Fréttablaðið - 02.06.2006, Síða 34
[ ]
Ananas er uppruninn í Brasil-
íu og Paragvæ en sætt bragð
hans og erfiðleikar við að
koma honum til Evrópu gerðu
hann að ávexti konunga á end-
urreisnartímabilinu.
Ananasplantan samanstendur af
rót og 30 til 40 safaríkum blöðum
sem raðast í rósettulaga krans
kringum stífan stöngul. Efst á
stönglinum myndast þyrping
blóma sem með tímanum renna
saman og umbreytast í ananas-
ávöxtinn. Harði parturinn í miðju
ananas er því í raun stöngullinn.
Kólumbus og menn hans voru
fyrstir Vesturlandabúa til að
smakka ananas. Frumbyggjar
Karíbahafsins höfðu flutt hann
með sér frá meginlandinu en þeir
kölluðu hann „anana,“ sem þýðir
„frábæri ávöxturinn“.
Þar sem ananas er mjög sætur,
og sykur var munaðarvara í Evr-
ópu á þessum tíma, sáu Portúgalir
strax að þarna var verðmæt afurð
á ferð. Vegna fjarlægðarinnar og
lélegra aðstæðna um borð í
nýlenduskipum var hins vegar
sjaldgæft að ananasávextir kæm-
ust alla leið til Evrópu og því var
hann mjög dýr í gamala heimin-
um. Hann varð fljótlega stöðutákn
og væri hann á boðstólum í veislu
sýndi það ekki aðeins fjárhagsleg-
an styrk gestgjafa heldur einnig
útsjónarsemi.
Nú er ananas ræktaður í hita-
belti Asíu, Afríku og Suður-Amer-
íku. Mesta ræktunarlandið er Taí-
land en þaðan eru tuttugu prósent
allra ananasávaxta í búðarhillum
upprunnin.
Þrátt fyrir að vera mjög sætur
getur ananasávöxturinn brennt
tungu og munn. Sé borðað mikið af
ferskum ananas getur hann kallað
fram sviða í munni sem hverfur
fljótlega eftir að neyslu er hætt.
MALAYA SVÍNAKÓTILETTUR
MEÐ ANANAS
1,2 kg svínakótilettur
400 g tómatar, niðursoðnir, 1
dós um 400 g
2½ dl vatn
2½ dl rjómi
100 g kókosmassi
2 msk. olía
2 stk. hvítlauksrif, pressuð
1 stk. laukur
½ stk. ananas, niðursoðinn, í dós
salt
kryddlögur
2 msk. olía
2 msk. sítrónusafi
2 tsk. indversk kryddblanda,
garam masala
1 tsk. kóríander, malað
1 tsk. broddkúmen, malað
½ stk. delhi-karrísósa, dós
Kótiletturnar eru látnar liggja í
kryddleginum í 2 klst. Því næst
eru þær látnar brúnast á báðum
hliðum á pönnu við vægan hita
áður en þær eru settar í ofn-
fast mót. Ananasinn er settur
ofan á.
Saxaður laukurinn
og hvítlaukurinn er
steiktur á sömu pönnu
og kókómassanum,
tómötunum, og
afganginum af krydd-
leginum er bætt út í.
Þetta er látið
krauma í 2 mín-
útur en að því
loknu er vatni
og rjóma hellt
út á eins og
þurfa þykir.
Þetta er látið
malla í tvær mín-
útur í viðbót en til
að fá meiri sósu má hella ananas-
safanum út í.
Sósunni er hellt á kótiletturnar
og rétturinn er bakaður í ofni í 25
mínútur við 180°C hita.
Með réttinum er gott að hafa
hrísgrjón og naan-brauð.
GRILLAÐUR ANANAS
1 stykki stór ananas
dökkt romm eða kanill
smjör
Ananasinn er skorinn í sneiðar
og penslaður með smjöri. Sneið-
arnar eru lagðar á vel heitt grill í
stutta stund og grillaðar báðu
megin. Þegar ananasinn er kom-
inn af grillinu er örlitlu rommi
dreypt á sneiðarnar. Einnig er
hægt að nota kanil í stað romms.
(Uppskriftirnar eru fengnar af
uppskriftir.is) tryggvi@frettabladid.is
Ananas: ávöxtur konunga
Ferskur ananas er ekki það sama og niðursoðinn ananas. Smakkaðu og finndu muninn.
NORDICPHOTO/GETTY IMAGES
Epli er 87% vatn en í 100 g eru einnig 0,3 g af fitu, 0,3 g af
prótíni, 10,9 g af kolvetni og ekkert kólesteról. Enn fremur færðu 48
kílókaloríur úr grömmunum hundrað.
Kaffi er kannski ekki vinsæl-
asti drykkurinn á
heitum sumardögum
en kaffið má auðveld-
lega gera að svala-
drykk með lítilli
fyrirhöfn.
Þegar sumarhitinn rýkur
upp úr öllu valdi eru kaffidrykkir
ekki það sem kemur fyrst upp í
sumarhuga manna. En það er ekki
erfitt að umbreyta kaffinu í góðan
svalandi drykk á heitum sumar-
degi.
Hellið upp á gott könnukaffi og
passið að hafa það ekki of sterkt.
Hellið kaffinu í hátt glas og bætið
við einni til tveimur vanilluískúl-
um. Ekkert er því til fyrirstöðu að
setja þeyttan rjóma á toppinn með
smá sósu til að gera drykkinn
sætari. Einnig má setja klaka í glas-
ið til að kæla kaffið en þá er mælt
með sterkari uppáhellingu. - jóa
Ískaffi
Ver› fyrir einrétta Ver› fyrir tvírétta
Okkar róma›a humarsúpa 990
Steiktur skötuselur 3.390 4.390
me› hvítvínssósu
Kjúklingabringa 2.950 3.890
,,a la Italiana“
Lambafillet 3.390 4.390
me› sherrybættri sveppasósu
Nautalundir
me› Chateubriandsósu 3.700 4.690
Súkkula›ifrau› 790
Einnig úrval annarra rétta á ,,a la Cartse›li“
~
~
~
~
~
Þriggja rétta matseðill
Veitingahúsið Madonna / Rauðarárstíg 27-29
Borðapantanir í síma 562 1988 • Madonna síðan 1987 • www.madonna.is
www.aman.is
S. 533 1020
Fluttir á Háteigsveg 1
(gamla Austurbæjarapótek)
OPNUNARTILBOÐ
MIKILL AFSLÁTTUR