Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 10
10 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR EINU SINNI VAR… Ævintýralegir tilboðsdagar 20% af öllum vörum dagana 31. maí - 3. júní Fákafen 9, Sími 5331118 einusinnivar.is 39.900kr. SÓL Tyrkland Portúgal * ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 3 29 81 06 /2 00 6 Tyrkland - Anastasia eða Faber í 7 nætur 6. eða 13. júní á mann m.v. 4 íbúð með 1 svefnherb. 49.900 kr. ef 2 ferðast saman. 44.900kr.* Portúgal - Brisa Sol eða Ondamar í 14 nætur - 13. júní Verðdæmi: Verðdæmi: á mann m.v. 4 í íbúð með 1 svefnherb. 54.900 kr. ef 2 ferðast saman. * Innifali›: Flug, gisting í 7 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Fleiri eða færri? Finndu verð á þinni ferð og kynntu þér tilboðin á öðrum brottförum og öðrum áfangstöðum á www.urvalutsyn.is Bókaðu á netinu, það borgar sig. Ódýrt NOREGUR Norski fjármálaráðherr- ann, Kristin Halvorsen, fékk ekki að fara yfir rússnesku landamær- in til þess að skoða landamæra- stöðina þar í opinberri heimsókn hjá vararíkisstjóranum hinum megin við landamærin. Ástæðan var sú að það var ekki til pappír í vegabréfsáritun. Fjármálaráðherrann, Nikaolai Beresjnoj vararíkisstjóri og Evg- enij Aleksejev tollstjóri höfðu komið sér saman um að skoða toll- stöðvarnar hvoru megin landa- mæranna í þeim tilgangi að opna landamærin meira en nú er og auka samstarfið milli þjóðanna. Fréttavefurinn Dagbladet segir að Halvorsen hafi skömmu áður verið á fundi í Finnmörku og talað þar fallega um að bæta samstarfið milli landanna, til dæmis milli toll- yfirvalda, og einfalda vegabréfa- útgáfu til að auðvelda heimsóknir milli landanna. Hún hefði sagt að sérstök áritun fyrir norðlægar slóðir, Barentsáritun, kæmi til greina. Þegar Halvorsen ætlaði svo að fara yfir landamærin til að hitta Rússana í landamærastöð sem var byggð fyrir norska peninga árið 2002 var hún stöðvuð. Rússarnir komu því bara yfir til Noregs og fundurinn var haldinn í norsku landamærastöðinni í staðinn. - ghs KRISTIN HALVORSEN Norski fjármálaráð- herrann Kristin Halvorsen var stöðvuð við rússnesku landamærin af því að Rússarnir áttu ekki pappír í vegabréfsáritanir. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Norski fjármálaráðherrann fékk ekki að fara yfir rússnesku landamærin: Áttu ekki pappír í áritunina Sexfalt lífstíðarfangelsi Dómstóll í Rockville í Maryland dæmdi í gær John Allen Muhammad til sex lífstíðardóma án möguleika á náðun, fyrir launmorð á sex mönnum í nágrenni Washington- borgar árið 2002. Saksóknarar lýstu fangelsisdómunum sem „tryggingu“ ef dauðadómnum sem Muhammad hlaut í Virginíu skyldi einhvern tímann verða hnekkt. BANDARÍKIN Kynt undir ófriðarbáli Aftaka skæruliða á tólf verkamönnum af ætt sinhalesa, sem meirihluti Sri Lanka-búa tilheyrir, í þorpi á austurhluta eyjar- innar á mánudagskvöld, hefur kynt undir ófriðarbáli sem stefnir jafnvel í að verða að óheftu borgarastríði. Norskir sáttasemjarar hafa í þrjú ár reynt að fá fulltrúa stríðandi fylkinga að samninga- borðinu. SRI LANKA SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR, AP Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, sagði að leiðtogar heimsins hefðu ekki staðið við lof- orð sem þeir gáfu fyrir fimm árum um að berjast gegn alnæmi. Nú verði þeir að horfast í augu við raunveruleikann og gera sér grein fyrir því að til þess að stöðva útbreiðslu alnæmis verði þeir að vernda þá sem í mestri hættu eru, nefnilega vændiskonur, fíkniefna- neytendur og samkynhneigða. „Við munum ekki ná árangri með því að stinga höfðinu í sandinn og láta eins og þetta fólk sé ekki til eða að það þurfi ekki á hjálp okkar að halda.“ Annan sagði þetta við upphaf þriggja daga leiðtogafund- ar Sameinuðu þjóðanna í New York. Hann vitnaði þar í nýút- komna skýrslu Sameinuðu þjóð- anna þar sem fram kemur að hægt hefur á útbreiðslu alnæmis, þótt faraldurinn sé enn alvarlegur. Meðal þess sem leiðtogarnir deila um er hvort réttlætanlegt sé að minnast sérstaklega á áhættu- hópa, sem einkum tengjast vændi, fíkniefnum og samkynhneigð. Samkvæmt skýrslunni, sem kom út á þriðjudaginn, eru nærri fjörutíu milljónir manna um heim allan smitaðar af HIV-veirunni, sem veldur alnæmi. Flest smit verða nú orðið á Indlandi, en ástandið er þó enn verst í Afríku sunnan Sahara, þar sem dánartíðn- in fer enn hækkandi í sumum lönd- um. Á leiðtogafundinum í höfuð- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York er ætlunin að fara yfir stöðuna og athuga hvernig gengið hefur að standa við þau loforð sem gefin voru á svipaðri ráðstefnu, sem haldin var árið 2001. Einnig er meiningin að horfa fram á við og skipuleggja varnir gegn HIV-veirunni um heim allan. gudsteinn@frettabladid.is Loforð gefin fyrir fimm árum svikin Kofi Annan segir að ekkert þýði að stinga höfðinu í sandinn, þótt loks sé byrjað að draga úr útbreiðslu alnæmis í heiminum. Fjörtíu milljónir eru smitaðar. ÞRJÚ HIV-SMITUÐ BÖRN Á INDLANDI Suresh, Gopika og Subiksha heita þessi börn, sem öll eru HIV-smituð og dveljast á munaðarleysingjahæli í Madras á Indlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HOLLAND, AP Hollendingar verða að bregðast við hlýnun loftslags, og það fljótt, því þeir eiga von á því að yfirborð sjávar hækki um allt að 35 sentimetra fyrir árið 2050, sam- kvæmt skýrslu veðurstofu Hol- lands sem birt var í vikunni. Jafn- framt er líklegt að veturnir verði mun votviðrasamari en hingað til. Þar sem 60 prósent alls lands í Hol- landi er undir sjávarmáli geta Hol- lendingar ekki virt hættuna að vettugi, að sögn Melanie Schultz van Haegen, ráðherra samgöngu- og vatnsmála. Hún bætti við að engin aðkall- andi hætta steðjaði þó að stíflu- görðum eða síkjum landsins. - smk Gróðurhúsaáhrifin: Yfirborð sjávar hækkar hratt KLÓSETTSKÁL FÓTBOLTAÁHUGAMANNSINS Grænn fótboltavöllur, hvítt mark og agnarlítill rauður bolti bíða fótboltaáhuga- manna á salerni knæpunnar Ackermanns í Stuttgart í Þýskalandi þar sem heimsmeist- aramótið í fótbolta hefst innan skamms. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.