Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 80
2. júní 2006 FÖSTUDAGUR48
Útvarpsstöð varnarliðsins hætti í
gær útsendingum sínum á mið-
bylgju eftir nær 55 ára starfsemi.
Varnarliðið hóf tilraunaútsending-
ar á Keflavíkurflugvelli undir
nafninu RADIO TFK á miðbylgju í
nóvembermánuði 1951. Fordæmi
voru fyrir útvarpssendingum
breska og bandaríska herliðsins
hér á landi í síðari heimsstyrjöld-
inni, en Bretar og Bandaríkjamenn
leigðu sérstaka dagskrártíma fyrir
hermenn sína í Ríkisútvarpinu. Þá
var lítil útvarpsstöð starfrækt á
Keflavíkurflugvelli í stríðslok. Var
varnarliðinu veitt formlegt leyfi
til reksturs útvarpsstöðvar allan
sólarhringinn í maímánuði 1952 og
varð þannig lögformlegur aðili að
rekstri ljósvakamiðla á Íslandi.
Auk eigin þáttagerðar flutti
útvarpsstöðin gjarna flest það sem
vinsælast var í bandarísku útvarpi
líkt og tónlistarþætti Casey Kasem,
American Top Forty, Charlie Tuna,
Wolfman Jack, Gene Price, Dick
Clark og fréttaþætti Pauls Harvey
og Roberts. W. Morgan auk All
Things Considered, að ógleymdum
þáttum á borð við CBS Radio Mis-
tery Theater og Golden Days of
Radio. Starfsmenn útvarps- og
sjónvarpsstöðvar varnarliðsins
voru að jafnaði um 25 talsins, þar
af þrír íslenskir tæknimenn.
Sex hugmyndir að góðri helgi
FERÐAVEÐRIÐ UM HELGINA
Veðurstofan spáir vestlægri átt, 5-10 metrum á sekúndu, við norðausturströndina á laug-
ardag, en hægari annars staðar. Smáskúrir verða einkum vestan til á landinu en léttir víða
til síðdegis. Hitinn verður á bilinu 7 til 17 stig, hlýjast á Suðausturlandi. Á sunnudag verður
fremur hæg suðlæg átt og víða léttskýjað en það má búast við rigningu sunnan- og vestan-
lands með morgninum. Hiti verður á bilinu 10 til 18 stig, hlýjast á Norður- og Austurlandi.
Á mánudag verður sunnanátt og rigning á Suðvesturlandi og vestanlands, en annars þurrt.
Hiti svipaður og síðustu daga.
Ein mesta ferðahelgi sumarsins er framundan og
vafalítið ætla fjölmargir að leggja land undir fót.
Snæfríður Ingadóttir skoðaði hvað er í gangi víðs
vegar um landið.
1. BLÚS, GIFTINGAR OG GREIFARNIR Á AKUREYRI
Enginn ætti að verða svikinn af því að bruna til Akureyrar um helgina því
þar verður ýmislegt um að vera um hvítasunnuna. Tónlistarhátíðin Akureyri
International Music Festival verður í fullum gangi alla helgina en þar verður
blúsinn í hávegum hafður. Minjasafnið á Akureyri opnar einnig sumarsýningu
sína um helgina en hún ber heitið Ef þú giftist og fjallar um brúðkaupssiði
fyrr og nú. Mörg söfn hafa lánað gripi og skjöl á sýninguna en þar er einnig
að finna fjölda ljósmynda úr eigu Minjasafnisins og starfandi ljósmyndara á
Akureyri sem sýna vel þróun klæðnaðar og ljósmyndahefðar frá seinni hluta
19. aldar og fram til dagsins í dag. Hinir einu og sönnu norðlensku Greifar slá
svo upp balli í Sjallanum á laugardagskvöldið en hljómsveitin vinnur þessa
dagana að nýrri plötu.
2. SÖNGUR OG BALL Á ESKIFIRÐI
Þeir sem leggja leið sína austur á firði geta skellt sér á ball með hljómsveitinni
Í svörtum fötum sem spilar á Eskifirði á laugardagskvöldið. Áður en farið er
á ballið er hægt að hlýða á tónlist ungs hæfileikafólks í Eskifjarðarkirkju en
þar koma fram Þorsteinn Helgi Árbjörnsson og Janette A. Zilioli. Þorsteinn er
heimamaður sem hefur verið við söngnám í Bandaríkjunum að undanförnu.
3. FUGLALÍF Í SKAGAFIRÐI
Ferðafélagið Útivist ætlar að sigla á
milli eyja í Skagafirði um helgina.
