Tíminn - 13.11.1977, Page 40
lUf
Sunnudagur
13. nóvember 1977
18-300
Auglýsingadeild
Tímans.
Harks og Spencer
HEIMSÞEKKT GÆÐAMERKI
mUFATNADUR
Sýrð eik
j|§8 er sigild
eign
11 U&C.Q&W
TRBSMiDJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 • SIMI: 86822
Rannsóknir og tilraunir á vegum raunvísindastofnunar:
Rekja skyldleika bergteg-
unda með kvikuna í
höndunum
SJ-Reykjavik. — Viö likjum eftir
storknun hrauns mcð þvi að taka
sýniaf þviog bræða það við þekkt
hitastig. Út frá þvi fæst
kristöllunarferill hraunsins, en
við efnagreinum vökvann og
kristallana við hvert hitastig. Til-
gangurinn með þessu er að rekja
skyidleika bergtegunda og auka
skilning manna á uppruna þeirra.
Svo fórust Sigurði Steinþórs-
syni jarðfræðingi orð við Tima-
menn, þegar þeim var kynnt að
nokkru starfsemi jarövisinda-
stofu raunvisindastofnunar há-
skólans.
Undanfarin ár hefur verið unn-
ið að svonefndu „basaltverkefni”
I Jaröfræðihúsi háskólans í sam-
vinnu við sérfræðinga Norrænu
eldfjallastöðvarinnar. Safnaö var
um 600 sýnum, sem eiga að ná til
allra helztu gosmyndana núver-
andi segulskeiðs (þ.e. yngri en
700.000 ára), og þau flokkuð og
könnuð — m.a. hafa yfir 300 berg-
efnagreiningar verið gerðar,
Rannsóknir þessar hafa beinzt
að þvi að skilgreina og skýra
mynztur útbreiðslu og efnasam-
setningar blágrýtisins i gos-
beltunum islenzku. í framhaldi
þessa eru nú hafnar bræöslutil-
raunir á bergi, en með slikum til-
raunum erleitaztviö að líkja eftir
ferli storknandi bergkviku við
mismunandi þrýsting og öðlast
þannig skilning á þeim ferlum, er
ráða þróun bergtegundanna
hverrar frá annarri, eða frá sam-
eiginlegum uppruna.
Innlendir bræðsluofnar
— fleiri i smiðum
Sumarið 1974 var Siguröur
Steinþórsson i Kanada og kynnti
sérslikartilraunir, en um haustið
var hafizt handa um að hanna og
smiða bræðsluofna fyrir tilraunir
viö 1-atm (einnar loftþyngdar)
heildarþrýsting og breytilegan
hlutþrýsting ildis. Ævar Jó-
hannesson tæknimaður á jarð-
visindastofu hefur haft veg og
vanda af smíðinni.
Bræðsluofnar af þessu tagi
kosta sennilega um 2-3 milljónir
kr. smiðaðir hér, en væru tvöfalt
til þrefalt dýrari, ef þeir væru
keyptir erlendis, auk þess sem
talið er heppilegra aö smiöa þessi
og önnur áþekk tæki hér heima.
Þá gera sömu mennirnir við þau
og smiöuðu þau o.s.frv.
Ævar Jóhannesson er einnig aö
smíða háþrýstiofna, þar sem likt
ereftir aðstæðum á 30 km dýpi og
150 km dýpi undir yfirborði jarð-
ar, en næsta skrefið f þessari
rannsókn er að gera sambærileg-
ar tilraunir á ýmsum berggerð-
um við hærri þrýsting.
Þær niðurstöður, sem þegar
liggja fyrir úr þessu rannsóknar-
verkefni, eru eftirfarandi:
1) Efnasamsetning basaltsins
breytist kerfibundið eftir gos-
beltunum frá Reykjanesi i suð-
vestri til Melrakkasléttu i
norðaustri. Eitt mikilvægasta
einkenni til greiningar basalt-
gerða er magn svonefndra
utangarðsefna (incompatable
elements — þ.e. efna, sem
vegna jóngeisla og annarra
eiginleika eiga torgengt inn á
þá kristalla, sem myndast i
möttlinum). úthafsbasalt, þ.e.
basalt af úthafshryggjum, er
sneyttþessum efnum en i is-
lenzka basaltinu eru þau i
miklu meira magni. A Islandi
og umhverfis breytist efna-
samsetning hraunanna þann-
ig, að á mið-íslandi má finna
þau hraun, sem auðugust eru
að utangarðsefnum, en hin
snauðustu til endanna á gos-
beltunum.
2) Gosbeltin eru gerð úr sprungu-
sveimum, sem hver um sig
sýnir kerfisbundna dreifingu
berggerða — i hverjum sveim
finnast hraun snauð og auðug
(aö vissu hámarki, sem ræöst
af fjarlægð hans frá mið-ls-
landi) að utangarðsefnum.
