Tíminn - 16.10.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 16. október 1977.
15
3Ínn einasti kvenmaður
standa. Bréf streymdu til blaö-
anna i striðum straumum og af-
staöa hennar var sögð „fárán-
leg” og „hættulegt skref aftur
til hinna myrku miðalda”.
Barbara hefur ekki látið um-
talið á sig fá. „Mér finnst gam-
an þegar konur ráðast aö mér.
Ég hef rétt fyrir mér I grund-
vallaratriðum og það vita þær,”
segir hún. „Þess vegna hata
þær mig. Mér er ekki sama
hvernig þær spilla unglings-
stúlkum og hvetja þær til að
týna meydómnum. Ég veit
hversu miklir hálfvitar sextán
ára stúlkur eru. Ast er andlegs
eðlis, og að sofa hingað og þang-
að kemur niður á stúlkunum þó
siöar verði. Ef þær þurfa aö
sofa hjá ættu þær að selja sig
hærra veröi, ekki bara að láta
bjóða sér út að borða.”
Þó bækur Barböru séu aöal-
lega ætlaðar konum, og hún hiki
ekki við að mæla fyrir munn
allrar kvenþjóðar, þá er hún
enginn vinur kvenréttinda-
hreyfingarinnar. Hún segir lika
án þess að hika að henni hafi
aldrei fallið vel við konur. „Ég
þoli ekki ljótar konur sem sitja
eins og hrúgur og biða eftir þvi
að spila bridge. Mér hafa alltaf
þótt karlmenn dálitið sérstakir.
Ég kýs fremur að vera i návist
daufdumbs karlmanns en
gáfaðrar konu.”
Ef Barbara er eins og hún
sjálf segir „eins konar glæsilegur
enskur erföagripur” þá hefur
verðgildi hennar á markaði
hækkað i hlutfalli við aldurinn. I
siðasta mánuði var hún talin
einhver stærsta féþúfan i brezk-
um skemmtanaiðnaði. Banda-
riskur kvikmyndaframleiðandi
keypti réttinn til að gera kvik-
myndir eftir öllum sögum henn-
ar. jafnt útgefnum sem óskrif-
uðum. Ekki er uppvist um verð-
ið, en talið er að Barbara sé
mun rikari eftir.
Eins og söguhetjurnar var
Barbara hrein mey þegar hún
giftist hinum vellauðuga Alex-
ander McCorquodale i kirkju
heilagrar Margrétar i West-
minster, árið 1927. „Við vorum
allar svo saklausar þá” segir
hún. „Þá var ekkert til sem hét
Pillan. Munurinn á hefðarkonu
og skækju var óskaplegur”.
Gifting Barböru fór fram
samkvæmt Hollywood forskrift-
inni. Frændi brúðgumans.Hugo
McCorquodale sá Barböru i
fyrsta skipti við athöfnina, og að
sögn Barböru varö hann yfir sig
ástfanginn af henni. Hjóna-
bandið var gjörsamlega mis-
heppnað. Hún sótti um skilnað
fimm árum siðar, og þá kvað
Alexander Hugo frænda sinn
bera ábyrgð á uppátæki konu
sinnar. Barbara kallar þetta
„lymskulegt bragð” af Alex-
anders hálfu.
Barbara syrgir enn þrjá menn
sem voru henni nákomnir. Fað-
ir hennar var spilltur sonur
fjármálamanns. Hann var mik-
ill pólóleikari og dó i keppni
1918. Bræður hennar tveir dóu
árið 1940 við Dunkirk. Fjórum
áratugum siðar talar Barbara
enn um bróður sinn Ronald, sem
yndislegasta mann sem hún
hefur kynnzt. Ronald var efni-
legur stjórnmálamaöur i ihalds-
Barbara og hundarnir á stóru spænsku himnasænginni.
Þrem árum eftir skilnaðinn
við fyrsta manninn, giftist hún
Hugo McCorquodale, sem var
eins og frændi hans fram
kvæmdastjóri alþjóölegrar
bókaútgáfu. Þau bjuggu i
hamingjusömu hjónabandi i 27
ár þar til Hugo dó 1963.
Barbara hefur haft fleira á
prjónunum en bækur, og hún sat
niu ár i sýslunefnd Hertford-
sýslu.
flokknum. Hann var fyrsti þing-
maðurinn sem drepinn var i
orustu i seinni heimsstyrjöld-
inni.
Cartland-fjölskyldan var ætt-
stór, en heldur félitil, en leit þó
ávallt á sig sem yfirstéttarfólk.
