Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 2. júní 2006 13 KJARAMÁL Laun ófaglærðra starfs- manna í fullu starfi við Sjúkrahús- ið á Akranesi hækka um allt að átján þúsund krónur á mánuði frá 1. maí. Ásgeir Ásgeirsson, skrifstofu- stjóri hjá sjúkrahúsinu, segir launamun milli starfsmanna ríkis og bæja hafi verið jafnaðan: „Það er af hinu góða,“ segir hann, þó hann efist um að margir starfs- mannanna nái átján þúsund króna hækkuninni. Formaður Verkalýðsfélags Akraness, Vilhjálmur Birgisson, telur starfsmennina nokkuð vel mega við una sé miðað við verka- fólk sem starfi við sambærileg störf á almennum vinnumarkaði, því tekist hafi að jafna launamun- inn sem ríkt hafi á milli starfs- manna sem starfa hjá ríkinu á við starfsmenn sveitarfélaganna sem starfa við sambærileg störf. „Núna verður það skýlaus krafa að laun verkafólks á hinum almenna vinnumarkaði verði lag- færð til fulls á við þær hækkanir sem hafa orðið hjá sveitarfélögun- um og ríkinu. Ef það ekki gerist þá er ekkert annað í stöðunni en að sækja þær lagfæringar fyrir verkafólk á hinum almenna vinnu- markaði með fullu afli,“ ritar for- maðurinn á vef félagsins. - gag Laun ófaglærðra á sjúkrahúsinu á Akranesi hækka: Allt að 18.000 króna hækkun VILHJÁLMUR BIRGISSON Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir næst að jafna muninn milli sambærilegra starfa á almenna vinnumarkaðnum og þeim opinbera. STYRKVEITING Alnæmissamtökin á Íslandi hafa fengið fjárstyrk frá Kaupangi en fyrirtækið hefur áður veitt slíka styrki. Alnæmissamtökin hafa tvö verk- efni í sigtinu og er áætlað að nota styrkinn í annað hvort þeirra. Ann- ars vegar er um að ræða fræðslu- fundi og forvarnir til nemenda í níunda og tíunda bekk grunnskóla en það verður í þriðja skiptið sem þeir verða haldnir. Hitt verkefnið er langþráður draumur samtakanna en það er að efna til ráðstefnu til stuðnings HIV- jákvæðum á Íslandi. - gþg Alnæmissamtökin fá styrk: Með tvö verk- efni í sigtinu FRÁ STYRKVEITINGUNNI. Á myndinni eru Ingi Hans Ágústsson varaformaður Alnæmissamtakanna, Jóhannes Sigurðsson frá Kaupangi og Birna Þórðardóttir, fram- kvæmdastjóri Alnæmissamtakanna. SAMTÖK Ásdís Halla Bragadóttir, forstjóri Byko, hefur tekið að sér hlutverk verndara UNIFEM, þró- unarsjóðs Sam- einuðu þjóðanna í þágu kvenna, á Íslandi. Í því felst meðal annars að koma fram fyrir hönd félagsins og vekja almenning til vitundar um starfsemina. Í tilkynningu frá UNIFEM kemur fram að Ásdís Halla hafi um árabil verið málsvari málefna sem tengjast starfsáherslum UNIFEM, til dæmis hvatt konur til stjórnmála- þátttöku. Ásdís mun gegna þessu hlutverki næstu tvö árin hið minnsta. - sh Ásdís Halla Bragadóttir: Verður verndari UNIFEM í tvö ár ÁSDÍS HALLA BRAGADÓTTIR PENINGAR Seðlabanki Íslands hefur veitt frest til 1. júní 2007 til að inn- leysa gamla 10, 50 og 100 króna seðla. Að þeim fresti liðnum verða seðlarnir ekki lengur gjaldgengir í viðskiptum. Í lok apríl á þessu ári voru um 119 milljónir króna af þessum gömlu seðlum í umferð. Árið 1984 var útgáfu 10 króna seðla hætt, þremur árum seinna var útgáfu 50 króna seðla hætt og árið 1995 var útgáfu 100 króna seðla hætt. Mynt með sömu verðgildum var slegin í staðinn. Árið 2005 var ákveðið að þessir seðlar skyldu innkallaðir og þar til 1. júní 2007 ber bönkum skylda til að taka við þeim. - sh Gömlu seðlarnir innkallaðir: 119 milljónir króna í umferð NEYÐARHJÁLP Hjálparstarf kirkj- unnar hefur í kjölfar jarðskjálft- anna á Jövu ákveðið að senda eina milljón króna til neyðaraðstoðar. Fyrsta beiðni Alþjóðaneyðarhjálp- ar kirkna nam rúmum 200 milljón- um króna. Félags- og áfallahjálp verður veitt fórnarlömbum skjálftans. Forvarnir, meðal ann- ars vegna alnæmis, eru fléttaðar inn í starfið og stuðlað verður að skjótri aðhlynningu slasaðra. Tekið er við framlögum í söfn- unarsíma Hjálparstofnunar kirkj- unnar 907-2002 og hjá Rauða krossinum dragast 1000 krónur af símreikningnum sé hringt í 907- 2020. - sgj Hörmungarnar á Jövu: Kirkjan sendir eina milljón FJALLABYGGÐ Ákvörðun um mynd- un meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Fjallabyggð, hinu nýsameinaða sveitarfélagi Ólafsfjarðar og Siglufjarðar, var tekin á sameiginlegum fundi flokk- anna í gærkvöldi. Staða bæjarstjóra verður aug- lýst og málefnaáherslur meirihlut- ans kynntar á næstu dögum. Birkir J. Jónsson, bæjarfulltrúi Fram- sóknarflokks, segir það markmið meirihlutans að sjá til þess að íbúar beggja bæja hins nýsameinaða sveitarfélags finni samhug sín á milli og á von á farsælu samstarfi innan nýrrar bæjarstjórnar. -sgj Meirihluti í Fjallabyggð: Auglýst eftir bæjarstjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.