Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 90

Fréttablaðið - 10.06.2006, Page 90
 10. júní 2006 LAUGARDAGUR66 www.bluelagoon.is Styrkur FÓTBOLTI Það er óhætt að segja að Philip Lahm hafi byrjað HM með stæl en eftir aðeins fimm mínútna leik skoraði hann stórbrotið mark, með þrumuskoti í samskeytin og inn af vítateigshorninu og gerir markið þegar tilkall sem tilþrif mótsins sem varla er farið af stað. Ótrúleg fagnaðarlæti brutust út á Allianz Arena-leikvanginum en þögn sló á skarann fimm mínútum síðar. Paulo Wanchope jafnaði þá metin með góðu marki eftir fallegt samspil en Arne Friedrich svaf illa á verðinum í rangstöðugildru heimamanna og Wanchope setti boltann af öryggi framhjá Jens Lehmann í markinu. Miroslav Klose kom Þjóðverjum aftur yfir þegar hann ýtti boltanum yfir lín- una af stuttu færi eftir sendingu Bastian Schweinsteiger og staðan var 2-1 í hálfleik, Þjóðverjum í vil. Klose skoraði sitt annað mark þegar hann fylgdi eftir sínum eigin skalla og skoraði af stuttu færi og héldu þá flestir að björn- inn væri unninn enda lið Kosta Ríka ekkki hátt skrifað á heims- vísu. Wanchope var aftur á móti ekki af baki dottinn og náði að minnka muninn með keimlíku marki og því fyrra þegar rang- stöðutaktík Þjóðvera misfórst illi- lega. Þjóðverjir gerðu hvað þeir gátu til að tryggja sigurinn og Torsten Frings vildi ekki vera minni maður en Lahm og skoraði annað mark sem verður í samkeppni um það fallegasta í keppninni. Hann fékk stutta aukaspyrnu og þrumaði boltanum utanfótar glæsilega í netið af þrjátíu metra færi og þar með var sigurinn tryggður. Þjóðverar léku góðan fótbolta í leiknum og áttu sigurinn skilinn. Þeir fengu mörg góð færi og hefðu hæglega getað bætt við mörkum en það er varnarleikur liðsins sem veldur hvað mestum áhyggjum. Rangstöðugildra þess var í molum og það þarf að laga fyrir næsta leik Þjóðverja, gegn Pólverjum á miðvikudaginn. „Það er alltaf mikilvægt að byrja mótið með sigri. Andrúms- loftið á leikvangnum var ótrúlegt og maður sá stemningu vel af pöllunum. Stuðningsmennirnir eiga hluta í sigrinum, þeir voru tólfti maðurinn okkar á vellinum,“ sagði Lahm eftir leikinn en Jürgen Klinsmann landsliðsþjálfari var að sama skapi ánægður með úrslitin. „Við erum mjög ánægðir með að tryggja okkur öll stigin í upphafsleiknum. Vissulega var ákveðin spenna í mannskapnum en við vildum komast í gegnum leikinn án þess að fá gult spjald og gefa stuðningsmönnum okkar eitt- hvað til að gleðjast yfir. Við lögð- um hart að okkur og spiluðum mjög hratt, en þá gerast alltaf ein- hver mistök og hitt liðið fær tæki- færi. Það býr mikil orka í liðinu og á stórviðburði á borð við HM getur maður ekki annað en iðað í skinn- inu við hverja magnþrungnu stundina á fætur annarri,“ sagði kampakátur Jürgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja, í leiks- lok eftir að óskabyrjun heima- manna varð staðreynd. hjalti@frettabladid.is Veislan hefst með látum í Þýskalandi Þjóðverar byrjuðu Heimsmeistaramótið frábærlega á heimavelli sínum með 4-2 sigri gegn Kosta Ríka. HM fer frábærlega af stað og má búast við stórkostlegu móti ef fram heldur sem horfir frá upphafsleiknum. Á SKOTSKÓNUM