Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 82

Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 82
 10. júní 2006 LAUGARDAGUR58 utlit@frettabladid.is MÓÐUR VIKUNNAR > ÁLFRÚN FER YFIR MÁLIN Vi nn in g a r v er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 1 49 k r/ sk ey tið . Aðalvinningur er PS2 tölva + Hitman Blood Money Aukavinningar eru: • Hitman Blood Money • Pepsi kippur • DVD myndir • PS2 Stýripinnar • Fullt af öðrum tölvuleikjum og margt fleira 10. HVE R VIN NUR ! Þú sendir SMS skeytið BTC HBF á númerið 1900. Þú gætir unnið! Spáir þú mikið í tískuna? Nei, ég kaupi mér yfirleitt notað dót eða læt vini mína búa til eitthvað eftir mínum hugmyndum. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Frístæl. Uppáhaldshönnuðir eða fatamerki: Ertu eitthvað spes? Flottustu litirnir: Allir með tölu. Hverju ertu veikastur fyrir? Einhverju sem hylur nekt mína. Hvaða flík keyptir þú þér síð- ast? Buxur sem ég ætla að láta Jón Sæmund í Dead setja eitthvað fallegt prent á. Hvað finnst þér flottast í tískunni núna? Hvað er í tísku núna? Hvað ætlarðu að kaupa þér fyrir sumarið? Fullt af fötum! Uppáhaldsverslun? Spúútnik, Elvis og svo allar hinar folttu búðirnar. Hvað eyðir þú miklum peningum í föt á mánuði? Að meðaltali 4.680.- Hvaða flíkur gætir þú ekki verið án? Jbs-nærbuxnanna minna. Uppáhaldsflík: Jbs-nærbuxur. Hvert myndir þú fara í verslunar- ferð? Berlínar eða London. Ljótasta flík sem þú hefur keypt þér: Þetta er mjög afstætt. Var að finna skyrtu heima hjá móður minni sem hefði orðið fyrir val- inu fyrir fimm árum en núna er hún bara mjög flott. Vá hvað hún er flott! SMEKKURINN MINN MAGNÚS GUÐMUNDSSON „MAGGI LEGÓ“ PLÖTUSNÚÐUR Allir regnbogans litir og jbs nærbuxur > Mælum með ...sólarpúðrinu frá Chanel sem er ómissandi fylgihlutur inn í sumar og sól. Karlpeningurinn hefur ekki verið þekktir fyrir að fylgja helstu straumum og stefn- um innan tískunnar. Ekki er óal- gengt að sjá eiginkonurnar draga mennina á eftir sér og pína þá inn í búðir til að láta þá máta föt. En nú eru breyttir tímar og eru strákarnir farnir að vera vel með á nótunum hvað fatnað varðar og flestir herrramenn leggja mikið upp úr því að vera smart til fara. Þetta er einhvers konar aftur- hvarf til gamalla tíma þegar klæð- skerar voru upp á sitt besta og gallabuxur bara notaður af námu- verkamönnum. Herratískan er nefnilega ekki lengur víðar galla- buxur og bolur því tískan hefur þróast í fínni átt. Skyrta og vesti er orðið hverdagsklæðnaður karlmanna og svartar gallabuxur renna út úr verslunum eins og heitar lummur. Sumarið á tískusýningapöllun- um einkenndist af niðurmjóum gallabuxum, támjóum skóm, vest- um og jakkafatajökkum í alls kyns litum. Stuttar buxur og litríkir sokkar eru einnig áberandi og axlaböndin koma sterk inn. Það er sem sagt bæði rokkaraútlitið og breska „skólastrákalúkkið“ með prjónavestum og hnepptum v- hálsmálspeysum. Þetta er allt saman fáanlegt hér á landi og því ekki erfitt fyrir íslenska karlmenn að klæðast nýjustu tísku og gefa stelpunum ekkert