Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 36

Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 36
Eftir átján mánuði í stóli borgarstjóra sest Steinunn Valdís Óskarsdóttir í minni- hlutann. Hún er stoltust af ákvörðun um launahækkan- ir til lægst launuðu borg- arstarfsmannanna en hefði viljað vinna betur að öldr- unarmálum. Hún gagnrýnir að stjórnvöld hafi ekki veitt borginni fé í málaflokkinn. Steinunn Valdís er sann- færð um að hún sé betri jafnaðarmaður en áður eftir borgarstjórastarfið. Hún ræddi við Gunnhildi Örnu Gunnarsdóttur um stjórnmálin. „Það er eins og annað sem maður tekur sér fyrir hendur í lífinu. Það tekur allt enda einhverntímann,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdótt- ir sem lætur af störfum sem borg- arstjóri um miðjan mánuðinn. Hún hefur gegnt starfinu í átján mán- uði, frá því að Þórólfur Árnason sagði af sér. „Ég hefði kosið að vera hér áfram með mínum samflokksmönnum, en það varð ekki. Ég hef hins vegar haft mikla ánægju af starf- inu. Ég hef verið borgarfulltrúi í tólf ár og hafði verið í tíu ár þegar ég tók við starfi borgarstjóra. Þá taldi ég mig þekkja kerfið út og inn en margt kom mér á óvart í framkvæmdastjórastarfinu sjálfu.“ Steinunn segir helst hafa snert sig hve nálægðin við fólkið var mikil. Sóst sé eftir nærveru borgarstjóra við hin ýmsu tæki- færi. „Mér finnst að á þessum átján mánuðum hafi ég öðlast meiri skilning en ég hafði áður á kjörum fólks í borginni. Ég lagði áherslu á það þegar ég tók við sem borgar- stjóri að einfalt yrði að nálgast mig. Ég var því með viðtöl í þjón- ustumiðstöðvum borgarinnar. Það mæltist mjög vel fyrir, því þangað kemur fólk sem kemur ekki endi- lega í Ráðhúsið.“ Viðtalstímarnir í þjónustumiðstöðvunum voru við- bót við vikulega tíma í Ráðhúsinu: „Þar snérust málin gjarnan um húsnæðismál, peningamál og alls kyns félagsleg vandamál. Málin urðu persónulegri heldur en þau sem rædd voru í Ráðhúsinu.“ Ígrundað að hækka launin Eftir að hafa kynnst kjörum lægst- launaðra í borginni og áttað sig á slæmri stöðu þeirra var stefnan tekin á að hækka laun þeirra. Það var gert í desember. Steinunn sætti harðri gagnrýni og var sökuð um að rugga þjóðarskútunni all- verulega. Hún var jafnvel sögð hafa skrifað kosningavíxilinn. „Setja verður ákvörðunina í samhengi,“ segir Steinunn og bætir við: „Um þessa ákvörðun hefur verið fjallað eins og hún hafi dottið af himnum ofan. Það var ekki þannig því hún er rökrétt framhald af því sem við í meiri- hlutanum vorum að gera.“ Stein- unn útskýrir að borgarstjóri hafi töluvert mikið vald í stjórnkerfi borgarinnar og vinni náið með samninganefnd Reykjavíkur. „Ég settist niður með samninganefnd- inni í upphafi viðræðnanna og lagði þær línur að við skyldum reyna að fara í þann leiðangur að hækka þessi lægstu laun umfram aðra, þó auðvitað ekki þannig að það raskaði aðstæðum á vinnu- markaði. Þessi áform kynnti ég í viðtali í Morgunblaðinu á Kvenna- frídaginn 24. október. Síðan er skrifað undir samningana í desem- ber og þá var eins og fólk væri að heyra þetta í fyrsta skipti. Kannski hefur það haldið að viðtalið væri enn eitt viðtal við stjórnmálamann án innistæðu, að verkin yrðu ekki látin tala.“ Það er ekki stíll Stein- unnar. Umdeild ákvörðun sú besta „Ég er mjög stolt af þessari ákvörðun og ánægðust með hana af öllum í borgarstjóratíð minni og það af ýmsum ástæðum. Marg- ir stóðu upp og gagnrýndu ákvörð- unina mjög harkalega. Ég varði hana með glöðu geði, því í tíð minni sem stjórnmálamaður hef ég ekki fengið eins mikil viðbrögð. Fólki ofbauð gagnrýni aðila vinnu- markaðarins og ýmissa þing- manna á ákvörðuninni, eins og það að hækka laun nokkurra þúsunda láglaunakvenna um einhverja þús- undkalla setti hér stöðugleikann á hliðina. Viðbrögðin sem ég fékk sannfærðu mig um það að ég væri að gera rétt.