Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 2
2 10. júní 2006 LAUGARDAGUR
LÖGREGLUMÁL Héraðsdómur
Reykjavíkur framlengdi í gær
gæsluvarðhald yfir tveimur
Litháum sem hafa sætt lögreglu-
rannsókn vegna tilrauna til smygls
á fljótandi amfetamíni hingað til
lands. Samkvæmt úrskurðinum
eiga þeir að vera í gæsluvarðhaldi
til 21. júlí. Þriðji Litháinn á að sitja
í gæslu til 30. júní.
Tveir mannanna reyndu í tveim-
ur ferðum að smygla inn allmörg-
um flöskum af fljótandi amfetamíni
en voru gripnir við komuna hingað
til lands. Þriðji Litháinn hefur
verið búsettur hér á landi um skeið
og var handtekinn vegna gruns um
aðild að málinu. - jss
Amfetamínsmyglið:
Þrír Litháar
áfram í gæslu
ÞÝSKALAND, AP Lögreglan í Berlín
gerði í gær upptæka þrjú þúsund
bæklinga sem hægrisinnaður
stjórnmálaflokkur hafði látið
prenta fyrir heimsmeistarakeppn-
ina í fótbolta.
Lögreglan lagði hald á bækling-
ana í höfuðstöðvum hægriöfga-
flokksins NDP, því kynþáttahat-
urs gætti í bæklingunum, að sögn
talsmanns ríkissaksóknara í Berl-
ín.
Bæklingarnir vara við innflytj-
endum, en þar sagði að brátt yrði
þýska landsliðið nær eingöngu
skipað svörtum leikmönnum.
Húsleitin var gerð eftir að
kvörtun barst frá þýska knatt-
spyrnubandalaginu. Enginn var
handtekinn, en málið er enn í rann-
sókn. - smk
Húsleit í Berlín:
3.000 bæklingar
gerðir upptækir
BORGARMÁL Síðasti starfsdagur
Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur
borgarstjóra var í gær. Af því til-
efni var haldið fjölmennt kveðju-
hóf henni til heiðurs en um 300
borgarstarfsmenn kvöddu yfir-
mann sinn.
Steinunn Valdís hefur gegnt
starfi borgarstjóra í tæpa átján
mánuði en hún mun sitja í borgar-
stjórn áfram. Við athöfnina í gær
þakkaði Helga Jónsdóttir, sviðs-
stjóri stjórnsýslu- og starfsmanna-
sviðs, Steinunni fyrir samstarfið
fyrir hönd starfsmannana.
Steinunn sagði tímann hafa
verið skemmtilegan og þakkaði
samstarfsmönnum fyrir vel unnin
störf. - gþg
Ráðhús Reykjavíkur:
Borgarstjóri
kveður
HEIMSMEISTARAKEPPNIN Fótboltaáhuga-
menn fagna marki í Berlín í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
STJÓRNMÁL Miðstjórnarfundur
Framsóknarflokksins var haldinn
í gær. Halldór Ásgrímsson for-
maður Framsóknarflokksins, boð-
aði til fundarins vegna ákvörðun-
ar hans um að hætta í stjórnmálum.
Samþykkt var á fundinum að halda
flokksþing þriðju helgina í ágúst.
Í upphafi setningarræðu sinnar
sagði Halldór að hann hefði verið
lengi í forystu flokksins og tíma-
bært væri að aðrir tækju við.
Hann dvaldi ekki við það í byrjun
ræðunnar en gerði að umtalsefni
að formenn Framsóknarflokksins
hefðu löngum orðið fyrir árásum
pólitískra andstæðinga og sagði
ástæðu þess vera að ekki var hægt
að setja út á stefnumál flokksins,
og því hefði löngum verið nær-
tækast að ráðast að einstakling-
um. Halldór sagði að hann hefði
ekki farið varhluta af slíkum árás-
um. „Þetta er eitthvað sem við
verðum að búa við og það þýðir
aðeins eitt og það er að andstæð-
ingar okkar hræðast okkur og
þetta er þeirra eina leið til að koma
höggi á flokkinn. Þeim mun ekkert
takast það.“
Halldór sagði að árásir utan frá
væru þó ekki eins alvarlegar og
misklíð innan flokksins. Hann
sagði flokkinn ekki alltaf hafa
verið samstíga, hafa misst félaga
úr sínum röðum og jafnvel klofn-
að. „Við höfum hins vegar alltaf
komið sterkari úr slíkum átökum
en nokkur þorði að reikna með. Sú
ókyrrð sem hefur einkennt
umræðuna í flokknum undanfarið
er að sjálfsögðu ekki góð því hún
skapar vandamál í okkar röðum.
Ég ber auðvitað einhverja ábyrgð
á slíku sem formaður flokksins.
