Fréttablaðið - 02.06.2006, Síða 24

Fréttablaðið - 02.06.2006, Síða 24
 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR24 fréttir og fróðleikur Svona erum við > Fjöldi útvarpsstöðva Margir karlar híma einir í herbergi úti í bæ, eru hættir að hafa samband við börnin, hlaða upp skuldum og missa öll tengsl. Tveggja mánaða atvinnuleysi dugar til að rugla svefnvenjum fólks og smám saman hætta þeir að vakna á morgnana. Eftir því sem lengra líður þeim mun meiri verður kvíðinn og skömmin og stöðugt verður erfiðara að koma sér af stað. Karla- smiðjan miðar að því að efla karlkyns einstæðinga þannig að þeir geti tekist á við sitt eigið líf. Karlkyns einstæðingum fer ört fjölgandi í hópi viðskiptavina Þjónustumiðstöðva Reykjavíkur- borgar. Þessir menn eiga það sam- eiginlegt að hafa misst fótanna í lífinu. Þeir hafa verið atvinnulausir og margir þeirra hafa átt við veik- indi og stundum neyslu að stríða. Margir þeirra skulda mikið. Þeir geta ekki staðið í skilum og sjá ekki fram á að komast út á vinnu- markaðinn því að heimilt er að taka 75 prósent af tekjum þeirra upp í meðlagsskuldir. Af 25 prósentunum geta þeir ekki lifað. Erfitt að komast af stað Guðmundur Fjalar Ísfeld er einn af þeim sem sækja Karlasmiðjuna, samstarfsverkefni á vegum Tryggingastofnunar og Velferðar- sviðs Reykjavíkurborgar. Hann hefur átt við langtíma atvinnu- leysi og veikindi að stríða og átt í erfiðleikum með að koma sér í gang aftur. „Karlasmiðjan hjálpar manni að vakna á morgnana. Ég var alltaf að stökkva inn í vinnu og datt svo út úr henni strax aftur þannig að mig vantaði eitthvað sem væri hnitmiðað og einstaklingsmiðað þar sem ekki væru gerðar sömu kröfur og á vinnustað,“ segir Guðmundur. Guðmundur hefur unnið fyrir sér frá tólf ára aldri. Hann var langt kominn með matreiðslunám þegar hann uppgötvaði að kokka- starfið hentaði honum ekki. Áður hafði hann unnið ýmis almenn störf, til dæmis hjá Landspítalanum. „Þegar maður hefur dottið út úr vinnu er ofboðslega erfitt að komast af stað aftur. Það tekur alltaf meira og meira á eftir því sem tíminn líður,“ segir hann. Viljum meiri hópavinnu Karlasmiðjan er kennd í þremur sex mánaða tímabilum og stendur fyrsti hlutinn í Karlasmiðju 2 nú yfir. Þátttakendur eru tæplega tuttugu. Þeir eru misduglegir að mæta en nú hefur myndast kjarni sem mætir reglulega. Guðmundur segir að andinn sé góður þó að þátttakendurnir komi úr mismun- andi áttum. Í Karlasmiðjunni fer fram kennsla í hefðbundnum fögum eins og íslensku, stærð- fræði, ensku og félagsfræði. Til viðbótar er kennsla í sjálfseflingu, fjármálum, námstækni, næringar- fræði og tölvum svo að dæmi séu nefnd. Eftir því sem á líður þyngist námið og um leið kröfurnar. Þátttakendurnir fá punkta sem þeir geta nýtt sér til stúdents- prófs. „Við viljum meiri hópvinnu og verkefni af einhverju tagi til að þjappa okkur saman,“ segir Guðmundur sem stefnir að því að ljúka stúdentsprófi. „Við erum flestallir með fjár- málin í hönk þannig að fjármála- námskeiðið hefur reynst vel. Þar er kennt hvernig á að halda utan um fjármálin okkar. Við fáum að vita hver staða okkar er og lærum að vinna okkur út úr því svo að við getum komist á beina braut í fjár- málunum,“ segir hann. Ræðum alla hluti Stefanía Sörheller er verkefnis- stjóri hjá Velferðarsviði Reykja- víkurborgar og Eymundur Garðar Hannesson er félagsráðgjafi og situr jafnframt í stýrihópi Karla- smiðjunnar. Þau láta vel af reynsl- unni með Karlasmiðjuna og benda á að verkefnið sé í mótun, þátttak- endur geti komið með hugmyndir og tillögur að því sem betur má fara. Í upphafi gera þátttakendurnir samning við félagsráðgjafann sinn og eru síðan í reglulegu sambandi við hann. Eymundur segir að reynt sé að vanda valið á þátttakendum þannig brottfall verði minna. Þannig hefur hann þrjá þátttak- endur á sínum vegum og reynir að hitta þá tvisvar í mánuði. „Hvað erfiðasta hópinn varðar er mikilvægast að fá mennina til að mæta reglulega klukkan níu á morgnana, taka þátt í félagslífinu, tengjast hópnum og vera í sam- bandi við félagsráðgjafa eða sér- fræðing þannig að hægt sé að meta þörfina fyrir aðra aðstoð. Við reynum að skoða alla hluti, ræðum meðal annars samskipti við fjölskylduna sem oft eru mjög brotin,“ segir Eymundur. LÁTA VEL AF KARLASMIÐJUNNI Stefanía Sörheller, verkefnisstjóri hjá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar, og Eymundur Garðar Hannesson félagsráðgjafi og fulltrúi í stýrihópi Karlasmiðjunnar. Þau láta vel af reynslunni með Karlasmiðjuna. GUÐMUNDUR FJALAR ÍSFELD Þátttakendur í Karlasmiðjunni eru tæplega tuttugu og hefur nú myndast fastur kjarni sem alltaf mætir. Guðmundur Fjalar Ísfeld er þátttak- andi í Karlasmiðjunni en hann vantar ekki mikið til að ljúka stúdentsprófi. Námið í Karlasmiðjunni getur hann fengið metið til stúdentsprófs. