Fréttablaðið - 10.06.2006, Síða 61
LAUGARDAGUR 10. júní 2006 37
Bruni eldsneytis veldur loftmeng-
un þar sem heilsuspillandi ryk-
agnir og gastegundir myndast
ásamt gróðurhúsalofttegundum.
Magn efnanna fer aðallega eftir
magni eldsneytisins en einnig
eftir eldsneytisgerð, í hvernig vél
það er brennt, hvernig vélin er
keyrð og við hvaða aðstæður.
Fraktskip mengar meira en flugvél
Fraktskip sem siglir til Evrópu
eyðir mun meira eldsneyti en
flugvél eða þota sem flýgur sömu
leið. Þar af leiðandi er bein meng-
un vegna eldsneytisbrennslu
fraktskipsins mun meiri. Frakt-
skip eyðir meiru vegna massa
síns sem getur verið kringum
hundraðfaldur massi flugvélar-
innar. Þar að auki þarf skipið að
ryðjast í gegnum vatn sem eykur
núning og krefst aukinnar orku.
Á móti því kemur þó að vatnið
umlykur ekki allt skipið og að
núningur loftsins við flugvélina
er hlutfallslega margfalt meiri
vegna þess hve hraði hennar er
mikill.
Flutningsgetan skiptir miklu máli
Samanburðurinn hér á undan er
ekki ýkja góður mælikvarði á
hvort mengi meira, flugvél eða
fraktskip; tilgangur ferðarinnar
er að flytja farm og þá skiptir
meira máli hversu mikil mengun
verður til við að flytja sama magn
af farmi. Það breytir miklu því þó
að flugvél eyði aðeins broti af því
eldsneyti sem fraktskip gerir í
hverri ferð þyrfti hún fljúga
nokkur hundruð ferðir til að flytja
jafnmikið og skipið getur gert í
einni ferð. Þar af leiðandi má ætla
að flugvélin valdi í raun meiri
loftmengun og gróðurhúsaáhrif-
um miðað við sama magn af
farmi.
Forsendur fyrir samanburði
Hægt er að sýna fram á þetta með
dæmi. Þó verður að hafa þann
fyrirvara að til eru margar mis-
munandi gerðir flugvéla og frakt-
skipa og er eyðsla og loftmengun
frá þeim mismunandi.
Í dæminu notum við uppgefn-
ar tölur frá tveimur flutningafyr-
irtækjum innanlands, annars
vegar er dæmi um fraktskip sem
ferðast frá Reykjavík til norður-
hluta Evrópu, og hins vegar er
flugvél sem flýgur svipaða leið
með frakt. Dæmið miðast við
hefðbundna þyngd farms og
heildareyðslu fyrir fraktskip og
flugvél. Eingöngu er gefin upp
þyngd á raunverulegum farmi
skipsins, en ekki þyngd flutnings-
gámanna sjálfra.
Dæmi um eldsneytiseyðslu
Gera má ráð fyrir að eldsneytis-
eyðsla fraktskipsins sé 175 tonn
og farmurinn 7500 tonn sem þýðir
að eldsneytiseyðsla á eitt tonn af
farmi er um 23 kg. Til saman-
burðar er eldsneytiseyðsla flug-
vélarinnar 12 tonn og farmurinn
36 tonn, sem gerir 333 kg af elds-
neyti á hvert tonn af farmi. Hér
sést greinilega að þótt fraktskip
noti samtals mun meira af elds-
neyti þá eyðir flugvélin um það
bil 15 sinnum meira eldsneyti en
skipið til að flytja sama magn af
farmi sömu leið.
Magn loftmengandi efna
Almennt eru gróðurhúsaáhrif
helstu gróðurhúsalofttegunda
(koldíoxíðs, metans og hláturgass
N2O) svipuð fyrir flugvél og
fraktskip miðað við sama magn
eldsneytis. Þetta þýðir að fyrir
hvert flutt tonn af farmi eru gróð-
urhúsaáhrif flugvélarinnar um
það bil 15 sinnum meiri en skips-
ins. Ef magn helstu loftmengandi
efna er áætlað kemur í ljós að
með hverju tonni af fluttum farmi
myndar flugvélin um það bil þri-
svar sinnum meira af köfnunar-
efnisoxíðum, níu sinnum meira af
kolmónoxíðum og 15 sinnum
meira af vetniskolefnum (að frá-
töldu metani) en þau hvetja meðal
annars til myndunar ósons við
yfirborð jarðar. Erfiðara er að
áætla magn svifryks og er því
sleppt hér.
Eldsneytisgerðin hefur áhrif
Áhugavert er að myndun brenni-
steinsdíoxíðs er svipuð fyrir
hvert tonn af fluttum farmi í
báðum tilfellum, eða eingöngu
um tvisvar sinnum meiri fyrir
flugvél en skip. Ástæðan er sú að
svartolía skipa er minna hreinsuð
en þotueldsneyti og því er brenni-
steinsinnihald svartolíunnar mun
meira sem veldur aukinni mynd-
un brennisteinsdíoxíða. Á næstu
árum verða alþjóðareglur um
brennisteinsinnihald svartolíu
hertar og má þá búast við að mun-
urinn aukist.
Samkvæmt þessu má almennt
segja að fyrir hvert tonn af flutt-
um farmi valdi flutningar með
flugvélum meiri loftmengun og
gróðurhúsaáhrifum heldur en
flutningar með fraktskipum.
Óbein mengun
Þegar óbein mengun sem hlotist
getur af flutningi farms er talin
með þá verður málið flóknara.
Sem dæmi má nefna að ef um er
að ræða matvöru sem halda þarf
kaldri, þá sleppur eitthvað af
kælimiðlum frá kæligámum
skipsins þann tíma sem siglingin
tekur. Í kælimiðlum eru oft mjög
virkar gróðurhúsalofttegundir og
í sumum eldri kæligámum eru
enn notuð klórflúorkolefni sem
eru einnig mjög virk ósoneyðandi
efni.
Sumir myndu vilja taka tillit
til hljóðmengunar, sérstaklega
nálægt flugvöllum. Flugvélar
hafa einnig áhrif á skýjafar og
hafa því sennilega áhrif á hitastig
og veðurfar en ekki er þekkt
nákvæmlega hve mikil þau áhrif
eru.
Albert S. Sigurðsson og Sigurð-
ur B. Finnsson, sérfræðingar hjá
Umhverfisstofnun.
Hvort mengar umhverfið meira:
Að sigla fraktskipi eða fjúga flugvél
yfir Atlantshafið?
�������������
���������������
Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Að
jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Meðal spurninga sem glímt hefur verið
við að undanförnu eru: Hvað liggur á bak við deilur Íraks og Írans, hvaðan kemur
orðið timburmenn, af hverju slást kettir þegar þeir hittast, hvað getið þið sagt mér um
arfgeng heilablóðföll, hvað er barokktónlist og fá útlendingar sjálfkrafa dvalarleyfi og
atvinnuleyfi við það eitt að giftast íslenskum ríkisborgara? Hægt er að lesa svör við
þessum spurningum og fjölmörgum öðrum á slóðinni www.visindavefur.hi.is.
FRAKTSKIP Skip sem þetta notar mun
meira eldsneyti en flugvél en eyðslan er
miklu minni á hvert tonn af farmi.