Fréttablaðið - 02.06.2006, Síða 20
20 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR
Metsala í Þýskalandi!
edda.is
„Æsispennandi glæpasaga sem gefur lesandanum færi á að
taka þátt í að leysa flókna morðgátu“
– Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósið
„Góð glæpasaga ... þessi lesandi hérna var eldfljótur að gleypa
í sig Aftureldingu og naut lestursins í hvívetna.“
– Ingvi Þór Kormáksson, bokmenntir.is
„Viktor grípur lesandann traustataki, tekur á rás og gerir sig
ekki líklegan til að sleppa.“
– Bergsteinn Sigurðsson, Fbl.
Nýjasta bók Viktors Arnars
Ingólfssonar, Afturelding fór
beint á metsölulistann í
Þýskalandi eftir nokkra daga
í sölu.
Komin
í kilju
RÍKISÚTVARPIÐ Breytingartillögur
við frumvarp menntamálaráð-
herra um Ríkisútvarpið hafa verið
lagðar fram á Alþingi ásamt við-
bótarnefndaráliti meirihluta
menntamálanefndar.
Inn í frumvarpið er búið að
fella ákvæði sem bannar RÚV að
eiga hlut í öðru fyrirtæki sem
gefur út dagblað eða rekur
útvarpsstöð.
Þá er gert ráð fyrir því að mál-
efni RÚV heyri undir upplýsinga-
lög, en sæti ekki ákvæðum um
hlutafélög. Á þetta lagði stjórnar-
andstaðan ríka áherslu.
Í lögunum er nú einnig gert
ráð fyrir að Ríkisútvarpinu sé
óheimilt að selja frá sér
verðmæti sem hafi menningarleg
og söguleg gildi fyrir íslensku
þjóðina og varðveitt eru hjá
fyrirtækinu.
Sigurður Kári Kristjánsson,
formaður menntamálanefndar,
fylgdi úr hlaði viðbót við meiri-
hlutaálit á Alþingi í vikunni. Hann
sagði að hlutafélagið yrði að geta
selt eignir, til dæmis vegna endur-
nýjunar tækjabúnaðar, rétt eins
og önnur félög.
Mörður Árnason, Samfylking-
unni, mælti fyrir minnihlutaáliti
og sagði meðal annars að engin til-
raun væri enn gerð til þess að
tempra vald ráðherra yfir Ríkisút-
varpinu hf. Stjórnarandstaðan
leggur enn til að frumvarpinu
verði vísað frá. - jh
Breytingar á frumvarpi um Ríkisútvarpið breyta ekki afstöðu stjórnarandstöðu:
Vilja enn vísa frumvarpinu frá
RÍKISÚTVARPIÐ Frumvarp um RÚV var rætt
á Alþingi í vikunni. Minnihlutin leggur enn
til að frumvarpinu verði vísað frá þrátt fyrir
breytingar sem gerðar hafa verið á því.
Alnæmisfaraldurinn stöðvaður Í
fyrsta sinn í sögunni hefur náðst árangur
gegn útbreiðslu alnæmis í heiminum en
fjöldi nýrra tilvika hefur ekki aukist sam-
kvæmt nýrri skýrslu. Enn er þó mikið
óunnið ennþá.
Einhverfa og málmar Franskir
vísindamenn kanna nú hvort tengsl geti
verið milli einhverfu og þungmálma, en
reynist tilgáta þeirra rétt verður mögu-
lega hægt að finna lyf sem hreinsað
gæti slíka þungmálma úr líkamanum.
TÆKNI OG VÍSINDI
SLÖKKVILIÐ Landssamband slökkvi-
liðs- og sjúkraflutningamanna
samþykkti ályktun um öryggis-
mál á þingi sínu
sem haldið var
nýverið. Þar
segir meðal
annars að sam-
eina þurfi
slökkviliðin á
Suðvesturlandi
í eitt öflugt
björgunarlið.
Í ályktuninni
segir að orðið
slökkvilið sé
rangnefni fyrir það alhliða björg-
unarlið sem slökkvilið eru orðin.
Slökkvilið sinni margháttaðri
björgunarstarfsemi langt
umfram það sem almenningi er
kunnugt um. Þar megi nefna
sjúkraflutninga og margháttaða
starfsemi sem er af þeim meiði,
svo sem björgun og meðhöndlun
bráðveikra og slasaðra sem séu í
eðli sínu björgunarstörf þar sem
kappkostað sé fyrst og fremst að
bjarga mannslífum. Einnig megi
nefna viðbrögð við eiturefnaslys-
um.