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hjálpar manni að vakna VILJUM MEIRI HÓPAVINNU Guðmundur Fjalar Ísfeld er einn af körlunum sem sækja Karlasmiðjuna núna. Hann hefur átt við veikindi og langtíma atvinnuleysi að stríða og telur að Karlasmiðjan hafi hjálpað sér í gang aftur. „Þegar maður hefur dottið út úr vinnu er ofboðslega erfitt að komast af stað aftur,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Ísland hefur boðið sig fram til setu í öryggis- ráðinu árin 2009 til 2010, en þar sem önnur Vestur-Evrópuríki hafa jafnframt boðið sig fram mun koma til kosninga. Öryggisráðið hefur mikið verið í fréttum undanfarið vegna afskipta þess af kjarnorkuáætlun Írans. Hvað er öryggisráð Sameinuðu þjóðanna? Meginhlutverk öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna er að viðhalda friði og efla öryggi í heiminum öllum. Ráðið tekur á öllum þeim málum sem lögð eru fyrir það og hætta þykir á að geti grafið undan friði þjóða í milli. Yfirleitt reynir öryggisráðið fyrst að koma á viðræðum milli deiluaðila til að miðla málum. Í einstaka tilfellum getur ráðið sent eftirlitssveit á vettvang til að rannsaka ástandið. Komi til átaka vegna deilna sem ekki hefur tekist að leysa með friðsamlegum hætti reynir öryggisráðið að stöðva átökin eins fljótt og mögulegt er. Getur það verið með skipunum um vopnahlé milli stríðandi aðila eða með beinu inngripi friðargæsluliða SÞ. Einnig getur ráðið í sérstökum tilfellum sett viðskiptabann á þjóðir sem ekki hlíta skipunum ráðsins. Öryggisráðið hefur starfað síðan árið 1946 og eiga fimmtán þjóðir sæti í því. Stórveldin Bandaríkin, Kína, Bretland, Frakkland og Rúss- land eiga varanleg sæti og hafa þau jafnframt neitunarvald. Auk þessara fimm eru svo tíu aðildarríki kosin til tveggja ára í senn og er þess gætt að jafnvægi sé milli heimshluta. Hver þjóð hefur eitt atkvæði en níu slík þarf til að fá niðurstöðu í smærri málum. Við allar stærri ákvarðanatökur þarf einnig níu atkvæði en þá þurfa einnig allir fimm fastafulltrúarnir í ráðinu að vera meðal þeirra. Hví ætti Ísland að hafa fastafulltrúa þar? Mikil aðsókn smærri ríkja heims er í aðild að öryggisráðinu og stjórnmálaskýrendur segja að fái smærra ríki fulltrúa kosinn til tveggja ára, sé það mikil traustsyfirlýsing við viðkomandi þjóð. Seta Íslands í ráðinu myndi gefa Íslendingum tækifæri til að stuðla „að friði, frelsi og efnahags- legri velferð í heiminum,“ sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra nýverið. FBL-GREINING: ÖRYGGISRÁÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Ein valdamesta stofnun heims ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is FRÉTTAVIÐTAL GUÐRÚN HELGA SIGURÐARD. ghs@frettabladid.is Alnæmissamtökin fengu nýlega veglegan styrk frá Kaupangi en hann kemur sér vel í starfi félagsins. Sam- tökin voru stofnuð árið 1988 og for- maður stjórnar er Birna Þórðardóttir. Hvert er hlutverk samtakanna? Það er að styðja við bakið á þeim sem hafa smitast sem og aðstandendum þeirra. Í húsnæði samtakanna að Hverfisgötu 69 geta HIV jákvæðir og aðstandendur þeirra hist og boðið er upp á þjónustu hjá félagsráðgjafa einu sinni í viku. Hlutverk þeirra er einnig að fræða almenning um HIV sjúkdóm- inn og vinna gegn fordómum. Hvaðan koma tekjurnar? Samtökin eru ekki á fjárlögum og hafa því ekki fastar tekjur en reiða sig á styrki frá hinu opinbera og fyrirtækjum. Öryrkjabandalagið og Heilbrigðis- ráðuneytið hafa veitt samtökunum styrki undanfarin ár en einnig hafa þau notið framlaga frá fyrirtækjum og Landlæknisembættinu. Að hverjum beinast forvarnirnar? Samtökin hafa tvívegis farið í fræðsluferð í kringum landið til þess að fræða unglinga í efstu bekkjum grunnskólans en það er gert í samráði við Landlækni. Áætlanir eru uppi um að fara í þriðju ferðina núna í haust en enn hefur ekki verið tekin endanleg ákvörðun um það. SPURT & SVARAÐ ALNÆMISSAMTÖKIN Forvarnir mikilvægar BIRNA ÞÓRÐARDÓTTIR Formaður stjórnar Alnæmissamtakanna 24 2316 1995 2000 2005 Heimild: Hagstofa Íslands
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.