Fréttablaðið - 02.06.2006, Side 6

Fréttablaðið - 02.06.2006, Side 6
6 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR DÓMSMÁL Hópur einstaklinga hefur stefnt íslenskum stjórnvöldum og Landsvirkjun vegna umhverfis- mats- og úrskurðar setts umhverf- isráðherra, Jóns Kristjánssonar, við mat á umhverfisáhrifum Norð- lingaölduveitu í Þjórsárverum. Málið var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hópurinn gerir þá kröfu að úrskurður umhverfisráðherra frá því í janúar 2003 og úrskurður Skipulagsstofnunar frá því í ágúst 2002 verði ógiltir. Katrín Theodórsdóttir, lögmaður ein- staklinganna sem að málinu standa, fór í gegnum liði sem að mati einstakl- inganna geta hver fyrir sig leitt til ógilding- ar á úrskurðun- um. Katrín hélt því fram við aðalmeðferð málsins að skipu- lagsstjóri, Stef- án Thors, hefði verið vanhæfur til þess að fjalla hlutlaust um málið þar sem sonur hans, Stef- án Gunnar Thors, hefði verið einn helsti starfs- maður Landsvirkjunar við gerð skýrslu vegna Norðlingaölduveitu. Stefán Gunnar, sem er fagstjóri skipulags- og umhverfismála VSÓ Ráðgjafar og hagfræðingur að mennt, þvertekur fyrir það að tengsl þeirra feðga hefðu haft áhrif á vinnu þeirra. Stefán Gunnar kom að gerð matsskýrslu vegna Norð- lingaöldu ásamt fleirum. „Um þetta mál var rætt fyrir fjórum árum og þá var leitað til lögfræðinga og umhverfisráðuneytisins, sem stað- festu að tengsl okkar hefðu ekki áhrif á vinnubrögð okkar.“ Stefán Thors, skipulagsstjóri, tekur í sama streng. „Það var farið aftur yfir þetta þegar Jón Kristj- ánsson var settur umhverfisráð- herra í þessu máli og hann komst að þeirri niðurstöðu að tengsl okkar hefðu ekki áhrif á vinnu við þetta verkefni.“ Katrín gerði miklar athuga- semdir við það að fallist hefði verið á mótvægisaðgerðir, með úrskurði setts umhverfisráðherra, sem gætu valdið miklu umhverfistjóni einar og sér, án þess að tjón af völdum þeirra aðgerða hefði verið metið sérstaklega. Einnig sagði Katrín hagkvæmnisjónarmið hafa stýrt að miklu leyti vinnu við umhverfis- matið, án þess að gert sé grein fyrir samfélagslegum ávinningi með einum eða öðrum hætti. Að auki gerði Katrín grein fyrir því að skort hefði á lögbundna kynningu á setlónum, haugsetningu og leiði- og varnargörðum vegna mannvirkja austan Arnarfells. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir það rétt einstaklinga að leita réttar síns fyrir dómi ef þeir telja á sér Allar nánari upplýsingar í Þjónustuveri Hafnarfjarðar, Strandgötu 6 Sími 585 5500 - www.hafnarfjordur.is ���������������� - Rativ - Tungur í leikhúsi - Míkróveröld og morgunstemningar Ljóð í lauginni - Leikskólalist - Sumarlestur - Brynja og börnin Aðgangur ókeypis á viðburði nema annað sé tekið fram �� �� �� �� � �� �� �� � ��� ����� 1.-10. júní 20062. júní � Kl. 10:00 Söngurinn ómar um bæinn. Samsöngur 4. bekkinga á Thorsplani. Kl. 12:00 Bastien og Bastienne eftir W.A. Mozart. Óperusýning fyrir börn í Hafnarfjarðarleikhúsinu í samvinnu við barnaóperuna „Piccolino“ frá Vínarborg. Börnin eru virkir þátttakendur. Kl. 13.30 Bastien og Bastienne. Kl. 17:00 Brynja og börnin. Opnun myndlistarsýningar í gamla Lækjarskóla. Brynja Árnadóttir sýnir verk barna í Lækjarskóla frá 1985-2000 í bland við hennar eigin verk. Kl. 19:00 Hljómsveitakeppni í Gamla bókasafninu. Kl. 20:00 Agnes High Quality leiksýning í Jaðarleikhúsinu. Athugið að sýningin er á ensku. ������������������������������ � ��������������������������������������� Kl. 19:00 Hljómsveitin Mogadon leikur á A. Hansen fram eftir