Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 28
 10. júní 2006 LAUGARDAGUR28 Kæra Dagbók Þráinn Bertelsson skrifar ■ FÖSTUDAGUR, 2. JÚNÍ Of(sa)trú Nú ganga þær fréttir staflaust um landið að Halldór Ásgrímsson sé að hætta sem forsætisráðherra og for- maður Framsóknarflokksins og Finn- ur Ingólfsson sé að hita upp á hliðar- línunni og eigi að taka við af honum. Ég gæti best trúað að Halldór hafi uppgötvað að hann væri orðinn hundleiður á pólitík daginn eftir að hann varð forsætisráðherra. Þetta með Finn hlýtur að vera vitleysa. Hann er vissulega eldklár maður en hann hætti og flestir vita að það er of seint að hætta við að hætta þegar maður er hættur. Ég veit bara um einn mann á landinu sem gæti látið sér detta í hug að Finnur ætti afturkvæmt í pólitík. Sá maður er mjög heit-trúaður. ■ LAUGARDAGUR, 3. JÚNÍ „Fátækt fólk“ og „Halastjarnan“ í Öxnadal Nú er ég kominn norður í Hörgár- dal. Við Krummi lögðum af stað úr bænum síðdegis og vorum orðnir svangir þegar við komum niður Öxnadalinn. Síðan ég las „Fátækt fólk“, hina stórkostlegu ævisögu Tryggva Emilssonar, verð ég alltaf svangur þegar minnst er á Öxna- dalinn. Ég verð reyndar alltaf banhungraður þegar ég les um fátækt. Samt held ég að ég sé ekki tiltakanlega vondur maður. Nú hefur nútíminn notað sína aðferð til að útrýma fátæktinni í Öxnadal. Öll kotin, Fagranes, Gloppa, Geirþrúðargarðar og hvað þau nú hétu öll sömul eru komin í eyði fyrir löngu, síðast Bakkasel. Engimýri er enn þá í byggð og á Hálsi hinum megin við þjóðveginn, beint niðurundan Hraundranga og Þverbrekkuvatni er rekið veitinga- hús sem mikið orð fer af og heitir Halastjarnan. Þar snæddum við Krummi fjór- réttaðan kvöldverð, sannkallaðan herramannsmat og þær daladísir Guðveig Anna og Sonja Lind Eygló- ardætur og Karí Ósk Eger tóku okkur með kostum og kynjum. Við gistum hjá Jónínu og Hauki á Bægisá. Á morgun á að ferma heimasætuna, Sigurbjörgu Ástu. Skruppum í hesthúsið fyrir hátt- inn. Það vantar ekki gæðingana á Bægisá. ■ HVÍTASUNNUDAGUR, 4. JÚNÍ Gullmoli í Hörgárdal Fermingin fór fram í Möðruvalla- kirkju. Falleg athöfn, séra Sólveig Lára fermdi krakkana og svo kom séra Gylfi, maðurinn hennar, og tók þátt í að útdeila altarissakra- mentinu. Ég verð stundum dálítið angurvær þegar ég kem að Möðru- völlum, héðan er Sólveig mín, og í kirkjunni rifjast upp margar minningar, skírnir, fermingar, giftingar, jarðarfarir - og skírnir. Það var líf og fjör í fermingar- veislunni og helst hefði hún þurft að standa í þrjá daga svo að maður hefði nógan tíma til að tala við alla fjölskylduna og vinahópinn. En við lögðum í hann um sex-leytið. Ég stóðst samt ekki mátið og kom við í Skriðu til að ég gæti fengið að sjá graðfolann sem Þór hefur alið upp. Sá er þriggja vetra, brúnn og heitir Moli og er sannkallaður gullmoli. Þetta er einstök skepna. Aðrar eins hreyfingar hef ég ekki séð hjá nokkru hrossi, nema ef vera kynni Hrímni frá Hrafnagili. Eftir rjómann og sykrið í veislunni var ég svo hlaðinn orku að þegar við komum til Reykjavíkur var mér skapi næst að halda áfram og keyra hringinn í kringum landið í einum rykk. ■ MÁNUDAGUR, 5. JÚNÍ Þumalfingurreglan Rólegur dagur. Gat meira að segja unnið talsvert. Þar til í kvöld. Þá varð allt vitlaust. Var það ekki annars á hvítasunn- unni sem Heilagur andi kom yfir lærisveinanna og þeir fóru að tala tungum? Halldór Ásgrímsson var með blaðamannafund á Þingvöllum og sagðist vera ákveðinn í að hætta - en ekki alveg strax. Halldór er búinn að vera í sjón- varpinu - inni í hverri einustu stofu á landinu - að minnsta kosti fjögur, fimm kvöld í viku í þrjátíu ár. Það er gífurlega langur tími, ekki síst af því að í okkar hröðu veröld er þum- alfingurreglan sú að endingartími ráðherra er svipaður og endingar- tími ráðherrabíla. Afskriftareglan er miskunnar- laus. Það sem ekki er nokkurn veg- inn flunkunýtt er úrelt. Halldór varð fyrst ráðherra 1983. Margrét Thatcher sem þrauk- aði í ráðherraembætti í næstum 20 ár var kölluð „Járnfrúin“, og Tony Blair er