“ Hjá henni sjálfri hraka kjörin verulega við að láta af starfi borg- arstjóra og setjast í minnihlutann. Hún gefur lítið fyrir þær athuga- semdir. „Það er eins og hjá öðrum. Stundum kemur tíð þar sem menn eru með hærri laun og svo lægri laun inn á milli. Ég hlýt að lifa það af. Ég lifði á þessum launum áður en ég varð borgarstjóri og hlýt að gera það eftir að ég hætti. Ég hef engar áhyggjur af því.“ Í fyrsta sinn í minnihluta Þrátt fyrir að Steinunn hafi í tólf ár sinnt borgarmálunum hefur hún aldrei setið í minnihluta áður. „Þegar ég hóf þátttöku hér í borg- arstjórninni árið 1994 steig ég beint inn í meirihluta. Ég kom úr fyrsta meirihluta Röskvu í stúd- entaráði og hafði verið formaður þar. Ég þekki ekki hvernig það er að vera í minnihluta, en mér er sagt að það sé öllum hollt,“ segir Steinunn og hlær: „Ég nálgast verkefnið með því að hugsa að þetta verði ný reynsla.“ Hún segist ákveðin að fylgjast vel með meirihlutanum og veita þeim stöðugt aðhald. Hún sjái fyrir sér að minnihlutasetan verði fullt starf. „Störfin innan borgar- stjórnarinnar hafa verið að þróast þannig, þetta eru jú aðeins fimmt- án borgarfulltrúar. En auðvitað er miklu meiri vinna að vera í meiri- hluta en minnihluta, því ábyrgðin og formennskan í öllum nefndum liggur hjá meirihlutanum. Þannig að þetta hefur þróast þannig að flestir borgarfulltrúar hafa verið í fullu starfi.“ Spurð hvort lands- málin heilli hana, þar sem þónokkr- ir borgarfulltrúar í minnihluta hafi átt sæti á þingi samhliða minnihlutastörfum svarar Stein- unn: „Ég ætla bara að fara fyrst í sumarfrí og sjá svo til. Maður úti- lokar ekkert í pólitík. Síðustu dagar í Framsóknarflokknum sýna að maður á ekki að útiloka neitt. Ég hef mikinn áhuga á stjórnmálum og hef starfað í þeim mjög lengi, þannig að ég finn mér örugglega eitthvað að gera,“ segir Steinunn og bætir við: „Stjórnmál- in eru sá starfsvettvangur sem ég hef kosið mér í bili. Ég veit ekkert hvað gerist í sumar, það getur vel verið að ég komi þannig undan sumri að ég fari að gera eitthvað sem komi fólki á óvart. Það verður bara að koma í ljós.“ Aðeins einn borgarstjóri Steinunn sóttist eftir fyrsta sæt- inu hjá Samfylkingunni og segir að hún hafi talið heppilegast fyrir flokkinn ef sitjandi borgarstjóri hefði leitt listann. „Flokkurinn og þeir sem tóku þátt í prófkjörinu ákváðu að Dagur yrði í fyrsta sæti og ég í öðru. Auðvitað var ég ekki sátt við þá niðurstöðu en ég varð að vinna eftir henni. Ég held hins vegar að það að hafa starfandi borgarstjóra í fyrsta sæti hefði verið betra fyrir flokkinn.“ Það séu þó vangaveltur um hvað ef. Hvort hún hafi rétt fyrir sér með það skýrist ekki. Steinunn segir erfitt að svara hvort það hafi verið mistök af Samfylkingarmönnum að útiloka samstarf við sjálfstæðismenn: „Ég held að hægt hafi verið að ná saman málefnalega milli Samfylk- ingar og Sjálfstæðisflokks. Það reyndi hins vegar ekkert á það vegna þess að sjálfstæðismenn voru frekar á því að ræða við Framsóknarflokkinn. Málefnalega held ég að Samfylkingin eigi meira sameiginlegt í borgarmálunum með vinstri grænum og Framsókn en ég held að samstarfið hefði gengið. Það sem kannski helst hefði staðið í veginum fyrir því er að bæði Vilhjálmur og Dagur lýstu því yfir í aðdraganda kosninganna að það kæmi ekki til greina annað en þeir yrðu borgarstjórar. Hvor um sig gerði það, en það er aug- ljóst að ekki er hægt að skipta einum borgarstjórastól milli tveggja.