Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 66
10. júní 2006 LAUGARDAGUR42
Hápunktar Halldórs
1974 1984 1900 1993 1997 2002
Halldór sýndi
framsýni
Þegar kjörtímabilinu lýkur á næsta ári hafa Framsókn-arflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur setið saman í ríkisstjórn
samfleytt í tólf ár. Það er lengsta
samfellda meirihlutasamstarf af
hálfu Framsóknar-
flokksins frá upphafi.
Flokkurinn
hefur átt
aðild
að 21 rík-
isstjórn og
leitt 13 af
þeim en alls hafa 35 ríkisstjórnir
setið að völdum frá árinu 1917.
Framsóknarflokkurinn hefur hald-
ið til á miðju hins pólitíska áss og
starfað með flokkum á báðum
vængjum.
Tólf ár saman
í ríkisstjórn
Árið 1993 var samningur um evrópskt efnahags-svæði samþykktur sem
lög á Alþingi. Þetta var eitt
stærsta mál
Viðeyjarstjórn-
arinnar sem
samanstóð
af Sjálf-
stæð-
isflokk og Alþýðuflokk.
Viðræður hófust reyndar
þegar ríkisstjórn Steingríms
Hermannsonar var við völd
en þegar fram í sótti snerust
flokkarnir sem höfðu myndað
þá ríkisstjórn gegn hugmynd-
inni. Þegar kosið var um málið
klofnaði þingflokkur Framsókn-
arflokks í afstöðu sinni þegar
helmingur kaus á móti frumvarp-
inu og helmingur sat hjá. Með
því gengu Halldór Ásgrímsson
og fleiri sem sátu hjá gegn vilja
formanns flokksins, Steingríms
Hermannssonar, sem var fátítt á
þessum tíma.
Samþykkt á
EES-samning
Árið 1997 var Landsbanka Íslands breytt í hlutafélag og Búnaðarbanki Íslands
fylgdi í kjölfarið ári seinna.
Þannig hófst
einkavæð-
ingarferlið
sem lauk
formlega
2003.
Sala
ríkisbankanna er
ein stærsta breytingin sem hefur
átt sér stað á íslenskum fjármála-
markaði á síðustu árum og hefur
haft víðtæk áhrif. Salan var að
sama skapi afar umdeild.
Ríkisendurskoðun kannaði
sérstaklega hæfi Halldórs í þessu
máli vegna meintra eignatengsla.
og úrskurðaði að hann hefði
verið hæfur.
Einkavæðing
ríkisbankanna
Með sífellt öflugri fiski-skipaflota og aukinni tækni gekk mikið á
fiskistofnana við landið. Haustið
1983 gaf Hafrannsóknastofnun
út skýrslu um að takmarka þyrfti
veiðar verulega sem skapaði
mikil viðbrigði frá
þeim
frjálsu
veiðum
sem höfðu tíðkast
áður.
Halldór Ásgrímsson var sjáv-
arútvegsráðherra á þessum tíma
og stundum nefndur guðfaðir
kvótakerfisins sem tók gildi árið
1984.
Kvótakerfinu
komið á
Árið 2002 fékk Landsvirkj-un heimild til byggingar virkjunar við Kárahnjúka
og hófust
framkvæmdir
mánuði síðar.
Bygging
virkjunarinnar
var forsenda
fyrir því að
reist yrði
álver við Reyðarfjörð sem hafði
verið samið um milli stjórnvalda,
Landsvirkjunar og Alcoa fyrr á
árinu. Stjórnir Landsvirkjunar og
Alcoa samþykktu raforkusamning
vegna álvers við Reyðarfjörð í
byrjun árs 2003. Stuttu síðar
samdi Landsvirkjun við Impregilo
um tvo stærstu þætti fram-
kvæmdarinnar, Kárahnjúkastíflu
og aðrennslisgöng virkjunarinnar.
Þessi framkvæmd hefur orðið
tilefni fjölda mótmæla.
