Fréttablaðið - 02.06.2006, Síða 29

Fréttablaðið - 02.06.2006, Síða 29
FÖSTUDAGUR 2. júní 2006 29 Þegar Finnur Ingólfsson kom til starfa hjá VÍS seint árið 2002 var félagið metið á tólf milljarða króna. Virði VÍS eignarhaldsfé- lags í dag er tæpir 66 milljarðar króna eftir að greint var frá því að Exista hefði eignast félagið að fullu. „Við settum okkur tíu ára mark- mið þegar við skipulögðum fyrir- tækið árið 2003. Á um það bil tveimur árum höfðum við náð flestum markmiðunum. Vöxturinn og árangurinn fór langt fram úr því sem björtustu vonir stóðu til,“ segir Finnur. Hann lætur nú af störfum sem forstjóri VÍS eignar- haldsfélags en verður starfandi stjórnarformaður Vátryggingafé- lags Íslands. Hann er bæði sáttur við eigendaskiptin og eigin vista- skipti en Ásgeir Baldursson tekur við starfi framkvæmdastjóra VÍS. Þegar flestar stærðir eru born- ar saman má segja að félagið hafi sexfaldast. Heildareignir félags- ins hafa vaxið úr tuttugu milljörð- um króna í 110 milljarða og eigið fé farið úr 4,9 milljörðum í þrjátíu. Markaðshlutdeild VÍS hefur einnig vaxið jafnt og þétt á þessum tæpu fjórum árum, farið úr 32 prósent- um í tæp 40 prósent. Finnur lýsir betur þeim breyt- ingum sem urðu eftir að hann koma til starfa. „Við skipulögðum fyrir- tækið út frá því að það væri trygg- ingafélag en víkkuðum út hlutverk þess þannig að það væri jafnframt öryggis- og fjármálaþjónustufyrir- tæki.“ Frá þeim tíma hefur VÍS bætt við sig hlutabréfum í Öryggis- miðstöð Íslands, keypt Lýsingu og tryggingafélögin Vörð og Ísland- stryggingu. Jafnframt er VÍS braut- ryðjandi í útrás íslenskra trygg- ingafélaga með fjárfestingum í Englandi og Noregi. Telur Finnur að vöxtur tryggingafélaganna liggi á erlendum miðum á næstu árum. „Samkeppnin hér heima er mikil og tryggingamarkaðurinn vex lítið. Þú verður í vextinum að leita út fyrir landsteinanna. Við höfum skilgreint okkar markað sem Norðurlöndin og Bretland.“ En til þess að ná árangri þurfa ýmsir þættir að vera til staðar að mati Finns. Fyrirtækið þarf að vera fjárhagslega öflugt til þess að geta tekið áhættu sem snýr að kraftmiklum vexti. Finnur nefnir einnig að fyrirtæki verði að eiga trausta og ánægða viðskiptavini og síðast en ekki síst ánægt og gott starfsfólk. „Allt þetta hefur verið til staðar hjá okkur.“ Finnur er spurður um kaup VÍS á hlutabréfum ríkisins í Búnaðar- bankanum í ársbyrjun 2003 en þessi hlutur hefur margfaldast að virði. „Það hefur verið afskaplega vel spilað úr þeirri fjárfestingu og þar skipti höfuðmáli sameining Búnaðarbankans á sínum tíma við Kaupþing.“ Hann bætir við að tölu- verð áhætta hafi legið í þessum kaupum fyrir þá aðila sem komu að kaupunum. eggert@frettabladid.is Laun knattspyrnumanna í ensku úrvalsdeildinni lækkuðu í fyrsta skipti milli ára, samkvæmt árlegri knattspyrnuskýrslu endurskoðun- arfyrirtækisins Deloitte & Touche. Lækkunin nam þrem- ur prósentum en áður höfðu laun hækkað um tuttugu prósent á ári að meðaltali frá stofnun deild- arinnar. Skýrslan tók til tímabilsins 2004 til 2005. Enska úrvals- deildin ber sem fyrr höfuð og herðar yfir aðrar knattspyrnudeildir Evrópu. Tekjur úrvalsdeildarliðanna námu alls tæpum 180 milljörðum íslenskra króna. Manchester United var tekjuhæsta liðið með tæplega 22 milljarða króna tekjur. Tekjur liða í ítölsku Serie-A deildinni námu alls tæpum 124 milljörðum króna. Tekjur af þýsku Bundesligunni voru tæplega 110 milljarðar króna og um 96 milljarðar af spænsku fyrstu deildinni. Athygli vakti að næstefsta deild á Englandi, Championship- deildin svokallaða, var sú sjötta stærsta í Evrópu miðað við tekj- ur. Samtals námu tekjur liðanna 42 milljörðum króna. - jsk Ákveðið hefur verið að Skýrr hf. og Teymi ehf. verði sameinuð undir nafni Skýrr hf. Formlegur sameiningardagur hefur ekki enn verið ákveðinn. Skýrr og Teymi eru dótturfélög Kögunar hf. sem er í meirihlutaeigu Dagsbrúnar hf., en Dagsbrún er skráð í Kaup- höll Íslands. Sigþór Samúelsson, frakvæmda- stjóri Teymis, segir í tilkynningu að fyrirtækin hafi átt samstarf um árabil, verið lengi í eigu sömu aðila og deilt húsnæði. Samlegðaráhrif séu því mikil. Þá segir Þórólfur Árnason að með samrunanum fái Skýrr frábært fólk til liðs við fyrir- tækið sem mikill fengur sé í. - jab Í FORSTJÓRATÍÐ FINNS INGÓLFSSONAR HEFUR VÍS-SAMSTÆÐAN SEXFALDAST AÐ STÆRÐ Finnur tekur við starfi starfandi stjórnarformanns Vátryggingafélags Íslands eftir að Exista eignaðist VÍS eignarhaldsfélag að öllu leyti. Tíu ára áætlun VÍS lauk á tæpum tveimur árum Félagið hefur nálega sexfaldast að stærð í forstjóratíð Finns Ingólfssonar. Skýrr og Teymi sameinast Laun knattspyrnu- manna lækka Enska úrvalsdeildin ber höfuð og herðar yfir aðrar deildir Evrópu samkvæmt skýrslu Deloitte. ÞÓRÓLFUR ÁRNASON Forstjóri Skýrr segir mikinn feng í starfsfólki Teymis. Mynd/GVA VÍS SEXFALDAST * Ár Eignir Eigið fé 2002 24 4,6 2003 28,9 6 2004 43,1 14,4 2005 92,1 27,7 2006 ** 110 30 * Upphæðir í milljörðum króna ** Miðað við 31.03.2006 Nú nærðu SKJÁEINUM í gegnum Digital Ísland E N N E M M / S IA / N M 2 2 10 6 Á SKJÁEINUM í kvöld kl. 21.00 Bachelorette
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.