Fréttablaðið - 02.06.2006, Side 8

Fréttablaðið - 02.06.2006, Side 8
8 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR Plúsferðir · Lágmúla 4 · 105 Reykjavík · Sími 535 2100 www.plusferdir.is 2 fyrir 1 TILBOÐ Bókaðu strax besta Plúsferðaverðið 13. júní 6.og 13. júní 5.og 12. jú ní 6.og 13. jú ní 29.950kr. 29.950kr. 29.980kr. 33.055kr. Tyrkland-Marmaris Netverð á mann miðað við að 2-4 fullorðnir ferðist saman. Brottför 6. og 13. júní. Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á OZAY eða Club Iilayta, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Krít Netverð á mann miðað við að 2-4 fullorðnir ferðist saman. Brottför 5. og 12.júní. Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á Helios, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Portúgal-Albufeira Netverð á mann miðað við að 2-4 fullorðnir ferðist saman. Brottför 13. júní. Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á Mirachoro, flugvallarskatt- ar og íslensk fararstjórn. Mallorca Netverð á mann miðað við að 2-4 fullorðnir ferðist saman. Brottför 6. og 13. júní. Innifalið: Flug, gisting í 7 nætur á Pil Lari Playa, flugvallarskatt- ar og íslensk fararstjórn. VEISTU SVARIÐ 1 Hver er borgarlistamaður Reykjavík-ur árið 2006? 2 Hvað eru mörg ár síðan Þorskastríð-inu lauk? 3 Hvað heitir leikstjórnandi NBA-liðs-ins Phoenix Suns? SVÖR Á SÍÐU 62 STÓRIÐJA „Frumniðurstöður úr umhverfismati eru jákvæðar og góðar líkur eru á að við fáum þá orku sem til þarf svo ég er afar bjartsýnn og sannfærður um að hér rísi okkar næsta álver,“ sagði Logan W. Kruger, forstjóri Cent- ury Aluminum, móðurfyrirtækis Norðuráls, sem vill reisa 150 þús- und tonna álver í Helguvík árið 2010 og stækka það í 250 þúsund tonna álver þegar fram líða stund- ir. Í gær var undirrituð viljayfir- lýsing milli Norðuráls annars vegar og Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar um raforkusölu til fyrsta áfanga fyrirhugaðs álvers í Helguvík en það hefur hingað til verið einn mesti þrándur í götu þessa verk- efnis. Hafði Orkuveitan áður hafn- að aðild að málinu en með frekari rannsóknum og borunum þykir nú sýnt að fyrirtækið geti mögulega afgreitt allt að hundrað megawött- um fyrir fyrsta áfanga álversins að fjórum árum liðnum. Guðmundur Þóroddsson, for- stjóri Orkuveitu Reykjavíkur, ítrekar þó að um viljayfirlýsingu sé að ræða og í henni felist engin skuldbinding. „Hitaveita Suður- nesja hefði annars ekki getað afgreitt þá orku sem á þarf að halda til að taka fyrsta áfanga álversins í notkun á þeim tíma sem um er rætt. Að því leyti er um mikilvægt skref að ræða. Þetta er ekki skuldbindandi yfirlýsing heldur aðeins ákvörðun um að fara í ákveðin verkefni til að reyna að verða við beiðnum um orku en við getum ekki ábyrgst afhend- ingu og erum ekki að skuldbinda okkur á nokkurn hátt.“ Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði að með yfirlýsingunni væri mestu hindr- uninni við byggingu álvers rutt úr vegi. „Ríkisstjórnin hefur sagt að þetta sé sá þrándur sem þurft hafi að ryðja úr vegi en hér eru menn að finna lausn á því. Hvað Norður- ál varðar hafa þeir verið að bíða þess að þetta liggi fyrir og að gengið verði frá umhverfismati. En þeir hafa sagt og lýst yfir að að uppfylltum þessum skilyrðum séu þeir reiðubúnir og ég dreg ekki í efa að það sé rétt.“ Forstjóri Century Aluminum segir að fyrirtækið muni gæta þess að bygging álversins reynist efnahagskerfi landsins ekki erfið. „Við erum að horfa til uppbygg- ingar þessa álvers eins og annarra slíkra í litlum skrefum svo áhrifin á efnahagskerfi landsins verði minniháttar. Við byrjum á að byggja 150 þúsund tonna álver og stækkum það svo í áföngum þegar fram líða stundir svo að afkasta- getan verði 250 þúsund tonn á síð- ari stigum.