Kárahnjúka-
virkjun
„Kárahnjúka-
virkjun er
dýrkeyptasti
minnisvarði
sem íslenskur
stjórnmálamað-
ur hefur reist
sér til þessa. Við
hönnun hans
naut Halldór
Ásgrímsson
stuðnings Sjálfstæðisflokksins og
meirihluta alþingismanna. Ekkert
mannvirki hefur klofið þjóðina í
andstæðar fylkingar eins og þetta
og stóriðjustefnan sem það hvílir
á er nú að rýja Framsóknarflokk-
inn fylgi og trausti. Kárahnjúka-
virkjun er á virku sprungubelti og
með henni hefur Halldór framið
þá kviðristu (harakiri) sem lengi
verður í minnum höfð.“
Harakiri Halldórs
HJÖRLEIFUR
GUTTORMSSON
„Ég hef þá trú
að ákvörðunin
um Kárahnjúka-
virkjun og álver
á Reyðarfirði sé
Austfirðingum
og þjóðinni allri
mjög til farsæld-
ar og heilla. Ég
tók þátt í þessu
verkefni og
átti mikið og drjúgt samstarf við
Hallldór og þau samskipti voru
alla tíð mjög góð. Það er ljóst að
hann var kjölfesta í þessu máli og
afskaplega traustur í þeirri erfiðu
baráttu sem háð var til að ná
fram þessum erfiðu málum.“
Farsæl ákvörðun
SMÁRI GEIRSSON
„Það var nokk-
uð almennt álit-
ið að hugmynd
Halldórs um að
gera Ríkisendur-
skoðun að sjálf-
stæðri stofnun
væri góð, það
var til bóta
fyrir Alþingi að
koma stofnun-
inni á. Halldór
var sem þingmaður traustur og
góður maður sem starfaði að
heilindum að því sem hann tók
sér fyrir hendur. Þó við höfum
verið ósammála á stundum, þá
störfuðum við ágætlega saman.“
Hugmyndin
skynsamleg
VILHJÁLMUR
HJÁLMARSSON
RAGNAR
ARNALDS
Var strax sam-
mála Halldóri
MATTHÍAS Á.
MATHIESEN
„Það var
mismunandi
afstaða til
málsins innan
þingflokksins
en það voru
full heilindi
og samstaða
í flokknum og
menn voru
sammála
um að vera
ósammála.
Steingrímur hafði leitt þessa
umræðu en var svo ekki sam-
mála þeim áherslum sem ný
ríkisstjórn hafði í málinu, þar
skapaðist viss ágreiningur.“
Full heilindi
í flokknum
GUÐMUNDUR
BJARNASON
„Halldór var
eins í þessu
máli eins
og mörg-
um öðrum,
trúr sínum
skoðunum og
stefnufastur.
Reynsla hans
og þekking
skipti sköpum
fyrir okkur sem minni reynslu
höfðum þá, og við hlustuðum
á hann. Ég tel afstöðu hans, og
þar með okkar hinna, hafa verið
rétta. Sagan hefur staðfest það.“
„Halldór lagði
þetta fram á
sínu fyrsta kjör-
tímabili sem
hófst 1974. Ég
var fjármálaráð-
herra á þeim
tíma og var
strax í upphafi
mjög sammála
honum um
þetta. Mörgum
fannst óeðlilegt
að stofnun sem heyrði undir
ráðuneytið færi yfir fjárlagafrum-
varpið.
Það tók hins vegar sinn tíma eins
og oft að breyta stjórnkerfinu og
frumvarpið náði ekki strax í gegn.
En á endanum var frumvarpið
svo samþykkt.“
INGIBJÖRG
PÁLMADÓTTIR
„Framsóknar-
flokkurinn hefur
tilhneigingu
til að reyna að
halda sér sem
lengst í stjórn.
Hann hefur því
þurft að sveigja
sig ansi oft að
kröfum Sjálf-
stæðisflokksins
og gleypa ýmis-
legt sem flokkurinn hefði nú ekki
gert ef hann hefði sjálfur mátt
ráða. Þetta hefur verið grund-
völlurinn á samstarfinu sem
Framsóknarflokkur er að koma
illa út úr, svipað og Alýðuflokkur-
inn eftir viðreisnarstjórnina. Hér
er sagan að endurtaka sig.“
Eitt af fyrstu þingmálum sem Halldór Ásgrímsson lagði fram á þingi eftir að
hann tók þar sæti árið 1974 var
frumvarp um
að færa ríkis-
endurskoðun
frá fjármála-
ráðuneytinu
undir þingið.
