Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 12
12 10. júní 2006 LAUGARDAGUR GLÍMUKAPPI MEÐ BARN Japanskir súmó- glímukappar eru nú í Ísrael í vikuheimsókn til þess að styrkja tengslin milli landanna tveggja. Gerði þessi kappi sér lítið fyrir og stillti sér upp með ungbarn. Glímuköpp- unum er aðeins leyft að yfirgefa Japan á tveggja ára fresti. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður- lands vestra hefur sýknað land- eiganda af skaðabótakröfu öku- manns vélhjóls sem slasaðist þar í maí 2004. Vélhjólamaðurinn var á ferð neðan við bæinn Gauksmýri í Húnaþingi vestra þegar hestur kom hlaupandi út á veginn og í veg fyrir manninn með þeim afleið- ingum að maðurinn féll í götuna. Héraðsdómur sýknaði manninn þar sem talið var ljóst að eðlilega hafi verið staðið að vörslu hests- ins og girðingar hafi staðist allar kröfur. - sh Landeigandi sýknaður: Varsla hests talin í lagi Dæmd í tíu ára fangelsi Stjúpfaðir og móðir Bobbys, tíu ára drengsins sem var myrtur með hrottalegum hætti í Sví- þjóð í vor, voru dæmd í tíu ára fangelsi í vikunni. SVÍÞJÓÐ DÓMSMÁL Fái Tómas Zoega læknir ekki sitt fyrra starf sem yfirlækn- ir á geðsviði Landspítala - háskóla- sjúkrahúss nú þegar dómur Hæstaréttar liggur fyrir kallar það á höfðun skaðabótamáls upp á tugi milljóna króna. Þetta segir Karl Axelsson hrl., lögmaður Tóm- asar. Forsaga málsins er sú að árið 2001 ákvað framkvæmda- stjórn LSH að hefja undir- búning að breytingum á starfstilhögun yfirmanna þess þannig að þeir myndu framvegis vera í hundr- að prósent starfi og ekki sinna störfum utan sjúkrahússins öðrum en kennslu og annars konar störfum við háskóla. Tómas rak eigin læknastofu samhliða yfir- læknisstarfi sínu. Hann vildi ekki hlíta þessum breytingum og var honum tilkynnt að ákveðið hefði verið að leysa hann frá starfi yfir- læknis og að framvegis myndi hann gegna starfi sérfræðilæknis á geð- sviði. Tómas höfðaði mál. Héraðs- dómur felldi ákvörðunina úr gildi, en LSH áfrýjaði til Hæstaréttar. Í dómi Hæstaréttar segir að óheim- ilt hafi verið að breyta starfi Tóm- asar og ákvörðunin ólögmæt. „Munurinn í formi dóma Hér- aðsdóms og Hæstaréttar er sá að Tómas fær ekki starfið sjálfkrafa aftur. Spítalinn þarf að gefa grænt ljós,“ segir Karl Axelsson hrl., lög- maður Tómasar, um niðurstöðu dómsins og segir hann dóm Hæsta- réttar ótvírætt þýða að Tómasi beri að fá yfirlæknisstarfið aftur. „Ef spítalinn gefur það ekki er hann í rauninni að viðhalda því ástandi sem búið er að dæma ólögmætt. Ef forsvarsmenn spítalans ætla að neita Tómasi um að taka upp þráð- inn sem yfirlæknir geðsviðs þar sem frá var horfið er spítalinn að kalla yfir sig skaðabótaskyldu sem er þá nýtt mál. Þar yrði þá um tugi milljóna króna að ræða.“ Karl segir Tómas eiga rétt á miskabótum vegna ólögmætrar kröfu gegn honum. Þá þarf spítal- inn að greiða Tómasi eina og hálfa milljón króna í málskostnað. Anton B. Markússon hrl., lög- maður LSH, sagði að Tómasi bæri „alls ekki“ að fá yfirlæknisstarfið aftur samkvæmt dómi Hæstarétt- ar. „Grundvallarmunur er á ógild- ingu og ólögmæti,“ sagði Anton. „Samkvæmt ógildingardómi Hér- aðsdóms hefði Tómas orðið yfir- læknir aftur um leið og hann féll. Staðan í dag er sú að hann er sér- fræðilæknir áfram og það breytist ekki neitt. Það er fordæmalaust í íslenskri dómaframkvæmd að menn séu dæmdir að nýju inn í starf. Á þessu fékk spítalinn stað- festingu í Hæstarétti.“ Magnús Pétursson, forstjóri LSH, vildi ekki ræða viðbrögð spítalans að svo stöddu. jss@frettabladid.is Tekist á um túlkun dóms Lögmenn Landspítala og Tómasar Zoega læknis eru ekki á einu máli um hvort nýfallinn dómur Hæsta- réttar sé Tómasi í hag eða spítalanum. Dómurinn staðfestir ekki ógildingarúrskurð Héraðsdóms. KARL AXELSSON Landsmót á Vindheimamelum í Skagafirði 26. júní – 2. júlí Fjölskylduhátíð hestamanna – takið vikuna frá 26. JÚNÍ – 2. JÚLÍ 2006 VINDHEIMAMELUM www.landsmot.is � Frábær aðstaða � Bestu hestar og knapar landsins � Helstu dagskrárliðir á aðalvelli � 1.600 manna áhorfendastúka � Fjölbreytt skemmtiatriði Landsmót eru einstakir viðburðir, hápunktur og uppskeruhátíð, stærsta mót í heimi þar sem íslenskir hestar koma saman. Þar getur þú séð öll bestu hross landsins í fjölbreyttri gæðingakeppni, tölti, kappreiðum og kynbótasýningum. Farðu á www.landsmot.is og fáðu nánari upplýsingar um Landsmót hestamanna, einstakan viðburð og fjölskylduskemmtun. Í S L E N S K A A U G L Ý S I N G A S T O F A N / S I A . I S L A N 3 2 8 9 1 0 6 / 2 0 0 6 Miðaverð á LM 2006: Forsala: Selt í hliði: Vikupassi 9.000 kr. 10.000 kr. Helgarpassi (lau.