Barbara telur aö fjárhags-
örðugleikar fjölskyldunnar hafi
hvatt hana til að reyna að öölast
frægö og frama. Hún hætti
skólagöngu átján ára, og varð
snemma þátttakandi i
skemmtanalifi broddborgara i
London. Hún varð skjólstæöing-
ur Beaverbrooks lávaröar sem
var blaðaútgefandi af kana-
disku bergi brotinn. Hannkynnti
Barböru fyrir Lloyd-George,
Winston Churchill og H.G.
Wells. Að auki skrifaði Barbara
slúðurdálka fyrir Daily Express
(sem var i eigu Beaverbrooks).
„Hann kyssti mig aldrei þó
hann væri mjög ástfanginn af
mér. Hann var giftur” segir hún
um lávarðinn. „Nútimafólk trú-
ir ekki að svona hafi þaö veriö.
Þetta var góð byrjun fyrir mig
sem rithöfund.” Þegar Barbara
var 22 ára kom út fyrsta bók
hennar „Púsluspil”. A þeirri
bók er frásagnarstill sem átti
eftir að endast henni allan rit-
höfundarferilinn. „Bækur min-
ar eru eiginlega framhald hver
af annarri”, segir hún. „Min
var beðið 49 sinnum áður en ég
gekk i hjónaband og hundruö
manna hafa lagt á mig ástar-
hug. Ég er öllum hnútum kunn-
ug. Ég vinn eins og blaöamaöur
og segi frá orðum þeirra og
æði”.
Nú býr Barbara I húsi frá
Viktoriutimanum, en i þvi eru 23
svefnherbergi, og miklar lendur
fylgja eigninni. Synir Barböru
hjálpa henni dyggilega, Ian sem
er 39 ára er viðskiptalegur ráöu-
nautur móður sinnar. Hann
dvelur allar helgar á litlu
sveitabýli sem er á landareign-
inni. Glen er 37 ára og ógiftur.
Hann býr i húsi móöur sinnar.
hjálpar til við skriftirnar og er
feröafélagi hennar. Dótturina
Raine átti Barbara meö Alex-
ander. Hún skildi nýlega viö
Barbara ásamt sonum og sonarsyni.
Dartmouth lávarð til að giftast
Spencer lávarði. „Frá einum
jarlinum til annars” segir
móðirin stolt.
Barbara reynir að halda sér
sem bezt. „Ég er 76 ára og reyni
að lita út fyrir að vera 48 ára”
segir hún hlæjandi, en hún seg-
ist vera of önnum kafin viö ritun
ástarsagna til að hafa nokkurn
tima aflögu til að lenda sjálf i
ástaræfintýrum. Auövitaö, bæt-
ir hún við, hafa henni borizt til-
boð, en „ég vil ekki byrja aftur.
Auk þess er ég svo ástfangin af
eigin persónuleika, og þaö ætti
að nægja. Mennirnir eru allir
ungir og ákaflega spennandi —
og ég kann svo sem tökin á
þeim ennþá”.
(þýttSKJ)
Hópur vélritara vinnur við frágang handrita.
Framkvæmdastofnun
ríkisins
auglýsir hér með lausa stöðu við vélritun
og önnur skrifstofustörf.
Framkvæmdastofnun rikisins, lánadeild
Rauðarárstig 31, simi 2-51-33.
Auglýsingadeild Tímans Ritstjórn, skrifstofa og afgreiðsia
Þann 17. október n.k.
flyt ég lækningastofu mina að Laugavegi
43.
Viðtalsbeiðnum veitt móttaka alla virka
daga eftir kl. 1 e.h. Simi 2-11-86.
Haukur Jónasson
læknir.
Nýjung hér á /andí úr
steinsteyptum einingum
Ný framleiðsla okkar gerir ykkur kleift að
byggja hagkvæmt atvinnuhúsnæði, hlöð-
ur, verkfærageymslur og aðrar stærri
byggingar, sem kalla á lofthæð.
Einnig er rétt að minna á framleiðslu okk-
ar hin hefðbundnu ibúðarhús og bilskúra
o.fl. Áratuga reynsla i byggingu einbýlis-
húsa. Gerið pantanir timanlega og komið
með óskir ykkar.
EININGAHÚS H.F.
Hraunhólum 3 — Garðabæ —Simi 5-21-44 —
Kvöldsimi milli kl. 8-9 4-29-17 _ Box 142.