Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 02.06.2006, Qupperneq 12
12 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR ��������������������� ������������������� �������������������������������������������������������������������������������������� ���� �������������������������������������������������������� ��������������������� � ����������������� ��������� ��������� ������������������������������������� ����������������������������������������������������������������� ������������ ����������������������� SVÍÞJÓÐ Hörð gagnrýni hefur komið fram í kjölfarið á sjón- varpsþættinum Uppdrag Gransk- ning í Svíþjóð síðustu daga þar sem sýnt er myndband með nöktum hermönnum á skotæfing- um með sprengjuvörpu. Hermenn- irnir liggja í grasinu með sprengju- vörpuna í fanginu og svo heyrist þegar þeir brenna sig á henni. Myndbandið var tekið árið 2004 af hermönnunum sjálfum. Yfir- menn hersins hafa ekki gefið neinar skýringar á því af hverju her- mennirnir, sem gegna herskyldu, þurfa að vera naktir á heræfing- unni, að sögn vefútgáfu Afton- bladet. - ghs Sjónvarpsþáttur gagnrýndur: Berir hermenn á skotæfingu DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær konu í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir margþætt skjala- fals. Ákæruliðir sem voru níu talsins vörðuðu fölsun á undir- skriftum á skuldabréfum, víxlum og fleiru upp á ríflega 7,2 milljónir króna. Konan var í sambúð til ársins 2002. Í marsmánuði 2001 komst sambýlismaðurinn að því að fast- eign sem hann átti hafði verið aug- lýst á framhaldsuppboði. Komst hann enn fremur að raun um að það væri vegna skulda sem hann kannaðist ekki við að hafa sam- þykkt eða heimilað að fasteignin yrði sett að veði fyrir. Konan hafði áður reynt að leysa skuldamál sín með því að falsa nafn sambýlis- mannsins, en nú var mælirinn fullur. Sambýlismaðurinn kærði meintar falsanir til sýslumannsins í Kópavogi og fór fram á opinbera rannsókn á því hvort konan hefði falsað nafn hans á ýmis skjöl. Konan neitaði sök og var því leitað álits sænsks rithandar- sérfræðings, sem kvað upp úr með að sambýlismaðurinn hefði ekki undirritað umrædd skjöl. Dómurinn kvað liggja fyrir að konan hefði framvísað þeim skjöl- um sem ákæran varðaði og notið góðs af því. Auk fangelsisdómsins var henni gert að greiða allan sakarkostnað, ríflega 460 þúsund krónur. -jss SKJALAFALS Sambýlismaðurinn kannaðist ekki við að hafa undirritað skuldabréf, víxla og fleiri skjöl. Kona fékk skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjaness: Sex mánuðir fyrir skjalafals FJÖR Í ÍRAK Tveir írakskir piltar stinga sér til sunds í fljótið Efrat. Miklir hitar eru nú í Írak og leita börn og unglingar allra leiða til að kæla sig niður. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MOSKVA, AP Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rúss- lands, ítrekaði á mánudag gagnrýni Rússlands- stjórnar á Evrópuráðið, nú er Rússar eru í fyrsta sinn að taka við for- mennsku í ráðinu. Evrópuráðið, sem 46 Evrópuþjóðir eiga aðild að og hefur fremur öðru því hlutverki að gegna að standa vörð um Mann- réttindasáttmála Evrópu, er fyrsta samevrópska stofnunin sem Rússar veita for- ystu. Búist er við að rússneskir ráðamenn muni notfæra sér formennskumisserið til að koma böndum á gagnrýni þá sem ráðið hefur ítrekað beint gegn Rússum frá því þeir fengu aðild að ráðinu fyrir áratug. Lavrov sakar ráðið um tvískinnung, að það beiti tvöföldum mælikvarða er það gagnrýnir Rússa fyrir hluti sem látnir væru óátaldir hjá öðrum aðildarþjóðum. Ráðið hefur einkum gagnrýnt rússnesk stjórnvöld fyrir gerðir þeirra í Tsjetsjeníu, fyrir meint mannréttinda- brot af hálfu rússnesku lögreglunnar, svo og fyrir brot gegn prent-, félaga- og trúfrelsi sem og réttindum minnihluta- hópa. Rene van der Linden, formaður þingmannasamkomu Evrópu- ráðsins, sagði í yfirlýsingu að formennskumisseri Rússa gæfi þeim tækifæri til að „sýna að Rússland sé hluti af lýðræðis- legri Evrópu, á jafnræðisgrund- velli.