Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 62

Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 62
Kennslan gengur í ættir Mæðgurnar Elín G. Ólafsdóttir og Sigurborg Mattíasdóttir eru báðar kennarar sem og reynd- ar fleiri í fjölskyldunni.Elín kenndi ásamt Matthíasi eiginmanni sínum í Langholtsskóla áratugum saman og systur Sigurborgar, þær Ása og Brynja völdu sér líka sama starf. „Hann Matthías minn var snill- ingur í samskiptum við fólk og átti hann ekki síður heiðurinn að því en ég að dætur mínar þrjár urðu kennarar,“ segir Elín. „Kennslan er svo gefandi, enda færir hún vonina um að geta orðið til góðs og jafnvel breytt lífi einhvers til hins betra.“ Sjálf ætlaði Elín sér að verða kennari alveg frá því hún var fimm ára smátítla í Ísaks- skóla. „Ég hélt að það hlyti að vera svo gaman að kenna krökkum eins og mér. Kennsla varð því ævistarf mitt og ekki síður tómstundagam- an.“ Elín lítur á kennarastarfið sem köllun. „Fátt er mikilvægara en að koma manneskjum til manns, kenna þeim fallega siði og glæða með þeim námfýsi sem leiðir til raunverulegrar menntunnar,“ en að hennar mati er ekki sjálfgefið að sá sem er langskólagenginn sé vel siðaður og menntaður. „Ég hef fyrst og síðast reynt að vera dætr- um mín góð fyrirmynd í starfi en sjaldan gefið þeim bein ráð. Fyrir- myndir eru veigamestu og afdrifa- ríkustu ráð foreldra,“ segir hún. Sigurborg segir kennsluvírus- inn vera mjög virkan í fjölskyld- unni því ekki aðeins hafi báðir foreldrar hennar verið kennarar, heldur einnig afi hennar og móð- urbróðir auk þeirra systra. „Þetta gengur greinilega í ættir,“ segir Sigurborg hlæjandi. „Kennslu- starfið virkaði alltaf mjög lifandi á mig og skemmtilegt. Ég kynntist því ung, enda fór ég oft í skólann með foreldrum mínum og vann stundum sem aðstoðarkona mömmu.“ Sigurborg segir móður sína hafa rutt brautina fyrir skapandi kennslustarf. „Það má segja að hún hafi fyrst allra tekið upp ein- staklingsmiðaða kennsluhætti. Hún trúir að allir hafi eitthvað gott fram að færa og það þurfi ein- 10. júní 2006 LAUGARDAGUR38 Samúel Vilberg Jónsson og sonur hans Kári hafa unnið saman við pípulagningar í ein sautján ár og reka nú saman fyrir- tækið Pípulagnir Samúels og Kára. „Allt frá því að Kári stálpaðist hefur hann unnið mér við hlið en það byrjaði auðvitað bara með sumarvinnu,“ segir Samúel sem hefur starfað við pípulagningar í tæpa fjóra áratugi. „Ég þrýsti aldrei á drenginn að feta í mín fót- spor og leyfði honum algerlega að ráða för sinni sjálfur. Samúel spurði son sinn á sínum tíma af hverju hverju hann vildi læra pípulagningar. „Hann svaraði um hæl að þeir vinirnir vissu ekkert almennilega hvað þeir vildu verða þegar þeir yxu úr grasi og meðan hann væri ekki búinn að ákveða hvað hvað hann vildi gera væri fínt að læra fagið og vera á samn- ingi hjá mér á meðan.“ Auðheyrt er að Samúel er stolt- ur af syni sínum og fer mikinn. Hann talar um elju og áræðni hans, bæði í námi og starfi. „Kári fór í Tækniskólann og lauk jafn- framt meistaraprófi í pípulagn- ingum, en það nám stundaði hann á kvöldin. Hann er sprenglærður strákurinn.“ Kári kveðst ekki alveg geta tekið undir formerkið „spreng“, þegar hann heyrir lýsingar föður síns á á menntun sinni. „Þótt ég sé lærður er ég kannski ekki spreng- lærður,“ segir hann og hlær. Samstarfið gengur betur en þeir feðgar þorðu að vona í upp- hafi. „Okkur hefur aldrei orðið sundurorða enda eigum við skap saman,“ segir Samúel og undir það tekur Kári og undirstrikar að báðir hafi sérstaklega létta lund. Kári telur sig hafa lært ótal margt af föður sínum og enn vera að læra. „Við ræðum mikið um starfið þegar við erum saman, bæði utan og á vinnutíma. Við erum samt ekki svo ferkantaðir að við ræðum ekki neitt annað en pípur og lagnir,“ bætir Kári við og skellir upp úr. Alveg eins og mamma og pabbi Öll þurfum við á fyrirmyndum að halda og meðan sumir horfa í átt að feit- letruðum nöfnum á spjöldum sögunnar í leit sinni að fyrirmynd líta aðrir sér nær. Bryndís Bjarnadóttir fór á stúfana og gróf upp nokkra Íslendinga sem ákváðu að feta í fótspor feðra sinna og mæðra. FEÐGARNIR SAMÚEL VILBERG JÓNSSON OG KÁRI SAMÚELSSON „Tölum um annað en pípur og lagnir.“ FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SVEINSSON FEGÐARNIR PÉTUR MÁR PÉTURS- SON,PÉTUR SVERRIR GUNNARSSON OG GUNNAR ÞÓR PÉTURSSON Iðnir við smíðarnar. FRÉTTABLAÐ- IÐ/JÓN HJÖRTUR FEÐGININ BJÖRGVIN HALLDÓRSSON OG SVALA BJÖRGVINS- DÓTTIR Hafa átt gott samstarf í tónlistinni. Þegar Gunnar Þór er inntur eftir því hvernig það kom til að hann hóf samstarf með föður sínum, Pétri Sverri Gunnarssyni, við smíðar, segir hann það nánast hafa legið beint við. „Ég þvældist alltaf í vinnuna með karli föður mínum þegar ég var gutti. Ég var líka svo mikill orkubolti að ég hlýt líka að hafa fengið töluverða útrás í puðinu sem fylgja smíðun- um.“ Pétur staðfestir að Gunnar hafi ekki verið hár í loftinu þegar hann bað fyrst um að fá að koma með í vinnuna. „Hann notaði hvert tæki- færi til að verða að liði, þó með misjöfnum árangri enda kornung- ur snáðinn. En þarna strax tel ég að áhuginn hafi kviknað.“ Gunnar kveðst hafa reynt við lögfræðina í eitt ár við Háskóla Íslands en ekki líkað og því afráð- ið að taka smiðspróf til þess að hafa einhver réttindi. „Ég ætla mér hugsanlega að læra bygginga- tæknifræði en í augnablikinu er svo mikið að gera hjá okkur að það verður að bíða.“ Fleiri í fjölskyldunni fást við smíðar því yngri bróðir Gunnars er einnig í faginu. Saman reka þeir byggingafyrirtæki og verka- skipting er skýr. „Við hlaupum hins vegar stundum undir bagga hjá hinum ef eitthvað sérstakt kemur upp á sem þarf að leysa,“ áréttar Pétur. Þeir eru sammála um að sam- starfið gangi vel enda þótt stund- um komi til árekstra, sem alltaf takist þó að leysa með lítilli fyrir- höfn. „Við gerum örugglega mest- ar kröfur til okkar sjálfra hvað snertir afköst og dugnað,“ bætir Gunnar við. Að sögn feðganna eru margir völundar í ættinni. „Þetta hlýtur að vera einn af þeim hæfileikum sem okkur er í blóð borinn,“ segir Pétur. Aðspurður hvort faðir hans sé fyrirmynd í starfi, segir Gunn- ar hann vera sér fyrirmynd í mörgu. „Hann er gríðarlega vand- virkur og gerir sömu kröfur til mín, sem er hið allra besta mál. Af því læri ég mest.“ Björgvin Halldórsson er einn þekktasti söngvari þjóðarinn- ar og þarf ekki að koma á óvart að Svala dóttir hans ákvað að feta í fótspor hans, enda á hún hæfileik- ana ekki langt að sækja. „Ég ól alltaf með mér draum um að fást við tónlistina, en slysað- ist reyndar út í þennan bransa,“ segir Björgvin um hvernig hann leiddist út á tónlistarbrautina. „Faðir minn heitinn, Halldór Bald- vinsson, var mikill tónlistarunn- andi og feikna góður söngvari. Móðir mín var líka mjög músikölsk og fylgist enn mikið með. Hún er á níræðisaldri en horfir mikið á tón- listarstöðvarnar,“ segir Björgvin hlæjandi. Rétt eins og faðirinn segist Svala hafa leiðst út á tónlistarbrautina fyrir slysni. „Þegar ég var í skóla áttu námið og ballett hug minn allan lengst framan af. Í Kvennaskólan- um byrjaði ég hins vegar að fikta við tónlist en ég hafði sungið nokkur jólalög sem pabbi útsetti þegar ég var lítil. Ég byrjaði eiginlega óvart að vinna með plötusnúðum og búa til danstónlist. En það var ekki fyrr en ég útskrifaðist úr Kvennó sem ég hellti mér á fullt út í tónlist.“ Krummi, bróðir Svölu, er lands- mönnum einnig vel kunnur en hann syngur með hljómsveitinni Mínus. „Ég verð nú að játa að ég latti þau frekar en hvatti út á þessa braut en við hjónin erum vitaskuld mjög stolt af Svölu og Krumma í dag,“ segir Björgvin. „Þau eru að fást við það sem þau hafa áhuga á og gera það vel. Ég fékk að ráða því sjálfur hvað ég tók mér fyrir hendur á sínum tíma. Þau hafa fengið að ráða því líka. Ég er til ráðgjafar ef þau þurfa.“ Björgvin vann með dóttur sinni að útgáfu plötunnar Bird of freed- om og segja þau bæði að samstarf- ið hafi gengið eins og í sögu. „Pabbi var upptökustjóri á plöt- unni og við framleiddum hana saman og erum bæði hæstánægð með útkomuna. Bæði erum við miklir fullkomnunarsinnar og auðvitað rifumst við stundum meðan á gerð plötunnar stóð því við erum bæði þrjósk og vitum upp á hár hvað við viljum fá út úr hlutunum. Áður en við tókum upp síðustu plötuna mína, vissum við nákvæmlega hvernig við vildum hafa hana og því gekk samstarfið alveg snurðulaust fyrir sig. Við eigum annars mjög hægt með að vinna saman en ég hef fyrst og fremst lært það af pabba að vanda alltaf til verka í tónlistinni og skila engu af mér nema það sé vel gert,“ segir Svala. „Ég lærði það jafn- framt af pabba að taka sjálfa mig ekki of hátíðlega og hafa húmor fyrir því sem ég er að gera. Þetta verður að vera skemmtilegt.“ Kornungur snikkari Latti frekar en hvatti Ræðum fleira en pípur og lagnir

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.