Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 87

Fréttablaðið - 10.06.2006, Qupperneq 87
[UMFJÖLLUN] TÓNLIST Af þeim plötum sem hafa komið út á þessu ári er þetta ein af þeim fáu sem ég hef beðið eftir með ein- hverri eftirvæntingu. Frumraun Hot Chip var ánægjuleg sönnun þess að það eru til ungir Bretar sem trúa því að það sé hægt að búa til góða tónlist án þess að byggja á gömlum rótgrónum gítar-Bítla- grunni. Ég leyfi mér meira að segja að efast um að þessir piltar kunni að spila á gítar yfir höfuð. Galdur Hot Chip er fólginn í frá- bærum melódíum, naumhyggjuleg- um teknópoppútsetningum og frá- bærum söng. Nær kynlausri röddu Alexis Taylor er ekki hægt að líkja við neitt annað en Chet Baker og frábært að heyra slíka englarödd ofan á jafn dáleiðandi hrynjandi. Kannski væri betri lýsing að segja að rödd hans væri tvíkynja, því hann vegar algjörlega salt á milli venjulegra kvenradda og karl- mannsradda. Það eru eflaust ein- hverjir sem eiga eftir að halda að þarna sé stelpa á ferð. Það er ekki til tilgerð í tjáningu hans og ekki ein sekúnda af raddfimleikum, þó svo að hann hafi vel burði til þess. Einn af mínum uppáhalds karl- söngvurum, án efa. Félagi hans Joe Goddard hefur svo afar einsleita sandpappírsrödd sem slípar vel upp þær sprungur sem Alexis rennur ekki ofan í svo auðveldlega. Minnir kannski örlítið á Damon Albarn þegar hann syng- ur með Gorillaz. Á þessari plötu er þó greinilegt að Alexis er búinn að taka við hlutverki aðalsöngvara sveitarinnar. Þeir sem fylgjast með helstu plötusnúðum Reykjavíkur ættu þegar að þekkja lög eins og Over and Over af þessari plötu, en það gefur virkilega góða mynd af þeirri stefnu sem sveitin hefur valið sér. Bláu tónarnir, sem einkenndu eldri lög á borð við Playboy og Shining Escalade, eru nær alveg horfnir. Í stað þess er komin inn ný og hlýrri tilfinning, sem ætti ekki að geta skapað neitt annað en vellíðan. Búið að bæta inn smá „krútti“ með glockenspiel og furðuhljóðum, án þess að það sendi sveitina of langt á hliðarkantinn. Það er alveg á hreinu frá upphafi til enda, að hér er dans- væn „feel-good“ poppplata á ferð, og ég get ekki ímyndað mér að neinn geti gert svoleiðis betur í dag en Hot Chip. Þetta er án efa heilsteyptara verk en Coming on Strong, og það fyrsta sem mann langar til að gera þegar búið er að renna henni í gegn er að renna henni í gegn aftur. Með svona tónlist í tækjunum er nokkuð víst að þetta á eftir að verða æðis- legt sumar. Birgir Örn Steinarsson 410 4000 | landsbanki.isTryggðu þér miða á betra verði á landsbankadeildin.is eða ksi.is Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 30 53 06 /2 00 6 Í SL EN SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S L BI 3 30 53 06 /2 00 6 fim. 8. júní kl. 19:15 fim. 8. júní kl. 19:15 fim. 8. júní kl. 19:15 lau. 10. júní kl. 16:00 sun. 11. júní kl. 19:15 lau. 10. júní kl. 16:00 mán. 12. júní kl. 19:15 mið. 14. júní kl. 19:15 mið. 14. júní kl. 19:15 Valur - Fylkir Víkingur - Grindavík Keflavík - ÍA ÍBV - KR Breiðablik - FH KR - Valur Breiðablik - Þór/KA Keflavík - FH Fylkir - Stjarnan 5. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KVENNA 6. UMFERÐ | LANDSBANKADEILD KARLA Leikarinn góðkunni Sir Sean Conn- ey fékk hin árlegu heiðursverð- laun bandarísku kvikmyndastofn- unarinnar fyrir framlag sitt til leiklistarinnar. Athöfnin fór fram í Kodak-leikhúsinu í Hollywood. Á meðal þeirra sem mættu til að heiðra félaga sinn voru Star Wars-leikstjórinn George Lucas og leikararnir Mike Myers og Harrison Ford. Connery, sem sló í gegn sem James Bond, hefur einnig leikið í myndum á borð við Indiana Jones and the Last Crusade, The Hunt for Red October og The Untouchables. „Fimm ára lærði ég að lesa og ég stæði ekki hérna án bókanna, leik- ritanna og handritanna.“ Connery er sá 34. í röðinni sem hlýtur þessi miklu heiðursverð- laun. Connery heiðraður GAMLIR FÉLAGAR Sean Connery ásamt vini sínum Harrison Ford skömmu fyrir athöfnina. Þeir léku saman í kvikmyndinni Indiana Jones and the Last Crusade árið 1989. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Heitari flaga HOT CHIP THE WARNING Niðurstaða: Íslandsvinirnir í Hot Chip toppa sjálfa sig með fylgifisk hinnar geysilega vinsælu Coming on Strong. The Warning inni- heldur frábært teknópopp með englaröddum og laglínum til að drepa fyrir. FRÉTTIR AF FÓLKI J.K. Rowling, höfundur Harry Potter-bókanna, hefur verið valin besti núlifandi breski rithöfund- urinn í kosningu tímarits- ins The Book Magazine. Rowling skákaði þar með rithöfundum á borð við Salman Rushdie, Kazuo Ishiguro, Nick Hornby og Zadie Smith, og fék þrisvar sinnum fleiri atkvæði en Terry Pratchett sem lenti í öðru sæti. Rowling vinnur nú að sjö- undu og jafnframt síðustu bók- inn í Harry Potter-seríunni og greinilegt er að ekki eru bara börn og unglingar hrifnir af Harry Potter. Alanis Moriss-ette og unn- usti hennar Ryan Reynolds eru hætt saman eftir fjögurra ára samband, en þau trúlofuðu sig fyrir tveimur árum. Morrissette og Reynolds hittust í afmæli Drew Barrymore árið 2002. Í júní 2005 fór Morrissette fallegum orðum um kærastann og virðist allt hafa leikið í lyndi þá, þó að engin giftingarplön væru á planinu. „Hann gefur mér svo mikinn stuðning. Ég finn hvað hann elskar mig mikið,“ sagði hún.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.