3) Efnasamsetning hraunanna er
kerfisbundin, þannig að öll
efni, þ.á.m. utangarðsefni og
isótópar, breytast saman eftir
vissum lögmálum innan hvers
sprungusveims.
4) Sumirgangasveimarnir þróazt
upp I „megineldstöð”, þ.e. eld-
stöð sem gýs aftur og aftur
súru og isúru bergi auk
basaltsins (t.d. Askja, Hekla,
Katla, Kverkfjöll og Krafla).
Of fá barna-
heimili á Akureyri
LJm 300 börn á biðlista
Ævar Jóhannesson og Stuguröur Steinþórsson við einn bræösluofninn, þar sem þeir bræöa hraun og láta
það kristallast á ný. — Tímamynd: Gunnar.
Nýtizku hesthús ef st á
óskalista Hólanefndar
áþ-Reykjavik. Um þaö bil þrjú
hundruö börn eru nú á biðlista
eftir vist á barnaheimilum Akur-
eyrar. 135 börn eru nú á leikskól-
um, á dagheimili eru 49 börn, en
þaö húsnæöi er ætlað 26 börnum.
25 börn eru á skóladagheimili.
Fyrirhugaö er að byggja barna-
heimili f Lundahverfi en þaö mun
hvergi nærri geta fullnægt eftir-
spurninni.
Leikskólinn i Lundahverfi á að
geta rúmað 80 börn, en allar
áætlanir eru ennþá á frumstigi
sagöi Jón Bjömsson félagsmála-
stjóri á Akureyri. — Ef vel gengur
má gera ráð fyrir að hann veröi
tilbúinn siðast á næsta ári.
Einstæðir foreldrar hafa for-
gang að barnaheimilunum og
kvað Jón þá þurfa að bíöa allt upp
i ár eftir aö böm þeirra fái pláss.
Aörir forgangshópar eru ekki til
og munu foreldrar vera nær hætt-
ir að láta skrá böm sin, enda er
biötiminn fyrir þá orðinn allt að
þvi tvö ár.
— Þó svo að leikskólinn I
Lundahverfi værí tilbúinn i dag,
myndi hann ekki einu sinni tæma
biölistann sem er fyrir hendi,
sagöi Jón. — Það hefur hins vegar
ekki veriö tekin nein ákvöröun
um að gera neitt frekar af hálfu
bæjaryrifvalda. En við gerð fjár-
hagsáætlunar bæjarins veröur
ákveðið hvort og hvað ver ður gert
I þessum málum.
áþ-Reykjavík — Vegna eitthundr-
aö ára afmælis Hólaskóla er
starfandi nefnd til undirbúnings
afmælinu. Nefndarmenn hafa
þegar gert tillögur um uppbygg-
ingu Hóla, og i sambandi vib röö-
un verkefna, taldi nefndin brýn-
ast aö byrjaö yröi á hesthúsi. Á
Hólum er eina rikisrekna hrossa-
ræktarstööin á landinu og i fjár-
lagafrumvarpi þvi sem nú liggur
fyrir alþingi er gert ráö fyrir fjór-
um milljónum til hússins. Hins
vegar hefur landbúnaöarmáia-
ráöherra gefið góö orö um aö
fjárveitingin veröi hækkuö enda
nauösynlegt ef eitthvaö á að gera
aö gagni næsta sumar.
— Þetta er verk sem við lögöum
töluvert mikla áherzlu á og ósk-
um að fái meiri fjárveitingu en i
fjárlögum, sagði Páll Pétursson
alþingismaður sem sæti á i Hóla-
nefnd. — Það er i lausu lofti,
hvernig byggingunni verður hátt-
aö, en þegar hefur verið haft
samband við hrossaræktarráðu-
naut sem mun gera tillögur.
Það er ærið margt sem þarf að
gera á Hólum, fyrir hundrað ára
afmælið. Páll sagði nauðsynlegt
að reisa ný útihús, endurbæta
skólahúsið og ef til vill að stækka
það. Á óskalista nefndarinnar er
einnig tekið fram að merkja þurfi
sögustaði, enda er nóg af slikum á
Hólum. Hins vegar er timi ennþá
nægur þvi afmælið veröur ekki
fyrr en eftir fjögur ár.
— Þessi skóli hefur staðið i
skugga Hvanneyrar á undanförn-
um árum, sagði Páll, en okkur
sýnist að það sé heppilegt, að
skipta verkefninu á milli skól-
anna. Slik verkaskipting gæti líka
verið Hvanneyri til góðs.
1 dag eru aðeins tuttugu nem-
endur á Hólum I Hjaltadal og eru
þeir I einni deild en áður voru þær
tvær.
Hólar i Hjailadal, hið
forna frægöarsetur Norö-
lendinga.