Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 86

Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 86
54 2. júní 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Ragnhildur til Danmörku Skyttan Ragnhildur Rósa Guðmunds- dóttir úr Haukum hefur samið við danska liðið Skive sem leikur í næstefstu deild. Ragnhildur skoraði að meðaltali 3,6 mörk fyrir Hauka í DHL- deild kvenna en samningurinn við Skive er til tveggja ára. ÍÞRÓTTASTYRKIR Nú þegar 27 mán- uðir eru í Ólympíuleikana í Peking er undirbúningur margra þegar hafinn. Ólympíusamhjálpin, sem er hluti af Alþjóða Ólympíunefnd- inni, hefur ákveðið að styrkja fimm unga íslenska íþróttamenn um 1.000 dollara hvern á mánuði fram að leikunum, sem nemur 72 þúsund krónum. Íþróttamennirnir fimm eru Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttamaður, Björn Þor- leifsson, taekwondomaður, sund- kappinn Jakob Jóhann Sveinsson, Ragna Ingólfsdóttir, badminton- kona og Rúnar Alexandersson, fimleikamaður. Styrkurinn er til viðbótar þeim styrkjum sem íþróttamennirnir fimm njóta nú þegar frá Afreks- jóði ÍSÍ. Ásdís og Rúnar er fyrir á A-styrk, sem nemur 160.000 krón- um á mánuði, Björn, Jakob Jóhann og Ragna eru á B-styrk, en hann nemur helmingi af A-styrk, 80 þúsund krónum. „Þetta skapar krökkunum frá- bært tækifæri til að undirbúa sig með eðlilegum hætti fyrir Ólymp- íuleikana og til að ná þeim mark- miðum sem þeir setja sér. Að byrja undirbúninginn svona snemma, mun fyrr en áður fyrr er að ég held að það sé í takti við þessa auknu þróun, það er komið meira um langtímamarkið. Hreyfingin er að verða mun faglegri en hún hefur verið áður, og ekki síst sérsamböndin sem eru að standa að baki þessum áhorf- endum,“ sagði Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ, í gær. Hann segir þó að þrátt fyrir fjárveitinguna verði ekki sett nein auka pressa á styrkhafana fimm. „Ég sagði það í og með í gríni að við kölluðum eftir medalíum á leikunum. Ég held að það sé ekki bara vilji heldur einnig krafa og markmið íþróttamannanna. Við munum ekki skamma þau ef þau koma ekki heim með verðlauna- peninga um hálsinn, ég er viss um að þau muni gera sitt besta og það er það eina sem við förum fram á,“ sagði Ólafur, en greinilegt er að mikið verður lagt úr leikunum. „Ólympíuleikar og heimsmeist- aramót eru hámark hvers íþrótta- manns og þetta er það stærsta hjá okkur á næstunni. Við erum að setja mikið púður í þetta og við munum beita öllum úrræðum sem við höfum til að leggja allt í leik- ana. Þetta eru allt glæsilegir íþrótta- menn og verðugir fulltrúar Íslands á leikunum og miðað við hvernig staðan er núna er ekki nokkur ástæða til annars en að vera fullur bjartsýni fyrir leikana,“ sagði Ólafur Rafnsson. hjalti@frettabladid.is Fimm íþróttamenn styrktir Í gær voru undirritaðir samningar við fimm íþróttamenn um styrk fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Ólafur Rafnsson, formaður ÍSÍ, segir að þetta gefi íþróttamönnunum gott tækifæri til að undirbúa sig sem best fyrir leikana. SKRIFAÐU HÉRNA VINUR Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, bendir Rúnari Alexand- erssyni hvar hann á að skrifa undir í dag. Til vinstri er Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona og til hægri er Ólafur Rafnsson, nýkjörinn forseti ÍSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN BADMINTON „Ef ég fengi ekki styrk- inn væri þetta ekki hægt, það er því varla hægt að lýsa því hversu mikilvægt þetta er,“ sagði Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona við styrkveitingu ÍSÍ í gær. „Ég er í Evrópskri æfingaáætl- un þar sem ég var valin ásamt tut- tugu öðrum badmintonspilurum sem eiga góða möguleika á því að komast á leikana árið 2008 og þann hóp hitti ég nokkrum sinnum á ári. Annars verð ég að æfa mikið á Íslandi og fara út öðru hvoru til að taka þátt í mótum,“ sagði Ragna, sem hefur þegar sett sér markmið fyrir leikana í Kína. „Ég vonast til að bæta metið á leikunum sem er einn sigur, það væri ekki leiðinlegt að ná í það minnsta tveimur, það er markmið- ið núna,“ sagði Ragna glaðbeitt að lokum. - hþh Ragna Ingólfsdóttir: Ekki hægt án styrksins ÍSLANDSMEISTARI Ragna með Íslands- meistarabikarinn 2006 í höndunum en hann vann hún fyrir ekki alls löngu. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL FIMLEIKAR Fimleikakappinn Rúnar Alexandersson var í skýjunum með styrkinn sem hann fékk frá ÍSÍ í gær. „Með þessum styrk get ég farið á fleiri mót erlendis og það gefur mér kleift að æfa enn meira. Ég er að æfa þrekið á fullu þessa dagana og er aðallega að að æfa í Riga í Lettlandi, þar sem einn af Ólympíumeisturum í gól- fæfingum er einnig við æfingar. Ég er því að æfa við topp aðstæð- ur með topp íþróttamönnum,“ sagði Rúnar. „Það er heimsmeistaramót í Danmörku í október og undan- keppnin fyrir Ólympíuleikana er svo í byrjun næsta árs. Vonandi tekst mér að vinna mér inn sæti á leikunum árið 2008 þar,“ sagði Rúnar. - hþh Rúnar Alexandersson: Æfir með þeim bestu í Riga Á BOGAHESTINUM Rúnar er hér í æfingum sínum á bogahesti á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR > Ólafur á heimaslóðir Markvörðurinn Ólafur Gíslason hefur náð munnlegu samkomulagi við handknattleiksdeild Vals eftir árs dvöl hjá Pfadi Winterthur í Sviss. Ólafur er 25 ára en hann hóf ferilinn hjá Valsmönn- um en lék svo með Aftureldingu og ÍR áður en hann hélt út. Hann er fjórði leikmaðurinn sem gengur til liðs við Val á skömmum tíma og á að veita Pálma Péturssyni samkeppni eftir að Hlynur Jóhannesson lagði skóna á hilluna. Ólafur og Markús Máni Michaelsson skrifa formlega undir hjá Val í næstu viku. FÓTBOLTI Frank Lampard, miðju- maður enska landsliðsins, segist ætla að halda áfram sem víta- skytta liðsins þrátt fyrir að hfa misnotað víti í æfingaleiknum gegn Ungverjalandi. Gabor Kiraly varði spyrnuna frá Lampard í 3-1 sigurleik enska liðsins en samt sem áður vill Lampard halda áfram að taka vítin. „Maður getur alltaf klúðrað einn daginn en samt sem áður vil ég halda áfram,“ segir Lampard en hann segist ekki hafa getað æft vítin af krafti að undanförnu þar sem hann hafi verið upptekinn við aðra hluti. Annars er það að frétta úr her- búðum enska landsliðsins að Gary Neville missti af æfingu í gær vegna smávægilegra meiðsla. „Þetta er alls ekkert alvarlegt, bara smámunir eftir leikinn á þriðjudag. Hann verður orðinn klár í slaginn fyrir fyrsta leik,“ sagði talsmaður enska knatt- spyrnusambandsins. - egm Frank Lampard, Englandi: Ég mun taka vítin áfram TEKUR VÍTIN Lampard heldur hlutverki sínu sem vítaskytta. NORDICPHOTOS/AFP HANDBOLTI Halldór Ingólfsson, leikmaður og aðstoðarþjálfari Hauka, mun að öllum líkindum semja við norska handknattleiks- félagið Stavanger Handball. Halldór hélt út í vikunni til við- ræðna við félagið, sem gerði honum tilboð, en Halldór sendi þeim gagntilboð til baka. „Ég er ekki búinn að skrifa undir en ég lagði fram mínar óskir og þeir munu senda mér annað tilboð um helgina. Þetta ætti að skýrast endanlega þá en það munaði ekki ýkja miklu á til- boðunum. Ég geri ráð fyrir því að þetta klárist og við stefnum að því,“ sagði Halldór við Frétta- blaðið í gær en hann var þá á heimleið frá Noregi. „Þetta er gamall og fornfræg- ur klúbbur sem er að byggja upp um þessar mundir. Það hafa nokkrir leikmenn farið frá þeim og því er unnið hörðum höndum að því að styrkja liðið. Ég lagði fram mínar hugmyndir og hlust- aði á þeirra,“ sagði