Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 32

Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 32
 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Pétur Gunnarsson og Trausti Hafliðason RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj öl m ið la kö nn un G al lu p ok tó be r 20 05 . Það vekur athygli að einn helsti sigurvegari sveitarstjórnarkosn- inganna, Vinstrihreyfingin - grænt framboð, virðist ekki ætla að vinna neina sigra þegar kemur að meirihlutamyndunum. Þegar þess- ar línur eru skrifaðar virðist hugs- anlegt að flokkurinn taki ef til vill þátt í meirihluta í einu sveitarfé- lagi. Kosningasigur VG mun því nýtast í stjórnarandstöðu hér og þar, en þó stjórnarandstaða sé vissulega mikilvæg veitir hún óneitanlega minni áhrif en aðild að meirihluta. En þessi niðurstaða hefur víð- tækari áhrif fyrir Vinstri græna og getur skipt mjög miklu máli bæði fyrir sjálfsmynd flokksins og þá ímynd sem hann fær hjá hinum almenna kjósanda. Ætlar Vinstri- hreyfingin - grænt framboð að vera hreinn mótmælaflokkur sem hefur það hlutverk eitt að standa á hliðarlínunni og gagnrýna það sem miður fer og tala fyrir félagsleg- um áherslum eða ætar hann að vera flokkur sem gagnrýnir það sem miður fer, talar fyrir félags- legum áherslum og er tilbúinn að taka þátt í meirihlutasamstarfi á landsvísu eða í sveitarstjórnum þótt það kosti einhverjar mála- miðlanir? Hið stóra mikilvægi stjórnarandstöðu er jú að skapa raunhæfan valkost við stjórnina – ekki bara sýndarvalkost. Á þessu tvennu er mjög mikill munur. Meðal annars skiptir þetta máli fyrir matreiðsluna á stefnu- málum flokksins. Óhjákvæmilega hefur það áhrif hvort flokkurinn þarf að hafa í huga að hann kunni sjálfur einn góðan veðurdag að lenda í stjórn sveitarfélags eða ríkisins eða hvort hann telur sig hafa frítt spil. Ef hann velur seinni kostinn mun hann haldast í því að vera mótmælaflokkur – flokkur sem kosinn er þegar óánægja er almenn með aðra valkosti. Ef hann velur seinni kostinn þá er eðli flokksins óhjákvæmilega annað og yfirbragðið „ábyrgara“. Það er með öðrum orðum mikill munur á því hvort Vinstri grænir skynja sig og eru skynjaðir sem valda- sækinn flokkur eða valdafælinn. Rétt er að undirstrika að hér er verið að tala um ímynd flokksins og sjálfsmynd í tengslum við meirihlutasamstarf. Í þessari viku hafa komið upp dæmi þar sem þessi ímynd/sjálfsmynd hefur skipt miklu máli fyrir myndun meirihluta. Þannig má segja að valdafælni hafi birst í því að flokksmenn hafa verið tilbúnir að fórna meirihlutasamstarfi fyrir til þess að gera smávægileg atriði, eins og í Árborg og jafnvel víðar. Sömuleiðis má segja að ímynd annarra stjórnmálaafla af VG sem valdafælnum mótmælaflokki hafi orðið til að menn treystu sér ekki til að mynda knappa meirihluta með flokknum, eins og segja má að gerst hafi á Akureyri og jafnvel Reykjavík. Öfugt við VG má segja að sá flokkur sem mestu tapaði hafi náð mjög verulegum árangri við að hafa áhrif í meirihlutamyndunum. Framsókn hefur í undanförnum kosningum átt á brattann að sækja, jafnan unnið sína sigra með því að gera betur en kannanir sögðu til um. Í þetta sinn var það þó á mörk- unum að flokkurinn sigraði kann- anirnar, nema kannski í Reykjavík þar sem flokkurinn náði inn manni með ærnum herkostnaði. Ósigur Framsóknar mun kalla á mikla naflaskoðun í flokknum og ekki er að efa að sú skoðun mun að veru- legu leyti snúast um skilgreining- ar. Hún mun snúast um að flokkur- inn þurfi að skilgreina sig betur hugmyndafræðilega og skerpa á því fyrir hvað hann ætlar að standa. Að því leyti er ímynd flokksins mjög óskýr, bæði hjá almenningi og hjá flokksmönnum sjálfum. Ýmis af grundvallarmálum flokksins virðast komin á flot í