Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 84
10. júní 2006 LAUGARDAGUR60
Hljómsveitin Mezzoforte spilar á
Græna hattinum á Akureyri
föstudaginn 24. júní. Mezzoforte
hefur verið á tónleikaferðalagi
um heiminn að undanförnu. Hún
kom, sá og sigraði í Indónesíu, á
Norðurlöndum, Þýskalandi, Búlg-
aríu, Rúmeníu og í Sviss. Næstu
daga heldur sveitin síðan til Ung-
verjalands þar sem leikið verður
í tveimur borgum.
Framundan er svo áframhald-
andi tónleikahald víða um heim.
Þeir félagar munu leika á djass-
hátíð á Egilsstöðum, á Norður-
bryggju í Kaupmannahöfn um
miðjan júlí sem og á Ólafsvöku í
Færeyjum í lok júlí. Því næst er
ferðinni heitið til Úkraínu og
síðar Japan og Kína í haust og
vetur en sveitin nýtur ómældra
vinsælda í Asíu.
Mezzoforte, sem í eru sem fyrr
Eyþór Gunnarsson, Jóhann
Ásmundsson og Gunnlaugur
Briem, hefur fengið til liðs við sig
þá Óskar Guðjónsson á saxófón,
Sebastian Studnitzky á hljómborð
og trompet, og gítarleikarann
Bruno Muller og ætti sveitin því
að vera í hörkustuði.
Miðasala á tónleikana á Græna
hattinum hefst þriðjudaginn 13.
júní á midi.is, í verslunum Skíf-
unnar og BT á Akureyri, Selfossi
og Egilsstöðum. Fáir miðar verða
til sölu. Miðaverð er 2.000 kr.
Mezzoforte
á Akureyri
MEZZOFORTE Hljómsveitin Mezzoforte
heldur tónleika á Græna hattinum 24. júní.
Útrás Íslendinga held-
ur áfram í Danmörku og
nýverið voru tvær versl-
anir opnaðar á besta stað
í höfuðborginni. Kristján
Sigurjónsson fór og kíkti á
velunnara góðrar tónlistar
og íslenskrar hönnunar.
Það var létt yfir aðstandendum
verslunar 12 Tóna og Indriða í
miðbæ Kaupmannahafnar á
fimmtudag en þá héldu þeir form-
lega upp á opnun verslunarinnar
við Fiolstræde.
Fjölmenni var á staðnum enda
hefur framtak íslensku kaup-
mannanna af Skólavörðustíg fallið
í kramið hjá Kaupmannahafnar-
búum ef marka má lofsamlega
umfjöllun um búðina í þarlendum
fjölmiðlum. Boðið var upp á léttar
veitingar og lifandi músík.
Búðaboð í Kaupmannahöfn
ÁNÆGÐIR ÍSLANDSVINIR Þær Janne Krist-
ensen og Nakalema Iversen hafa báðar
búið á Íslandi og sögðust fagna því að geta
keypt íslenska tónlist á dönsku verðlagi.
SUNGIÐ FYRIR GESTI Johnny Sexual steig
síðastur á svið með aðstoðarmanni sínum
og var góður rómur gerður að spila-
mennsku hans. TALIÐ Í Dikta gaf í botn í skyrtudeildinni hjá Indriða. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN
ÁNÆGÐUR MEÐ NÁGRANNANA Tónlistar-
maðurinn Pétur Hallgrímsson býr í Kaup-
mannahöfn og var himinlifandi með nýju
nágrannana en hér er hann ásamt Jonna
frá 12 Tónum.
BEINT ÚR PRÓFI Ámundi Óskar Johansen
kom strax úr prófi og leit á úrvalið í 12
Tónum. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN
BROSMILD Á OPNUNARDEGI Sigrún,
framkvæmdarstjóri Indriða klæðskera, og
Indriði sjálfur voru að sjálfsögðu brosmild á
opnunardeginum. FRÉTTABLAÐIÐ/KRISTJÁN
FRÁ ROLLING STONE David Fricke frá
tímaritinu Rolling Stone hefur farið lof-
samlegum orðum um íslenska tónlist og
ákvað að kíkja við enda átti hann leið um
Kaupmannahöfn.
KÁTT Í HÖLLINNI Þeir Þórhallur og Lárus
hjá Tólf tónum voru kampakátir ásamt
Guðmundi frá Icelandair.
Sagan endalausa um Pete Doherty
heldur áfram. Söngvarinn er nú
staddur í meðferð í Portúgal og
samkvæmt lögmanni hans, Sean
Curran, gengur meðferðin mjög
vel. Curran lét þessi orð falla
þegar hann mætti í réttarsal þar
sem Doherty átti að hlýða á mál-
flutning vegna fíkniefnavand-
ræða sinna. Doherty er væntan-
legur til Bretlands í dag en hann
var handtekinn í síðustu viku
vegna máls sem kom upp í flugvél
EasyJet en þar fundust blóðugar
sprautunálar. Lögreglan í Barce-
lona handtók Doherty og fjóra
félaga hans en fann engin eitur-
lyf.
Doherty hefur fengið tvo dóma
fyrir fíkniefnaneyslu en slapp við
fangelsisvist gegn því að hann
myndi hætta notkun eiturlyfja.
Ólátabelgurinn hefur ekki látið
segjast og má því segja að með-
ferðin í Portúgal sé síðasta tæki-
færi hans ef söngvarinn vill ekki
enda í grjótinu.
Doherty hefur verið vinsælt
umfjöllunarefni á síðum breskra
slúðurblaða, ekki síst vegna sam-
bands hans við bresku ofurfyrir-
sætuna Kate Moss, en þau hafa
verið sundur og saman undan-
farið ár. Mikil reiði braust út í
garð Doherty þegar myndir af
honum að sprauta ungan aðdá-
anda sinn birtust á netinu en það
þótti aldrei sannað að fíkniefni
hefðu verið í sprautunni heldur
hefði Doherty þar verið að safna
blóði fyrir listaverk sitt.
Breskir fjölmiðlar fylgjast
grannt með hverju fótmáli söngv-
arans enda telja margir að hann
gæti verið næsta stórstjarna í
breskri poppsögu.
Aftur í meðferð
PETE DOHERTY Er staddur í Portúgal þar sem hann berst nú við fíkniefnadjöfulinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES