Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 22

Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 22
 10. júní 2006 LAUGARDAGUR Fimmtugsafmæli Bubba Morthens í vikunni fór ekki fram- hjá neinum enda fagnaði söngva- skáldið með mögnuðum tónleik- um í Laugardagshöll þar sem það leit yfir farinn veg. Bubbi er maður fjölbreytileik- ans segja þeir sem til þekkja, sem birtist ekki síst í því að hann er dellukall dellukallanna. Þegar hann bítur eitthvað í sig kemst ekkert annað að næstu miss- erin. Hann hefur verið með reiðhjóla- dellu, boxdellu, bíladellu, fata- dellu og síðast en ekki síst veiðidellu. Hann ver tugum daga við laxveiði á hverju sumri. Þá var heimili hans undirlagt af græjum til fluguhnýtinga á sínum tíma. Hann tekur ekki aðeins ást- fóstri við tóm- stundaiðju heldur einnig hugsjónir og málaflokka og gerist stundum ötull talsmaður þeirra. Eitt sinn gerðist hann stækur andstæðingur fiskeldis og um þessar mundir er verndun hálendisins honum mikið hjartans mál, eins og mátti berlega heyra á afmælistón- leikunum. En þótt hann tali af sannfæringu og einlægni um tiltekin mál er hann óhrædd- ur við að skipta um skoðun. Hann tekur áhugamálin mjög inn á sig og þeir sem umgangast hann fara ekki varhluta af þeim, frekar en öðru sem er á seyði í lífi hans hverju sinni. Bubbi er umdeildur, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Sumir brigsla honum um að haga segl- um eftir vindi og finnst hann hafa selt sig, til dæmis með því að koma fram í auglýsingum og selja tryggingafélagi útgáfuréttinn á tónlist sinni. Þeir sem þekkja hann segja það ómaklega gagn- rýni því Bubbi geri hlutina fyrst og síðast á eigin forsendum. Hann gangist aldrei neinum öflum full- komlega á hönd; hann hreinlega geti það ekki. Orkubolti er orð sem ber mikið á góma meðal vina Bubba þegar hann berst í tal, „bullandi ofvirk- ur“ segja sumir. Til að fá útrás stundar hann líkamsrækt tvisvar á dag og fáir jafnaldrar hans geta státað af að vera í jafn góðu líkamlegu formi. Stundum á hann það til að vera dálítill sveimhugi og jafnvel utan við sig en þegar hann bítur eitthvað í sig verður hann einbeitnin uppmáluð. Hann hefur lent í ófáum öldudalnum í gegnum tíðina, bæði veraldlega og tilfinningalega, en um leið og hann nær áttum kemst hann í gang og réttir úr kútnum. Það hlýtur að hafa áhrif á menn að hafa verið jafn mikið í sviðsljósinu í jafn langan tíma og Bubbi og því er ekki að neita að hann hefur átt í stormasömu sam- bandi við fjölmiðla. Hann hefur baðað sig í frægðinni og gengist upp í því hlutverki að vera opin- ber persóna. En þótt ástin í lífi hans hafi oftar en ekki verið þungamiðjan í textasmíðum hans hefur Bubbi ávallt gætt þess að fjölskylda sín fái að eiga sitt einkalíf í friði og spyrnir fast við fótum þegar honum finnst frið- helgi þess rofin. Sumir halda að eftir öll þessi ár í sviðsljósinu sé framkoma Bubba út á við ýkt og jafnvel uppgerð. Vinum hans og vanda- mönnum ber þó saman um að hann komi til dyranna eins og hann er klædd- ur, með tilheyr- andi kostum og göllum. Bubbi er skrifblindur en það er algengur misskilningur að hann sé líka les- blindur. Skrif- blindan háir honum ekki við lestur og hann er sagður mikill lestrarhestur og með puttann á púlsinum. Sé hann staddur erlendis leggur hann sig í líma við að finna hvaða bækur eru í umræðunni þar í landi og sökkvir sér í hverja bók- ina á eftir ann- arri. Ekki var um það að villast á afmælistón- leikunum að Draumalandið eftir Andra Snæ Magnason á upp á pallborðið hjá honum um þess- ar mundir. Mönnum ber saman um að það fari Bubba vel að eldast. Hann sé þroskaðri, hafi lært að búa til meira pláss fyrir aðra í kringum sig og gefi meira af sér. Það hefur þó ekki breyst að mest gefur hann af sér í tónlistinni og tjáir sig aldrei betur en í gegnum hana, eins og höfundarverk hans síðast- liðin þrjátíu ár ber vitni um. Því er spáð að Bubbi verði „hrikalega flott gamalmenni“ enda er hann ekki hræddur við að eldast. Það eru samferðarmenn og jafnaldrar hans heldur ekki „því þegar Bubbi verður gamall munu gamlingjarnir eiga senuna“. MAÐUR VIKUNNAR Verður hrikalega flott gamalmenni BUBBI MORTHENS TÓNLISTARMAÐUR 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.