Fréttablaðið - 02.06.2006, Page 94
2. júní 2006 FÖSTUDAGUR62
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1 Edda Heiðrún Backman
2 30 ár
3 Steve Nash
Nýr humar, grillpinnar
sólþurrkaður saltfiskur
opið alla laugardaga 11-14
1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2
Elín María Björnsdóttir, stjórn-
andi Brúðkaupsþáttarins Já, fer
í sumar í sitt eitt hundraðasta
brúðkaup.
Þátturinn er að fara í gang í
sjöunda sinn á Skjá einum og
ávallt hefur Elín María verið við
stjórnvölinn. Hún segist ekki
hafa átt von á því að fara í svona
mörg brúðkaup þegar þátturinn
hóf göngu sína. „Það hvarflaði
aldrei að mér. Þetta var áhuga-
mál sem virkaði bara svona vel,“
segir Elín María. „Það hafa verið
ótrúlegar viðtökur við þessum
þætti og ég átti ekki von á að ég
yrði ennþá í þessu. Þetta er bara
mannlífsflóran og við erum að
sýna hlutina eins og þeir eru,“
segir hún.
Nýja þáttaröðin verður í svip-
uðu formi og áður að sögn Elín-
ar. „Auðvitað breytast þættirnir
lítillega og við höfum alltaf
komið með nýjungar en kjarninn
virkar vel og þá erum við ekkert
að breyta til.“
Elínu til halds og traust í
sumar verða þau Sigríður Kling-
enberg, sr. Bjarni Karlsson og
sr. Jóna Hrönn Bolladóttir með
góð ráð fyrir þau pör sem ætla
að ganga í það heilaga.
-fb
Hundraðasta brúðkaupið
ELÍN MARÍA BJÖRNS-
DÓTTIR Elín María fer
í sitt eitt hundraðasta
brúðkaup í sumar.
LÁRÉTT
2 bera að garði 6 kringum 8 frosts-
kemmd 9 kann 11 tveir eins 12
skordýr 14 nuddast 16 bardagi 17 sigti
18 niður 20 bor 21 nabbi.
LÓÐRÉTT
1 hryggdýr 3 klafi 4 land 5 einkar 7
álitinn 10 traust 13 framkoma 15
hnappur 16 flana 19 tveir eins.
LAUSN:
LÁRÉTT: 2 Koma, 6 Um, 8 Kal, 9 Get, 11
Ll, 12 Lirfa, 14 Núast, 16 At, 17 Sía, 18
Suð, 20 Al, 21 Arða.
LÓÐRÉTT: 1 Fugl, 3 Ok, 4 Malasía, 5 All,
7 Meintur, 10 Trú, 13 Fas, 15 Tala, 16
Asa, 19 Ðð
Á dögunum varð ég 25 ára. Mörgum
finnst það stór biti að kyngja að vera orð-
inn hálfþrítugur og til að gera upplifunina
bærilegri voru mínir nánustu svo sætir
að halda veglega veislu mér til heiðurs.
Nokkrar af mínu bestu vinkonum voru
ennfremur svo óhemjusniðugar og sætar
að gefa mér frábærustu afmælisgjöfina −
vikuferð í sólina á Spáni.
Ég og tvær vinkonur mínar ákváðum að
fara saman út í afslöppun, kokteildrykkju
og sólbað í eitt stykki viku til að undir-
búa okkur fyrir gott sumar á Íslandi. Við
pökkuðum að sjálfsögðu öllum efnislitlu
fötunum okkar niður, glamúrglingri,
góðum bókum og tónlist til að geta átt
sem bestar stundir saman. Að sjálfsögðu
var ætlunin líka að borða góðan mat,
drekka marga kokteila og hlæja óhemju-
mikið, en aðalatriðið var að við ætluðum
að gera þetta þrjár saman.
Það fyndna er að allir karlmennirnir í
kringum okkur tóku þessari ferð sem
hömlulausum djammdaðursleiðangri.
