Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 45

Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 45
44 28. janúar 2005 FÖSTUDAGURLAUGARDAGUR 10. júní 2006 9 Ertu á leið til framandi landa? Á heimasíðu Lonely Planet: www.lonelyplanet.com, er að finna góðar upplýsingar fyrir ferðamenn. Á síðunni eru upplýsingar um flest öll lönd í heimin- um, jafnvel þau allra frumstæðustu sem fáir ferðamenn heimsækja. Það besta við vefinn eru umræðuþræðirnir. Þar skiptast ferða- langar á upplýsingum og reynslusögum og þar má finna upplýsingar um allt milli himins og jarðar sem oft eru raunhæfari en það sem lesa má í glansbæklingum ferðaskrifstofanna. góð ráð } Strandbærinn Peniscola er sögulegur bær sem liggur norðarlega í Valencia-héraði á Spáni, um klukkustundar akst- ur er í suðurátt til samnefndrar borgar. Bærinn skartar líkt og flestir aðrir strandbæir á Spáni nútíma- legri og langri strandgötu sem teygir sig nokkra kílómetra með- fram fallegri hvítri sandströnd. Út frá ströndinni má vaða þrjátíu metra áður en sjórinn nær meðal stórum manni upp á mitti. Yfir ströndinni gnæfir gamall kastali sem stendur á sextíu metra hárri hæð sem umlukinn er háum virkismúrum. Páfar og kon- ungar voru meðal ábúenda í kast- ala þessum öldum saman. And- stæðurnar á milli nýtískulegrar strandgötunnar og kastalans eru hrífandi. Kvikmyndin El Cid sem fjallar um spænsku 11. aldar goð- sögnina Rodrigo Díaz de Vivar með stórleikaranum Charlton Heston í aðalhlutverki var kvik- mynduð í kastalanum og umhverfi hans. Þegar upp á hæðina er komið taka við þröngar húsagöt- ur umhverfis kastalann og fer hugurinn af stað um ævintýri fyrri alda. Innan um þröngar götur á hæðinni er aragrúi veit- ingastaða sem flestir bera fram sjávarrétti úr Miðjarðarhafinu, margir veitingastaðirnir eru þannig staðsettir að hægt er að njóta tilkomumikils útsýnis yfir Miðjarðarhafið á meðan fólk gæðir sér á matnum. Bærinn er þeim kosti gæddur að túristavæðingin er ekki orðin eins mikil og á mörgum öðrum stöðum á Spáni. Breskir barir eru sjaldséðir og gestir inni á þeim jafnvel sjaldséðari. Stærstur hluti gestanna er spænskt fjöl- skyldufólk. Íslenskar ferðaskrif- stofur eru ekki farnar að bjóða upp á pakkaferðir til bæjarins en miðað við það sem hann hefur upp á að bjóða þá gæti það hæg- lega gerst. Nýi hluti bæjarins er skynsamlega byggður, engin tíu hæða hótel sem skyggja á síðdeg- issólina hafa risið við ströndina nálægt gamla bænum. Göturnar eru hreinar og ekki hafa skyndi- bitakeðjur náð fótfestu heldur. Sólardýrkendur í leit að rólegu fríi í tiltölulega óspilltum bæ ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð. Sumir sem heimsækja spænska sólarströnd ekki í þeim tilgangi að vakna um miðja nótt þegar breski hópurinn á hótelinu kemur heim af barnum, með fullri virð- ingu fyrir þeirri annars ágætu þjóð. Peniscola hentar vel þeim sem vilja fá góðan nætursvefn. valgeir@frettabladid.is Söguslóðir og hvítar strendur Strandbærinn Peniscola. Það elta margir sólina á Spáni. Ferðaþjónustufyrirtæki vekja athygli á Vesturlandi sem væn- legum kosti fyrir ferðamenn. Þúsundir landsmanna flykktust á Vesturland um Hvítasunnuhelgina. Ástæðan var átak sextán ferðaþjón- ustuaðila sem tekið hafa höndum saman til að vekja athygli á Vestur- landi sem vænlegum ferðavalkosti. Ferðalangar hlýddu á sagna- menn, söngvara og tónlistarmenn vítt og breytt um Borgafjörð, gengu á fjöll og nutu kræsinga á Snæfells- nesi. Enn fremur brugðu menn sér í siglingar um Breiðafjörð og brýndu busana með víkingum í Dölum. Næsta samstarfsverkefni ferða- þjónustufyrirtækjanna er að fylkja liði á Vestnorden ferðakaupstefn- una í Reykjavík í haust til að festa Vesturland enn frekar í sessi hjá þeim erlendu aðilum sem selja ferðir til Íslands. Vesturland fyrir ferðamenn Gísli Einarsson segir sögur á Sögulofti Landnámssetursins. NÝ ÚTGÁFA AF KORTABÓK ÍSLANDS ER KOMIN ÚT. Á dögunum kom út hjá Máli og menningu ný útgáfa af Kortabók Íslands. Bókin inniheldur ný kort í mæli- kvarðanum 1:300 000 með sama útliti og Íslandsatlas Eddu. Landið er sýnt á 60 kortum sem unnin eru með bestu nútíma tækni og sýna landið eins og það er. Að auki eru í bókinni 40 kort af höfuðborgarsvæðinu og öðrum þéttbýlissvæðum auk upplýsinga um söfn, sundlaugar, golfvelli, tjaldsvæði og annað slíkt. Kortabókin er gormabundin og í þægilegu broti svo auð- velt er að fletta upp í henni á ferðalögum. Um er að ræða góða og aðgengilega bók sem er ómissandi í bílinn. Kortabók Íslands komin út Nýja kortabókin er ómiss- andi í ferðalagið. FERÐAMÖNNUM Á LEIÐ TIL OG FRÁ ÍSLANDI FJÖLGAÐI UM 20 PRÓSENT Á MILLI ÁRA. Farþegar um Keflavíkurflugvöll í maí voru 165 þúsund talsins og fjölgaði þeim um tæp 15 prósent milli ára. Um 15 prósent ferðalanganna áttu þó aðeins viðkomu hér á leið til annarra landa. Ef einungis er tekinn fjöldi þeirra sem voru á leið til og frá Íslandi fjölgaði farþegum um tæp 20 prósent. Fjöldi þeirra sem fóru um Keflavík- urvöll fyrstu fimm mánuði ársins var ríflega hálf milljón, eða 12 prósentum fleiri en árið 2005. Upplýsingar eru fengnar af vef Ferða- málastofu. Farþegum fjölgar Um 15 prósent ferðamanna sem koma á Keflavíkurflugvöll eru á leið til annarra landa en Íslands. Innritun fyrir haustönn 2006 Innritun fyrir haustönn 2006 stendur nú yfir. Umsóknarfrestur er til 12. júní. Rafræn innritun fer í gegnum www.menntagatt.is. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans sem er opin 8.00-15.00 eða á heimasíðu skólans, www.fa.is. Eftirtaldar námsbrautir eru í boði: Bóknámsbrautir til stúdentsprófs: félagsfræðibraut, málabraut, náttúrufræðibraut og viðskipta- og hagfræðibraut. Starfsnámsbraut; upplýsinga- og fjölmiðlabraut – veftæknanám, -viðbótarnám til stúdentsprófs Heilbrigðisskólinn: Heilsunuddarabraut, hjúkrunar- og móttökuritarabraut, brúarnám á hjúkrunar- og móttökuritarabraut, lyfjatæknabraut, læknaritarabraut, sjúkraliðabraut, brúarnám á sjúkraliðabraut og tanntæknabraut. -viðbótarnám til stúdentsprófs Almenn námsbraut. Nánari upplýsingar um allar þessar brautir eru á heimasíðu skólans, www.fa.is. Þar er einnig kynning á skólastarfinu, myndir úr félagslífi o.fl. Skólinn býður upp á fjarnám allt árið. Nánari upplýsingar á heimasíðu skólans. Skólameistari Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Króatíu í júní. Króatía hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum síðan við kynntum þennan frábæra áfangastað. Njóttu lífsins á þessum vinsæla sumarleyfisstað. Gríptu tækifærið og kynnstu einum eftirsóttasta áfangastað ferðamanna í Evrópu. Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu til Króatíu 21. júní frá kr. 39.990 Allra síðustu sætin 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.