Ég hef vanist því að axla ábyrgð
og því er gaman að segja frá því
að í gær náðist góð sátt á milli mín
og varaformanns Framsóknar-
flokksins.“
Í niðurlagi ræðu sinnar horfði
Halldór til framtíðar. „Ný sigur-
ganga Framsóknarflokksins hefst
í dag,“ sagði hann með áherslu og
gerði formannskjör flokksins að
umræðuefni. „Við það verk verð-
um við að vanda okkur og tryggja
það að við flokknum taki einstakl-
ingur sem stendur vörð um þau
gildi sem við höfum varið saman
og eflt á síðustu áratugum en ekki
síður einstaklingur og einstakling-
ar sem horfa til framtíðar með
bjartsýni og eldmóð í hjarta.“
Halldór sagði að það dýrmætasta
sem hann tæki með sér úr flokks-
starfinu væri vinátta og velvilji
samstarfsmanna sinna.
Að lokinni ræðu Halldórs stóðu
flokksmenn úr sætum og hylltu
formann sinn með dynjandi lófa-
taki.
svavar@frettabladid.is / bjorn@frettabladid.is
Halldór hvatti alla
flokksmenn til sátta
Halldór Ásgrímsson gerði árásir pólitískra andstæðinga og misklíð innan
flokksins að umtalsefni í opnunarræðu miðstjórnarfundar Framsóknarflokks-
ins í gær. Hann sagði jafnframt að ný sigurganga flokksins væri að hefjast.
STJÓRNMÁL „Ég sit áfram í ríkis-
stjórninni, það er enginn ágreining-
ur um það,“ sagði Guðni Ágústsson,
varaformaður Framsóknar-
flokksins og landbúnaðarráðherra,
á fundi miðstjórnar flokksins á
Hótel Sögu í gær. Guðni vildi þó
ekkert segja til um hvort hann yrði
áfram í landbúnaðarráðuneytinu,
sagði það eitt að Halldór Ásgríms-
son formaður hefði umboð til mynd-
unar nýrrar ríkisstjórnar fyrir
hönd flokksins. Hann kvaðst þó
viss um að gengið yrði frá skipan
nýrrar ríkisstjórnar nú um helg-
ina.
Halldór og Guðni gengu sáttir
til miðstjórnarfundarins í gær
eftir skærur síðustu daga. Á
fimmtudagskvöld urðu þeir ásátt-
ir um að leggja til við fundinn að
flokksþing yrði haldið þriðju helg-
ina í ágúst. Vilji Halldórs stóð til
að halda þingið í haust en Guðni
vildi halda það sem fyrst. Guðni
segist hafa metið stöðuna svo að
best væri að kæla málið niður, í
raun væri þetta stuttur tími fyrir
þá sem hygðust bjóða sig fram til
forystustarfa. Sjálfur hefur hann
ekki afráðið hvort hann sækist
eftir formannsembættinu.
Um sættir þeirra Halldórs sagði
Guðni: „Við metum flokkinn okkar
mikils og þessi atburðarás fór með
málið í háaloft. Við komumst að
þeirri niðurstöðu að það væri mik-
ilvægt fyrir Framsóknarflokkinn
að horfa til framtíðar, deilurnar
mættu ekki snúast um okkur. Svo
búum við kannski báðir við það að
flokksmönnum þykir heldur vænt
um okkur báða. Þess vegna hefði
nú verið ljótur svipur á þessu ef
við hefðum haldið þessu áfram.“
-bþs
Guðni Ágústsson á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í gær:
Ég sit áfram í ríkisstjórninni
GUÐNI ÁGÚSTSSON Segist verða áfram í ríkisstjórn en hefur ekki gert upp hug sinn um
framboð til formanns. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
STJÓRNMÁL Haukur Logi Karlsson,
fyrrverandi formaður Sambands
ungra framsóknarmanna, ætlar að
bjóða sig fram til embættis ritara
Framsóknarflokksins. Hann lýsti
framboði sínu yfir á miðstjórnar-
fundinum í gær. Ritaraembættið
er þriðja æðsta embættið innan
flokksins, næst á eftir embættum
formanns og varaformanns, og
hefur ritari innri mál flokksins
með höndum. Siv Friðleifsdóttir
er núverandi ritari.
„Það er spennandi tækifæri
fram undan við að byggja flokkinn
upp og ég býð mig fram til að taka
þátt í því starfi,“ sagði Haukur
Logi á miðstjórnarfundinum í
gær. - bþs
Haukur Logi Karlsson:
Sækist eftir
embætti ritara
GAZA-SVÆÐIÐ, AP Palestínubúar eru
harmi slegnir efir árás Ísraels-
hers á strönd á Gaza-svæðinu í
gær, sem varð sjö óbreyttum borg-
urum í strandarferð að bana og
særði tugi manna. Meðal hinna
látnu voru þrjú börn, en jafnframt
er sagt að þrír palestínskir upp-
reisnarmenn hafi farist.