Meðal annars verður farið í Drang-
ey, Málmey, Þórðarhöfða og Gler-
hallavík. Ekið er á eigin bílum norð-
ur og gist í húsi á Hólum í Hjaltadal.
Nú er fuglalífið í algleymingi og því
rétti tíminn til þess að heimsækja
eyjarnar núna. Fararstjóri í þessarri
ferð er Reynir Þór Sigurðsson.
4. KAJAKMÓT Á STOKKSEYRI
Allir þeir sem einhvern áhuga hafa á kajaksportinu verða á Stokkseyri um
helgina en þar fer fram hið árlega kajakmót Eiríks rauða. Sérstakir gestir móts-
ins í ár eru þau Jeff Allen frá Bretlandi og Hadas Feldman frá Ísrael en þau
hafa í sameiningu róið umhverfis Japan og eyjuna Suður-Georgíu. Dagskrá
mótsins er annars fjölbreytt og þar verða ýmis námsskeið í boði. Eitt af atrið-
um mótsins verður sýnikennsla í því hvernig maður lætur bjarga sér úr kajak
og í þyrlu, en Landhelgisgæslan mun mæta með þyrlu á svæðið og atriðið
verður sýnt við höfnina í Stykkishólmi.
Nánari upplýsingar um dagskrá mótsins má fá á www.seakayakiceland.com
5. TÓNLEIKAR Í HELLI Í BORGARFIRÐI
Is Nord tónlistarhátíðin verður haldin í annað sinn í Borgarnesi um helgina en
þar er megináhersla lögð á tónlist sem tengist söguarfi Íslands. Á föstudags-
kvöldið verða tónleikar í Reykholtskirkju þar sem koma fram félagar úr Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands og Kammerkór Vesturlands og fleiri. Á laugardags-
kvöldið verða tónleikar í Surtshelli en þar munu Diddi fiðla, Bára Grímsdóttir
og Steindór Andersen kveða rímur og spila á gömul hljóðfæri við kertaljós. Á
mánudag verða svo lokatónleikar hátíðarinnar haldnir í Borgarneskirkju. Það
er annars nóg annað um að vera á Vesturlandi um hvítasunnuhelgina, og má
þar telja víkingaleiki, tilboð á sjóferðum með Baldri og kynningu á frístunda-
byggðum en nánar má lesa um þá dagskrá á www.west.is
6. ROKK OG DJASS Í HÖFUÐ-
BORGINNI
Þeir sem vilja fara í styttri ferða-
lög innan borgarmarkanna geta til
dæmis farið á Jómfrúna á laugar-
dag en eins og síðustu ár er boðið
upp á ókeypis djass á staðnum alla
laugardaga milli kl. 16-18. Á fyrstu
tónleikum sumarsins leikur kvart-
ett víbrafónleikarans Árna Scheving
og gítarleikarans Jóns Páls Bjarna-
sonar. Tónlistarhátíðin Reykjavík
Trópík er líka í fullum gangi en hún
fer fram í sirkustjaldi fyrir fram-
an aðalbyggingu Háskóla Íslands
en þar spila hljómsveitir á borð
við Jeff who?, Leaves, Kimono og
Supergrass. Búið er að opna Árbæj-
arsafn og þar er að venju margt að
sjá. Tilvalið er að kíkja þangað á
sunnudag en þá koma Fáksmenn
í heimsókn og guðþjónusta verður
í gömlu torfkirkjunni kl. 11. Annars
er líka langur laugardagur á Lauga-
veginum og mikið um að vera.
Kaninn kveður eftir hálfa öld
ÚTSENDINGUNNI HÆTT Friðrik Haraldsson,
tæknistjóri útvarps- og sjónvarpsstöðvar
varnarliðsins, slekkur á sendinum og þar
með var 54 ára sögu útvarpsstöðvarinnar
lokið.
Fönkveitin Jagúar heldur sína
fyrstu tónleika í langan tíma á
Nasa í kvöld. Meðlimir sveitarinn-
ar hafa verið uppteknir í hinum
ýmsu verkefnum að undanförnu,
bæði hér á landi sem erlendis. Eru
þeir nú á leiðinni í æfingabúðir
vegna nýrrar plötu sem er reiknað
með að komi út með haust-
inu.
Fönkhljómsveitin Nortón mun
hita upp fyrir Jagúar og plötu-
snúðurinn DJ Ingvar. Húsið opnar
á miðnætti og er miðaverð 1000
krónur. Aldurstakmark er 20 ár.
Jagúar snýr aftur
JAGÚAR
Fönksveitin Jagúar
spilar á Nasa í kvöld
í fyrsta sinn í langan
tíma.
1
2
3
4
5
6