“ - aa SERGEI LAVROV Rússar taka við formennsku í Evrópuráðinu: Vilja slá á gagnrýni DÓMSMÁL Kona var fundin sek um ölvunarakstur fyrir Héraðsdómi Vesturlands í gær og var henni gert að greiða tæpar 300 þúsund krónur í sekt auk þess sem hún missir ökuréttindi sín í þrjú ár. Var konan dæmd fyrir tvö brot vegna ölvunaraksturs. Í báðum tilvikum mældist áfengismagn í blóði hennar vel yfir tveimur prómillum sem þýðir umtalsverða ölvun. Hún hefur ekki áður gerst brotleg við lög svo vitað sé. - aöe Fundin sek um ölvunarakstur: Sektuð og svipt ökuleyfinu Meirihluti M og O-lista Samkomu- lag hefur náðst um myndun meirihluta M-lista xmotor og O-lista Samstarfs til sóknar í sameinuðu sveitarfélagi Skeggjastaða -og Þórshafnarhrepps á komandi kjörtímabili. Farið verður þess á leit að Björn Ingimarsson gegni starfi sveitarstjóra. Málefnasamningur verður undirritaður á næstunni. SVEITARSTJÓRNARMÁL AUSTUR-TÍMOR, AP Mikill þrýstingur er á Mari Alkatiri, forsætis- ráðherra Austur-Tímor, um að segja af sér vegna ástandsins í landinu, þar sem hundruð óánægðra hermanna hafa efnt til óeirða. Forsætisráðherranum hefur ekki tekist að hafa neina stjórn á ástandinu og meira en tvö þúsund erlendum friðar- gæsluliðum, sem komnir eru til Austur-Tímor, hefur ekki tekist að stilla til friðar. „Lít ég út fyrir að vera uppreisnarmaður?“ spyr Alfredo Reinado, leiðtogi uppreisnar- sveitanna úr hernum, sem segist ekki ætla að láta af baráttu sinni fyrr en forsætisráðherrann segi af sér. „Ég vil bara vera góður borgari og vil að landið mitt eigi góða framtíð.“ Reinado var herforingi þangað til hann var rekinn í apríl síðast- liðnum ásamt um það bil sex hundruð hermönnum, sem höfðu kvartað undan því að þeim væri mismunað innan hersins. Átök milli hinna reknu her- manna og þeirra sem eftir voru hafa þróast yfir í almennar óeirðir þar sem fólk fer um ruplandi og rænandi, setur eld að húsum og tugir þúsunda hafa ekki séð sér annað fært en að flýja höfuðborg- ina Dili þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Hátt í þrjátíu manns hafa týnt lífi í þessum átökum, þar á meðal fimm manns í átökum þann 28. apríl sem Reinado segir að hafi byrjað sem friðsamlegur mót- mælafundur óánægðra hermanna en snúist upp í óeirðir þegar stjórnarherinn hóf skothríð. Reinado kennir forsætisráð- herranum alfarið um ástandið og Xanana Gusmao forseti hefur einnig lýst sökinni á hendur Alka- tiri, sem þó lætur þessar ásakanir sem vind um eyru þjóta og segist ekki ætla að segja af sér, þrátt fyrir sívaxandi þrýsting. „Alkatiri verður að segja af sér og fara fyrir dóm vegna allra þeirra glæpa sem hann hefur fyrirskipað,“ segir Reinado. Reinado hafði barist lengi gegn hernámi Indónesíu og lítur á sig sem mann fólksins, og þar með lítur hann sjálfkrafa á sig sem samherja forsetans, sem var helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar. gudsteinn@frettabladid.is ALFREDO REINADO Leiðtogi uppreisnarsveita hersins segist ekki vera sökudólgurinn, heldur sé ástandið Alkatiri forsætisráðherra að kenna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Ráðherrann þarf að víkja Leiðtogi uppreisnarmanna úr hernum á Austur-Tímor krefst þess að Alkatiri forsætisráðherra víki áður en friður getur orðið að veruleika. FINNLAND, AP Finnar töluðu meira í farsíma en fastlínusíma á síðasta ári, en það er í fyrsta sinn sem það gerist frá því farsímabyltingin hófst. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá finnsku hagstofunni. Í heimalandi Nokia, stærsta far- símaframleiðanda heims, töluðu farsímanotendur alls í 10,8 milljón- ir mínútna í síma sína í fyrra. Í finnska símakerfinu voru fastlínu- símtöl hins vegar aðeins 7,6 millj- ónir mínútna á árinu 2005, en voru 11,4 milljónir mínútna árið áður. - aa Farsímabyltingin í Finnlandi: Færri nota fastlínu FINNSKUR FARSÍMI Finnar töluðu mun meira í far- en fastlínusíma í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.