“ Gjaldfrjáls leikskóli úr leik Steinunn telur að aldrei eigi að úti- loka samstarf við einn eða neinn í pólitík. En vísast hefðu skapast vandræði þar sem nýir borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins og þeir sem hafi setið eitt kjörtímabil séu mjög langt til hægri. „Þeir eru mjög hægrisinnaðir til dæmis í skólamálum og mjög til hægri í ýmsum velferðarmálum. Ég hugsa að það hefði getað orðið erfitt fyrir Samfylkinguna að ná saman með þeim hópi um ýmsar áhersl- ur. Ég til dæmis óttast núna að áform um gjaldfrjálsan leikskóla verði tekin til baka. Mér finnst það afar slæmt, því við erum búin að innleiða fyrstu skrefin.“ Gjald- frjáls leikskóli snúist um kjör fjöl- skyldna í borginni, því fjölskylda með eitt barn á leikskóla spari tut- tugu þúsund krónur í útgjöld: „Fólk munar um þessa peninga, ég tala nú ekki um ef börnin eru fleiri.“ Borgin grátt leikin Steinunn gagnrýnir ríkisstjórnina. Hún hafi staðið í stöðugu ströggli um að fá fjármagn til að sinna öldruðum án árangurs. „Það kæmi mér ekki á óvart þótt núna yrði skrúfað frá kranan- um ríkisins megin af því að það væri kominn „réttur litur“ á þá sem ráða í Ráðhúsinu. Það er skelfilegt fyrir Reykvíkinga að hugsa til þess. Ég hef staðið hér í baráttu við ríkisvaldið í ótal málum, sem snerta hagsmuni borgarinnar, til dæmis vegna öldr- unarheimila, og oft fengið það á tilfinninguna að það sé flokkslit- urinn sem ráði því hvort ríkisvald- ið komi til móts við okkur og setji fjármuni í ákveðna málaflokka.“ Spurð hvort það snerist við kæm- ist Samfylkingin til valda á lands- vísu svarar Steinunn: „Mér finnst það fráleitt. Það er ekki hægt að haga sér þannig gagnvart stærsta sveitarfélagi landsins. Kosningar eru lýðræðislegar. Núna liggur fyrir að búið er að mynda meiri- hluta Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknar. Ef Samfylkingin tekur við stjórnartaumunum hér á næsta ári get ég ekki séð fyrir mér að menn fari að refsa Reykjavíkur- borg fyrir það að vera með þessa flokka hér við stjórnvölinn. Það kemur langverst niður á borgar- búum sjálfum.“ Leggst undir feld Eftir tólf ár í meirihluta og síðustu tvö sem borgarstjóri sest Stein- unn Valdís í minnihlutann: „Ég held að borgarstjórastaðan hafi gert mig að betri manneskju. Eins og ég sagði þegar ég tók við starf- inu, þá er það miklu stærra en ég sem persóna. Mér finnst, og segi í einlægni, að starfið hefur þroskað mig sem stjórnmálamann og aukið skilning minn á kjörum og líðan fólks í borginni. Ég held að staðan hafi líka gert mig að betri jafnað- armanni. Ég er sannfærð um það.“ Spurð hvar hún verði eftir fjögur ár stendur ekki á svari sem hæfir hverjum stjórnmálamanni vel: „Fjórum árum eldri. Vonandi reynslunni ríkari.“ 10. júní 2006 LAUGARDAGUR36 Steinunn Valdís stendur upp úr stóli borgarstjóra FRÉTTAVIÐTAL GUNNHILDUR A. GUNNARSD. gag@frettabladid.is BORGARSTJÓRINN STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR Nýtt upphaf í stjórnmálalífi Steinunnar er á næsta leiti. Hún er á leið í minnihluta í borgarmálunum í fyrsta sinn. Steinunn óttast að áform um gjaldfrjálsan leikskóla verði tekin til baka í tíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar. Hér er hún með leikskólabörnunum á Laugaborg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Stjórnmálin eru sá starfsvettvangur sem ég hef kosið mér í bili. Ég veit ekkert hvað gerist í sumar, það getur vel verið að ég komi þannig undan sumri að ég fari að gera eitthvað sem kemur fólki á óvart. Það verður bara að koma í ljós.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.