“ albert@frettabladid.is FYRIRHUGAÐ ÁLVER NORÐURÁLS Í HELGU- VÍK Nú eru öll púsl að falla saman og líkurnar á að 150 þúsund tonna álver verði að veruleika í Helguvík árið 2010 mjög góðar að mati framkvæmdaraðila. Skrefi nær álveri Forstjóri Century Aluminum er sannfærður um að bygging álvers í Helguvík verði að veruleika árið 2010 enda sé nánast búið að tryggja þá orku sem til þarf. FRÁ UNDIRRITUN YFIRLÝSINGARINNAR Mikil bjartsýni um framhaldið ríkti bæði hjá forstjóri Century Aluminum, Logan W. Kruger og ekki síður Árna Sigfússyni, bæjarstjóra, enda mun álverið skapa fleiri hundruð störf. MYND/VÍKURFRÉTTIR INDÓNESÍA, AP Alþjóðlegt neyðar- hjálparlið hafði í gær ekki náð til afskekktari staða á svæðinu sem verst varð úti í jarðskjálftanum á Jövu um síðustu helgi. Indónesísk yfirvöld sögðu í gær að staðfest- ur fjöldi fólks sem fórst af völd- um skjálftans væri kominn í 6.200 manns. Um hálf milljón manna er á vergangi eftir skjálftann, enda eyðilagði hann híbýli fólks á stóru svæði. Alþjóðleg aðstoð barst til- tölulega fljótt, enda er enn unnið að uppbyggingu eftir fyrri ham- farir í landinu, ekki síst flóð- bylgjuna miklu um jólin 2004. En fólk í afskekktari þorpum kvart- ar yfir því að engin hjálp hafi bor- ist því. Mikil úrkoma þessa dag- ana bætir heldur ekki úr skák fyrir heimilislaust fólkið. Staðfest mannfall af völdum skjálftans hækkaði í 6.234 manns eftir að tilkynnt var um fund 388 líka til viðbótar í afskekktari byggðum Bantúl-héraðs, sem varð verst úti í hamförunum. Talsmaður indónesíska félags- málaráðuneytisins greindi frá þessu. - aa Staðfest mannfall í jarðskjálftanum á Jövu hækkar stöðugt: Mikill fjöldi þarf neyðarhjálp ALLT Í RÚST Þorpsbúi í Yogyakarta á Jövu í rústum keramikverslunar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SAMKEPPNI Félag íslenskra bifreiða- eigenda segir tölur Olíuverslunar Íslands, Olís, um tæplega hundrað milljóna kostnaðarauka vegna olíu- gjaldsins ýta undir málstað þeirra. FÍB telur olíufélögin bæta sér upp herta samkeppni á díselmarkaði og lægri álagningu með hærri álagningu á bensínið. „Stóru olíufélögin hafa lýst því yfir að stóraukinn kostnaður hafi fylgt olíu- gjaldinu. Við mælum það hins vegar öfugt í okkar útreikningum, því álagn- ingin á díselolíu lækkaði í kjölfarið. Það rennir stoð- um undir okkar ábending- ar sem byggja á þeim gögn- um sem öll systurfélög okkar í nágrannalöndunum byggja á og eru sú viðmiðun sem heimsmarkaður- inn horfir á,“ segir Runólfur Ólafs- son, framkvæmdastjóri samtak- anna. Samúel Guðmundsson, framkvæmdastjóri vöru- stýringarsviðs Olís, segir álagningartölurnar sem FÍB styðjist við ekki réttar. „Við skiljum ekki hvaða tölur samtökin horfa á. Þær standast ekki samkvæmt okkar bókum.“ Beðin um að birta réttu tölurnar svarar Samúel: „Eðli málsins sam- kvæmt birtum við ekki framlegðartölur okkar, enda veit ég ekki um neitt fyrirtæki sem gerir slíkt. Ég vil hins vegar ítreka að álagning er frjáls og Olís býður við- skiptavinum upp á samkeppnishæft verð og góða þjónustu.“ - gag RUNÓLFUR ÓLAFS- SON Framkvæmda- stjóri FÍB. BENSÍNIÐ AFGREITT FÍB segir bensínkaup- endur borga fyrir samkeppni. FÍB stendur við fullyrðingar sínar um álagningu stóru olíufélaganna: Olís segir tölurnar rangar DÓMSMÁL Maður hefur verið dæmd- ur til að greiða öðrum ríflega 220 þúsund krónur í miskabætur og 120 þúsund í málskostnað vegna líkams- árásar. Farið hafði verið fram á tæpar 780 þúsund krónur. Mennirnir voru í áhöfn Sunnu- tinds frá Djúpavogi fyrir rúmum tveimur árum. Skipið var í höfn á Seyðisfirði og sátu mennirnir ölvað- ir á kaffihúsi í bænum er árásin var gerð. Hinn dæmdi segir hinn hafa manað sig upp í að kýla sig, því engum hefði tekist að rota sig í boxi sem hann stundaði. Hinn segist hafa verið sleginn án fyrirvara. Við höggið höfuðkúpubrotnaði hann. - gag Höfuðkúpubrotnaði við högg: Dæmdar 220 þúsund krónur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.