópu. Bæði
til að breikka áheyranda
sviðið og eins vegna þess
að á Englandi hafa þeir
hvergi orðið aðgang að
hl jómleikasölum né
klúbbum. Hljómsveitin er
kunn að því að gera yfir-
leitt allt sem hún getur
„kerfinu" til miska,
„prumpar á samfélag-
ið", eins og Johnny
Rotten einhverntíma
orðaði það, og móðgar
Sex Pistols
landa sína við öll hugsan-
leg tækifæri. Og það hef-
ur þeim tekizt. Þeir geta
ekki farið nema örfáa
metra á götu í Lundúnum
áður en svívirðingunum
rignir yfir þá (útlitið ger-
ir þeim heldur ekki auð-
velt að dyljast). Johnny
Rotten telur einmitt þetta
til marks um óþolandi
ástand samfélagsins.
— Venjulegt fólk hræk-
ir á eftir okkur og plötu-
útgáfurnar og fjölmiðl-
unin gerir hið sama með
því að meina okkur að
gera plötur og afbaka allt
sem við stöndum fyrir.
Alls staðar í þessu þróaða
kerfi situr fólk, sem ekki
skilur og vill ekki skilja
það sem gerizt með ungu
fólki í iðnverkahverfum
hvarvetna á Englandi.
Atvinnuleysið er versta
meinið. Við fáum ekki
einu sinni tækifæri til að
nýta hæfileika okkar eins
og millistéttarungdómur-
inn, sem á kost á æðra
skólanámi, auk alls ann-
ars. Ættum við að láta
okkur leiðast til dauðans?
Ég hef ekki þessa svo-
kölluðu „pólitísku með-
vitund", og ég hef heldur
engan áhuga á að hafa
hana, — stjórnmálin eru
alveg jafn spillt og fárán-
leg og allt hitt. Við erum
það raunsæir, að okkur
dettur ekki í hug að við
getum breytt nokkrum
hl"+ með þessu útliti okk-
ar né tónlistinni sem við
flytjum. En okkur leiðist
að minnsta kosti ekki, við
græðum peninga og erum
ánægðir á meðan það
stendur.
— Hvað er það sem
greinirá milli ræflarokks
og annars rokks?
— Það er beinskeytt —
kemur beint frá lifrinni.
Ræflarokkið snýzt ekki
um annað. Þetta þróaða
Johnny Rotten er höfuð Sex
Pistols með öryggisnælur I eyr-
unum.Af öllum ræflarokkurum
er hann vafalaust umtalaöastur
þessa dagana.
Nú-Tíminn
Ræflarokkið