-sun.) 7.500 kr. 8.000 kr. Unglingar (13-16 ára) 2.500 kr. 3.000 kr. (gildir alla vikuna) Dagsmiðar (mán.-fös.) 4.000 kr. Forsala á völdum Esso-stöðvum um land allt. VATNSRÉTTINDI Sá mikli munur sem er á upphæðum í kröfugerð Lands- virkjunar og landeigenda fyrir austan vegna vatnsréttinda þarf ekki að vera neitt óeðlilegur held- ur getur hann einfaldlega stafað af því að mismunandi aðferðir hafa verið notaðar við útreikning- ana. Lögfræðingar Landsvirkjunar telja að greiða eigi 150-375 millj- ónir króna fyrir vatnsréttindin á jörðum sem liggja að Jökulsá á Dal, Jökulsá á Fljótsdal og Keldá en landeigendur krefjast þess að fá 60-96 milljarða króna. Guðrún Gauksdóttir, formaður Rannsóknastofnunar í auðlinda- rétti hjá Háskólanum í Reykjavík, telur erfitt að tjá sig um upphæð- irnar þar sem hún þekki ekki for- sendurnar en hvað aðferðafræðina varðar sé þetta mjög áhugavert. „Það er ljóst að í takt við breytt- ar kringumstæður í þessum geira koma til skoðunar nýjar aðferðir við að reikna út verðmæti þessara vatnsréttinda. Það er til dæmis búið að stíga skref í þessa átt í Noregi og verður fróðlegt að fylgj- ast með því þar. Þetta er mjög áhugavert og full ástæða til að ætla að það sé grundvöllur til þess að endurskoða þær aðferðir sem beitt hefur verið við útreikning- ana hingað til.“ - ghs Guðrún Gauksdóttir dósent um kröfugerð fyrir vatnsréttindi fyrir austan: Nýjar aðferðir hækka verðið EFNAHAGSMÁL Spáð er að hagvöxt- ur í heiminum verði nær fimm prósent í ár og á næsta ári. Hnatt- væðingin hefur einkennst af þátt- töku fjölmennra þróunarríkja í Asíu, Suður-Ameríku og Afríku þar sem hagvöxtur hefur verið allt að tíu prósent á ári. Þetta kemur fram í vefriti fjármála- ráðuneytisins. Í OECD-ríkjunum er spáð að hagvöxtur verði um þrjú prósent í ár og á næsta ári en mismiklum hagvexti er spáð í einstökum lönd- um. Mestur verður hann líklega í Japan og Bandaríkjunum, um og yfir þrjú prósent, minnstur á evrusvæðinu, um tvö prósent, og tæplega þrjú prósent á Norður- löndunum og í Bretlandi. Vöxtur þjóðarframleiðslu frá ári til árs nefnist hagvöxtur og er hann mældur í hundraðshlut- um (prósentum). Ef þjóðarfram- leiðsla dregst saman er stundum talað um neikvæðan hagvöxt. Stundum er miðað við landsfram- leiðslu en ekki þjóðarfram- leiðslu. - ghs Hagvöxturinn í heiminum: Um þrjú prósent á Norðurlöndum HAGVÖXTUR Í HEIMINUM - í prósentum 2005 2006 2007 Evrusvæðið 1,4 2,1 2,2 Bandaríkin 3,5 3,5 3,0 Bretland 1,8 2,4 2,9 Norðurlönd 2,7 3,3 2,8 Japan 2,7 3,0 3,3 GUÐRÚN GAUKSDÓTTIR Segir nýjar aðferðir við að reikna út verðmæti vatnsréttinda koma til skoðunar. HOLLAND, AP Sjúkleg ástundun tölvuleikja gerist æ algengari og nú hafa Hollendingar riðið á vaðið með fyrsta meðferðarheimilið í Evrópu fyrir tölvuleikjasjúklinga. Forstöðumaðurinn Keith Bakk- er segir tölvuleikir allt eins ávana- bindandi og fjárhættuspil og vímuefni. Hann hefur tekið til meðferðar tuttugu sjúklinga á aldrinum 13-20 ára og segir þá sýna greinileg fráhvarfseinkenni, svo sem skjálfta og svitaköst. Meðferðin er kölluð „afeitrun“ og stendur í allt að átta vikur. Hún samanstendur af lífsleikninámi eins og náttúruskoðun og útiveru, sálfræðiráðgjöf og fleiru. ■ Þjóðfélagsmein í Hollandi: Tölvunördar í „afeitrun“ TÓMAS ZOEGA LÆKNIR Karl Axelsson lögmaður segir Tómas eiga rétt á miskabótum vegna ólögmætrar kröfu gegn honum. Þá þarf spítalinn að greiða Tómasi eina og hálfa milljón króna í málskostnað.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.