nýgræðingur miðað við Halldór, hefur bara verið ráðherra síðan 1997 og er alveg að guggna. Það verður sjónarsviptir að Hall- dóri. Ég reiddist að vísu illa við hann þegar hann lenti í solli og var allt í einu búinn að ákveða í fullkomnu leyfis- leysi með Davíð Oddssyni að Íslend- ingar ættu að magna stríð gegn Írökum. Það var ekki gott. En það er ekki ég sem verð dóm- ari í því máli. ■ ÞRIÐJUDAGUR, 6. JÚNÍ Pólitískt fjöldasjálfsmorð Það verður engin gúrkutíð í ár. Framsóknar-leiðarljósið heldur áfram. Flokkurinn stendur í björtu báli og allir fjölmiðlar landsins keppast við að skvetta olíu á eldinn. Það er þetta með afsögn Hall- dórs. Sjaldan hefur nokkur kapall verið jafn fjarri því að ganga upp. Ef pælingin var sú að öll forysta Framsóknarflokksins segði af sér með Halldóri kom það víst fáum á óvart að hugmyndir um fjölda- sjálfsmorð fengju dræmar undir- tektir. Það er ekki skrýtið að fylgi Framsóknarflokksins skuli vera farið að mæðast. Þessi varkári miðjuflokkur hefur verið rekinn sem stormsveit útfrá stækum íhaldsflokki í allmörg ár og leiðin heim á miðjuna aftur er vandrötuð. Mörgum finnst einkavæðing ríkisfyrirtækja ekki vera beinlínis í verkahring miðjuflokks og þaðan af síður gallhörð stóriðju- stefna. Mikil uppsöfn- uð gremja beinist því að Fram- sóknar- flokknum og óvarlegt fyrir flokks- menn að vera einir á ferli eftir að skyggja tekur. Hvort þessi gremja er skynsam- leg veit ég ekki, en hún er skiljanleg út frá mannlegri náttúru. Andstæð- ingur manns er bara venjulegur mótherji en sá sem slæst í lið með honum er svikari. Þess vegna eru gífuryrðin ekki spöruð um fram- sóknarmenn og þeir eru úthrópaðir fyrir að vera gerspillt og siðlaus úrhrök og glæpamafía. En því grófari sem svívirðing- arnar verða sýnist vera meiri þörf fyrir hófsam- an miðju- flokk í hinum örg- eðja stjórn- mál- um á Íslandi. Trúlega hefði Framsókn- arflokkurinn gott af því að leggjast fyrir í grænni lautu og reyna að rifja upp sögu sína og köllun, hvert var ferðinni heitið, hvert var erindið og hverra erindi var flokknum trúað fyrir að reka? Flokkinn vantar ekki fjármála- snilling heldur forystusauð. Ef þetta rifjast upp mun Framsóknar- flokkurinn koma tvíelleftur til leiks á ný og þjóðin fagna honum eins og brúðguma. Bubbi Morthens er fimmtugur í dag. Hann er búinn að vera lengi að. Ekki getur hann samt sagt af sér. Hann er ástmögur þjóðarinnar. Sennilega hefði verið klókara að leyfa Finni að vera í friði og bjóða Bubba formannsembættið. ■ MIÐVIKUDAGUR, 7. JÚNÍ Jarðnesk paradís Þótt allt sé upp í loft í pólitíkinni held ég stillingu minni, axla mína ábyrgð og tek yfirvegaðar ákvarðanir. Og það sem meira er: Ég fram- kvæmi þær á stundinni í staðinn fyrir að leka þeim út fyrst. Mánuðum saman hef ég verið að undirbúa mig undir það andlega að byrja aftur í líkamsrækt. Í dag þegar ég var nýsestur við lyklaborðið að hamra inn minn dag- lega kvóta fann ég að stundin var komin. Dreif mig í hina jarðnesku paradís í Laugardalnum og erfiðaði í járnum í meira en klukkutíma. Mens sana in corpore sano. Sem þýðir: Maður hefur gott af að hreyfa sig. Þumalfingurregla! Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá ofsatrú, halastjörnu í Öxnadal og gullmola í Hörgárdal; og rætt um fyrirhugað fjöldasjálfsmorð, úreldingartíma ráðherrabíla og ástmög þjóðarinnar. Saab 3.150.000 kr. Klassi, öryggi, stíll! Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 E N N E M M / S ÍA / N M 2 17 4 7 Saab 9-3 Sport Combi Linear, 2.0 lítra, 150 hestafla. Klassík á viðráðanlegu verði* Það er klassi yfir Saab 9-3 Sport Combi bílunum, enda á Saab sér áratugalanga sögu sem einn stílhreinasti og öruggasti bíll sem völ er á. Saab 9-3 er margverðlaunuð nýjung í klassíska Saab stílnum þar sem öryggi og mýkt í akstri er í fyrirrúmi. Stórkostleg hönnun, öflug vél og ríkulegur staðalbúnaður gera Saab 9-3 að byltingu í klassíska geiranum. *Og verðið er algert einsdæmi fyrir lúxusbíl í þessum gæðaflokki!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.