Mahmoud Abbas Palestínufor-
seti fordæmdi árásina og kallaði
eftir aðstoð Bandaríkjanna, Evr-
ópu og öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna.
Ísraelsher sagði flugskeyti
hafa farið af leið.
Hamas-liðar hótuðu í gær að
hætta vopnahléi sem þeir hafa
haldið síðan í febrúar 2005 vegna
árásarinnar, en engar yfirlýsingar
þess efnis bárust frá þeim með-
limum hreyfingarinnar sem leiða
palestínsku heimastjórnina. - smk
Ísraelsher myrðir börn:
Hamas hótar að
enda vopnahle
ANDLÁT Haukur
Freyr Ágústsson,
sem saknað hefur
verið frá fimmtu-
deginum 1. júní,
fannst látinn í
Reykjavík í gær-
morgun. Haukur
Freyr var 24 ára,
fæddur 5. febrúar
árið 1982, ókvænt-
ur og barnlaus og
til heimilis að Reyrengi 7 í Reykja-
vík.
Lögregla hafði leitað hans frá
því á miðvikudag og að sögn henn-
ar er málið ekki rannsakað sem
sakamál. - sh
Haukur Freyr Ágústsson:
Fannst látinn
HAUKUR FREYR
ÁGÚSTSSON
STJÓRNMÁL Halldóri Ásgrímssyni
voru þökkuð áratugalöng og far-
sæl störf í þágu Framsóknar-
flokksins í ályktun sem miðstjórn
flokksins samþykkti í gær. Í álykt-
uninni segir að miðstjórn skilji og
virði þá ákvörðun hans að láta af
formennsku og marki brotthvarf
hans þáttaskil í sögu Framsóknar-
flokksins og íslenskum stjórnmál-
um.
Miðstjórnin leggur áherslu á að
viðræðum um skipan ríkisstjórn-
ar verði lokið hið fyrsta og hvetur
til einingar og samstöðu meðal
framsóknarmanna. - bþs
Miðstjórnarmenn álykta:
Þakka Halldóri
farsæl störf
FJÖLMENNUR MIÐSTJÓRNARFUNDUR Hjálmar Árnason þingflokksformaður, Steingrímur
Hermannsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, og Ísólfur Gylfi Pálmason, fyrr-
verandi þingmaður, hlustuðu á ræðu Halldórs Ásgrímssonar á miðstjórnarfundinum í gær.
DÓMSMÁL Jónas Garðarsson, for-
maður Sjómannafélags Reykja-
víkur og stjórnarmaður í Sjó-
mannasambandi Íslands, sendi frá
sér tilkynningu í gær þess efnis að
hann drægi sig út úr öllum trúnað-
arstörfum á vegum félaganna
tveggja. Jónas tók þessa ákvörðun
til að koma í veg fyrir að hans per-
sónulegu mál trufluðu hagsmuna-
baráttu sjómanna, eins og það er
orðað í tilkynningunni.
Jónas var dæmdur til þriggja
ára fangelsisvistar í Héraðsdómi
Reykjavíkur í vikunni fyrir mann-
dráp af gáleysi. Þótti sannað að
hann hefði verið ölvaður undir
stýri skemmtibátsins Hörpu þegar
hann steytti á Skarfaskeri á Við-
eyjarsundi með þeim afleiðingum
að tvennt lést.
Fjölskyldur Matthildar Vict-
oriu Harðardóttur og Friðriks Á.
Hermannssonar, sem létust í slys-
inu, sendu frá sér áskorun á mið-
vikudag þar sem félögin voru
hvött til að losa Jónas undan
ábyrgðarstörfum sínum á vegum
þeirra. Erla Ruth Harðardóttir,
systir Matthildar heitinnar, var
einn bréfritara. „Þegar ég heyrði
þetta sagði ég fyrst af öllu að við
hefðum í raun gert honum greiða,
því þetta er siðferðilega rétt. Hann
hafði ekki séð það fram að þessu.
Við gerðum honum kannski ljóst
hvað hann varð að gera. Honum er
kannski við bjargandi eftir allt
saman.“ - shá
Jónas Garðarsson dregur sig út úr stjórnum innan sjómannaforystunnar:
„Þetta er siðferðilega rétt“
JÓNAS GARÐARSSON Jónas hefur ákveðið
að draga sig út úr öllum trúnaðarstörfum
sem hann gegndi á vegum sjómanna-
forystunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Miðstjórn Fram-
sóknarflokksins skilur ákvörðun hans.
SPURNING DAGSINS?
Eyjólfur, er mikið álag á
ykkur?
„Nei, en við erum undir góðum
álögum.“
Eyjólfur Þorkelsson er einn talsmanna
læknanema sem börðust fyrir því að fá greitt
tólf prósenta vaktaálag sem fellt hafði verið
út. Deilan leystist í fyrradag.