Fréttablaðið - 02.06.2006, Síða 2
2 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR
STJÓRNMÁL Stjórnarandstæðingar
gagnrýndu ráðherra á Alþingi í
gær fyrir að hafa ekki samráð við
þingið og þingflokksformenn
allra flokka um skipan nefndar
sem heimilað verður að rannsaka
gögn er varða öryggi þjóðarinn-
ar.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
Samfylkingunni, kvaddi sér hljóðs
um málið og spurði forseta Alþing-
is hvort til stæði að hálfu þingsins
að kalla til fulltrúa allra þingflokk-
anna til þess að ná sátt um það
hvernig fjallað yrði um upplýsing-
ar sem Guðni Th. Jóhannesson
sagnfræðingur hefur lagt fram
um símhlerun stjórnvalda á kalda-
stríðsárunum.
Hlerun náði ekki aðeins til
stjórnmálaflokka og verkalýðs-
hreyfingarinnar heldur einnig
alþingismanna sem njóta frið-
helgi.
Steingrímur J. Sigfússon,
vinstri grænum skoraði á forseta
Alþingis að fara sömu leið og gert
hefði verið í svipuðum tilvikum,
meðal annars á vegum norska
stórþingsins. Taldi Steingrímur
þingsályktunartillögu forsætis-
ráðherra um málið allt of tak-
markaða. „Þetta snýst um að þing-
helgi hafi verið rofin og
þingmennirnir hafi sætt stórfelld-
um pólitískum njósnum,“ sagði
Steingrímur og taldi brýnt að fyr-
irbyggja að njósnir af þessu tagi
gætu endurtekið sig.
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra kvaðst gera ráð fyrir að
farið yrði yfir málið í samræmi
við þingsályktunartillöguna og
nefnd sérfróðra mundi skila af sér
fyrir árslok. Hann kvaðst ekki
vilja verja símhleranir með nein-
um hætti. Kanna yrði hvað satt og
rétt væri í málinu og framhald
þess réðist af því.
„Hins vegar finnst mér að
menn eigi að fara varlega í full-
yrðingar sínar um þessi atriði, tala
um að brotin hafi verið þinghelgi...
Mér þætti eðlilegast að þingið
sameinaðist um þessa tillögu,“
sagði Geir H. Haarde utanríkis-
ráðherra í umræðunum. Mörður
Árnason, Samfylkingunni, sagði
að í orðum Geirs fælist sú afstaða
að honum þætti í lagi að hann og
dómsmálaráðherra mættu láta
hlera síma án þess að það teldist
rof á þinghelgi. „Það er algerlega
nýr skilningur á lýðræðislegum
vinnubrögðum í landinu, sagði
Mörður. johannh@frettabladid.is
���������������������������������������������������������������������
�������������
������������
������� ���������������
������������������������������������������������������������������
����
�����
�����
�
��� ��� ��
�������������� ���
��������������
�����
Einkunnir afhentar Einkunnir tíundu
bekkinga í samræmdu prófunum voru
afhentar í gær. Upplýsingar verða veittar
í dag um hvernig prófin komu út.
SAMRÆMDU PRÓFIN
FORSETI Ólafur Ragnar Grímsson,
forseti Íslands, flutti í gær setn-
ingarræðu á ársþingi evrópskra
borga sem sameinast hafa í bar-
áttunni gegn fíkniefnum.
Forsetinn lagði áherslu á víð-
tæka samvinnu til að skapa nauð-
synlega vörn gegn alþjóðlegri
glæpastarfsemi tengdri fíkniefna-
sölu. Forsetinn ræddi meðal ann-
ars íslenskar rannsóknir um
árangur í forvarnarstarfi og lýsti
hugmynd um sérstakan forvarn-
ardag þar sem sveitarfélög, æsku-
lýðssamtök, íþróttafélög, fjölmiðl-
ar, foreldrar og skólar ynnu saman
að forvörnum. - sdg
Forseti Íslands í Litháen:
Baráttan gegn
fíkniefnum
ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON FORSETI
Ársþingið er haldið í höfuðborg Litháen og
sækja það fulltrúar frá 26 Evrópulöndum.
DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri
hefur verið ákærður fyrir árás á
leigubílstjóra og að hafa valdið
honum meiðslum. Málið hefur verið
þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Það var aðfaranótt laugardags-
ins 1. apríl 2005 sem maðurinn réðst
á leigubílstjórann. Atvikið átti sér
stað á gatnamótum Miklubrautar og
Snorrabrautar. Maðurinn greip um
vinstri framhandlegg leigubílstjór-
ans, sló hann hnefahögg í andlitið og
sparkaði í vinstra hné hans með
þeim afleiðingum að bílstjórinn
hlaut mar, roða og eymsli. -jss
Sló leigubílstjóra í andlitið:
Ákærður fyrir
líkamsárás
Neyðarlög í Basra Nouri al-Maliki,
forsætisráðherra Íraks, lýsti á mið-
vikudag yfir neyðarástandi í Basra.
Tilgangurinn er að reyna að binda enda
á síversnandi skærur milli trúarhópa
sjía- og súnnímúslima.
ÍRAK
Bíll valt Einn var fluttur á sjúkrahús
með minni háttar meiðsl eftir veltu
fólksbíls í Þrengslunum. Slysið varð
klukkan þrjú í fyrrinótt. Tildrög þess eru
ekki þekkt en aðstæður voru ekki með
besta móti, þoka og rigning.
LÖGREGLUFRÉTTIR
Þingið annist rann-
sókn hlerunargagna
Stjórnarandstæðingar vilja að forræði yfir rannsókn á símhlerunum og öðrum
gögnum frá kaldastríðsárunum verði ekki í höndum ráðherra heldur Alþingis.
Þrír ráðherrar eiga að óbreyttu að hafa umsjón með rannsókninni.
INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR Stjórnar-
andstaðan vill að Alþingi annist rannsókn
hlerunargagna og annarra gagna er varða
öryggi þjóðarinnar á kaldastríðsárunum.
GEIR H. HAARDE „Hins vegar finnst mér
að menn eigi að fara varlega í fullyrðingar
sínar um þessi atriði, tala um að brotin hafi
verið þinghelgi...“
SPURNING DAGSINS
Ólafur, hefur þú komið í
Laugardalsréttir?
„Nei, ekki hef ég nú komið þangað en
ég hef komið víða við þar sem fólk er
að eyrnamerkja sér hjarðir.“
Ólafur Hannibalsson er talsmaður Þjóðr-
hreyfingarinnar, sem hefur sakað Framsókn-
armenn um að smala nýbúum í Reykjavík
í Laugardalshöllina til að greiða atkvæði í
utankjörfundarkosningu.
LITHÁEN, AP Ríkisstjórnin í Litháen
er fallin eftir að einn stjórnarflokk-
anna sagði sig úr stjórninni. Algir-
das Brazauskas forsætisráðherra
sagði formlega af sér á miðvikudag,
en Zigmantas Balcytis fjármálaráð-
herra var fenginn til þess að stýra
bráðabirgðastjórn þangað til ný rík-
isstjórn tekur við.
„Ég sé enga möguleika til þess
að gegna skyldum mínum og segi
því af mér ásamt ríkisstjórninni,“
sagði Brazauskas forsætisráðherra
á miðvikudag eftir að ljóst var að
Verkamannaflokkurinn væri geng-
inn úr stjórnarsamstarfinu.
Verkamannaflokkurinn hefur
yfir 31 þingsæti að ráða á þinginu,
sem er skipað 141 þingmanni.
Stjórnina skorti þó nokkuð til þess
að hafa meirihluta á þingi, þannig
að Brazauskas átti engan kost annan
en að segja af sér.
Valdas Adamkus forseti hefur
nú tveggja vikna frest til þess að
gera tillögu um nýjan forsætisráð-
herra, sem síðan verður borin undir
þingið.
Verkamannaflokkurinn sagði sig
úr stjórnarsamstarfinu eftir að þrír
af fimm ráðherrum flokksins höfðu
verið ásakaðir um að hafa misnotað
fjármuni bæði ríkis og flokks.