Víða var sú til-
högun að ríkisendurskoðun heyrði
undir þing þjóðlanda eins og í
Noregi, Danmörku og Bretlandi.
Halldór vildi fara sömu leið hér á
landi og lagði frumvarpið nokkrum
sinnum fram áður en það náði
fram að ganga árið 1987
með nýjum lögum um ríkisendur-
skoðun.
Tilfærsla ríkis-
endurskoðunar
„Þetta stjórnar-
samstarf mun
verða annað
lengsta stjórn-
arsamstarf frá
lýðveldisstofn-
un, jafn langt
og viðreisnar-
stjórnin.
Ég tel að þessi
tími hafi verið
mjög merkilegt
tímabil í sögu landsins. Þarna
fengu menn tækifæri til að
umskapa Ísland að mörgu leyti,
sérstaklega gagnvart efnahags-
og viðskiptatíðinni. Það tókst að
búa til alveg nýtt land með allt
aðra og óteljandi mikla mögu-
leika sem menn þekktu ekki hér
áður.“
Bjuggu til
alveg nýtt land
EINAR ODDUR
KRISTJÁNSSON
„Einkavæðing
bankanna var
tvímælalaust
afar misráðin
og flokkspólit-
ískir hagsmunir
réðu óþægilega
miklu. Þetta er
mál sem enn
á eftir að leiða
endanlega til
lykta. Þótt núna ári vel í heimi
fjármálanna þá skulu menn ekki
gefa sér neitt í þeim efnum.
En hitt er alveg augljóst að öll
ákvarðanataka á sínum tíma var
tekin með flokkspólitíska hags-
muni að leiðarljósi og það kann
ekki góðri lukku að stýra.“
Afar misráðin
framkvæmd
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
„Það er svo
augljóst að
það var rétt að
selja ríkisbank-
ana. Það var
upphafið að
mikilli sókn
efnahagslífsins
og útrásar við-
skiptalífsins og
hafði mikið að
segja um þá velgengni sem hefur
verið á því sviði síðan. Þetta var
vissulega umdeild ákvörðun en
ég heyri ekki engan halda því
fram í dag að hún hafi verið
röng. Það er í raun ótrúlegt hvað
það er stutt síðan að bönkun-
um var stjórnað af stjórnmála-
mönnumi.“
Upphafið að
mikilli sókn
VALGERÐUR
SVERRISDÓTTIR
„Við stóð-
um frammi
fyrir miklum
erfiðleikum
þegar ljóst var
að takmarka
þyrfti veiðarnar
haustið 1983.
Brugðist var
við með því að
setja fiskveiði-
stjórnunarkerf-
ið á. Halldór sýndi því mikinn
skilning að takmarka þyrfti
veiðarnar og var náttúrulega sá
sem bar hina pólitísku ábyrgð
á því á meðan við hinir bárum
ábyrgð á því gagnvart atvinnu-
greininni. Samstarfið gekk vel.
Hvort tveggja var mjög erfitt
viðfangsefni en tókst farsællega
og til mikils ágætis fyrir þjóðina
alla.“
Samstarfið
gekk vel
KRISTJÁN
RAGNARSSON
„Það má velta
fyrir sér hvers
vegna þetta
hefur ekki
skilað meiri
árangri fyrir
okkur Íslend-
inga. Í upphafi
var talið að
þetta yrði til
þess að styrkja
og byggja upp
þessa helstu nytjastofna, sem
hefur ekki gengið eftir.
Þessi stóra ákvörðun hefur
því miður ekki skilað því sem
reiknað var með, við erum alltaf
að fara til baka í staðinn fyrir að
við áttum að geta horft bjartari
augum fram á veg.“
Erum alltaf að
fara til baka
SVERRIR
LEÓSSON
Sagan að
endurtaka sig