Fréttablaðið - 02.06.2006, Side 65

Fréttablaðið - 02.06.2006, Side 65
FÖSTUDAGUR 2. júní 2006 33 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoð- anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Meðal fornmanna voru þeir sem gátu bælt eðlislægan ótta, eða í það minnsta haldið aftur af honum, í mörgum tilfellum líklegri til að þrauka – komast lífs af. Þetta átti helst við um einstakl- inga sem þurftu að standa frammi fyrir hættum sem oft á tíðum voru óumflýjanlegar í þess tíma lífs- baráttu. Þeir hugrökku voru lík- legri til að afla nauðsynlegra nytja þrátt fyrir aðsteðjandi hættur auk þess að vernda hópinn eða fjöl- skyldu sína gegn árásum rándýra eða óblíðrar náttúru. Hugrekkið grundvallaðist af reynslu, kænsku og vísdómi um það að tefla aldrei djarft að nauð- synjalausu og að geta greint á milli þess hvort það væri skyn- samlegra að takast á við hættuna eða flýja. Til varð orðið hug- dirfska. Öðru máli gegnir um þá sem fyrir einhvern furðulegan mis- skilning eða líklegan greindar- skort leita viðurkenningar á dirfsku sinni með því að tefla lífi sínu og annarra í hættu í algeru tilgangsleysi. Í dag er eitt algengasta birting- arform þessa þegar einstaklingur hagar sér þannig í umferðinni að hætta stafar af. Stundum til þess að vekja á sér athygli. Í þessum hópi eru einstaklingar sem aka t.d. á ofsahraða, eða viðhafa aðra áhættuhegðun í umferðinni, haldn- ir þeim misskilningi að þeir og aðrir sem á vegi þeirra verða séu ódauðlegir. Meðal fornra samfélaga var litið svo á að sá sem tefldi lífi sínu og annarra í hættu í algeru til- gangsleysi og fíflaskap væri í besta lagi útskúfaður og settur í flokk andlegra niðursetninga enda taldist slík hegðun til marks um alvarlegan greindarskort. Til varð orðið fífldirfska og hámarki náði heimskan þegar viðkomandi hreykti sér af. Í dag er tekið blíðar á slíkum einstaklingum þótt alvarleiki gjörða þeirra sé síst minni. Þeir eru t.d. látnir sæta sektum eða tímabundinni sviptingu ökurétt- inda og í einhverjum tilfellum fangelsi. Það er algengast að menn láti sér afskipti lögreglu eða annað tiltal að kenningu verða en þó eru þeir til sem ekkert læra. Það eru mestar líkur á því að þú, lesandi góður, sért ekki í hópi þeirra sem tileinka sér fífl- dirfskuna. Sá hópur er sem betur fer fámennur en mjög hættuleg- ur. En ef svo er, gefðu þér þá góðan tíma í að komast í eftirsótt- an hóp hinna hugdjörfu. Þeirra sem taka tillit til lífs og þarfa annarra. Þeirra sem sýna ábyrgð og fyrirhyggju. Það er hvorki erf- itt né flókið og það þarf ekki mikla greind til. Komum heil heim. Hugdirfska eða fífldirfska UMRÆÐAN UMFERÐAR- ÖRYGGI EINAR MÁR MAGNÚSSON UPPLÝSINGAFULLTRÚI UMFERÐARSTOFU Það eru mestar líkur á því að þú, lesandi góður, sért ekki í hópi þeirra sem tileinka sér fífldirfskuna. Sá hópur er sem betur fer fámennur en mjög hættulegur. Björn Bjarnason er mikill áhuga- maður um símhleranir. Það þurfti ekki að koma mjög á óvart að Björn Bjarnason væri fyrirmunað að sjá að nokkuð væri athugavert við embættisfærslu föður síns Bjarna Benediktssonar, þegar Bjarni heimilaði símhleranir hjá pólitískum andstæðingum sínum. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra tjáir sig um málið á heima- síðu sinni og má greina í gegnum skrifin sérkennilega hræru af gremju og gleði. Það skín gleði í gegn yfir því að vera dottinn aftur í tíma kalda stríðsins og síðan gremja og ólund yfir því að það sé yfir höfuð talið óeðlilegt nú í dag að hleranir tíðkuðust á símum sósialista. Björn Bjarnason hefur átt erf- itt með að komast út úr hugsana- gangi kalda stríðsins og er greini- lega fyrirmunað að sjá að eitt og annað sem viðgekkst þá hafi orkað tvímælis. Ég þekki það í gegnum störf mín á Alþingi að Björn er einstakur áhugamaður um hleran- ir og hefur hann lagt fram hvert frumvarpið á fætur öðru þar sem hefur átt að rýmka allar heimildir til hlerana. Birni hefði verið í lófa lagið að svara fyrir þetta mál með því að skipa nefnd og fara í gegn- um margra áratuga sagnfræði með málefnalegum hætti en mann- inum virðist algerlega fyrirmunað að laga hugsanagang sinn að nútímanum. Það sem ég vonast til þess að komi út úr þeirri umræðu sem nú fer af stað um hleranir er hvernig staðið er að þeim í dag og nauðsyn þess að skipuð sé þverpólitísk þingnefnd sem hafi eftirlit með hlerunum og fyrirhugaðri grein- ingadeild ríkislögreglustjóra. Föður- betrungur UMRÆÐAN SÍMHLERANIR SIGURJÓN ÞÓRÐARSON ALÞINGISMAÐUR „Rokland er að minni hyggju sterkasta bók Hallgríms ...skrifuð af smitandi krafti og mælsku ... útkoman er ótrúlegur texti.“ Halldór Guðmundsson, Fbl. „Í Roklandi kraumar frásagnargleði og húmor.“ Steinunn Inga Óttarsdóttir, Mbl. „Rokland er mikil skáldsaga.“ Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljós „Stórskemmtileg ... Hallgrímur fer á kostum í lestri sínum yfir samtíðinni“ Egill Helgason, Silfur Egils Komin í kilju Tilnefnd til Íslen sku bókmenntave rðlaunanna 2005 Tilnefnd til Menningar verðlauna D V 2005

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.