Ríkisstjórnin hafði áður orðið
fyrir áfalli í apríl síðastliðnum þegar
annar stjórnarflokkur, Nýtt banda-
lag, dró sig út úr stjórninni til þess að
mótmæla því að leiðtogi þess flokks,
Arturas Paulauskas, hafi verið rek-
inn úr stöðu þingforseta. -gb
BRAZAUSKAS Á RÍKISSTJÓRNARFUNDI Algirdas Brazauskas sagði af sér ásamt ríkisstjórninni
í fyrradag. Zigmantas Balcytis stýrir bráðabirgðastjórn uns ný verður mynduð.
Ríkisstjórnin í Litháen fallin eftir að einn stjórnarflokka sagði sig úr samstarfinu:
Brazauskas hefur sagt af sér
DÓMSMÁL Karlmaður á þrítugs-
aldri hefur verið dæmdur í fimmt-
án mánaða fangelsi í Hæstarétti
fyrir nauðgun. Einn dómaranna
skilaði sératkvæði.
Maðurinn var dæmdur fyrir
að hafa í samkvæmi á Akranesi
haft kynmök við stúlku sem ekki
gat spornað við því sökum ölvun-
ar og svefndrunga. Maðurinn
sagði samfarirnar hafa hafist
með fullu samþykki stúlkunnar
en í þeim miðjum hafi hún frosið
og snúist hugur. Hann hafi þá
klætt sig og yfirgefið herbergið.
Stúlkan segist hafa lagst til
svefns í rúmi í lokuðu herbergi og
vaknað við það að maðurinn lá
ofan á henni og hafði við hana
samfarir. Eitthvað var um ósam-
ræmi í framburði mannsins að
því er fram kemur í dómnum.
Maðurinn hafði verið dæmdur
í tólf mánaða fangelsi í Héraðs-
dómi Vesturlands og til að greiða
stúlkunni sjö hundruð þúsund
krónur í bætur, en Hæstiréttur
þyngdi dóminn um þrjá mánuði.
Einn dómaranna, Ólafur Börk-
ur Þorvaldsson, skilaði sér-
atkvæði þar sem hann lagði til að
ákærði yrði sýknaður af
ákærunni. Benti hann aðallega á
ósamræmi í framburði tveggja
vitna og sagði meint ósamræmi í
framburði ákærða ekki svo mikið
að það ætti að hafa áhrif til sak-
fellingar.
- sh
Karlmaður á þrítugsaldri dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi í Hæstarétti:
Nauðgunardómur þyngdur
KOSNINGAR Framsóknarflokkurinn
sleit í gær formlegum meirihluta-
viðræðum sínum, Samfylkingar og
Vinstri grænna í Mosfellsbæ.
Ástæðan er sögð vera að tillaga
framsóknarmanna um jafna skipt-
ingu embætta og nefndarsæta hafi
ekki hlotið hljómgrunn.
Marteinn Magnússon, oddviti
Framsóknarmanna, sendi hinum
oddvitunum bréf í gærmorgun þar
sem hann sagðist vilja slíta við-
ræðum. Einhverjar frekari þreif-
ingar áttu sér þó stað milli flokk-
anna í gærkvöldi. Heimildir herma
að Sjálfstæðisflokkur hafi ekki
rætt við neinn flokk um meiri-
hlutasamstarf. - sh
Óvissa í Mosfellsbæ:
Framsókn sleit
viðræðunum
HÆSTIRÉTTUR Einn dómara skilaði
séráliti og lagði til að maðurinn yrði
sýknaður.
ÞÝSKALAND, AP Sabine Hilschenz,
fertug móðir í Þýskalandi, var í
gær dæmd í 15 ára fangelsi fyrir
að hafa myrt átta af börnum sínum
þegar þau voru nýfædd.
Hún hlaut þyngsta mögulega
dóminn fyrir þessi verk, en að
auki lék grunur á að hún hefði
myrt níunda barnið sitt árið 1988.
Það morð var hins vegar fyrnt og
kom því ekki til kasta dómstólsins.
Hilschenz átti þrjú börn fyrir, og
bar hún að eiginmaður hennar hafi
ekki viljað eignast fleiri. Þau voru
bæði drykkjusjúk. ■
Fertug þýsk móðir dæmd:
Myrti átta af
börnum sínum
SABINE HILSCHENZ Hin dæmda ásamt lög-
manni sínum í réttarsal í Frankfurt an der Oder.
FRÉTTABALÐIÐ/AP
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P