Fréttablaðið - 02.06.2006, Side 85

Fréttablaðið - 02.06.2006, Side 85
Rás 2 mun senda beint út frá tónlistar- hátíðinni Reykjavík Trópík næstkomandi laugardagskvöld. Þá spila hljómsveitirn- ar Supergrass, Leaves, Jeff Who?, Kim- ono og Hairdoctor. Þátturinn Poppland mun jafnframt hita upp fyrir Reykjavík Trópík á föstu- dag, en fyrstu hljómsveitirnar koma á svið skömmu eftir að þættinum lýkur. Tónleikahátíðin verður haldin í 2000- manna sirkustjaldi fyrir framan aðal- byggingu Háskóla Íslands frá föstudegi til sunnudags. Supergrass í beinni SUPERGRASS Breska hljómsveitin Supergrass spilar í beinni útsendingu á Rás 2 á laugardagskvöld. Tónlistarhátíðin Reykjavík Trópík hefst á lóð Háskóla Íslands í dag. Hljómsveitin Jakobínarína mun ríða á vaðið klukkan 16.30 en síðar um kvöldið koma meðal annars fram Girls in Hawaii, Hjálmar, Ladytron og Apparat. Á morgun troða upp sveitir á borð við Supergrass, Leaves og Jeff Who? og á sunnudag er síðan röðin komin að Kid Carpet, Dr. Spock, Ghostigital, ESG og Trabant. „Þetta verður flott hátíð og mikið af góðum tónlistarmönnum munu koma fram, „segir Ragnar Kjartansson, söngvari Trabant. „ESG er til dæmist mest „samplaða“ sveit í heimi og það verður mjög gaman að sjá hana spila.“ Trabant tók nýverið upp mynd- band við lagið The One. Sveitin fer síðan í tónleikaferð þann 7. júní sem stendur yfir í fimm daga. Mun hún spila í Rússlandi og á tónleikahátíð á Spáni og víðar. Gunnhildur Oddsdóttir og Fabrizio Frascaroli, skiptinemar við Félagsvísindadeild Háskólans, eru skipuleggjendur Reykjavík Trópík. Ákváðu þau að snúa sér að tónleikahaldi í framhaldi af vel heppnuðu starfi þeirra í Stúdenta- kjallaranum. Vonast þau til að hátíðin verði árlegur viðburður í framtíðinni. Hægt er að kaupa passa sem gildir á alla hátíðina sem kostar 6500 krónur. Einnig er hægt að kaupa miða á hvern dag fyrir sig. Miðasala fer fram á midi.is, í Skíf- unni og BT á Akureyri og Sel- fossi. Reykjavík Trópik hefst í dag FABRIZIO Skiptineminn Fabrizio kynnir hátíðina fyrir blaðamönnum inni í tjaldinu þar sem hljómsveitirnar koma fram. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Tónlistarhátíðinni Reykjavík rokk- ar 2006 sem fara átti fram 29. júní til 1. júlí hefur verið aflýst. Ástæðan er slök byrjun aðgöngumiðasölu á hátíðina en þar áttu meðal annarra að koma fram David Gray, The Darkness, Motör- head, Hjálmar, Trabant, Ham, Mínus, Ampop, Kate og Dr. Spock. Allir aðgöngumiðar sem keypt- ir voru með kreditkorti á útsölu- stöðum, í gegnum síma eða á net- inu bakfærast sjálfkrafa. Allir aðgöngumiðar sem keyptir voru með debetkorti eða reiðufé á útsölustöðum fást endurgreiddir hjá midi.is, Klapparstíg 16, 3. hæð frá og með miðvikudeginum 7. júní til 14. júní. Hátíð aflýst DARKNESS Hljómsveitin The Darkness mun ekki halda tónleika hér á landi um næstu mánaðarmót. TRABANT Er á leiðinni til Rússlands og Spánar en spilar fyrst á Reykjavík Trópik. [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Þetta er nýja grúppan hans Jacks White úr The White Stripes. Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna hann hefur fundið hjá sér ástæðu til þess að stofna nýja hljómsveit. Kannski var hann orð- inn svona leiður á því að vera stöðugt á tónleikaferðalagi með stelpu? Önnur ástæða gæti verið sú að hann hafi langað til að vinna með Brendan Benson sem semur með honum öll lögin auk þess að syngja nokkur lög, þá annaðhvort með eða án Jack White. Eins og flest annað sem White snertir þá er þessi plata virði þyngdar sinnar í gulli. Eðal blús- rokk með sönglínum sem festast í heilanum. Það er líka svolítið gaman að heyra einkennandi fuzz- gítarhljóm White í nýjum hljóð- heimi. Það er líka nokkuð augljóst að White hefur langað til að brjóta þá þröngu ramma sem hann hefur á vinnuferlinu við upptökur á plöt- um The White Stripes. Þið munið kannski eftir hvöt hans til þess að tilkynna aðdáendum sínum í plötu- umslögum að öll platan hafi verið hljóðrituð á analog-segulbands- tæki, eins og það skipti einhverju höfuð máli. Hljómur The Racont- eurs er mun stærri og tilbúnari, hljóðfærum hlaðið ofan á og lík- legast eitthvað lagað til eftir á. Og það er bara allt í góðu lagi, því platan hljómar eins og góðar rokk- plötur eiga að gera. Hér eru bæði hæg og hröð lög. Það undarlegasta er að hröðu lögin minna svolítið á White Stripes, eins og hið frábæra titillag Brok- en Boy Soldier, en hægu lögin minna á eitthvað allt annað. Þannig er lagið Together til dæmis slá- andi líkt útgáfu Faith No More af laginu Easy eftir The Commod- ores. Held að það sé meira að segja sami hljómagangur í þessum lögum. Lokalag plötunnar, Blue Veins, minnir mig svolítið á sóló- plötur Roberts Plants á níunda áratugnum. Í heildina er þetta mjög vönduð og sterk plata. Öll lögin tíu hafa upp á eitthvað að bjóða og manni finnst maður aldrei vera svikinn. Ég held nú samt að ég fari varlega í það að kalla þessa sveit „ofurgrúppu“ eins og svo margir kollegar mínir úti í hinum stóra heimi eru að gera þessa dagana. Þetta er bara fín blúsrokkplata, með eftirminnileg- um lögum og beittum önglum. Birgir Örn Steinarsson Jack White slær gull, aftur THE RACONTEURS: BROKEN BOY SOLDIERS NIÐURSTAÐA: Frumraun nýjustu sveitar Jack White er engin vonbrigði. Fyrsta flokks blúsrokk með grípandi lögum og textum. DAGSKRÁ REYKJAVÍK TRÓPÍK FÖSTUDAGUR 16.30-17.00 Jakobínarína 17.20-17.50 Cynic Guru 18.10-18.40 Daníel Ágúst 19.00-19.40 Benni Hemm Hemm 20.00-20.40 Girls in Hawai 21.00-22.00 Hjálmar 22.30-23.40 Ladytron 00.00-01.00 Apparat Organ Kvartett LAUGARDAGUR 15.30-16.00 Skátar 16.20-16.50 The Foghorns 17.10-17.40 Jan Mayen 17.50-18.20 Stilluppsteypa 18.40-19.20 Úlpa 19.40-21.10 Johnny Sexual 20.30-21.10 Kimono 21.30-22.10 Jeff Who? 22.30-23.20 Leaves 23.50-01.00 Supergrass SUNNUDAGUR 15.30-16.00 Nortón 16.10-16.40 Hermigervill 17.00-17.20 Forgotten Lores 17.30-18.00 Hairdoctor 18.20-19.00 Flís & Bogomil Font 19.20-20.20 Kid Carpet 20.40-21.30 Dr. Spock 21.40-22.20 Ghostigital 22.40-23.40 ESG 23.40-00.20 President Bongo 00.20-01.00 Trabant

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.