Halldór sem útilokaði að taka með sér leik- menn frá Haukum, en sagði að íslenskir leikmenn kæmu alveg eins til greina ef sú staða kæmi upp. Halldór stjórnaði æfingu hjá liðinu og fékk forsmekkinn af því sem koma skal hjá liðinu, ef hann tæki við. „Það voru ágætis strákar í liðinu en það vantaði kannski leikmenn sem sköruðu framúr,“ sagði Halldór, sem talar ágæta norsku sem gerir honum auðveldara fyrir en ella. - hþh Halldór Ingólfsson, leikmaður Hauka í Hafnarfirði: Semur líklega við Stavanger Handball HALLDÓR Er hugsaður fyrst og fremst sem þjálfari Stavanger en kæmi til með að spila eitthvað með liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN FÓTBOLTI Þýski landsliðsfyrirliðinn Michael Ballack gagnrýnir leikað- ferð Jürgens Klinsmann, en nú er aðeins ein vika í heimsmeistara- mótið í heimalandi þeirra kum- pána. Ballack sagði að honum lit- ist illa á að halda áfram að spila á sama hátt og Þjóðverjar gerðu í 2- 2 jafnteflinu gegn Japönum í æfingaleik í vikunni. „Jürgen Klinsmann hefur verið að búa til ungt og nýtt lið síðustu tvö ár en við erum alltaf að gera sömu mistökin og þurfum að styrkja vörnina til muna. Við sækj- um mjög mikið og það sýndi sig gegn Japan að það þýðir að þegar við töpum boltanum, erum við í miklum vandræðum. Við verðum að einbeita okkur að vörninni en ekki sókninni,“ sagði Ballack, sem hefur aldrei gagnrýnt Klinsmann áður. „Þjálfarinn veit hvað ég er að hugsa og allir aðrir leikmenn gera það líka. Við höfum þegar talað um þetta, en það verður undir Klinsmann komið að ákveða hvað við gerum,“ sagði Ballack. - hþh Michael Ballack: Gagnrýnir Klinsmann KLINSMANN Fær það óþvegið frá lands- liðsfyrirliða sínum. NORDICPHOTOS/AFP Heiðmar Felixson er ekkert á því að taka sér sumarfrí frá atvinnumennsk- unni í handboltanum en hann leikur með þýska liðinu Hannover-Burgdorf. Heiðmar er kominn hingað til lands og auk þess að starfa í lögreglunni á Dalvík spilar hann knattspyrnu með Þór í 1. deildinni í sumar. „Maður hefur fótboltann í sér líka, ég fer þetta á stærðinni og hraðanum. Ég hef nánast aldrei hætt í fótbolta en það eru komin þrjú ár síðan ég var síðast í honum á fullu. Ég hlakka mikið til sumarsins með Þór og líst vel á þetta,“ sagði Heiðmar, en hann spilaði sinn fyrsta leik á miðvikudaginn þegar Þór vann Tindastól í VISA bikarnum, 6-1. Heiðmar skoraði eitt mark og lagði auk þess upp tvö. Framtíð hans í handboltanum er öllu óskýrari en lið hans var á barmi gjald- þrots og leit út fyrir að allir leikmenn þyrftu að fara frá liðinu. „Þetta lítur betur út núna, það eru komnir góðir peningar inn í klúbbinn en við missum reyndar Robertas Pauzuolis, okkar besta mann. Ég veit að ég get verið þarna áfram eins lengi og ég vil en hugurinn er farinn að stefna heim. Ég geri þó fastlega ráð fyrir því að ég klári þetta tímabil og komi síðan heim, enda á ég eitt ár eftir af samningn- um. Ætli ég komi þá ekki heim og fari í fótboltann,“ sagði Heiðmar léttur í bragði en hann staðfesti að hann hefði talað við handknattleiksdeildir sinna gömlu liða, KA og Þórs. Heiðmar er orðinn víðfrægur fyrir heimasíðu sína Heiðmar.de, sem hefur vakið athygli fyrir léttleika og skemmti- legheit og ber jafnan á góma samkeppni á milli hans og hins dýnamíska Loga Geirssonar, sem heldur uppi heimasíð- unni logi-geirsson.de. „Ég er miklu betri en Logi! Neinei, við erum báðir góðir en síðurnar eru ekkert svipaðar,“ sagði Heiðmar, sem er með þrjá menn í því að uppfæra heimasíðuna, en uppstilltar myndir af honum hafa vakið hvað mesta lukku á síðunni. HINN ÓTRÚLEGA FJÖLHÆFI HEIÐMAR FELIXSON: SPILAR KNATTSPYRNU MEÐ ÞÓR Í SUMAR Maður hefur fótboltann í sér líka

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.