Karlmenn sjá svona ferðir iðulega fyrir
sér í hillingum þar sem stelpurnar eru
í vikulöngum koddaslag og bera olíu
hver á aðra. Við komum að sjálfsögðu af
fjöllum þar sem raunin er svo allt önnur.
Auk þess erum við eiginlega of gamlar
fyrir diskótek og höfum afskaplega
takmarkaðan áhuga á öllum þessum
Juan Carlosum og Raulum sem virðast
vera á hverju strái, svo ekki sé minnst á
Hanzana og Fredrichana.
Ég verð að viðurkenna að mér brá örlítið
REYKJAVÍKURNÆTUR: HARPA PÉTURSDÓTTIR SLEIKIR SÓLINA Á SPÁNI
„Strákarnir fara í sumarfrí í júlí
og þegar þeir snúa aftur munu
þeir einbeita sér að því að þróa ný
verkefni sem þeir fara í hér á Stöð
2,“ segir Heimir Jónasson, dag-
skrárstjóri Stöðvar 2. Ákveðið
hefur verið að hinir sívinsælu
Strákar, Sverrir Sverrisson, Auð-
unn Blöndal og Pétur Jóhann Sig-
fússon, fari í ný verkefni með
haustinu. Það þýðir að Strákarnir
hætta í þeirri mynd sem verið
hefur en strákarnir sjálfir munu
halda áfram að birtast landsmönn-
um á skjánum.
Heimir segir að gerður hafi
verið nýr samningur við Strákana
fyrir nokkrum mánuðum þar sem
gert var ráð fyrir að þeim gætu
verið falin ný verkefni. Ákveðið
hafi verið að nú væri rétti tíminn
til að prófa eitthvað nýtt.
„Þetta er enn á of viðkvæmu
stigi til að segja nákvæmlega hvað
þeir munu taka sér fyrir hendur.
Það eina sem ég get sagt er að ekki
er víst að þeir þrír muni endilega
vinna allir saman, þó að einhverjir
þeirra kunni að gera það,“ segir
Heimir.
Heimir segir ennfremur að
ástæðan fyrir þessu sé ekki sú að
áhorf á Strákana hafi minnkað.
Það hafi þvert á móti aukist tals-
vert í síðustu fjölmiðlakönnun.
„Þeir eldast eins og aðrir og vilja
þroskast. Þeir eru líka búnir að
taka allar áskoranir sem
til eru. Við teljum
einfaldlega að
það sé betra að
hætta á toppn-
um og gera
eitthvað nýtt og
spennandi í stað þess að strákarn-
ir fái jafnvel leið hver á öðrum og
þátturinn drabbist niður,“ segir
Heimir.
Undir þetta tekur Sveppi, hann
segir jákvætt að þeir séu enn mjög
góðir vinir. „Við skiljum sáttir allir
sem einn og þetta lítur allt mjög
vel út,“ segir Sveppi.
Rétt eins og þegar þeir félagar
hættu með 70 mínútur á Popptíví
og færðu sig yfir á Stöð 2 munu
þeir taka sér góðan tíma til að
móta nýju þættina. Heimir fæst
ekki til að upplýsa nánar um hvers
konar þætti verður að ræða, segir
einfaldlega að það verði betra
fyrir alla að stöðin bjóði upp á
þrjár sprengjur í stað einnar. Tals-
verðar breytingar eru annars fyr-
irhugaðar á dagskrá Stöðvar 2 í
haust að sögn Heimis. „Það verður
fullt af nýjum eldflaugum sem við
kynnum í sumar.“ hdm@frettabladid.is
STRÁKARNIR Á STÖÐ 2: FARA Í NÝ VERKEFNI EFTIR SUMARFRÍ
Snúa aftur með
nýja þætti í haust
STRÁKARNIR Stjórna nýjum þáttum á Stöð 2 í haust. Ekki er víst að þeir muni vinna allir
saman. Sveppi segir þá sátta við breytingarnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
HEIMIR JÓN-
ASSON Felur
Strákunum
ný verkefni í
haust.