Það myndi hafa mikil samlegð-
aráhrif að efla og stækka slökkvi-
liðin á suðvesturhorninu og ætti
ríkisstjórnin og sveitarfélögin án
tafar að semja um sameiningu
þeirra.
Í ályktuninni er einnig óskað
eftir að virðisaukaskattur og
vörugjald af tækjum og búnaði
fyrir slökkvilið verði afnuminn
og Brunamálaskólinn verði efldur
með auknum fárveitingum. Þá er
lagt til að gerð verði rannsókn á
lífaldri slökkviliðsmanna og að
þeim verði gert kleift að hætta
störfum um 55 ára aldur án skerð-
ingar lífeyrissjóðsgreiðslna.
Vernharð Guðnason var ein-
róma endurkjörinn formaður sam-
bandsins til tveggja ára og Sverr-
ir Björn Björnsson var
endurkjörinn í embætti varafor-
manns. - sh
Ályktun Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna:
Vilja frekari sameiningu slökkviliða
SLÖKKVISTARFI LOKIÐ Slökkviliðsmenn hvíla sig eftir að hafa lokið slökkvistarfi á Fiskislóð
fyrir nokkru. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
VERNHARÐ
GUÐNASON
DANMÖRK Danskir karlmenn fela
sig á klósettum en bandarískir
karlar fela sig í skúrum og fata-
skápum. Þetta kemur fram á
fréttavef danska blaðsins Politik-
en.
Fyrr í vikunni birti danska
blaðið niðurstöður viðamikillar
rannsóknar sem sýndi fram á að
danskir karlmenn eyða nú tveim-
ur tímum meira á klósettinu í viku
hverri en fyrir fjórum árum.
Blaðamaður bandaríska blaðsins
New York Times rakst á greinina,
og komst að því að bandarískir
karlar nota jafnframt fataskápa,
kjallara, háaloft og skúra sem
felustaði.
Felustaðirnir uppfylla karl-
mannlega þörf, að sögn James B.
Twitchell, bandarísks höfundar
bókarinnar „Where Men Hide,“
eða „Þar sem karlar fela sig“. -smk
Danir og Bandaríkjamenn:
Karlmenn fela
sig á klósettum
FRAKKLAND, AP Af litlum neista – í
þessu tilviki handtöku – blossuðu
aftur upp óeirðir í einu af úthverf-
um Parísar aðfaranótt þriðjudags
og endurtóku þær sig næstu nótt á
eftir. Ungmenni gengu berserks-
gang með hornaboltakylfum og
bensínsprengjum. Bílar, opinber-
ar byggingar og lögreglumenn
urðu helst fyrir barðinu á reiði
ungmennanna.
Rólegt var þó í fyrrinótt, en
óspektirnar minna óþægilega á þá
hamslausu öldu óeirða sem gekk
yfir úthverfi Parísar og annarra
franskra borga síðla síðasta árs og
sýndu að óánægjan kraumar enn í
þessum hverfum innflytjenda
þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir
stjórnvalda til þess að ná tökum á
vandamálum eins og atvinnuleysi
ungmenna og kynþáttamisrétti.
- aa
Óspektir í úthverfum Parísar:
Óánægjan
kraumar enn
RÁÐHERRA Á VETTVANGI Nicolas Sarkozy
innanríkisráðherra á vettvangi í einu hverfa
Parísar þar sem til óspekta hefur komið.
NORDICPHOTOS/AFP
ÖÐRUVÍSI HLAUPAHJÓL Þótt þetta
sérkennilega rafknúna farartæki hafi ekki
notið þeirra vinsælda á almennum mark-
aði sem framleiðendur þess áttu von á fyrir
fimm árum, þá nýtur það æ meiri vinsælda
meðal lögreglumanna og öryggisvarða víða
um heim. Þessi öryggisvörður starfar í Los
Angeles í Bandaríkjunum, og virðist alsæll
með farartækið. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LANDHELGISGÆSLAN Lagt var í leið-
angur í vikunni eftir að Landhelg-
isgæslunni hafði borist tilkynning
um að hvalshræ væri á reki við
Gróttu. Kom í ljós að þarna var á
ferð 6 metra löng hrefna sem
skapaði hættu fyrir smærri báta.
Einnig var hætta á að hræið ræki
á fjörur þar sem rotnun með til-
heyrandi ólykt gæti orðið til ama.
Áhöfn björgunarskips Lands-
bjargar og sprengjusérfræðingar
Landhelgisgæslunnar hófu leit að
hræinu. Þegar það fannst komu
sprengjusérfræðingar Landhelg-
isgæslunnar sprengiefni fyrir
ofan á því og sökktu því. - jss
Hrefna á reki:
Gæslan eyddi
hvalshræi