Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 88

Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 88
64 10. júní 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is ������� ���������������� ����������������������������� �� ��������������������������� ������ ��������� SVÍÞJÓÐ - ÍSLAND HENRY BIRGIR GUNNARSSON skrifar frá Stokkhólmi. henry@frettabladid.is HRINGSNÚRUR Hringsnúrurnar vinsælu eru komnar aftur. Mikið úrval FÓTBOLTI „Trúverðugleiki dómara- nefndar í þessum málum er bara horfinn,“ sagði Kristján Guð- mundsson, þjálfari Keflavíkur, en hann er allt annað en sáttur við dómgæsluna í leik liðsins gegn Skagamönnum á fimmtudag. Dómaramál hafa verið mikið til umræðu í upphafi Íslandsmót og þjálfarar létu í sér heyra varð- andi þessi mál í tveimur af þeim þremur leikjum sem voru í Lands- bankadeildinni á fimmtudaginn. „Ég er mjög ósáttur við að það er einfaldlega ekki farið eftir þeim áhersluatriðum í dómara- málum sem kynnt voru fyrir mót. Dómarar eru hættir að dæma í anda þeirra laga og reglna sem gilda. Það var sagt skýrt frá því að það ætti að taka harðar á fram- komu þeirra sem sitja á vara- mannabekknum. Þjálfarar mega til dæmis ekki vera að kalla á leikmenn andstæðinga og alls ekki að hrópa að dómaranum. Það á að taka samstundis á þannig málum en það var bara ekki gert,“ sagði Kristján, sem var rekinn upp í stúku þegar hann mótmælti vinnubrögðum dómaratríósins í leiknum. „Frá byrjun leiks var öskrað frá varamannabekk ÍA á hverja einustu ákvörðun dómarans og ýmislegt látið flakka. Þetta hefur gerst í mörgum leikjum og ég er alls ekki bara að tala um Ólaf Þórðarson. Það var ekki tekið á þessu fyrr en eftir 62 mínútur og þá á mjög klúðurslegan hátt. Aðstoðardómarinn gaf Óla við- vörun og svo tveimur mínútum síðar gaf hann honum aðra við- vörun. Ég lét í mér heyra og spurði hann hvers vegna hann fengi bara aðra viðvörun en að sjálfsögðu fékk ég ekkert svar við því,“ sagði Kristján. „Ef þú býrð í raðhúsi og nágranni þinn er stöðugt að moka skít í garðinum sínum þá finn- urðu alveg lyktina. Sennilega er hann að bera skít á túnið og á blómin svo þau vaxi og dafni. En ef þú sérð að skíturinn er farinn að kæfa blómin þá geturðu ekki beðið lengur.“ Kollegi Kristjáns, Leifur Garð- arsson hjá Fylki, gagnrýndi léleg- an undirbúning dómara fyrir leiki og Kristján tekur undir það. „Það er alveg staðreynd. Svo þarf allt- af að ríkja þögn um þessi mál. Sama hvað við tjáum okkur um þetta þá heyrist aldrei neitt frá dómaranefndinni. Það er ekkert gert. Dómarar eru ekkert kallaðir saman og farið yfir það sem afvega hefur farið í þessum málum.“ Kristján segir að við eigum vissulega góða dómara sem dæmi í efstu deild. „Hins vegar vantar samræmi og að dæmt sé eftir því sem lagt er upp. Það þarf að vernda leikmenn þeirra liða sem eru að reyna að spila fótbolta og hindra að þeir séu bara sparkaðir niður. Það vantar aðhald á dómar- ana og þeim sé refsað eða umbun- að eftir því hvernig frammistaða þeirra er,“ sagði Kristján Guð- mundsson. - egm Kristjáni Guðmundssyni, þjálfara Keflavíkur, finnst að bregðast þurfi við í dómaramálum í deildinni: Áhersluatriðunum ekki fylgt eftir HANDBOLTI Strákarnir okkar hituðu upp fyrir leikinn mikilvæga í vik- unni með tveim æfingaleikjum gegn bronsliðinu frá EM í Sviss, Dönum. Fyrri leikurinn vannst með einu marki en sá síðari endaði með jafntefli. Úrslitin endur- spegla styrk íslenska liðsins og því engin ástæða til annars en að vera bjartsýnn fyrir rimmuna og leikinn á sunnudag þar sem liðið verður að ná hagstæðum úrslit- um. Allir leikmenn liðsins komu óskaddaðir úr Danaleikjunum fyrir utan smá eymsli sem alltaf fylgja. Það