Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 51
FÖSTUDAGUR 2. júní 2006
Þú missir aldrei
af HM marki
Fáðu frítt prufumark: Sendu HMPRUFA á 1900.
Skráðu þig: Sendu HM2006 á 1900.
Öll HM mörkin á 990 kr.
Smelltu þér á www.ogvodafone.is,
komdu í næstu verslun Og Vodafone eða hringdu í 1414 og fáðu nánari upplýsingar.
HM 2006 Sú hefð hófst fyrir löngu
að hafa lukkudýr á HM. Í Þýska-
landi heitur lukkudýrið Goleo VI
en hann er ljón sem ekki bítur og
öllum líkar vel við. Hann er lif-
andi, talar og hugsar. Þar að auki
hefur hann sínar eigin skoðanir
þar sem enginn er fæddur ein-
göngu til að vera lukkudýr.
Goleo hefur sett sér það göf-
uga takmark fyrir HM að keppn-
in verði ein stór skemmtun þar
sem allir geti fundið eitthvað við
sitt hæfi. Hann ætlar síðan að
vera aðalmaðurinn í teitunum á
HM enda konungur teitanna.
Annað sem á að einkenna Goleo
er að hann er svakalega svalur og
hann mun dansa við knattspyrnu-
aðdáendur frá öllum heimshorn-
um á götunum jafnt sem á leik-
vöngunum. Goleo er ekki einn á
ferð því hann fer hvergi án félaga
síns Pille, talandi fótboltans. Þeir
eru dýnamískt dúó. Pille hefur
mikinn áhuga á knattspyrnu rétt
eins og Goleo og þeir tala í raun
ekki um neitt annað. Það er sam-
eiginlegur áhugi þeirra og ást á
fótbolta sem sameinar þá.
Lukkudýr HM er gríðarsterkt ljón:
Konungur teitanna
HM 2006 Fáir leikvangar í heimin-
um standa jafnhliða hinum stór-
brotna Maracana-velli í Rio de
Janeiro í Brasilíu. Völlurinn var
byggður fyrir HM 1950 í Brasil-
íu og hýsti mörg ótrúleg augna-
blik í sögu heimsmeistarakeppn-
innar. Hann er oft nefndur tákn
brasilíska fótboltans og það með
réttu. 10.000 verkamenn byggðu
völlinn á tæpum tveimur árum.
Brasilíumönnum, þar sem
knattspyrnan er öllum í blóð
borin, fannst vanta leikvang á
borð við Maracana til að leggja
áherslu á hverjir væru bestir
fyrir HM 1950.
Brasilíumenn spiluðu sex af
sjö leikjum sínum á HM á Mara-
cana-vellinum, þar á meðal æsi-
spennandi úrslitaleik gegn
Úrúgvæ. Bæði lið höfðu á frá-
bærum leikmönnum á að skipa,
199.854 áhorfendur troðfylltu
leikvanginn og stemmningin átti
sér enga hliðstæðu.
Opinberar áhorfendatölur
segja töluna vera 174.000 en
margir vilja meina að skarinn
hafi verið yfir 200 þúsundin.
Flestir halda sig þó við uppruna-
legu töluna. Allt í sambandi við
leikvanginn fór á réttan veg en
eitt atriði fór þó úrskeiðis - Bras-
ilía tapaði í síðasta leiknum og
Úrugvæ varð heimsmeistari.
Í dag hefur leikvangurinn
verið minnkaður til muna af
öryggisástæðum en litlu mátti
muna að hann yrði rifinn og nýr
byggður á sama stað. Vegna ótrú-
legra mótmælta var þeim áætl-
unum þó rutt af teikniborðinu en
í dag tekur leikvangurinn um
80.000 manns í sæti.
„Maracana-völlurinn á sér-
stakan stað í hjörtum allra
Brasilíumanna, en sérstaklega
fyrir mig. Þar skoraði ég mitt
fyrsta mark fyrir landsliðið,
gegn Argentínu, og þar skoraði
ég einnig 1.000 markið mitt á
ferlinum. Andrúmsloftið á þess-
um velli er engu líkt,“ segir
knattspyrnugoðsögnin Pele um
Maracana-leikvanginn.
Maracana-leikvangurinn í Rio de Janeiro:
Tákn brasilísku
knattspyrnunnar
MAGNAÐ MANNVIRKI Allt í kringum völlinn er stórglæsilegt, en hann er þó kominn
til ára sinna. Þó kemur alls ekki til greina að rífa hann og byggja nýjan vegna sögulegs
gildis. NORDICPHOTOS/AFP