Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 1

Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 49% 67% *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Gallup í janúar 2006. Íslendingar 18-49 ára Lestur föstudaga Fr é tt a b la › i› M b l. Fr é tt a b la › i› M b l. 40 30 50 60 70 Sími: 550 5000 FÖSTUDAGUR 2. júní 2006 — 147. tölublað — 6. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • www.ellingsen.is • Póstsendum um allt land 300 .000 kr. afsl áttu r af öllu m hjól hýsu m Opnunartilboð! VEÐUR Veðurstofan spáir sunnan- átt næstu daga og nokkuð góðu ferðaveðri um hvítasunnuhelgina. Veðrið verður best fyrir norðan og austan en þar verður hlýtt og hiti um 18 gráður. Á Suður- og Vesturlandi verður kaldara og nokkur væta en rigningin mun aukast á sunnudag. Á mánudaginn verður sunnan- átt og væta um allt land en mjög hlýtt á Norðaustur- og Austur- landi. Hiti getur farið upp í 20 stig á þessu svæði og því er upplagt að skella sér austur eða norður um helgina. - gþg Veðrið um hvítasunnuna: Best fyrir norð- an og austan Tilboð, frá 16.900,- stgr. Auðbrekka 3 - Kópavogursími: 564 1660 Horfðu á HM í sumarmeð búnaði frá okkur* * amk. eru sýndir 40 leikir á BBC og ITV í opinni dagskrá skv. heimasíðu BBC Leiðandi í • loftnetskerfum• mögnurum• tenglum• loftnetum• gervihnattadiskum• móttökurum• örbylgjunemum• loftnetsköplumwww.oreind.is �� �� ��� �� �� �� � ��� �� �� �� �� �� �� �� �� ��� ��� ���� ��� ��� � ����� ������� �������� ������ ������� ��������� ����������� ����� �������������� ������� ������ �� ��������������������������������� ���������������� ����������������������� ���������������������� ������������� ��������������� ����� HM Í ÞÝSKALANDI: Allt um liðin sem spila á HM 2006 Sérblað um heimsmeistarakeppnina FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG HEILBRIGÐISMÁL Hver legudagur 97 aldraðra einstaklinga sem lokið hafa meðferð á Landspítalanum og eru á biðlista eftir úrræðum utan sjúkrahússins kostar samtals fjór- ar milljónir króna. Ef sami hópur dveldi á hjúkrunarheimilinu Eir kostaði dagurinn um það bil 1,4 milljónir. Þetta kom fram í svari Sivjar Friðleifsdóttur heilbrigðis- ráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Erlu Pálmadóttur um kostnað við hjúkrun aldraðra á LSH. Í svari ráðherra kom fram, að samkvæmt gagnagrunni spítalans frá 26. apríl bíði 97 aldraðir sem liggja á Landspítalanum eftir plássi á hjúkrunarheimili. Tekið er með- altal þeirra sem hafa dvalið á spít- alanum í þrjátíu daga eða lengur og eru 75 ára eða eldri. Þeir skipt- ast niður á fimm svið, sem eru skurðlækningasvið, lyflækninga- svið, geðsvið, endurhæfingasvið og öldrunarsvið spítalans. Á skurð- lækningasviði er legukostnaðurinn hæstur, 80.651 krónur á dag fyrir hvert pláss. Á geðsviði er hann lægstur, 24.067 krónur. Samkvæmt upplýsingum Sig- urðar Helga Guðmundssonar, for- stjóra hjúkrunarheimilisins Eirar, er legukostnaður þar á dag að með- altali 14.350 krónur. Á ársgrundvelli er legukostnað- ur þessa 97 manna hóps rúmlega 1,4 milljarðar króna, en 500 millj- ónir króna á Eir. Þarna munar næstum því milljarði króna. „Hjá okkur eru nú fjögur hundr- uð manns á biðlista,“ segir Sigurð- ur. „Það hafa verið frá 68 til 86 prósent heimilismanna á Eir sem hafa komið beint af Landspítalan- um. Það er hrópandi skortur á rýmum fyrir aldraða,“ segir Sig- urður Helgi Guðmundsson. - jss Biðin kostar 2,6 milljónum meira Hver legudagur fyrir 97 aldraða einstaklinga sem liggja á Landspítalanum, og hafa lokið meðferð og bíða annarra úrræða, kostar fjórar milljónir. Ef sami hópur dveldi á Eir myndi dagurinn kosta samtals 1,4 milljónir. JÓNAS ÖRN HELGASON Jarðbundinn meistari Tónlistarhátíðin Reykjavík Trópík FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG LEGUKOSTNAÐUR -MIÐAÐ VIÐ 97 ALDRAÐA EINSTAKLINGA Tímabil Landspítali Eir Dagur 4,0 1,4 Mánuður 120 42 Ár 1.440 500 Allar tölur eru í milljónum króna. Til annarra starfa Vinsælustu ólátabelgir Íslands stjórna nýjum þáttum á Stöð 2 eftir sumarfrí. FÓLK 62 Kynntust í gegn- um Björk Valgeir Sigurðsson stjórnaði upptökum á nýjustu plötu tónlistarmannsins Wills Oldham. FÓLK 50 VÉLMENNADANSINN Hinn hávaxni framherji enska landsliðsins, Peter Crouch, sýnir hér Vilhjálmi Bretaprins vélmennadansinn sem hann tók á Old Trafford er hann skoraði gegn Ungverjum. Vilhjálmur og félagar Crouch í enska landsliðinu kunna greinilega vel að meta tilþrif framherjans frá Liverpool. Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu, sem fram fer í Þýskalandi, hefst eftir aðeins eina viku. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KOSNINGAR Fréttablaðið hefur undir höndum 80 ónotaða kjörseðla til þess að greiða atkvæði utan kjör- fundar. Hverjum seðli fylgja tvö umslög og fylgiseðill svo sem lög gera ráð fyrir. Lögfræðingar, sem Fréttablaðið hefur ráðfært sig við, furða sig á því að unnt sé að komast yfir ónot- aða kjörseðla í slíkum mæli. Ill- mögulegt er að nota kjörseðlana nema með því að falsa embættis- stimpil, en einnig þyrfti að koma til áritun af hálfu viðkomandi kjör- stjórnar. Ekki er vitað hvernig seðlarnir komust upprunalega úr réttum hirslum yfirvalda. Þeim verður komið í hendur réttra yfirvalda við fyrsta tækifæri. - jh Ónotaðir kjörseðlar á flakki: 80 kjörseðlar á glámbekk KJÖRGÖGN Á RITSTJÓRN FRÉTTABLAÐSINS Refsivert væri að nýta kjörgögn til þess að hafa áhrif á úrslit kosninga eða gera það með öðrum sviksamlegum hætti. VÆTA Í FYRSTU - Í dag verður hæg vestlæg átt. Víða dálítil væta með morgninum en eftir hádegi léttir víðast til. Hiti 5-14 stig, hlýjast á Suðaustur- landi. VEÐUR 4 � � � �� �� VÍNARBORG, AP Stórveldin fimm sem hafa neitunarvald í öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna, auk Þýskalands, náðu í gærkvöld sam- komulagi um sáttatilboð til Írana. Tilboðið felur í sér ýmsan efna- hagslegan ávinning fyrir Írana gegn því að þeir falli frá starf- semi sem gæti gert þeim kleift að koma sér upp kjarnorkuvopnum, en refsiaðgerðir samþykki þeir það ekki. Margaret Beckett, utan- ríkisráðherra Bretlands, tilkynnti þetta eftir fund ráðherra stór- veldanna sex í Vínarborg. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar sögðust á miðvikudag reiðubúnir til að taka þátt í beinum viðræð- um við Íransstjórn, að því gefnu að hún hætti auðgun úrans. Í þessu fólst stefnu- breyting af hálfu Bandaríkjastjórn- ar, þar sem hún hefur í áratugi ekki verið tilbúin til að eiga bein samskipti á æðstu stigum við klerkastjórnina í Teheran. En ráðamenn í Teheran hafa engan bilbug látið á sér finna. „Íran fagnar viðræðum með sanngjörnum skil- yrðum, en við munum ekki gefa frá okkur réttinn [til nýtingar kjarnorkunnar],“ hafði íranska ríkissjónvarpið eftir Manouchehr Mottaki utanríkis- ráðherra. Þessi ummæli féllu áður en samkomulagið um sáttatilboð stór- veldanna náðist. Samkomulagið þykir sæta tíðinum ekki síst fyrir þær sakir að það sam- einar ekki aðeins vesturveldin fjög- ur, Bandaríkin, Bretland, Frakk- land og Þýskaland, heldur einnig Rúss- land og Kína að baki tilraunum alþjóðasamfélagsins til að fá Írana ofan af kjarnorkuáformum sínum. - aa Utanríkisráðherrar sex stórvelda funduðu um kjarnorkumál Írans: Samkomulag um sáttatilboð MARGARET BECKETT Utanríkisráð- herra Bretlands í Vínarborg í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Stefnufesta og sveigjanleiki Ósigur Framsóknar mun kalla á mikla naflaskoðun í flokknum og ekki er að efa að sú skoðun mun að verulegu leyti snú- ast um skilgreiningar, segir Birgir Guðmunds- son. Í DAG 32 Erfitt gegn Andorra Íslenska U-21 árs landsliðið lenti í miklum vandræðum með Andorra á Akranesi í gær en sigraði þó að lokum, 2-0. Strák- arnir tryggðu sér þar með sæti í undan- keppni Evrópumótsins. ÍÞRÓTTIR 58

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.