var helst þreyta sem háði einhverjum leikmönnum á leið til Svíþjóðar í gær og sváfu margir fast í vélinni á leið utan. Strákarnir fóru beint upp á hótel í mat en rétt fyrir kvöldmat var tekin létt æfing til að hrista ferða- lagið úr mannskapnum. Liðið mun væntanlega æfa tvisvar í dag og strákarnir eiga einnig bókaðan æfingatíma á sunnudag. Alfreð Gíslason lands- liðsþjálfari sagðist þó við komuna til Svíþjóðar ekki gera ráð fyrir að nýta þann tíma en spilað er seinni partinn að sænskum tíma á sunnu- dag. Svo skemmtilega vill til að liðið gistir á sama hóteli og þegar það náði frábærum árangri á EM árið 2002 en þá var Guðmundur Guð- mundsson þjálfari liðsins. Hann er einnig með í för núna og aðstoð- ar Alfreð landsliðsþjálfara í þessu verkefni. Guðmundur játti því við Fréttablaðið í gær að það væri nokkuð sérstök tilfinning að vera kominn aftur til Svíþjóðar til að spila í Globen. Í sama streng tóku þeir leikmenn sem spiluðu með árið 2002. Skoðanir manna á hótel- inu voru þó skiptar en það er við hlið keppnishallarinnar. Það var ekki hægt að greina annað en tilhlökkun í hópnum við komuna til Stokkhólms í gær og ljóst að leikmenn bíða spenntir eftir því að fá að taka á Svíunum, sem verða væntanlega ekki eins dyggilega studdir og reikna mátti með í fyrstu. Miðasala á leikinn hefur ekki gengið sérstaklega vel en hin glæsilega Globen-höll tekur sextán þúsund manns í sæti. Strákarnir komnir til Svíþjóðar Handboltalandsliðið lenti í Stokkhólmi í hádeginu í gær en á morgun spilar liðið fyrri leikinn gegn Svíum í umspili um sæti á HM í Þýskalandi á næsta ári. MIKILL FARANGUR Það er ekki lítill farangur sem fylgir heilu handboltalandsliði og fríðu föruneyti þess. Héru eru Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson að sækja töskurnar sínar á flugvellinum í Stokkhólmi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KOMIÐ TIL SVÍÞJÓÐAR Strákarnir voru allir með hressasta móti við komuna til Svíþjóðar í gær, en frábært veður var í Stokkhólmi. Hér má sjá Einar Hólmgeirsson, Ragnar Óskarsson, Birki Ívar Guðmundsson og aðstoðarþjálfarann Guðmund Guðmundsson eftir nokkuð strembið ferðalag þar sem mikil bið tafði för þeirra nokkuð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR FÓTBOLTI Það er góð stemning hjá okkur að vanda,“ sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR, um leik- inn gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í dag. KR er í sjötti sæti deildarinn- ar eftir þrjá sigra og tvö töp en ÍBV er í því níunda, með fjögur stig. Sjöttu umferð Landsbanka- deildarinnar lýkur svo á morgun með leik FH og Breiðabliks í Kópa- voginum annað kvöld. KR vann Breiðablik, 3-2, í skemmtilegum leik í síðustu umferð. „Við hleyptum þeim inn í leikinn og það var virkilega slappt af okkur að hleypa þeim inn í leik- inn með marki beint úr auka- spyrnu og svo úr vítaspyrnu. En svona er þetta og sem betur fer náðum við að klára leikinn,“ sagði Teitur við Fréttablaðið í gær, en hann er nokkuð sáttur við spila- mennsku liðsins í sumar. „Liðið er alltaf að spila betur og betur og það er hægur stígandi í liðinu. Ég átti von á því að það gerðist í sumar, við höfum verið að spila vel í allan vetur þrátt fyrir að hafa ekki alltaf uppskorið eftir því. Við komum inn í leikinn gegn ÍBV eins og alla aðra, við ætlum að spila okkar leik og vonandi dugar það okkur til að hirða öll stigin,“ sagði Teitur Þórðarson, þjálfari KR, að lokum. - hþh Landsbankadeild karla: ÍBV tekur á móti KR í dag MARKI FAGNAÐ Strákarnir í Vesturbænum fagna marki Sigmundar Kristjánssonar gegn Breiðabliki í síðustu umferð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR GOLF Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason varð að hætta keppni á Telia Masters mótinu í golfi í gær vegna veikinda. Heiðar Davíð var með mikla magaverki en sagði að það hefði bjargað miklu að klósett var við nánast hvern teig. „Það er alveg þrælfúlt að þurfa að hætta því þetta er mjög flott mót á góðum velli. Ég ligg bara uppi í rúmi á hótelherbergi og get ekki mikið gert annað en hlaupið af og til á salernið,“ sagði Heiðar Davíð við heimasíðuna Kylfingur. is í gær. Heiðar lék hringinn á 77 högg- um og bætti við að það hefði geng- ið mjög illa að einbeita sér. Heiðar Davíð keppir á áskorendamóti í Noregi í næstu viku ásamt Birgi Leifi Hafþórssyni. - hþh Heiðar Davíð Bragason: Hætti vegna veikinda í gær HEIÐAR DAVÍÐ Prísaði sig sælan yfir góðri klósettaðstöðu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Guðmundur í 209. sæti Íslandsmeistarinn í borðtennis, Guð- mundur Stephensen, er í 209. sæti á nýjasta heimslista Alþjóða borðtennis- sambandsins. Guðmundur stendur í stað frá síðasta lista en hann hefur nú fallið um tólf sæti frá áramótum. Kín- verjinn Wang Liqin er efstur á listanum og þjóðverjinn Tim Boll annar. „Fyrsta orðið sem hann sagði var mamma, sem verður að teljast eðlilegt, en annað orðið var rallý,“ sagði Þórður Bragason um son sinn Magnús, en saman munu þeir feðgar keppa í íslandsmótinu í rallakstri um helg- ina. Magnús er aðeins nýorðinn 15 ára gamall og verður aðstoðaröku- maður hjá föður sínum þangað til hann sjálfur má taka bílpróf og taka við stýrinu. Þórður keppti sjálfur í rallinu, síðast árið 2000. Saman hafa þeir feðgar gert upp bíl af gerðinni Toy- ota Corolla, 1986 árgerð, og hafa unnið í honum hörð- um höndum. „Ég á bílinn sjálfur og við pabbi höfum hjálpast að við að taka hann allan í gegn. Við tókum vélina upp eftir að hafa keypt ónýta vél,“ sagði Magnús. „Það má segja að ég hafi óbil- andi bílaáhuga. Þetta er greinilega smitandi, enda fylgdist ég vel með pabba mínum þegar ég var yngri,“ sagði Magnús og kvaðst vel geta hugsað sér að vinna við bíla í framtíðinni, þrátt fyrir að hann væri lítið byrjaður að aka sjálfur, enda aðeins fimmtán ára gamall. Þeir feðg- ar keppa í Max-1 flokknum. „Ég hef ekk- ert af viti verið að keyra, bara aðeins að leika mér uppi í sumarbústað en ég er ekki byrjaður í neinum rallýtökt- um, ég stefni þó að sjálfsögðu á það. Það væri toppurinn að ná Íslandsmeistaratitli í sínum flokki þar,“ sagði Magnús. En hvert er eiginlega hlutverk aðstoðaröku- mannsins? „Hann sér um að halda utan um sérstaka tímabók en út frá því er staðan í rallinu uppfærð. Þá sér hann líka um að lesa leiðarlýsingu fyrir ökumanninn, hvernig beygjur liggja og hvað er fyrir aftan blindhæðir og slíkt,“ sagði Magn- ús og bætti við að hann væri búinn að æfa sig vel fyrir átökin sem fram undan eru í sumar. „Við byrjum á því að klára hvert rall en það væri ekki leiðinlegt að ná eins og einum bikar,“ sagði efnilegasti aðstoðarökumaður landsins í dag. HINN 15 ÁRA GAMLI MAGNÚS ÞÓRÐARSON: YNGSTI RALLAÐSTOÐARÖKUMAÐUR LANDSINS Þessi óbilandi bílaáhugi er smitandi > Viðræður á milli Chelsea og Barcelona enn í gangi Viðræður á milli Englandsmeistara Chelsea og Evrópu- og Spánarmeistara Barcelona um kaupverðið á Eiði Smára Guðjohnsen eru enn í fullum gangi. Eggert Skúlason, talsmaður Eiðs Smára, staðfesti þetta við Fréttablaðið í gær en netmiðlar á Englandi greindu frá því að upp hefði komið ágreiningur á milli félaganna og Barcelona væri hætt við kaupin. Svo er þó ekki en Eggert sagði að ómögulegt væri að segja til um hvenær botn fengist í málið, það gæti skýrst hvenær sem er.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.