í brún þegar ég heyrði þetta. Af hverju
ættum við að leita út fyrir landsteinana
að karlmönnum þar sem hinn sanni
fjársjóður er heima á Íslandi? Ég held að
þetta sé frekar skýrt dæmi um muninn
á hugsanagangi karla og kvenna. Það
mætti halda að í hugum karlmanna sé
tilgangurinn með svona ferð eingöngu sá
að fleka blóðheitar spænskar stúlkur og
hanga blekaðir á „untjs-untsj-klúbbum“.
Hins vegar lítum við konur á ferðina sem
endurnæringu, gæðastundir saman og
erum hreint út sagt sjálfum okkur nógar!
Við nýtum tímann vel til að haga okkur
eins og kjánar fjarri athugulum augum
föðurlandsins, þá sjaldan maður fær frí
frá þeim!
Því miður verðum við að skemma fyrir
ykkur karlmönnum þessa erkiímynd
stelpuferðanna sem er límd í hausnum
á ykkur. Við fáum
alveg nóg af daðri
og djammi heima!
Alvöru íslenskir
karlmenn eru mun
merkilegri en
tunguliprir latino-
gaurar sem afklæða
okkur með aug-
unum, flauta
og kalla og
eru allt of
agress-
ívir fyrir
okkar
smekk.
Salud fyrir
hinum
íslenska
karlmanni!
Stelpusól
HRÓSIÐ ...
fær Herdís Þorgeirsdóttir
prófessor fyrir að standa glæsi-
lega að ráðstefnunni Tengslanet
III – Völd til kvenna.
Herdís Þorgeirsdóttir
FRÉTTIR AF FÓLKI
Landsmenn munu eflaust sitja límdir við sjónvarpsskjáina í kvöld þegar
Kastljósið verður sýnt í Ríkissjónvarpinu.
Meðal gesta þáttarins í kvöld eru þeir
Bubbi Morthens söngvari og Eiríkur
Jónsson blaðamaður sem síðustu
misserin hafa átt í harðvítugum deilum
um skrif þess síðarnefnda
um þann fyrrnefnda í Hér
og nú og DV. Þetta mun
vera í fyrsta skipti sem
Bubbi og Eiríkur hittast
síðan deilur þeirra hófust
á síðasta ári. Þátturinn var
tekinn upp í gær
og urðu starfs-
menn RÚV
varir við tals-
verða spennu
þeirra á milli
á meðan
upptök-
urnar voru
undirbúnar.
Vel fór þó á
með Bubba
og Eiríki í þættinum, en samt ekki betur
en svo að þeir tókust
ekki í hendur í lok
þáttarins.
Annars er sterkur orðrómur á kreiki
um það að Eiríkur
Jónsson muni koma
til starfa á Séð og
heyrt við hlið nýs
ritstjóra, Mikaels
Torfasonar. Góð
vinátta er með
þeim og má
telja líklegt að
Eiríki hugnist
vel að starfa
aftur við hlið
Mikaels.
Þeir Björn Ingi Hrafnsson og Vil-hjálmur Þ. Vilhjálmsson voru stoltir
í bragði þegar þeir tilkynntu um nýtt
meirihlutasamstarf í Reykjavík fyrir utan
hús Vilhjálms í vikubyrj-
un. Einkunnarorð nýs
meirihluta eru að
þeir stundi athafna-
stjórnmál. Mörgum
þeim sem fylgdust
með fundi þeirra
í sjónvarpinu þótti
því skjóta nokkuð
skökku við að sjá glitta
í jólaskraut sem enn
hékk utan á húsi
Vilhjálms
nú þegar
sumarið er
óneitanlega
komið.
- hdm