Fréttablaðið - 02.06.2006, Side 54

Fréttablaðið - 02.06.2006, Side 54
 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR14 ■ ÞJÁLFARI: Luis Aragones (f. 28. júlí 1938) Aragones býr yfir gríðarlegri reynslu sem þjálfari á Spáni og hefur hann þjálf- að öll stærstu félög landsins, að undan- skildu Real Madrid. Gera má ráð fyrir að þjálfarastarfið hjá Spáni verði hans síðasta á ferlinum, enda að verða 68 ára gamall. Vill enda með sigri á HM. ■ KOMST Á HM – með því að vinna Slóvaka örugglega í tveimur umspils- leikjum. H - RIÐILL Leikmannahópurinn 1. Iker Casillas, 25 ára, Real Madrid 2. Michel Salgado, 31 árs, Real Madrid 3. Asier Del Horno, 25 ára, Chelsea 4. Carlos Marchena, 27 ára, Valencia 5. Carlos Puyol, 28 ára, Barcelona 6. David Albelda, 29 ára, Valencia 7. Raul, 29 ára, Real Madrid 8. Xavi, 26 ára, Barcelona 9. Fernando Torres, 22 ára, Atletico Madrid 10. Jose Antonio Reyes, 23 ára, Arsenal 11. Luis Garcia, 28 ára, Liverpool 12. Antonio Lopez, 25 ára, Atletico M. 13. Andrés Iniesta, 22 ára, Barcelona 14. Xabi Alonso, 25 ára, Liverpool 15. Sergio Ramos, 20 ára, Real Madrid 16. Senna Marcos, 30 ára, Villarreal 17. Joaquin, 25 ára, Real Betis 18. Cesc Fabregas, 19 ára, Arsenal 19. Santiago Canizares, 37 ára, Valencia 20. Juanito, 30 ára, Real Betis 21. David Villa, 25 ára, Valencia 22. Pablo, 25 ára, Atletico Madrid 23. Jose Manuel Reina, 24 ára, Liverpool Leikmannahópurinn 1. Ali Boumnijel, 40 ára, Africain 2. Karim Essediri, 27 ára, Rosenborg 3. Karim Haggui, 22 ára, Strasbourg 4. Alaeddine Yahia, 25 ára, Saint-Etienne 5. Zied Jaziri, 28 ára, Troyes 6. Hatem Trabelsi, 29 ára, Ajax 7. Mehdi Meriah, 27 ára, ES du Sahel 8. Mehdi Nafti, 28 ára, Birmingham City 9. Yassine Chikhaoui, 20 ára, ES du Sahel 10. Kaies Ghodhbane, 30 ára, Konyaspor 11. Dos Santos, 27 ára, Toulouse 12. Jaouhar Mnari, 30 ára, Nürnberg 13. Riadh Bouazizi, 33 ára, Erciyesspor 14. Adel Chedli, 30 ára, Nürnberg 15. Radhi Jaidi, 31 árs, Bolton 16. Adel Nefzi, 32 ára, US Monastir 17. Issam Jomaa, 22 ára, Lens 18. David Jemmali, 32 ára, Bordeaux 19. Anis Ayari, 24 ára, Samsunspor 20. Hamed Namouchi, 22 ára, Rangers 21. Karim Saidi 23 ára, Lecce 22. Hamdi Kasraoui 23 ára, Esperance 23. Sofiane Melliti 28 ára, Gaziantepspor Leikmannahópurinn 1. O. Shovkovskiy, 31 árs, Dinamo Kiev 2. Andriy Nesmachniy, 27 ára, Dinamo Kiev 3. Serhiy Fedorov, 31 árs, Dinamo Kiev 4. A. Tymoschuk, 27 ára, Shakhtar Donetsk 5. V. Yezerskiy, 30 ára, Dnipro Dnipropetrovsk 6. A. Rusol, 23 ára, Dnipro Dnipropetrovsk 7. Andriy Shevchenko, 30 ára, AC Milan 8. O. Shelayev, 30 ára, Dnipro Dnipropetrovsk 9. Oleg Gusev, 23 ára, Dinamo Kiev 10. Andriy Voronin, 27 ára, Bayer Leverkusen 11. Serhiy Rebrov, 32 ára, Dinamo Kiev 12. Andriy Pyatov, 22 ára, Vorskla Poltava 13. D. Chigrynskiy, 20 ára, Shakhtar Donetsk 14. Andriy Gusin, 34 ára, CSK VVS Samara 15. Artem Milevskiy, 21 árs, Dinamo Kiev 16. Andriy Vorobey, 28 ára, Shakhtar Donetsk 17. Vladislav Vashchuk, 31 árs, Dinamo Kiev 18. S. Nazarenko, 26 ára, Dnipro Dnipropetrovsk 19. M. Kalinichenko, 27 ára, Spartak Moskva 20. Oleksiy Byelik, 25 ára, Shakhtar Donetsk 21. Ruslan Rotan, 25 ára, Dinamo Kiev 22. Vyacheslav Sviderskiy, 27 ára, Dinamo Kiev 23. Bogdan Shust, 20 ára , Shakhtar Donetsk Leikmannahópurinn 1. Mohammed Al Deayea, 34 ára, Al Hilal 2. Ahmed Dokhi, 30 ára, Al Ittihad 3. Redha Tukar, 31 árs, Al Ittihad 4. Hamad Al Montashari, 24 ára, Al