Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2006, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 02.06.2006, Qupperneq 64
 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR16 VISSIR ÞÚ... ...að hraðskreiðasta húsgagn veraldar er breskur sófi? Hann kallast Casual Lofa og er smíðaður af Bretunum Edd China og David Davenport. Sófinn nær 140 km/klst og er hann fullkomlega löglegur sem farartæki á breskum vegum. Hann er með 1.300 cc vél úr Mini sem nú þegar á að baki 10.008 km í sófanum. ...að lengsta ferð á sláttuvél sem farin hefur verið fór Kaninn Gary Hatter á sláttutraktor sínum árið 2000? Ferðin var 23.487,5 km. Á leiðinni heimsótti Gary öll fylki Bandaríkjanna (nema Alaska og Hawaii) auk Kanada og Mexíkó. ...að árið 2000 stökk Japaninn Yasu- hiro Kubo úr flugvél í 3.000 m hæð? Þetta væri ekki í frásögur færandi ef hann hefði haft fallhlíf. 50 sekúnd- um síðar greip hann fallhlíf sem hent hafði verið úr flugvélinni skömmu áður en hann stökk. ...að síðan 1989 hefur Bretinn Edward Peter Hannaford prjónað 18,7 km langan prjónabút? Ætli það sé ekki lengsti trefill í heimi? ...að það er ótúlegt hvað fólk gerir til að setja met? Marco Hort frá Sviss tróð 249 sogrörum upp í sig og hélt þeim þar í 10 sekúndur. ...að annar ruglukollur, Ashrita Fuhr- man frá Bandaríkjunum, staflaði 75 hálfslítra bjórglösum á hökuna á sér þar sem þau stóðu í 10,6 sekúndur? ...að árið 2005 festi Garry Turnar frá Bretlandi 159 hefðbundnar þvottaklemmur í andlit sitt? Ekki spyrja af hverju. ...að Paum van der Merwe tókst að kasta tappa af bjórflösku 69,9 m á flugvelli í Suður-Afríku? Það fylgir ekki sögunni hversu lengi hann hafði æft sig. ...að Paun Hunn getur ropað svo hátt að flestir bjórþambandi karlmenn skammast sín í víðurvist hans? Rop- inn mælist 104,9 dB að styrk. Hvort sem það er vegna eða þrátt fyrir þennan hæfileika er Paul giftur. ...að Japaninn Kunihiko Terada getur raðað vel stokkuðum spilastokki í rétta röð í höndunum á innan við 41 sekúndu? Rétt röð er frá ás upp í kóng; lauf, tígull, hjarta og spaði. ...að Hans Van Dan Helzel frá Banda- ríkjunum gerði 51 jójóbragð á einni mínútu í sjónvarpsþætti í Bretlandi? Þetta gerði hann 2004, löngu eftir að jójó-æðið kom og fór. ...að Indverjinn S. Namasivayam getur státað sig af því að hafa í júlímánuði árið 2004 sippað 234 sinnum á einni mínútu? Lítill áhugi virðist vera á því að slá metið. ...að Alesya Goulevich tókst að láta 99 húllahringi snúast um líkama sinn í Big Apple sirkustjaldinu í Boston í Bandaríkjunum? Alesya er frá Hvíta-Rússlandi þar sem fólk hefur greinilega lítið annað merkilegt við tíma sinn að gera en að húlla. ...að á 53 árum kláruðu Suður-Afr- íkumennirnir dr. Reinhart Straszacker og dr. Hendrik Roelof van Huyssteen 112 bréfskákir. Þegar þeir hættu bréfaskiptunum höfðu þeir unnið jafn margar skákir. Það má þó segja að Straszacker hafi tapað því ástæða þess að þeir hættu var að hann dó. Sálumessur fylgja flestar ákveðnu kaþólsku formi sem hefur viðgengist allt frá miðöldum og byggjast á því að söfnuðurinn biður guð almáttugan að losa hinn látna undan píslum helvítis og taka hann til sín og veita honum miskunn og frið. Mörg tónskáld hafa spreytt sig á því að skrifa sálumessur en nokkrar þeirra eru þó frægari en aðrar. 1. Wolfgang Amadeus Mozart samdi Requiem í d-moll stuttu fyrir dauða sinn 1791. Hann náði ekki að klára verkið en við það lauk nemandi hans Sussmayr. 2. Hector Berlioz. Grande Messe des Morts er eitt af best þekktu verkum tónskáldsins. Það er skrifað fyrir stóra hljómsveit með mikla áherslu á blást- urs- og ásláttarhljóðfæri. Verkið tekur um 90 mínútur í flutningi. 3. Giuseppe Verdi. Requiem Verdis byrjar á orðunum, Requiem aeternam dona eis, Domine. Verdi samdi verkið til flutnings þegar ár var liðið frá dauða ítalska skáldsins Alessandro Manzoni, en hann var í miklum metum hjá Verdi. 3. Johannes Brahms. Þýsk sálu- messa, Ein deutsches Requiem, er eitt glæsilegasta verk Brahms og jafnframt það sem notið hefur hvað mestra vinsælda. Það kom mörgum á óvart að Johannes Brahms skyldi taka upp á því að semja sálumessu. Hann var ekki ýkja trúrækinn og gerði lítið af því um dagana að semja kirkjuleg verk. Þýska sálumessan er heldur engin venjuleg sálumessa. Brahms lætur hinn hefðbundna texta lönd og leið en safnar saman textum héðan og þaðan úr heilagri ritningu og það á þýsku en ekki latínu. 4. Gabriel Fauré. Requiem í d-moll samdi Fauré á árunum 1877-1890. Sálumessan er þekktust af stærri verkum tónskáldsins en frægasti kafli hennar er án efa sópranarían Pie Jesu, sem oft er sungin af drengja- rödd. 5. Andrew Lloyd Webber er þekkur fyrir margt annað en að skrifa klass- íska tónlist. Hann skrifaði Requiem í minningu föður síns, William Lloyd Webber, sem lést árið 1982. TOPP 5: SÁLUMESSUR Esja eða Esjan eins og hún er oft kölluð í daglegu tali er fjall sem stendur við Kjalarnes í Reykjavík og er eitt af einkennum höfuðborgarsvæð- isins. Útsýni yfir fjallið hefur í gegnum tíðina haft áhrif á fasteignaverð á svæðinu, og til er fólk sem segist geta spáð fyrir um veðrið út frá litunum í fjallinu. Hæsti tindur Esjunnar er 914 metrar. Nokkrar gönguleiðir eru upp á fjallið og þar eru vinsæl útivistar- svæði. Esja er syðsta blágrýtisfjall á Íslandi. FJALLIÐ: ESJA Vinsælt útivistarsvæði ESJAN ER EITT AF EINKENNUM HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.