eftir í nýjustu tískunni. alfrun@frettabladid.is Herraleg tíska sumarsins GUCCI Svartar buxur eru málið þetta sumarið og hvítir skór setja punktinn yfir i-ið. Faðir minn hefur alltaf haft andstyggð á búðarápi. Síðan ég var lítil man ég eftir honum breyta um karakter um leið og við stig- um fæti inn í búð, alveg sama hvort það var matvöru- eða fata- búð. Hann varð eldrauður í framan, fussandi og sveiandi yfir öllu. Hann hefur viðurkennt fyrir mér að þetta sé eitt það leið- inlegasta sem hann geri og hann mundi gera hvað sem er til að sleppa við það. Kringlan og Smáralind… gleymdu því að hann stígi fæti sínum þangað inn og ef það gerist þá er það í mikilli neyð. Það er bara staðreynd að karlmenn hata búðir. Skrítið að eitthvað sem ég og já, konur almennt, elska, hata flestir karlmenn. Þetta er gott dæmi um hvað kynin eru ólík. Hvað ætli það sé sem piltarnir þola ekki við verslanir? Ætli það sé mannmergðin, flúorljósið, hávær tónlist og speglarnir… eða grípur þá hræðsla um glötun karlmennskunnar ef þeir svo mikið sem stíga fæti inn í mátunarklefa? Ætli þeir haldi að búðaráp sé svona stelpuleikur eins og Barbie og dúkkulísur? Spurningar sem ég mun örugglega aldrei fá almennileg svör við en eru verðug umhugsunarefni. Sem betur fer breytast tím- arnir og mennirnir með. Karlmenn minnar kynslóðar eru held- ur óhræddari við að fara í búðir og máta föt, meira að segja sér til ánægju og yndisauka. Tískuhugsun karlmanna er að mótast og þekki ég marga vel klædda karlmenn. Þróun í rétta átt enda skapa fötin manninn og kominn tími til að karlpeningurinn átti sig á því. Ég ætla að minnsta kosti að halda mínum búðaleik áfram og njóta hans í botn með karlinn minn í eftirdragi. Er búðaráp stelpuleikur? RÖNDÓTTUR KRAGI Sumarlegur hvítur pólóbolur með rauðum og svörtum kraga í anda River Phoenix. Þessi er frá sænska merkinu Tiger Jeans og fæst í Kúltúr menn. FRED PERRY Strigaskór í fínni kantinum frá merkinu Fred Perry. Flottir og hægt er að nota þá bæði fínt og hversdags. Fást í Kúltúr menn. FRÁ TÍSKUPALLINU Skemmtilegir litir og fallegar peysur voru ríkjandi í sýningu Burberry fyrir þetta sumarið. ÖÐRUVÍSI KRAGI Þessi skyrta gæti verið tekin beint frá djasstímabilinu og passar vel við jakka- fötin. Flott röndótt með hvítum kraga. HERRALEGUR KLÆÐN- AÐUR INN Vesti eru hentug og einnig mjög rokkaraleg. Flott við gallabuxur eða jakkaföt- in. Fæst í Kúltúr menn. RÖNDÓTTUR PÓLÓBOLUR Þessi fæst í Gallerí Sautján og er flottur svartur með h hvítum röndum. MEST INN Í SUMAR Pólóbolir verða allsráðandi í sumar ef marka má úrvalið í herrafataversl- unum. MARGLITIR SOKKAR Sokkar skipta nú miklu máli og eru nokkuð sem dömur taka alltaf eftir. Þessir eru frá Paul Smith og fást í Kúltúr menn. TEINÓTTUR JAKKI Hvítur blazer-jakki frá versluninni All Saints. Flottur í sumar. FALLEGIR SKÓR Hugtakið spariskór er ekkii lengur til því nú eru skór sem þessir notaðir við bæði jakkaföt og gallabuxur. Flottir bæði í brúnu og svörtu. Fást í Kúltúr menn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.