stökkbreyttu samfélagi á sama tíma og engum dylst að flokkurinn er valdasækinn og vill hafa áhrif og er sérstaklega flinkur í að tefla slíkar skákir. Enda sýnir það sig að framsóknarmenn eru víða komnir að í meirihluta og geta fyrir vikið haft veruleg áhrif. Gagnrýnin beinist enda ekki síst að því að þeir hafi verið of tilbúnir til samstarfs og málamiðlana – þeir hafi verið of valdasæknir og ekki staðið fast á neinu grundvall- armáli. Eflaust eru dæmi um það að Framsókn komist að meiri- hlutasamstarfi á grundvelli óskýrrar grundvallarhugmynda- fræði og enn á t.d. eftir að koma í ljós hvernig endanlegur málefna- samningur í Reykjavík lítur út. Hitt er líka víst að leikni og færni framsóknarmanna í meirihluta- samstarfi - valdasækni þeirra – hefur skapað þeim ímynd sem veldur því að önnur stjórnmálaöfl treysta þeim til samstarfs. Þannig gerist það að einn helsti ósigur flokks í kosningunum snýst upp í sigra Framsóknarflokksins í meirihlutamyndun. Á sama tíma tekst einum helsta sigurvegara kosninganna, VG, að ræna ósigrin- um af Framsóknarflokknum þegar kemur að meirihlutasamstarfi næstu fjögur árin. Skýringanna er að leita í hlutföllum stefnufestu og sveigjanleika – nokkuð sem báðir flokkar þurfa að taka afstöðu til fyrir alþingiskosningarnar að ári. Stefnufesta og sveigjanleiki Í DAG MEIRIHLUTA- MYNDANIR BIRGIR GUÐMUNDS- SON Ósigur Framsóknar mun kalla á mikla naflaskoðun í flokkn- um og ekki er að efa að sú skoðun mun að verulegu leyti snúast um skilgreiningar. Hún mun snúast um að flokkurinn þarf að skilgreina sig betur hugmyndafræðilega og skerpa á því fyrir hvað hann ætlar að standa. Þrjátíu ára friður um íslensku fiskveiðilögsöguna markar tímamót sem vert er að minnast. Yfirráðin yfir fiskimiðun-um voru sannarlega og með réttu hluti fullveldisbarátt- unnar. Á þorskastríðin er gjarnan litið sem hátinda þeirrar bar- áttu. Þó að stundum hafi verið skiptar skoðanir um aðferðir voru kröfur Íslendinga bornar fram af einurð og lögvísi. Aðeins fjór- um árum eftir stofnun lýðveldisins var með lögunum um vís- indalega verndun fiskimiða landgrunnsins lögð sú lína sem síðan var fylgt. Sérfræðingar ríkisstjórnarinnar í hafrétti og framúrskarandi vísindamenn á sviði fiskifræði lögðu til efnivið í sterka málefna- lega röksemdafærslu. Framsýnum stjórnmálamönnum tókst á endanum að gera drauminn að veruleika. Átökin á miðunum milli litlu varðskipanna og bresku herskip- anna eru flestum minnisstæð. Áhafnir varðskipanna voru sann- kallaðar þjóðhetjur. En lokasigurinn vannst við samningaborðið í Osló. Sú stund líður engum úr minni sem að henni varð vitni. Á tímamótum sem þessum er líka ástæða til að meta hvernig til hefur tekist. Í flestu tilliti verður ekki annað sagt en árangur- inn hafi verið góður. Í dag er horft til Íslendinga um vísindalega verndun fiskistofnanna. Aukheldur er litið hingað til þess að sjá hvernig markaðslausnir í sjávarútvegi skila hámarks efnahags- legum afrakstri. Hinu verður ekki neitað að í of langan tíma skorti á pólitíska ábyrgð varðandi verndun fiskistofnanna. Segja má að gripið hafi verið í taumana á síðustu stundu. Sumir þeirra stjórnmálamanna sem stóðu að útfærslu fiskveiðilögsögunnar höfðu mismunandi skilning á verndun eftir því hvort hagsmunirnir sneru að útlend- ingum eða kjósendum þeirra sjálfra. Í byrjun nutum við því rétt- indanna en sýndum ónóga ábyrgð. Ísland er hins vegar einstakt í hópi fiskveiðiþjóða fyrir þær sakir að skilningurinn á mikilvægi ábyrgrar fiskveiðistjórnunar hefur alla tíð verið meiri röðum forystumanna í atvinnugrein- inni en í röðum stjórnmálamanna. Í þeim efnum hafa flest hags- munasamtök í sjávarútveginum sýnt meiri framsýni og ábyrgð en margur stjórnmálamaðurinn. Það er