Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 72

Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 72
 10. júní 2006 LAUGARDAGUR48 Mótorkross nýtur sívaxandi vinsælda hjá fólki á öllum aldri og af báðum kynjum. Hátt á fjórða hundrað mótorhjólakappa komu saman á Kirkju- bæjarklaustri síðustu helgina í maí og öttu kappi á Trans-Atlantic Offroad Challenge sem haldið var fimmta árið í röð. Auk aðalkeppnisflokks var keppt í unglingaflokki og kvennaflokki en að sögn aðstandenda keppninnar er mótorkross sannkallað fjölskyldusport. Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari mætti á hjólinu sínu en gaf sér tíma til að stíga af því og taka nokkrar myndir. FJÖLSKYLDAN Í SPYRNU BÚINN Náttúran tekur sér ekki hlé meðan á keppni stendur en sem betur fer kemst mótorhjólið alla leið upp að dyrum. MÁ EKKI Á MILLI SJÁ Átökin eru hörð á keppnisbrautinni og ekki má gefa þumlung eftir án þess að missa forystuna. SÉR EKKI ÚT ÚR AUGUM Ekki þýðir að vera hræddur við að óhreinka sig ætli maður að keppa í mótorkrossi. Drullan er út um allt. UNGIR KAPPAR Keppt var í sérstökum unglingaflokki sem og í kvennaflokki en þátttökurétt í aðalkeppninni fá aðeins þeir sem náð hafa sextánda aldursári. Að sögn aðstandenda keppninnar er mótorkross sannkölluð fjölskylduíþrótt enda setti fjölskyldustemning skemmtileg- an brag á keppnina. TILBÚINN - VIÐBÚINN - NÚ Alls kepptu um 370 mótorhjólamenn á mótinu sem er hið stærsta sinnar tegundar hér á landi. Á hverri ráslínu eru um 170 hjól og til að standa með pálmann í höndunum þarf gott úthald því ekið er í sex klukkustundir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.