Fréttablaðið - 10.06.2006, Síða 84

Fréttablaðið - 10.06.2006, Síða 84
 10. júní 2006 LAUGARDAGUR60 Hljómsveitin Mezzoforte spilar á Græna hattinum á Akureyri föstudaginn 24. júní. Mezzoforte hefur verið á tónleikaferðalagi um heiminn að undanförnu. Hún kom, sá og sigraði í Indónesíu, á Norðurlöndum, Þýskalandi, Búlg- aríu, Rúmeníu og í Sviss. Næstu daga heldur sveitin síðan til Ung- verjalands þar sem leikið verður í tveimur borgum. Framundan er svo áframhald- andi tónleikahald víða um heim. Þeir félagar munu leika á djass- hátíð á Egilsstöðum, á Norður- bryggju í Kaupmannahöfn um miðjan júlí sem og á Ólafsvöku í Færeyjum í lok júlí. Því næst er ferðinni heitið til Úkraínu og síðar Japan og Kína í haust og vetur en sveitin nýtur ómældra vinsælda í Asíu. Mezzoforte, sem í eru sem fyrr Eyþór Gunnarsson, Jóhann Ásmundsson og Gunnlaugur Briem, hefur fengið til liðs við sig þá Óskar Guðjónsson á saxófón, Sebastian Studnitzky á hljómborð og trompet, og gítarleikarann Bruno Muller og ætti sveitin því að vera í hörkustuði. Miðasala á tónleikana á Græna hattinum hefst þriðjudaginn 13. júní á midi.is, í verslunum Skíf- unnar og BT á Akureyri, Selfossi og Egilsstöðum. Fáir miðar verða til sölu. Miðaverð er 2.000 kr. Mezzoforte á Akureyri MEZZOFORTE Hljómsveitin Mezzoforte heldur tónleika á Græna hattinum 24. júní. Útrás Íslendinga held- ur áfram í Danmörku og nýverið voru tvær versl- anir opnaðar á besta stað í höfuðborginni. Kristján Sigurjónsson fór og kíkti á velunnara góðrar tónlistar og íslenskrar hönnunar. Það var létt yfir aðstandendum verslunar 12 Tóna og Indriða í miðbæ Kaupmannahafnar á fimmtudag en þá héldu þeir form- lega upp á opnun verslunarinnar við Fiolstræde. Fjölmenni var á staðnum enda hefur framtak íslensku kaup- mannanna af Skólavörðustíg fallið í kramið hjá Kaupmannahafnar- búum ef marka má lofsamlega umfjöllun um búðina í þarlendum fjölmiðlum. Boðið var upp á léttar veitingar og lifandi músík. Búðaboð í Kaupmannahöfn ÁNÆGÐIR ÍSLANDSVINIR Þær Janne Krist- ensen og Nakalema Iversen hafa báðar búið á Íslandi og sögðust fagna því að geta keypt íslenska tónlist á dönsku verðlagi. SUNGIÐ FYRIR GESTI Johnny Sexual steig síðastur á svið með aðstoðarmanni sínum og var góður rómur gerður að spila- mennsku hans. TALIÐ Í Dikta gaf í botn í skyrtudeildinni hjá Indriða. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN ÁNÆGÐUR MEÐ NÁGRANNANA Tónlistar- maðurinn Pétur Hallgrímsson býr í Kaup- mannahöfn og var himinlifandi með nýju nágrannana en hér er hann ásamt Jonna frá 12 Tónum. BEINT ÚR PRÓFI Ámundi Óskar Johansen kom strax úr prófi og leit á úrvalið í 12 Tónum. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN BROSMILD Á OPNUNARDEGI Sigrún, framkvæmdarstjóri Indriða klæðskera, og Indriði sjálfur voru að sjálfsögðu brosmild á opnunardeginum. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN FRÁ ROLLING STONE David Fricke frá tímaritinu Rolling Stone hefur farið lof- samlegum orðum um íslenska tónlist og ákvað að kíkja við enda átti hann leið um Kaupmannahöfn. KÁTT Í HÖLLINNI Þeir Þórhallur og Lárus hjá Tólf tónum voru kampakátir ásamt Guðmundi frá Icelandair. Sagan endalausa um Pete Doherty heldur áfram. Söngvarinn er nú staddur í meðferð í Portúgal og samkvæmt lögmanni hans, Sean Curran, gengur meðferðin mjög vel. Curran lét þessi orð falla þegar hann mætti í réttarsal þar sem Doherty átti að hlýða á mál- flutning vegna fíkniefnavand- ræða sinna. Doherty er væntan- legur til Bretlands í dag en hann var handtekinn í síðustu viku vegna máls sem kom upp í flugvél EasyJet en þar fundust blóðugar sprautunálar. Lögreglan í Barce- lona handtók Doherty og fjóra félaga hans en fann engin eitur- lyf. Doherty hefur fengið tvo dóma fyrir fíkniefnaneyslu en slapp við fangelsisvist gegn því að hann myndi hætta notkun eiturlyfja. Ólátabelgurinn hefur ekki látið segjast og má því segja að með- ferðin í Portúgal sé síðasta tæki- færi hans ef söngvarinn vill ekki enda í grjótinu. Doherty hefur verið vinsælt umfjöllunarefni á síðum breskra slúðurblaða, ekki síst vegna sam- bands hans við bresku ofurfyrir- sætuna Kate Moss, en þau hafa verið sundur og saman undan- farið ár. Mikil reiði braust út í garð Doherty þegar myndir af honum að sprauta ungan aðdá- anda sinn birtust á netinu en það þótti aldrei sannað að fíkniefni hefðu verið í sprautunni heldur hefði Doherty þar verið að safna blóði fyrir listaverk sitt. Breskir fjölmiðlar fylgjast grannt með hverju fótmáli söngv- arans enda telja margir að hann gæti verið næsta stórstjarna í breskri poppsögu. Aftur í meðferð PETE DOHERTY Er staddur í Portúgal þar sem hann berst nú við fíkniefnadjöfulinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.