ekki síst fyrir þá sök að á Ísland er nú litið sem fyrirmyndarríki um ábyrga nýtingu auð- linda sjávar. Þegar samið var um aðild Íslands að innri markaði Evrópu- sambandsins var algjör pólitísk samstaða um að undanskilja útgerðina frá almennum opnum reglum um erlenda fjárfest- ingu. Rökin voru einföld. Það stóð ekki til að gefa eftir það sem áunnist hafði í baráttunni fyrir ráðunum yfir fiskimiðunum. Útlendingum átti ekki að hleypa bakdyramegin í íslenska auð- lind. Nú, rúmum áratug síðar, er alvarlega rætt um að opna þessa heimild. Það er til marks um hversu hratt tímarnir breytast. Þó að slík breyting yrði ekki óumdeild myndu væntanlega fáir halda því fram nú að hún væri svik við hetjur þorskastríðanna. Hún er ótímabær af öðrum ástæðum. Þar vegur þyngst það sjónarmið að samkeppnisstaðan er ekki jöfn á helstu markaðssvæðunum í Evrópu. Þar njóta sjávarút- vegsfyrirtækin enn ríkulegra styrkja í ýmsu formi. Þetta álita- efni er því fyrst og fremst spurning um tíma. Hitt er ljóst að um leið og opnað verður fyrir útlendinga til þess að koma inn um „bakdyrnar“ í fiskveiðilögsöguna falla burt öll rök um að sjávarútvegshagsmunir standi í vegi aðildar að Evrópusambandinu. SJÓNARMIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON Fiskveiðilögsagan: Þrjátíu ára friður Um karlrembu Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra var spurð um verðtryggingu lána og svar- aði hún fyrirspurninni á þingi í fyrradag. Jón Gunnarson, Samfylkingunni, fór í ræðustól að því loknu og kvaðst hafa hlustað á Valgerði lesa upp ræðu sem hún hefði greinilega ekki lesið áður. Valgerður tók þessu illa og taldi fullvíst að Jón hefði aldrei ávarpað karlmann með þessum orðum. Hún væri orðin von slíkum trakteringum og orð Jóns bæru vott um karlrembu. Forseti meinaði Jóni að bera af sér sakir og gerði hann þá athugasemd við fundarstjórn. Kvaðst hann hafa haft þessi orð áður um ráðherra, karla og konur, og enginn fótur væri fyrir ásökunum um karlrembu. Um réttarfar Í dag ræðst hvort Þjóðarhreyfingin leggur fram kæru hjá sýslumanni í Reykjavík varðandi meint atkvæðakaup Framsóknar- flokksins meðal nýbúa í Reykjavík. Verði kært setur sýslumaður á fót nefnd sem rannsakar efni málsins og úrskurðar. Uni Þjóðarhreyfingin ekki niðurstöðunni getur hún skotið málinu áfram til félagsmála- ráðuneytisins. Þar er aftur við Jón Kristj- ánsson félagsmálaráðherra að eiga. Ekki er víst að menn uni því heldur. Athygli vekur að hlutur Framsókn- arflokksins í utankjörfundarkass- anum var 36 prósentum hærri en endanlegt fylgi hans í borginni. Kassinn hífði einnig sjálfstæð- ismenn upp, en aðrir flokkar töpuðu heldur á talning- unni upp úr utankjörfund- arkassanum. Um hleranir Ríkisstjórnin ætlar sjálf að hafa forræði yfir rannsókn á símhlerunum – meðal annars hjá friðhelgum alþingismönnum – á kaldastríðstímanum. Tillaga forsæt- isráðherra um sérfræðinganefnd gengur út á að þrír ráðherrar verði með puttana í málinu. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og kaldastríðssérfræðingur, var ekki við- staddur umræður á þingi um málið í gær. Það var líka borin von að hann fengi að segja eitt orð um málið án áreitni stjórnarandstöðunnar. Faðir hans, Bjarni Benediktsson, var sá dómsmálaráðherra sem réði mestu um slíkar hleranir á sínum tíma. Nú á Björn að líta til með sérfræðingum sem fá að kíkja á gögnin. johannh@frettabladid.is ��� ��� ����� ����������� ������������� ������������������������������������������������������� ������������������������������� ������������������������������������������������������������������������������������ ������������������������������������������ ��������� ���������

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.