kvöldi. Lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Gera kröfu um ógildingu úrskurðar Hópur einstaklinga krefst þess að úrskurðir vegna umhverfismats Norðlinga- ölduveitu verði ógiltir, vegna mikilla annmarka. Lögmaður sagði tengsl for- stjóra skipulagsstjóra við einn þeirra sem kom að matsskýrslu, óviðeigandi. TILLAGA LANDSVIRKJUNAR UM 568 METRA HÁTT LÓN Virkjun í Þjórsárverum hefur verið deilumál í langa tíma en sátt skapaðist, að minnsta kosti til skamms tíma, um úrskurð Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, vegna Norðlingaölduveitu. KATRÍN THEODÓRSDÓTTIR ■ STEFNENDUR Í MÁLINU ■ Sigþrúður Jónsdóttir ■ Arnór Karlsson ■ Árdís Jónsdóttir ■ Erlingur Loftsson ■ Finnur Logi Jóhannsson ■ Gísli Már Gíslason ■ Guðmundur Arason ■ Halla Guðmundsdóttir ■ Magnús Hallgrímsson ■ Ólafur Jónsson ■ Ragnhildur Sigurðardóttir ■ Sigrún Helgadóttir ■ Sigrún Valbergsdóttir ■ Sigurður Steinþórsson ■ Svanborg Rannveig Jónsdóttir ■ Tryggvi Felixson ■ Valgerður Erlingsdóttir ■ Þorvaldur Örn Árnason ■ Örn Þorvaldsson ■ Hjörleifur Guttormsson ■ Áhugahópur um verndun Þjórsárvera LANDSVIRKJUN Þorsteinn Hilmarsson upp- lýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir það rétt hvers og eins og leita réttar síns fyrir dómi. ÞORSTEINN HILMARSSON brotið. „Það er lögbundinn réttur fólks að leita réttar og það er ekk- ert óeðlilegt þó stefnendur í þessu máli vilji fara með málið fyrir dóm- stóla, ef þeir telja á sér brotið.“ magnush@frettabladid.is KJÖRKASSINN Er nauðsynlegt að endurskoða lög um nálgunarbann? Já 92% Nei 8% SPURNING DAGSINS Þarf að bæta öryggisgæslu við hafnir landsins? Segðu þína skoðun á visir.is DANMÖRK, AP Margrét Þórhildur Danadrottning gekkst í gær undir aðgerð á vinstra hné á sjúkrahúsi í Árósum. Samkvæmt fréttatilkynningu frá hirðinni gekk aðgerðin vel, en í henni fékk hún gervilið í staðinn fyrir slitinn hnjálið. Gert er ráð fyrir að drottningin verði útskrif- uð af sjúkrahúsinu eftir viku. Hún mun ekki geta sinnt opinberum embættisverkum næstu tvo mán- uðina. Margrét Þórhildur hefur lengi þjáðst af slitgigt og hefur af þeim sökum gengist á síðustu árum undir aðgerðir á báðum hnjám og baki. - aa Danadrottning undir hnífinn: Fékk gervihnjá- lið í vinstra hné FJÖLMIÐLAR Fróði hefur ráðið Mika- el Torfason, fyrrverandi ritstjóra DV, sem ritstjóra blaðsins Séð og heyrt. Hann fær einnig það verk- efni að koma að rekstri Vikunnar næstu mánuði. Ritstjórum blað- anna Séð og heyrt og Vikunnar var sagt upp fyrir mánaðamót og rit- stjórnarfulltrúa Séð og heyrt sömuleiðis. Elín Ragnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Fróða, segir að ástæða uppsagnanna sé rekstrar- leg og mikil vinna sé framundan, verið sé að endurskipuleggja Vik- una og komi Mikael að þeirri vinnu. Hann sé þegar mættur til starfa. Ekki standi til að selja nein af tímaritum Fróða. Páll Baldvin Baldvinsson, rit- stjóri DV, hefur sagt upp Breka Logasyni, ritstjóra tímaritsins Hér og nú, og nokkrum blaðamönnum DV hefur einnig verið sagt upp starfi. Einn þeirra verður, að sögn Páls Baldvins, endurráðinn á annað blað 365 prentmiðla. Páll Baldvin segir að breyting- arnar nú séu framhald á þeim breytingum sem urðu fyrir mán- uði þegar hætt var að gefa út DV sem dagblað og farið að gefa það út sem helgarblað. DV hafi fylgt tvö undirblöð, Sirkus og Hér og nú. Ekki náðist í Mikael Torfason í gær. - ghs MIKAEL TORFASON Hinn nýi ritstjóri viku- ritsins Séð og heyrt. Mikael Torfason er nýr ritstjóri Séð og heyrt hjá Fróða: Kemur að rekstri Vikunnar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.