Fréttablaðið - 02.06.2006, Síða 90
2. júní 2006 FÖSTUDAGUR58
Mikið úrval af
adidas vörum
adidas.com/footballIMPOSSIBLE IS NOTHING
FÓTBOLTI Bókaútgáfan Hólar hefur
gefið út bókina „What the Red
Devils said“ en hún er tileinkuð
minningu knattspyrnugoðsagnar-
innar George Best.
Bókin inniheldur tilvitnanir
framkvæmdastjóra og leikmanna
Man. Utd hver um annan í gegnum
tíðina. Nægir þar að nefna menn
eins og Sir Alex Ferguson, David
Beckham og Eric Cantona.
Bókin er á ensku og það var
Guðjón Ingi Eiríksson sem safnaði
saman tilvitnunum.
Hvað sögðu Rauðu djöflarnir?
Tilvitnanabók
um Man. Utd
ÍSLENSK BÓK Á ENSKU Bókaútgáfan Hólar
er búin að gefa út tilvitnanabók á ensku á
Íslandi.
FÓTBOLTI Franski sóknarmaðurinn
Thierry Henry segir að landsliðið
geti enn bætt sig töluvert eftir 2-0
sigur gegn Dönum í æfingaleik.
Henry skoraði fyrra markið en
Silvain Wiltord það síðara úr víta-
spyrnu en Frakkar vonast til að
binda enda á HM martröðina frá
2002 þegar liðið fór í gegnum
riðlakeppnina án þess að vinna
leik og án þess að skora.
„Við vörðumst vel og sýndum
skemmtilega takta í sókninni. Það
er gaman að hafa spilað gegn
sterku liði á borð við Danmörku,
sem gekk frá okkur á HM 2002.
Við héldum ró okkar og skoruðum
á mikilvægum tímum sem gaf
okkur færi á að slaka aðeins á, en
við getum klárlega gert mun
betur,“ sagði Henry, sem skoraði
þarna sitt 32. mark, og færðist enn
nær 41 marks meti Michel Plat-
ini.
„Það er mikilvægt fyrir alla að
skora mörk fyrir HM. Mér er
alveg sama um einhver met, ég
fylgist ekkert með þeim,“ sagði
þessi magnaði Frakki.
- hþh
Franski framherjinn frá Arsenal, Thierry Henry:
Við getum enn bætt okkur
HENRY Fagnar hér marki sínu gegn Dönum í fyrradag. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Cesc Fabregas, miðju-
maður Spánverja, segir að liðið
geti vel unnið HM í sumar.
Fabregas gæti fengið sæti í byrj-
unarliðinu þegar Spánn mætir
Úkraínu 14. júní.
„Markmiðið okkar er á endan-
um, alltaf að vinna mótið og við
getum það vel. Eins og ég hef sagt
áður þá verður það reyndar mjög
erfitt, við erum með mjög ungt lið.
Fyrir marga okkar er þetta okkar
fyrsta stórmót en það þýðir ekki
að við séum alveg reynslulausir,
við höfum margir hverjir mikla
reynslu frá klúbbunum okkar og
við spilum fyrir stór lið,“ sagði
Fabregas. - hþh
Cesc Fabregas:
Við getum
unnið HM
GOLF Íslenskir kylfingar eru
komnir á fullt og keppa víða
þessa dagana. Birgir Leifur Haf-
þórsson datt úr keppni á áskor-
endamóti í Englandi þótt hann
hafi bætt sig um tíu högg á milli
hringja. Fyrri dagurinn hjá Birgi
Leifi var mjög slakur og það
felldi hann. Nokkrir Íslendingar
taka síðan þátt á opna austur-
ríska áhugamannamótinu og þar
hefur Sigmundur Einar Másson
leikið best en hann kom í hús á
pari.
Íslenskir kylfingar í eldlínunni erlendis:
Misjafnt gengi hjá íslensku
kylfingunum erlendis
FÓTBOLTI Íslenska U21 landsliðið
þurfti að taka á honum stóra sínum
til að ryðja Andorra úr vegi á leið
sinni í undankeppni Evrópumóts-
ins, Fyrri leikurinn ytra endaði
með markalausu jafntefli en
Ísland náði að setja tvö mörk á
Andorra á Akranesi í gær.