Ittihad 5. Naif Al Qadi, 27 ára, Al Ahli 6. Omar Al Ghamdi, 27 ára, Al Hilal 7. Mohammed Ameen, 26 ára, Al Ittihad 8. Mohammed Noor, 26 ára, Al Ittihad 9. Sami Al Jaber, 34 ára, Al Hilal 10. Mohammad Al Shlhoub, 26 ára, Al Hilal 11. Saad Al Harthi, 22 ára, Al Nasr 12. Abdulaziz Khathran, 33 ára, Al Hilal 13. Hussein Sulimani, 29 ára, Al Ahli 14. Saud Khariri, 26 ára, Al Ittihad 15. Ahmed Al Bahri, 26 ára, Al Ittihad 16. Khaled Aziz, 25 ára, Al Hilal 17. Mohammed Al Anbar, 21 árs, Al Hilal 18. Nawaf Al Temyat, 30 ára, Al Hilal 19. Mohammed Massad, 23 ára, Al Ahli 20. Yaser Al Kahtani, 24 ára, Al Hilal 21. Mabrouk Zaid, 27 ára, Al Ittihad 22. Mohammad Khojah, 24 ára, Al Shabab 23. Malek Mouath, 25 ára, Al Ahli © GRAPHIC NEWSIker Casillas Carles Puyol Sergio RamosMichel Salgado Xavi Pablo Jose Antonio ReyesXabi AlonsoLuis Garcia David Villa Raúl LÍKLEGT BYRJUNARLIÐ 4-4-2 SPÁNN HEIMSÁLFA: Evrópa ÍBÚAFJÖLDI: 40,2 milljónir SÆTI Á HEIMSLISTA: 5. ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM: 1934, 1950, 1962, 1966, 1978, 1982, 1986, 1990, 1994, 1998, 2002. ■ LYKILMAÐUR: Xavi Leikstjórnandi Barcelona hefur náð sér af kross- bandsslitum sem hann hlaut um mitt síðasta tímabil og verður klár í slaginn þegar HM hefst, Aragones til mikillar léttis. Xavi er og hefur verið hálfgerður hryggur í leik Spánar á síðustu árum, það er hann sem dreifir spilinu kantana á milli og leggur þannig grunninn að skemmtilegum sóknarleik liðs- ins. ■ FYLGSTU MEÐ: David Villa Sóknarmaður Valencia sem sló í gegn í úrvalsdeildinni á Spáni í vetur og hefur fest sig í sessi sem einn af lykilmönnum Aragones. Býr yfir öllum þeim kostum sem góður fram- herji þarf að hafa og hefur einstakt lag á að þefa uppi marktækifærin. ■ VISSIR ÞÚ.... Að spænska liðið hefur sjaldan eða aldrei litið eins sannfærandi út? Sést það best á þeirri stað- reynd að liðið hefur ekki tapað leik í næstum tvö ár. Of mörg jafn- tefli í undankeppninni urðu þó til þess að Spánn þurfti að fara í umspil. ■ STÓRA SPURNINGIN: Er bjartsýnin að bera Spánverja, sem hafa aldrei náð langt á HM, ofur- liði? Daginn eftir að hafa sigrað Slóvaka í umspilinu var fyrirsögnin í Marca, útbreiddasta dagblaði Spán- ar, á þennan veg: „Heimsmeistarakeppnin er okkar!“ ÚKRAÍNA HEIMSÁLFA: Evrópa ÍBÚAFJÖLDI: 48 milljónir SÆTI Á HEIMSLISTA: 45. ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM: Aldrei ÞJÁLFARI: Oleh Blokhin (f. 5. nóv. 1952) KOMST Á HM – með því að hafna í fyrsta sæti í undanriðli 2 í Evrópu. ■ LYKILMAÐUR: ANDRIY SHEVCHENKO Rætt hefur verið um að Úkraína sé eins manns lið sem standi og falli með frammistöðu Shevchenko hverju sinni. Hann er fyrirliði liðsins og allt í öllu í sókninni. Allir leikmenn liðsins leitast eftir því að gefa á Shevchenko í hvert einasta sinn sem þeir fá boltann. ■ VISSIR ÞÚ... að öllum að óvörum varð Úkraína fyrsta liðið í Evrópu til að tryggja þátttökuréttinn í lokakeppni HM. Liðið var í einum sterkasta undanriðlinum en náði frábærum úrslit- um gegn ekki ómerkari þjóðum en Danmörku, Tyrklandi og Evrópumeisturum Grikkja. ■ STÓRA SPURNINGIN: Geta Úkraínumenn brotist úr þeirri táknmynd að vera eins manns lið? Í undankeppninni vakti liðið athygli fyrir að vera vel skipulagt, erfitt að finna glufur í vörninni og skorar ekki mikið fleiri mörk en þörf er á. Minnir um margt á leik Evrópumeistara Grikkja árið 2004? TÚNIS HEIMSÁLFA: Afríka ÍBÚAFJÖLDI: 9,9 milljónir SÆTI Á HEIMSLISTA: 21. ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM: 1978, 1998, 2002 ÞJÁLFARI: Roger Lemerre (f. 18. júní 1941) KOMST Á HM – með því að hafna í fyrsta sæti í undanriðli 5 í Afríku. ■ LYKILMAÐUR: DOS SANTOS Hinn 27 ára gamli framherji, sem ættaður er frá Brasilíu, skaust upp á stjörnuhimininn þegar Túnis sigraði í Afríkukeppninni árið 2004. Mikill markaskorari og þykir búa yfir ótrúlegri skothörku. ■ VISSIR ÞÚ... að þjálfarinn Lemerre hefur gengið í endurnýjun lífdaga eftir að hann tók við sem þjálfari hjá Túnis árið 2002? Hann var, og er ennþá af sumum, hataður í heimalandinu Frakklandi fyrir að hafa náð mjög slökum árangri með franska landsliðið, en hann er dýrkaður og dáður í Túnis fyrir að ná frábærum árangri, m.a. sigri í Afríkukeppninni árið 2004. ■ STÓRA SPURNINGIN: Mun Lemerre þjást af eftirköst- um frá síðustu heimsmeistarakeppni, þar sem franska landsliðið undir hans stjórn beið afhroð? Frakkar voru ríkjandi meistarar en komust ekki upp úr sínum riðli eftir að hafa mistekist að vinna leik, hvað þá að skora eitt einasta mark. SÁDI-ARABÍA HEIMSÁLFA: Asía ÍBÚAFJÖLDI: 24,3 milljónir SÆTI Á HEIMSLISTA: 34. ÁÐUR TEKIÐ ÞÁTT Á HM: 1994, 1998, 2002 ÞJÁLFARI: Paqueta (f. 27. ágúst 1958) KOMST Á HM – með því að hafna í fyrsta sæti í lokariðli sínum í undankeppni Asíu. ■ LYKILMAÐUR: SAMI AL-JABER Lifandi goðsögn í heimalandi sínu. Hinn 33 ára gamli framherji mun nú taka þátt í sinni fjórðu heimsmeistarakeppni í röð og er staðráðinn í að leiða liðið til betri árangurs en í síðustu HM, en þá tapaði liðið öllum leikjum sínum í riðla- keppninni, meðal annars 8-0 fyrir Þýskalandi. ■ VISSIR ÞÚ... að brasilíski þjálfarinn Paqueta er sá fyrsti og eini í sögu fótboltans sem hefur orðið tvöfaldur heimsmeistari á sama árinu. Þetta afrekaði hann árið 2003 þegar hann stýrði bæði u-17 og u-20 ára liði Brasil- íu til heimsmeistaratitils. STÓRA SPURNINGIN: Í annað sinn á ekki löngum tíma ákveður knattspyrnusamband Sádi-Arabíu að reka þjálf- arann sem kom liðinu á HM og ráða stærra nafn til að stjórna liðinu í sjálfri lokakeppninni. Mun Paqueta ná að slípa saman liðið eins og hann vill hafa það í tæka tíð eða enda þjálfaraskiptin með hörmungum eins og fyrir fjór- um árum? © GRAPHIC NEWS© GRAPHIC NEWS© GRAPHIC NEWS Spánverjar hafa alltaf verið nefndir sem líklegir afreksmenn á HM og EM. Samt sem áður hefur þeim aldrei vegnað vel á stórmóti en verður langþráð bið þeirra ekki einhvern tímann endi að taka? „Það er það sem gerist inni á vellinum sem skiptir máli. Það sem blaðamenn skrifa og segja á ekki að hafa nein áhrif á okkur og við erum satt best að segja orðnir þreyttir á þessu tali. Það sem skiptir máli er að við munum koma vel undirbúnir til leiks á HM og við ætlum okkur að gera okkar besta,“ segir Luis Aragones, lands- liðsþjálfari Spánverja, en spænska pressan er með stór orð um fram- tíð hans ef Spánverjum vegnar ekki vel í sumar. Úkraínumenn taka í fyrsta skipti þátt á HM og eru óskrifað blað. Þeir þurfa að sanna að þeir séu meira en eins manna lið, en vissulega mun Andriy Shevchenko koma til með að ráða úrslitum fyrir þá. Túnis og Sádi-Arabía gætu komið á óvart að því leyti að þau lið hafa fáa þekkta menn innan sinna raða og erfitt að afla sér upplýsinga um þau. Ólíklegt verð- ur þó að teljast að þau velgi Spán- verjum og Úkraínu undir uggum. Komast Spánverjar loksins alla leið?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.