Fréttablaðið - 10.06.2006, Side 94
10. júní 2006 LAUGARDAGUR70
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
Nýr humar, grillpinnar
sólþurrkaður saltfiskur
opið alla laugardaga 11-14
1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8
LÁRÉTT:
2 fjötra 6 þys 8 sæ 9 flan 11 málmur
12 durtur 14 hindrun 16 tveir eins 17
loka 18 illæri 20 í röð 21 faðmlag.
LÓÐRÉTT:
1 áður 3 mannþyrping 4 peningamál
5 tæki 7 tala 10 hæða 13 á kind 15
stefna 16 stækkaði 19 óreiða.
LAUSN:
NÚNA BÚIÐ
Fótbolti. Núna er
tíminn til að horfa á
fótbolta, hvað sem
antisportistarnir
segja. Þeir sem ekki
eru miklir áhuga-
menn um fótbolta
ættu að geta haft gaman af því að
fylgjast með hinum forföllnu og
smitast af stemningunni.
Ís. Loksins er hægt að
fá ís úr vél með jarðar-
berja- og súkkulaðibragði.
Jarðarberjaísinn frá Kjörís er
dásamlegur, góð tilbreyting frá
gamla góða vanilluísnum.
Vesti. Það eru
allir í vestum
þessa dagana,
bæði karlar og
konur. Þessi
klassíska flík
er búin að
vera inni í
dágóðan
tíma og
mun
eflaust
vera það í
einhvern tíma.
Tónleikar með
útbrunnum
hljómsveitum.
Íslenskir tónlistar-
áhugamenn láta
ekki lengur plata
sig á tónleika
með hljóm-
sveitum sem
voru frægar og svalar í
gamla daga.
Væmin barnanöfn.
Ungviðið í dag skal fá
gömul og góð íslensk nöfn
eins og Rannveig, Embla,
Salka, Vignir og Halldór.
Netasokkabuxur.
Voru algerlega málið
einu sinni. Nú á fólk
ekki einu sinni að láta
sér detta það í hug að
klæðast slíkum.
FRÉTTIR AF FÓLKI
Vel gæti farið svo að finnsku skrímslin í Lordi sæktu Íslendinga heim á
komandi mánuðum. Sigurlag þeirra
í Eurovision hefur notið talsverðra
vinsælda hérlendis og telja má víst að
landsmenn myndu fagna því ef Lordi
héldi hér tónleika. Sögur herma að Einar
Bárðarson og hans fólk hjá Concert hafi
skoðað þann möguleika að fá Lordi til
Íslands en ekkert hefur fengist staðfest
um það. Heimsókn norsku Eur- ov-
ision-sveitarinnar Wig Wam í
fyrra var svo vel heppnuð
að Norðmennirnir komu
aftur hingað til lands og
má telja að Lordi
yrði ekki síður vin-
sæl ef hún lætur
sjá sig.
Sjónvarps-parið Völundur Snær Völundarson
og Þóra Sigurðardóttir hefur tekið
yfir dagskrána í íslensku sjónvarpi á
fimmtudagskvöldum. Fyrsti þátturinn
af Sögunum okkar, nýjum þætti Þóru
og Jóhanns G. Jóhannssonar, fór í loftið
nú á fimmtudag i Ríkissjónvarpinu. Í
þáttunum ferðast þau um
Íslands og fjalla um merka
staði sem tengjast þjóð-
sögunum og fleiru í þeim
dúr. Síðar á fimmtu-
dagskvöldum er svo
grillþáttur Völla Snæs
á dagskrá Skjás eins
en þar töfrar Völli
fram gómsæta rétti
víða að úr veröld-
inni.
Kóngurinn Bubbi Morthens er veislu-glaður í meira lagi þessa dagana.
Hann hélt magnaða tónleika í Höllinni
í vikunni til að fagna fimmtugsafmæli
sínu en lætur sér það ekki duga. Bubbi
heldur vinum og velunnurum sínum
veislu á Borginni í dag og má búast
við því að þar verði bæði fjölmennt og
góðmennt. Ekki stendur til að Bubbi
taki sjálfur lagið í veislunni
en þeim mun líklegra
er talið að vinir hans
úr tónlistarbransanum
stígi á stokk honum til
heiðurs. Þó er ekki loku
fyrir það skotið að kóng-
urinn taki lagið með
einhverjum vina
sinna, ef sá gállinn
er á honum. - hdm
LÁRÉTT: 2 höft, 6 ys, 8 sjó, 9 ras, 11 ál,
12 rumur, 14 tálmi, 16 jj, 17 lás, 18 óár,
20 lm, 21 knús.
LÓÐRÉTT: 1 fyrr, 3 ös, 4 fjármál, 5 tól,
7 sautján, 10 smá, 13 ull, 15 ismi, 16
jók, 19 rú.
Fyrir tveimur árum síðan var vík-
ingaþorp byggt í Kerlingardal við
Vík í Mýrdal fyrir kvikmyndina
Bjólfskviðu. Síðan tökum á kvik-
myndinni lauk hefur leikmyndin
staðið í dalnum og hafa gestir getað
skoðað mannvirkin sér til gamans.
Íslenskt veðurfar hefur hins vegar
farið óblíðum höndum um leikmynd-
ina og er hún nú orðin afar tuskuleg
á að líta og farin að minna meira á
rusl en mannvirki. Sveinn Pálsson,
sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir
að sveitarstjórnin hafi beðið Heil-
brigðiseftirlitið að reka á eftir því
að leifarnar verði fjarlægðar því
fjöldi ferðamanna leggi leið sína um
dalinn og leiðinlegt sé að fólk þurfi
að horfa upp á ruslahrúguna.
Að sögn Friðriks Þórs Friðriks-
sonar, eins af framleiðendum kvik-
myndarinnar, var samið við landeig-
andann, Jóhannes Kristjánsson á
Höfðabrekku, um að hann myndi sjá
um að fjarlægja leikmyndina og því
sé málið nú í hans höndum.
Undanfarna daga hefur Jóhann-
es unnið hörðum höndum að því að
laga til á svæðinu og nú er svo
komið að einungis nokkrir litlir
kofar standa á staðnum en restin
af leikmyndinni hefur verið tekin
niður og keyrð heim að Höfða-
brekku þar sem fyrirhugað er að
koma henni upp.
„Þetta verk hefur dregist vegna
veikinda og svo hef ég líka verið að
undirbúa hlöðuna til að taka á móti
þessu,“ segir Jóhannes, sem vill
opna víkingasafn í hlöðunni. „Leik-
myndin hefur vakið athygli í dalnum
og útlendingar eru spenntir að skoða
þetta,“segir Jóhannes, sem fyrir
rekur ferðaþjónustu á Höfðabrekku.
„Við höfum verið að urða drasl að
undanförnu og núna er svæðið nán-
ast að verða hreint.“
snaefridur@frettabladid.is
JÓHANNES KRISTJÁNSSON: UNDIRBÝR VÍKINGASAFN
Vandræðagangur með
leikmynd Bjólfskviðu
RUSL EÐA GERSEMI? Spýtnabrak, gærur og annað drasl hefur einkennt tökustað Bjólfskviðu að undanförnu en nú hefur verið lagað til á
svæðinu, mörgum til mikillar gleði, enda skiptar skoðanir á því hvort leikmyndin sé landinu til lýtis eða ekki.
TÖKUSTAÐUR BJÓLFSKVIÐU Verið er að laga
til á tökustað Bjólfskviðu við Vík í Mýrdal
og flytja leikmyndina að Höfðabrekku þar
sem fyrirhugað er að opna víkingasafn í
framtíðinni. Nokkrir kofar verða þó látnir
standa og geta ferðamenn sem leið eiga
um Kerlingardal í sumar skoðað þá þar.
FRÉTTABLAÐIÐ/SNÆFRÍÐUR
1 Abu Musab al-Zarqawi
2 Þýskaland - Kosta Ríka
3 Reykjavík-Mag
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
HRÓSIÐ
... fær Helga Steffensen fyrir að
starfrækja Brúðubílinn í 26 ár.
AÐ GEFNU TILEFNI
Vegna fréttar um starfsmannamál í Latabæ á þessari síðu í gær skal
tekið fram að ráðning nýs aðstoðarleik-
stjóra tengdist á engan hátt kynferði
leikstjórans.
Ráðhús Reykjavíkur mun í dag fá
á sig yfirbragð taílenskrar hátíð-
ar þegar Taílendingar fagna sex-
tíu ára valdaafmæli Taílandskon-
ungs. Aðalræðisskrifstofa
Taílands á Íslandi, Búddistafélag
Íslands og Taílensk-íslenska félag-
ið standa að hátíðinni, sem stend-
ur frá kl. 12 til 18. „Þetta er ein-
stakur viðburður því konungurinn
er búinn að vera við völd í sextíu
ár. Af núlifandi þjóðhöfðingjum
hefur hann verið lengst við völd,“
segir Kjartan Borg, ræðismaður
Taílands á Íslandi. „Ég veit til
þess að fólk komi utan af landi til
að taka þátt í hátíðarhöldunum,
því þetta verður ekki endurtekið,“
segir Kjartan.
Hans hátign Bhumibol Aduly-
adej er þekktur fyrir alþýðlegan
persónuleika og er því vinsæll
meðal Taílendinga. „Hann nálgast
fólkið á svo sérstakan hátt. Hann
fer út í sveitir og talar við fólkið
og síðan er lagt á ráðin. Maður sér
hann helst fyrir sér úti í sveitun-
um, alþýðlega klæddan með landa-
bréf í hendi og myndavél um háls-
inn,“ segir Kjartan.
Pra Maha Prasit, munkur
Búddistafélags Íslands, verður
með kynningu á kónginum í máli
og myndum. Bragðlaukarnir ættu
einnig að kætast því hægt verður
að bragða á taílenskum mat sem
veitingastaðir borgarinnar hafa
lagt til. „Hátíðin snýst um það að
heiðra konunginn og heilla, en
þetta er líka kynning á taílenskri
menningu og allir eru velkomnir,
Íslendingar og aðrir,“ segir Kjart-
an.
Konungur heiðraður í Ráðhúsinu
PRA MAHA PRASIT OG KJARTAN BORG Taí-
lendingar koma hvaðanæva að af landinu
til Reykjavíkur til að undirbúa hátíðina.
FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR