Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 81

Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 81
LAUGARDAGUR 10. júní 2006 57 Innritun í Menntaskólann í Reykjavík stendur yfir til 12. júní. Nemendur sækja raf- rænt um skólavist. Á heimasíðu skólans, www.mr.is, má finna frekari upplýsingar um nám og starf í skólan- um. Nemendur velja um tvær meginnáms- brautir með fjöl- breyttum kjörsviðum: Málabraut 2 nýmáladeildir 2 fornmáladeildir Náttúrufræðibraut 2 eðlisfræðideildir 2 náttúrufræðideildir Reynslan sýnir að nám í Menntaskólanum í Reykjavík er traustur grunnur fyrir nám á háskólastigi. í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra verður sunnudaginn 11. júní kl. 14-17. Þar kynna kennarar og nemendur skólann. Allir eru hjartanlega velkomnir. Rektor Opið hús Menntaskólinn í Reykjavík, Lækjargötu 7, 101 Reykjavík Stefán Helgi Stefánsson tenór- söngvari syngur á hádegistón- leikum í Hafnarborg í dag og flytur söngdagskrána sem helguð er uppáhaldslögum lang- afa hans, óperusöngvarans Stef- áns Íslandi. Tónleikarnir eru liður í bæjarhátíðinni Björtum dögum sem nú stendur sem hæst í Hafnarfirði. Stefán Helgi útskrifaðist frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1998 og stundaði framhaldsnám á Ítalíu. Hann hefur haldið tón- leika og sungið á óperusviðum beggja vegna Atlantsála, sungið við ýmis tækifæri og kirkjuleg- ar athafnir. Meðleikari á tónleikunum og listrænn stjórnandi hádegistón- leikaraðar Hafnarborgar er Ant- onía Hevesi en hún hefur verið meðleikari við Listaháskóla Íslands og æfingarpíanisti við Sumaróperuna en starfar nú sem orgel- og píanómeðleikari í Hafn- arfjarðarkirkju og æfingarpían- isti við Íslensku óperuna. Á tónleikunum munu þau flytja kunnugleg lög eins og „Áfram veginn“ eftir Jón Stef- ánsson og Freystein Gunnarsson og „Í fjarlægð“ eftir Karl O. Run- ólfsson og Valdimar H. Hallstað. Ókeypis er á tónleikana, sem hefjast kl. 12. - khh Eftirlætislögin BREGÐUR SÉR LÉTTILEGA Í FÓTSPOR FEÐRANNA Stefán Helgi Stefánsson syngur uppáhalds- lög langafa síns á hádegistónleikum í Hafnarborg. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is ALLT SEM fiIG VANTAR ER Á VISIR.IS/ALLT n‡ vöru- & fljónustu- skrá á visir.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.