Miroslav Klose skoraði tvö mörk og átti fínan leik í gær. NORDICPHOTOS/AFP ALLT VITLAUST Allt ætlaði gjörsamlega um koll að keyra þegar Lahm skoraði fyrsta mark HM með glæsilegu skoti í samskeytin og inn. NORDICPHOTOS/AFP A-riðill: ÞÝSKALAND-KOSTA RÍKA 4-2 1-0 Philip Lahm (6.), 1-1 Paulo Wanchope (12.), 2- 1 Miroslav Klose (17.), 3-1 Miroslav Klose (61.), 3-2 Paulo Wanchope (73.), 4-2 Torsten Frings (87.). PÓLLAND-EKVADOR 0-2 0-1 Carlos Tenorio (24.), 0-2 Augustin Delgado (80.). HM 2006 ÚRSLIT GÆRDAGSINS FÓTBOLTI Argentínumaðurinn stór- efnilegi Lionel Messi verður ekki með í kvöld þegar þjóð hans leikur gegn Fílabeinsströndinni á HM. Messi hefur enn ekki jafnað sig fyllilega af meiðslum en hann hefur átt gott tímabil með Barce- lona og hefur honum verið líkt við Diego Maradona. Gabriel Heinze, varnarmaður Manchester United, verður að öllum líkindum í byrjunarliðinu en hann leikur oftast sem mið- vörður með landsliðinu og verður við hlið Roberto Ayala. Hernan Crespo mun byrja í sókninni ásamt Javier Saviola. - egm Argentínska landsliðið: Messi fjarri góðu gamni MESSI Sýnir oft á tíðum frábær tilþrif. NORDICPHOTOS/AFP GOLF KB banka mótaröðin í golfi heldur áfram um helgina þegar leikið verður í Vestmannaeyjum. Magnús Lárusson úr GKJ sigraði í karlaflokki og Tinna Jóhannsdótt- ir úr GK í kvennaflokki á fyrsta stigamótinu sem fram fór á Akra- nesi fyrir hálfum mánuði en leikn- ar verða 54 holur í mótinu um helgina, 36 í dag og 18 á morgun. 86 keppendur, 72 karlar og 14 konur taka þátt í mótinu, sem nefnist Carlsberg-mótið - hþh Íslandsmótið í golfi: Spilað í Eyjum um helgina FÓTBOLTI Ekvadorar náðu að fylgja í fótspor heimamanna og fengu þrjú stig úr hinum leiknum í A- riðlinum í gær með 2-0 sigri. Carlos Tenorio kom Ekvador yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnað- ur með góðu skallamarki. Tenorio er 27 ára sóknarmaður sem er á mála hjá liði Al Sadd í Katar. Varnarleikur Pólverja var mjög ótraustur í fyrri hálfleiknum. Pólland spilaði fantavel í undankeppni HM og liðið skoraði urmul marka. Það var þó ekki að sjá á leik liðsins í gær þar sem sóknarlínan var ansi bitlaus nær allan leiktímann. Það var ekki fyrr en á lokamínútunum sem pólska liðið vaknaði til lífsins en þá átti það tvö skot sem höfnuðu í tré- verkinu. Annað mark Ekvador kom á 80. mínútu úr skyndisókn. Ivan Kavi- edes átti góðan sprett og sendi á Agustin Delgado, sem átti ekki í vandræðum með að koma knettin- um í markið. Delgado er helsta stjarna Ekvadora þó hann hafi ekki náð að sanna sig hjá enska liðinu Southampton, en hann spil- ar nú í heimalandinu. Luis Fernando Suarez, þjálfari Ekvador, setti kynlífsbann á allt liðið meðan á keppni stendur og ákvað hann að sýna gott fordæmi með því að taka sjálfur þátt í því banni. Sú hernaðaráætlun hans skilaði sér svo sannarlega í gær og liðið fékk þrjú stig en margir töl- uðu um þann leik sem úrslitaleik- inn um annað sætið í riðlinum. - egm Tvö mörk voru skoruð í Gelsenkirchen í gær þar sem Ekvador vann glæsilegan sigur á Póllandi: Ekvador byrjar mótið með stæl GAMAN Ekvadorar fagna fyrra marki sínu í gær. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.