Guðjón Baldvinsson, leikmaður
Stjörnunnar, fékk tvö bestu færin
í fyrri hálfleiknum. Eftir aðeins
þrjár mínútur náði varnarmaður
Andorra með naumindum að
bjarga á marklínu frá Guðjóni og
þegar rúmar fimm mínútur voru
eftir af hálfleiknum fékk hann
sannkallað dauðafæri. Emil Hall-
freðsson gerði vel á vinstri vængn-
um og renndi boltanum á Guðjón
sem skaut hins vegar lausu skoti
beint á markvörð gestana, fór illa
með ansi gott tækifæri.
Andorra lagði áherslu á varnar-
leikinn en besta færið sem liðið
fékk í fyrri hálfleik kom eftir mis-
tök frá Hrafni Davíðssyni, mark-
verði Íslands, sem náði síðan að
bjarga andlitinu. Oft á tíðum var
mikill atgangur í vítateig Andorra
en það gekk ekki að koma boltan-
um í netið og staðan markalaus í
leikhléi.
Seinni hálfleikurinn fór ansi
rólega af stað og illa gekk hjá
íslenska liðinu að skapa sér færi
allt fram á 65. mínútu. Þá kom
stórskotahríð að markinu en á ein-
hvern óskiljanlegan hátt tókst
gestunum að koma í veg fyrir
mark. Þeir náðu síðan að snúa
vörn í sókn skömmu síðar og fengu
óvænt mjög gott færi en skotið
framhjá.
Lið Andorra spilaði með öflug-
an varnarmúr og notaði hvert ein-
asta tækifæri til að tefja leikinn
og fór það mikið í taugarnar á leik-
mönnum íslenska liðsins. Það var
loksins á 80. mínútu sem tókst að
brjóta ísinn en þá fékk Ísland víta-
spyrnu eftir að brotið var á Bjarna
Þór Viðarssyni og Emil Hallfreðs-
son skoraði af öryggi. Eftir þetta
var aldrei spurning hvoru megin
sigurinn yrði og Rúrik Gíslason,
leikmaður Charlton, bætti við öðru
marki í uppbótartíma eftir að
Theódór Elmar Bjarnason gaf á
hann.
„Þessi leikur var bara fram-
lenging á því sem gerðist í And-
orra. Flæðið í okkar spili var ekki
nægilega gott í fyrri hálfleik en
það er ljóst að við áttum að skora
miklu fyrr. Guðjón sagði við mig
að hann hefði átt að skora sex
mörk og það segir sitt,“ sagði
Lúkas Kostic, þjálfari U21 lands-
liðsins, eftir leikinn. „Það er erfitt
að spila á móti liði sem liggur
svona rosalega í vörn, þeir gera
allt til að drepa tempóið í leiknum
og komust upp með að liggja lengi
þó að ekkert væri að þeim.“
Ísland mætir nú Austurríki úti
þann 16. ágúst og svo Ítalíu heima
þann 1. september í undankeppni
EM. elvar@frettabladid.is
Ísland í vandræðum með Andorra
Íslenska U21 landsliðið er komið í undankeppni Evrópumótsins eftir að hafa náð að leggja Andorra að velli,
2-0, í tveimur leikjum í forkeppni. Strákarnir sýndu þó engan stjörnuleik enda erfitt gegn liði sem er eins
varnarsinnað og Andorra. Sigurinn skipti þó vissulega öllu þegar upp er staðið.
ÁHYGGJUFULLIR ÞJÁLFARAR Lúkas Kostic
og aðstoðarmaður hans, Magnús Gylfason,
voru oft þungir á brún í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
ELTINGARLEIKUR Íslensku strákarnir máttu hafa vel fyrir hlutunum í gær og fór oft góður tími í að elta boltann uppi en hér er það Húsvík-
ingurinn Pálmi Rafn Pálmason sem skeiðar á eftir knettinum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA