Fréttablaðið - 02.06.2006, Síða 4
4 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
17
15
Enn enginn meirihluti Sjálfstæðis-
menn á Dalvík hafa slitið viðræðum um
meirihlutasamstarf með óháðum sem
skipa J-lista. Svanfríður Jónasdóttir, fyrsti
maður á J-listanum, sagði óháða bíða
átekta eftir framhaldinu. Útskýringar á
viðræðuslitunum hafi verið óljósar en
óháðir útiloki engan og haldi enn öllum
dyrum opnum.
DALVÍK
KOSNINGAR Sjálfstæðisflokkurinn
og K-listinn í Sandgerði undirrit-
uðu samning um áframhaldandi
meirihlutasamstarf í bæjarstjórn
á miðvikudag. Sigurður Valur
Ásbjarnarson, efsti maður Sjálf-
stæðisflokks mun áfram gegna
starfi bæjarstjóra og Óskar Gunn-
arsson, oddviti K-listans, verður
forseti bæjarstjórnar.
Áherslur listanna eru meðal
annars að rekstur bæjarfélagsins
verði jákvæður öll árin, fram-
kvæmdir verði í samræmi við
gefin loforð og skuldir standi í
stað miðað við eignir. - sh
Meirihluti í Sandgerði:
K-listi og D-listi
áfram saman
ÁRBORG Gert var ráð fyrir að
meirihlutamyndun sjálfstæðis-
manna og framsóknarmanna í
Árborg myndi skýrast eftir samn-
ingafund flokkanna í gærkvöld.
Ellert Tómasson, kosningastjóri
Sjálfstæðisflokksins, taldi í gær
að þá myndi liggja fyrir hvort af
meirihlutamyndun yrði eða ekki.
„Það hefur ekki steytt á neinu
ennþá,“ sagði Ellert í gær og stað-
festi að skipting embætta hefði
lauslega verið rædd en vildi ekki
greina frá því. „Ég er í mjög góðu
starfi og vil ekki sleppa því,“ sagði
Þorvaldur Guðmundsson, oddviti
B-lista, spurður um bæjarstjóra-
Meirihlutamyndun í Árborg:
Rætt um skipt-
ingu embætta
ÖRYGGISMÁL Gísli Gíslason, hafnar-
stjóri Faxaflóahafna, segir örygg-
isgæslu við hafnir í Reykjavík ekki
hafa slaknað þó að mönnuð sólar-
hringsgæsla við kaupskip við Voga-
bakka, Ártúnshöfða, Korngarð og
vesturhöfn í Reykjavík hafi verið
hætt hinn 28. mars síðastliðinn.
„Öryggisgæsla hefur verið efld við
hafnirnar á undanförnum árum.
Hafnarsvæðið er vaktað allan sól-
arhringinn með myndavélum og þá
er mjög vel fylgst með aðgengi að
höfnum.“
Í Fréttablaðinu í gær lýsti Agnar
Þór Agnarsson, verkefnisstjóri
Öryggismiðstöðvarinnar, því yfir
að sú ákvörðun að hætta með mann-
aða öryggisgæslu væri ekki í takt
við alþjóðlegar áherslur í öryggis-
gæslu, þar sem víðast hvar erlend-
is væri verið að efla öryggisgæslu.
Í grein á vefsvæði Samtaka
atvinnulífsins er frá því greint að
kostnaður vegna laga sem sett voru
til þess að tryggja vernd skipa,
áhafna, farþega og farms fyrir
hvers kyns ógn af hryðjuverkum,
og öðrum ólögmætum aðgerðum
væri um 500 milljónir króna á ári.
Pétur Reimarsson, verkefnis-
stjóri hjá Samtökum atvinnulífsins,
segir kostnaðinn leggjast á atvinnu-
lífið. „Þessi kostnaður leggst á fyr-
irtæki og neytendur í landinu og er
innheimtur af höfnum og skipafé-
lögum. Mikil óánægja hefur ríkt
vegna þessa kostnaðar.“
- mh
Öryggisgæsla við hafnirnar í Reykjavík er nógu góð segir hafnarstjóri:
Myndavélar sjá um gæsluna
FRÁ HAFNARBAKKANUM Deilt hefur verið
um það að undanförnu hvort eðlilegt hafi
verið að hætta að manna öryggisgæslu við
kaupskip við höfnina í Reykjavík.
GENGIÐ
GENGI GJALDMIÐLA 31.5.2006
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur 72,1 72,44
Sterlingspund 134,38 135,04
Evra 91,99 92,51
Dönsk króna 12,335 12,407
Norsk króna 11,816 11,886
Sænsk króna 9,924 9,982
Japanskt jen 0,6375 0,6413
SDR 107,11 107,75
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
KAUP SALA
127,4115
DÓMSMÁL „Þetta er mikill léttir
fyrir íslenska fjölmiðlun,“ sagði
Sigurjón M. Egilsson, fréttarit-
stjóri Fréttablaðsins, eftir að
Hæstiréttur staðfesti sýknudóm
Héraðsdóms Reykjavíkur í máli
Jónínu Benediktsdóttur gegn 365
prentmiðlum og Kára Jónassyni,
ritstjóra Fréttablaðsins.
Jónína Benediktsdóttir höfðaði
mál eftir að hafa lagt fram kröfu
hjá sýslumanninum í Reykjavík
um staðfestingu á lögbanni sem
hún fékk lagt á birtingu á hluta úr
tölvupósti, sem verjandi Jónínu,
Hróbjartur Jónatansson, hélt fram
fyrir dómi að hefði verið fenginn
með ólögmætum hætti úr tölvu-
pósthólfi Jónínu.
Í dómi Hæstaréttar segir að lög-
bannskrafa Jónínu hafi verið of
víðtæk. Jafnframt segir að umfjöll-
un Fréttablaðsins um aðdraganda
Baugsmálsins hafi ekki gengið of
nærri einkalífi Jónínu, þó greint
hafi verið frá fjárhagsmálefnum
hennar, þar sem þau hafi
verið samofin fréttaefn-
inu, sem varðaði almenn-
ing.
Hróbjartur Jónatans-
son, lögmaður Jónínu,
sagði niðurstöðu Hæsta-
réttar hafa komið sér
verulega á óvart. „Ég hef
ekki enn farið nákvæm-
lega í gegnum dóminn og
get því ekki tjáð mig um
forsendur Hæstaréttar fyrir niður-
stöðunni. Ég tel þetta vera mjög
óheppilega niðurstöðu. Kjarni
málsins finnst mér vera þessi;
finnst fólki það í lagi að almenning-
ur geti lesið einkatölvupóst sinn í
fjölmiðlum? Ég held að
flestir svari þeirri spurn-
ingu neitandi.“
Jón Magnússon, lög-
maður 365 prentmiðla og
Kára Jónassonar, telur
Hæstarétt hafa staðfest
eðlileg vinnubrögð Frétta-
blaðsins í stóru fréttamáli.
„Hæstiréttur segir í dómi
sínum að miðað við hvern-
ig efnistök Fréttablaðsins
voru í málinu þá sé ekkert óeðlilegt
við það hvernig fréttirnar af mál-
inu voru unnar. Það þýðir, að það
var í lagi að birta hluta úr tölvu-
póstunum sem um var rætt. Frétta-
skrif um Baugsmálið voru eðlileg
og réttmæt. Efni tölvupóstbréf-
anna hafði fréttagildi. Hæstiréttur
segir því, að sú blaðamennska sem
var viðhöfð, hafi verið til sóma.“
Sigurjón M. Egilsson telur góð
vinnubrögð Fréttablaðsins, við
fréttaflutning á aðdraganda Baugs-
málsins, hafa verið staðfest af
Hæstarétti. „Ef lögbannið hefði
verið staðfest hefðu blaðamenn átt
það á hættu að vinnugögn þeirra
yrðu sótt með ofbeldi, og það af
þeim tekið. Það skiptir líka miklu
máli að Hæstiréttur skuli staðfesta
það að vinnubrögð okkar hafi verið
góð, og að við röskuðum ekki frið-
helgi Jónínu Benediktsdóttur.“
magnush@frettabladid.is
Fréttablaðið sýknað
af kröfum Jónínu
Hæstiréttur staðfesti í gær sýknudóm héraðsdóms yfir 365 prentmiðlum og
Kára Jónassyni, ritstjóra Fréttablaðsins. Ekki gengið of nærri einkalífi Jónínu,
segir Hæstiréttur. Afar óheppileg niðurstaða, segir lögmaður Jónínu.
SIGURJÓN OG HRÓBJARTUR TAKAST Í HENDUR Máli Jónínu Benediktsdóttur gegn 365
prentmiðlum og Kára Jónassyni lauk í gær. Sigurjón Magnús Egilsson og Hróbjartur Jónat-
ansson, lögmaður Jónínu Benediktsdóttur, sjást hér takast í hendur eftir að dómur féll. Kári
Jónasson og Jón Magnússon fylgjast með. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
JÓNÍNA
BENEDIKTSDÓTTIR
SANDGERÐI Sigurður Valur Ásbjarnarson
mun áfram gegna starfi bæjarstjóra.
KOSNINGAR Fulltrúar Þjóðarhreyf-
ingarinnar ætla í dag að leggja fram
kæru vegna framkvæmdar atkvæða-
greiðslu utan kjörfundar í kosning-
unum í Reykjavík síðastliðinn laug-
ardag.
Talsmenn hreyfingarinnar segja
að óskað sé eftir því við yfirkjör-
stjórn að engum gögnum varðandi
kosningarnar verði eytt fyrr en
kæran hafi hlotið löglega afgreiðslu.
Beðið sé um aðgang að gögnum sem
kunni að varða framkvæmd kosning-
anna, svo sem nafnalista þeirra sem
neyttu atkvæðisréttar síns utan kjör-
fundar, en alls kusu um 9.200 manns
fram að kjördegi í Reykjavík.
Þá vilja fulltrúar Þjóðarhreyfing-
arinnar fá upplýsingar sem nota
megi til að kanna hvort hlutfall
nýbúa, sem kusu utan kjörfundar, sé
óeðlilega hátt. - jh
Þjóðarhreyfingin kærir:
Vilja aðgang
að kjörgögnum
Bjóðast til að fangelsa Taylor
Sænska þingið samþykkti í gær
lagafrumvarp sem heimilar sænskum
yfirvöldum að bjóðast til að láta Charles
Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu sem
nú svarar til saka fyrir stríðsglæpi,
afplána í Svíþjóð fangelsisdóm þann
sem hann kann að verða dæmdur til.
SVÍÞJÓÐ
STJÓRNMÁL Landstjórn Framsókn-
arflokksins fundaði í gærkvöld og
samþykkti að boða fund í miðstjórn
flokksins á föstudaginn eftir rétta
viku. Á miðstjórnarfundinum mun
gengi flokksins í nýafstöðnum sveit-
arstjórnarkosningum verða rætt.
Miðstjórnin, sem í eru 150
manns, fundar að jafnaði tvisvar á
ári, vor og haust. Síðasti fundur var
haldinn í lok mars og fundurinn að
viku liðinni verður því undantekn-
ing á reglunni. - sh
Framsókn fundaði í gær:
Boðar fund í
miðstjórninni
EFTIR FUNDINN Hjálmar Árnason, formaður
þingflokks Framsóknarflokksins, að fundi
loknum.