Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 02.06.2006, Blaðsíða 35
FÖSTUDAGUR 2. júní 2006 3 PISTILLPISTILL Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR Stundum er ástand mála bara þannig að að þörf er á að fá sér ærlegt hakka- buff. Ó, hvað það getur verið gott! Hrúgur af vel steiktum lauk, og gott hakk sem kryddað er af list. Svo er buffið kórónað með grútspældu eggi. Eftir þvílíka máltíð verður léttara að beita seglunum í mótbyr af ýmsu tagi. 500 g ungnautahakk 1 hvítlauksgeiri (pressaður) 1 msk. fennelfræ (marin í mortéli) 1 egg 1 brauðsneið (rifin niður og lögð í 1/2 dl af mjólk) 1 msk. tómatkraftur 1 msk. balsam edik 1 dl fersk steinselja (söxuð) 1 tsk. salt og slatti af nýmöluðum pipar 6 rauðir laukar ólífuolía til steikingar 4 egg (til spælingar) smjör til steikingar graslaukur til skreytingar 1. Byrjið á að útbúa buffin. Blandið saman nautahakki og pressuðum hvítlauk, mörðum fennelfræjum, eggi, brauði uppleystu í mjólk, tómatkrafti, balsamediki og saxaðri steinselju. Hrærið öllu vel saman og saltið og piprið. Útbúið og hnoðið hakkið saman í fjögur væn buff. 2. Afhýðið laukana og skerið þá í þunna fleyga. Steikið laukinn í ólífuolíu á pönnu við miðlungshita í nokkra stund (um 10 mín.) þar til hann mýkist og brúnast. Takið hann þá af pönnunni og haldið heitum. 3. Setjið meiri olíu á pönnuna og steikið buffin fyrst við háan hita í um 1 mínútu á hvorri hlið. Lækkið hitann og steikið áfram með lokið á pönn- unni í 5-10 mínútur , eftir því hversu vel steikt þið viljið að buffið verði. 4. Á annari pönnu bræðið smjör við lágan hita. Brjótið eggin, eitt af öðru, í skál og hellið hverju og einu varlega út á pönnuna. Steikið eggin við lágan hita þar til hvítan er orðin vel hvít og rauðan er orðin heit en er samt ennþá fljótandi. 5. Skiptið lauknum á milli 4 diska og setjið buffin ofan á þessi beð af rauð- um lauk og spældu eggin þar ofaná. Skreytið með klippum af graslauk. Hakkabuff KJÚKLINGASALAT FYRIR ÞRJÁ TIL FJÓRA 2 kjúklingabringur 1 lárpera 4 tómatar 1 poki klettasalat hálfur poki af spínat 1 rauðlaukur 1 heill hvítlaukur skorinn niður engiferrót vínber eftir smekk 4 til 5 msk. sojasósa ferskur parmesan rifinn graskersfræ Kjúklingurinn er skorinn í bita og látinn liggja í sojasósunni, hvítlaukn- um og engiferrótinni. Passið að láta kjúklinginn ekki liggja of lengi þar sem hann gæti orðið of saltur. Það passar fínt að setja kjúklinginn fyrst í löginn, skera þá niður grænmetið og þá passar að taka kjúklinginn úr leginum og steikja. Uppskriftin er ekki heilög og auðvelt er að útfæra og bæta við. Stráið graskersfræum eða parmesan yfir og njótið vel. Uppskrift Stefáns } Tuddasalat EPLI MÁ GEYMA VEL OG LENGI EF RÉTT ER FARIÐ AÐ. Geymdu eplin í plastpoka á kaldasta staðnum í ísskápnum. Ekki geyma epli lengur en í sex vikur. Hentu skemmdum eplum strax því þau skemma út frá sér og geta eyði- lagt þau epli sem enn eru heil. Ekki geyma epli á sama stað og brokkólí, hvítkál, gúrkur og blómkál. Epli gefa frá sér etelýngas sem getur skemmt þessar grænmetistegundir. Á hinn bóginn getur verið gagnlegt að geyma epli hjá óþroskuðum ban- önunum, plómum og ferskjum því etelýngasið getur flýtt fyrir þroskun þessara tegunda. Húsráð } Að geyma epli 2x13 Ekki sneiða hjá þessum H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 6 1 4 2 Farðu alla leið ! Njóttu lífsins með heilbrigðum lífsstíl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.